NT - 15.08.1984, Blaðsíða 28
„Ég er íslenskur ríkisborg-
ari og mun alltaf vera það“
segir Sigurlaug Rósinkranz sópransöngkona í samtali við NT
■ Sigurlaug Rósinkranz, söngkona, er komin til íslands í stutta heimsókn en hún hefur búið erlendis í 12 ár, lengst af í Svíþjóð, auk
þess hafði hún heimili í Þýskalandi og Ítalíu í mörg ár, og síðastliðið ár við nám í Bandaríkjunum.
NT-mynd: Róbert
■ „Það er alltaf jafn ánægju-
legt að koma heim og sjá þetta
unga fólk í nýrri og nýrri
hnotskurn. Þetta er stórkostleg
kynslóð. Kynslóðin á undan
mér var hörð af erfiðri lífsbar-
áttu, mín kynslóð þroskaðri þar
sem hún hafði meiri möguleika,
en yngsta fólkið í dag hefur
hlotið betri aðbúnað en aðrar
kynslóðir á undan henni, og er
því mýkri og víðsýnni. Hörð
náttúra, óblíð veðrátta og erfið
lífskjör gera fólk hart í lund.
Það er rétt að koma auga á
þetta, það hefur með þróun að
gera. Tréð vex og sveigist eftir
því hvernig stormurinn liggur á
því. Því lengur sem vindurinn
stendur á því, því meir bognar
það, og vöxtur þess fer eftir því.
í veðurblíðu-löndunum, vaxa
trén beint upp. Þannig er mann-
fólkið. Sjáum suðurlandabúana
og berum þá saman við íslensku
aldamótakynslóðina. Þetta er
annar heimur. Aldamótakyn-
slóðin er einnig mitt fólk sem ég
ber virðingu fyrir en við eigum
að geta talað um sem flest,“
Sigurlaug Rósinkranz. sópran
söngkona, er komin til Islands í
stutta heimsókn en hún hefur
búið erlendis í 12 ár, lengst af í
Svíþjóð, auk þess hafði hún
heimili í Þýskalandi og Ítalíu í
mörg ár, og síðastliðið ár við
nám í Bandaríkjunum. Nú sem
stendur er heimili hennar í N.
Hollywood.
„Mikið hefur breyst...“
- Við byrjum á því að spyrja
Sigurlaugu hvers vegna hún hafi
flust frá Svíþjóð. Það er stutt
saga að segja frá því.
„Það hefur mikið breyst á
þessum árum. Kerfið í Svíþjóð
er þungt í vöfum, og ég vildi
breyta til um tíma. Skatturinn
getur farið þar í 80% ef tekjur
eru góðar. Það eru ekki margir
sem eru ánægðir að greiða slíkt.
Annars er landið fagurt og mér
þykir vænt um það. Þar á ég
einnig marga góða vini og börn-
in einnig. Þau hafa slitið barns-
skónum í Svíþjóð, fengið afar
skemmtilega lífsbyrjun, alist
upp með sinfóníuhljómsveit frá
6 ára aldri, komið fram af og til
öll þessi ár sem einleikarar með
henni og hljómsveitarmeðlimir,
verið þar í barnaseríu í sjón-
varpinu og í útvarpinu og Ragn-
ar söng með inn á plötu bara 11
ára gamall árið áður en við
fórum til Bandaríkjanna, og
svo má lengi telja. Af þessu öllu
leiðir að Svíþjóð skilur eftir sín
sænsku spor í þeim, og í mér að
sjálfsögðu líka. í Los Angeles,
hafa þau spilað allt síðastliðið
ár í stórri sinfóníuhljómsveit, í
henni var aðallega fólk á aldrin-
um 15 til 38 ára, þau voru yngst
eða 11 og 12 ára. Nú hafa þau
óskað eftir að fá að læra að spila
léttari músik (ef létta skyldi
kalla) og hafa fengið saxafón og
rafmagnsbassa, einnig ég gaf
sjálfri mér tenórsaxafón (ætla
að læra á hann.)“
„Heimurinn er okkar ■■■
- Mundir þú vilja flytja heim
til íslands?
„Heimurinn er okkar. Ég er
íslenskur ríkisborgari og mun
alltaf vera það. Eg hef ávallt
ferðast mikið og dvalist lang-
dvölum í öðrum löndum og er
það einnig söngferðalögum
mínum að þakka, þó að síðastl.
3 ár hafi ég ekki starfað mikið.
Ég dvaldist áður talsvert á Ítalíu
og hlaut styrk til að lesa þar við
háskóla. Börnin mín tala 4
tungumál, þótt ítalskan sé á
undanhaldi. Það er eðlileg af-
leiðing út af dvöl minni í ýmsum
löndum."
- Er ekki mesti glansinn far-
inn af Hollywood?
„Fjarlægðin gerir fjöllin blá
og mennina mikla. Heimafólk
þar verður ekki vart við glansinn
sem Evrópa kom sér upp úr
fjarlægð. Annars er Hollywood
eins og hver önnur borg sem
hefur sína kosti og galla.“
- Hvað gerir þú næsta vetur?
„Ég er innrituð í skóla þar
sem ég læri tónsmíðar. Mig
hefur lengi langað til þess en
ekki unnist tími til slíks fyrr en
nú. Einnig á ég að geta eitthvað
starfað við söng næsta vetur."
„Kannski gæti ég samið
tónverk við Ijóð föður
míns...“
- Hefur þig stundum langað
að gera eitthvað annað en
þetta?
„Mig hefur oft langað til að
verða rithöfundur og skrifa
bækur, eins og faðir minn. Þeg-
ar ég var yngri, hafði ég sterka
þrá í mér til þess. Af því varð
þó ekki, það var alltaf svo mikið
annað að gera, sem varð að
koma fyrst.“
- Og þú ætlar að semja
tónverk? Hvers konar tónverk?
Sigurlaug hugsar sig vel um
og segir: „Öll form tónlistar
hafa rétt á sér, en fyrir mér
vakir aðallega að skrifa mód-
erna eða hálfmóderna tónverk
við texta eða Ijóð. Kannski gæti
ég samið tónverk við ljóð föður
míns, Guðm. L. Friðfinnssonar,
eða við texta sem ég hef þýtt
sjálf, svo eitthvað sé nefnt."
Og þar með kveðjum við
Sigurlaugu Rósinkranz og
þökkum henni skemmtilegt
spjall og óskum henni gæfu
vestur í Ameríku.