NT - 15.08.1984, Page 24

NT - 15.08.1984, Page 24
 Miðvikudagur 15. ágúst 1984 24 Ermarsund: Breskur togari á kafbátaveiðum l.ondon-Kcutcr ■ Óþekktur kafbátur dró breskan togara þvers og kruss um Ermarsundið í þrjár klukku- stundir í gærmorgun, eftir að hafa festst í trolli togarans. Talið er að kafbáturinn sé frá einhverju austantjaldsland- anna. Togarinn, sem heitir Johanna C og er 34 lestir að stærð, var staddur um 8 sjómílur undan Flóð við landamæri Sovétríkjanna og Kína Moskva-Rcutcr ■ Sovéska dagblaðið Izvestia skýrði frá því í gær að mikil flóð væru nú í austasta hluta Sovét- ríkjanna við Amur-fljót sem aðskilur Kína og Sovétríkin. Vatn hefur flætt yfir að minnsta kosti 100 þorp og sums staðar hafa hús alveg horfið í vatnsflauminn. Vatn í ám á þessu svæði er nú meira en þremur metrum hærra en í meðalári og síðast þegar fréttist voru flóðin enn að aukast. Flóðin hafa eyðilagt margar brýr og spillt uppskeru á stóru svæði. Margir íbúar í nágrenni við Amur-fljót hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín enda eru þau nú umflotin vatni. suðvesturströnd Bretlands þeg- ar kafbáturinn flæktist í vörpu hans. Skipstjórinn setti á fulla ferð áfram en þrátt fyrir það var togarinn dreginn afturábak í ýmsar áttir á allt að þriggja sjómílna hraða. Skipstjórinn, John Green, sagði á eftir að skipverjar hefðu reynt að hífa inn trolíið en þá slitnuðu vírarnir. Hann hafði strax samband við strandgæsl- una og þrem tímum síðar kom skipun um að skera vörpuna frá þar sem breskur kafbátur væri á svæðinu. En sjóherinn komst síðar að því að þarna var ekki um bresk- an kafbát að ræða. Heimildir í sjóhernum telja að sífelldar stefnubreytingar kafbátsins hafi stafað af því að skipstjóri hans vildi ekki koma upp á yfirborð- ið. Hommar fái hæli í Svíþjóð Stokkhólmur-Reuter ■ Talsmaður hóps, sem berst fyrir kynferðislegu jafnrétti, sagði frá því í gær að í nýrri opinberri skýrslu væri lagt til að Svíþjóð vejti hommum hæli ef þeir væru að flýja undan ofsóknum í heimalandi sínu. Skýrsla þessi verður birt almenningi síðar í þessari viku. Hún er unn- in af nefnd sem ríkis- stjórnin skipaði árið 1977 til þess að rannsaka hlut- skipti kynhverfra í sænsku þjóðfélagi. Opinberir embættismenn hafa hvorki viljað staðfesta né neita þessum fregum um efni skýrslunnar. Þeir segjast bíða þess að hún verði birt opinberlega áður en þeir ræða efni hennar. Bænaherferð í Pakistan Islamabad-Reuter ■ Ríkisstjórn Pakistans hóf í gær bænaherferð sem fólgin er í því að hvetja múhameðstrúar- menn í Pakistan til þess að biðja reglulega. Forseti Pakistans, Mohamm- ad Zia-Ul Haq, sagði í gær í þjóðhátíðarræðu, sem var bæði útvarpað og sjónvarpað, að það væri skylda stjórnvalda að sjá til þess að múhameðstrúarmenn bæðust reglulega fyrir. Hann hvatti þjóðina til að sameinast gegn innlendum og erlendum ógnunum og sagði að ástandið í þeim heimshluta, sem Pakistan tilheyrir, væri ríkisstjórninni mikið áhyggjuefni. Sex f lóttamenn synda f rá Albaníu Aþcna-Reuter ■ Nú er vitað um sex Albaníu- menn sem flúið hafa frá heima- landi sínu á sundi undanfarinn mánuð. Þrír þeirra syntu til Grikk- lands en einn drukknaði á leiðinni, og þrír syntu í Júgóslavíu. Tvær systur sögðust hafa synt frá strönd Albaníu við Adríahaf til grísku eyjarinnar Korfu þann 2. ágúst s.l. Sundið tók heila nótt og á leiðinni drukknaði bróðir þeirra sem lagði af stað með þeim. ■ HINN 27. júlí síðastliðinn birti blað rússneska kontmún- istaflokksins, Pravda, óvenju- lega harðorða árás á vestur- þýsku ríkisstjórnina, þar sem henni var borið á brýn, að hún hyggðist nota efnahagslegar að- gerðir til að gera Austur- Pýskaland sér undirgefið og undirbúa þannig sameiningu þýsku ríkjanna. Stjórnendur Vestur-Þýska- lands væru þannig ekki búnir að hverfa frá hugmyndinni um eitt stórt þýskt ríki, sem yrði langöflugasta ríkið í Vestur- Evrópu og ógna myndi friðn- um í Evrópu, þar sem ætla mætti að forvígismenn slíks ríkis myndu brátt hefja baráttu fyrir endurheimt þeirra land- svæða, sem heyrðu undir Þýskaland fyrir síðari heims- styrjöldina og Þjóðverjar urðu þá að láta af hendi í stríðslokin til Sovétríkjanna, Póllands og Tékkóslóvakíu. Hér væri bersýnilega að spretta upp ný hernaðar- og yfirgangsstefna af hálfu Vest- ur-Þjóðverja, sem gjalda yrði íbúar þar. Þetta hefur vafalítið ýtt undir fólksflótta til Vestur- Þýskalands. ÞESSI ÁRÓÐUR rúss- neskra fjölmiðla að undan- förnu hefur vakið umtal og vangaveltur í fjölmiðlum vest- an tjaldsins. Fréttaskýrendur gera sér ljóst, að Rússar óttast sameiningu þýsku ríkjanna og telja hana ógnun við Sovétrík- in. Rússar vilji því sem oftast minnast á þessa hættu, þótt hún virðist ekki nálæg , eins og mál standa nú. Flestum kemur saman um, að þessi áróðursherferð rúss- neskra fjölmiðla reki aðallega rætur til þess, að staðið hefur til að Erich Honecker, leiðtogi austur-þýskra kommúnista, færi í heimsókn til Vestur- Þýskalands á þessu ári. Hann hefur fengið boð um það frá vestur-þýskum stjórnarvöld- um og þegið það, án þess að ákveða hvenær það yrði þegið. Það mun nú næstum ákveðið, að þessi heimsókn Honeckers verði í síðari hluta september. Frá heimsókn Helmuts Schmidt til Austur-Þýskalands í desember 1981 Hindrar Chernenko að Honecker heimsæki Vestu r-Þýskaland? Sennilegt þykir að Honecker láti ekki beygja sig fyllsta varhug við. Stjórnar- völd í Austur-Þýskalandi yrðu að gera sér grein fyrir hvað hér væri á ferðinni. í framhaldi af þessu hefur verið rifjað upp, að fæstir hefðu talið að hætta stafaði af nasismanum, þegar hann var fyrst að vaxa úr grasi, en þetta hefði breyst fjótlega. Jarðveg- ur fyrir hernaðarstefnu og endurheimt svo nefndra þýskra landssvæða væri enn fyrir hendi í Þýskalandi. Til frekari rökstuðnings fyrir þessu er bent á, að stjórnar- skrá Vestur-Þýskalands gerir ráð fyrir sameiningu þýsku ríkjanna, og því hafi vestur- þýsk stjórnarvöld ekki viður- kennt Austur-Þýskaland sem sérstakt ríki. Þau virðurkenni ekki heldur sérstakan austur- þýskan ríkisborgararétt heldur líti á Austur-Þjóðverja sem þýska borgara, sem njóti sama réttar í Vestur-Þýskalandi og Þessi heimsókn Honeckers verður í framhaldi af því, að samskipti þýsku ríkjanna hafa verið að smáaukast að undan- förnu, m.a. fyrir forgöngu Franz Josefs Strauss. Nýlega fengu Austur-Þjóðverjar 950 milljóna marka lán í Vestur- Þýskalandi með ábyrgð vestur- þýska ríkisins. Raunar var hér um hag beggja ríkjanna að ræða, því að Austur-Þjóðverj- ar munu nota megnið af láns- fénu til vörukaupa í Vestur- Þýskalandi. í sambandi við lántökuna lækkuðu austur-þýsk yfirvöld ferðaskatt, sem Vestur-Þjóð- verjar verða að greiða, þegar þeir ferðast um Austur-Þýska- land. í fyrra fékk Austur-Þýska- land hliðstætt lán í Vestur-Þýska- landi fyrir milligöngu Franz Josefs Strauss. Það eru þessi lán, sem Rússar benda á sem sönnun þess, að vestur-þýsk stjórnarvöld séu að reyna að ná efnahagslegum undirtökum á Austur-Þýskalandi með inn- limun þess í huga. Sitthvað bendir til, að Rúss- ar leggi ekki sjálfir trúnað á þessar staðhæfingar, enda þótt þeir af skiljanlegum ástæðum sjái drauga í öllum hornum þegar sameining þýsku ríkj- anna ber á góma. Eins og er hefur hvorugt þýsku ríkjanna áhuga á slíkri sameiningu eða telja hana mögulega í náinni framtíð, þótt þau haldi bæði í vonina. Bandalagsríki Vestur- Þýskalands eru öll fráhverf sameiningu að sinni og óttast hana lítið minna en Rússar. Slík er reynslan frá tímum Hitlers og Vilhjálms keisara. Það má hins vegar segja, að batnandi sambúð þýsku ríkj- anna geti smám saman leitt til nánara samstarfs milli þeirra og jafnvel eins konar samein- ingar, en það yrði þá á friðsam- legum grundvelli í fullri sam- vinnu við nábúana. MARGIR fréttaskýrendur telja það sennilegustu skýringu Júgóslavneska tímaritið Duga skýrði frá því að 17. júlí hefðu þrír ungir menn synt yfir Ohridvatn sem liggur á landamærum Albaníu og Júgóslavíu. ■ Gromyko geðjast ekki að fyrirhugaðrí heimsókn Honeckers til Vestur-Þýskalands Þcrarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar á umræddri áróðursherferð Rússa, að þeir vilji að sinni, að jafnt bandalagsríki Sovétríkj- anna og Sovétríkin sjálf sýni stjórnarvöldum Vestur-Þýska- lands kulda og andúð meðan þau leyfa staðsetningu banda- rísku eldflauganna. Litið verði á heimsókn Honeckers sem frávik frá þessari afstöðu. Þá vilji Rússar að allir meiri- háttar samningar milli austurs og vesturs fari fram milli risa- veldanna, þ.e. Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en banda- lagsríki þeirra séu ekki að semja sín á milli um meirihátt- ar mál. Það gæti orðið til þess, að Sovétríkin misstu mál meira og minna úr höndum sér. Valdamenn Sovétríkjanna telji því heimsókn Honeckers ekki samræmast þeim vinnu- brögðum, sem best henti Sov- étríkjunum eins og sakir standa. Vafalaust kjósa þau því að hann hætti við ferðina. Af mörgum ástæðum telja Rússar að Austur-Þýskaland sé lykilríki þeirra í Austur- Evrópu. Það sé fremst í varn- arlínunni. Þess vegna verði að halda því frá nánum skiptum við Vestur-Þýskaland og Vest- ur-Evro'pu. Honecker, sem er vafalítið trúr Sovétríkjunum, er hins vegar ekki að öllu leyti á sama máli. Hann telur bætta sambúð þýsku ríkjanna stuðla að spennuslökun í Evrópu og aukin samskipti þeirra séu í þágu þýsku þjóðarinnar, en hann vill ekki síður telja Aust- ur-Þýskaland fulltrúa hennar en Vestur-Þýskaland. Vafa- laust mun hann styrkja sig í sessi heima fyrir, ef hann sýnir þetta í verki. Það mun líka styrkja hann í sessi, ef Austur-Þýskaland sýn- ir vaxandi sjálfstæði. Það mun t.d. hafa verið honum álits- auki, að forsætisráðherra Kan- ada, Svíþjóðar og Grikklands hafa heimsótt hann á þessu ári. Talið er, að Andropoff hafi skilið þetta sjónarmið, en Cherenko og Gromyko virð- ast meta þetta öðruvísi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.