NT


NT - 30.08.1984, Side 1

NT - 30.08.1984, Side 1
Ung stúlka hand- tekin með fíkniefni: ■ Rúmlega tvítug stúlka, sem fíkniefnalögreglan hand- tók á Keflavíkurflugvelli síð- degis í fyrradag, reyndist hafa 100 grömm af amfetamíni falin innvurtis. Samferðastúlku hennar var sleppt fljótlega eftir handtöku, þar sem grunur um að hún væri einnig með fíkni- efni reyndist ekki á rökum reistur. Stúlkurnar voru að koma frá Amsterdam, þar sem Faldi amfetamín í f imm blöðrum í endaþarminum! þær höfðu verið í flmm daga. Verðmæti amfetamínsins í götusölu er um 750 þúsund krónur. Stúlkan hafði dreift fíkniefn- inu í fimm blöðrur, sem hún faldi upp í endaþarmi sér. Við handtökuna neitaði hún að fara í röntgenmyndatöku til að sannreyna það, að hún hefði falið efnið inni í líkama sínum, en í gærmorgun var kveðinn upp dómsúrskurður um að hún skyldi fara í myndatökuna. Stúlkan hefur ekki áður komið við sögu hjá fíkniefnalögregl- unni, en grunur féll á hana, þar sem hún hefur átt samneyti við menn, sem þekktir eru hjá lögreglunni fyrir fíkniefnamis- ferli. Að sögn fíkniefnalögregl- unnar er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort fleiri tengjast því. í gærkvöldi höfðu aðrir ekki verið kallaðir til yfirheyrslu vegna þess. Ekki hefur jafn mikið magn af am- fetamíni verið gert upptækt síðan í júní, er 750 grömm voru tekin um borð f Eyrar- fossi. Alls hefur verið lagt hald á um eitt kíló af þessu fíkniefni á þessu ári. Stjórn Framkvæmdastofnunar: Albert fékk syniun! - um 8 milljóna rekstrarlán til Jökuls á Raufarhöfn ■ „Ég á erfítt með að trúa að þetta sé endanleg afgreiðsla á malinu" sagði Gunnar Hilm- arsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn, en Raufarhafnarhreppur á 95 prósent hlutafjár í Jökli hf. „Það fer að verða sjálfsagt að stoppa útgerðina“ sagði Gunnar. Stjórn Framkvæmdastofnun- ar ríkisins hafnaði í gær erindi Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, um átta mill- jóna króna rekstrarlán til út- gerðarfélagsins Jökuls á Raufar- höfn. Með erindi Alberts til stjórn- arinnar fylgdi boð um að átta milljónir króna af framlagi ríkissjóðs til Byggðasjóðs yrðu greiddar strax. Af hálfu Alberts mun lán þetta verða hluti af skuldbreyt- ingaláni sem ákveðið var fyrr á árinu að veita til útgerðar. Staða Jökuls er slæm, og var nýlega frestað nauðungarupp- boði vegna 5-6 milljóna króna skuldar fyrirtækisins. Stefán Guðmundsson, stjórn- arformaður Framkvæmdastofn- unar sagði NT í gærkvöld, að forsætisráðherra hefði beðið stofnunina um að gera úttekt á fyrirtækinu, og hefðu tækni- menn Framkvæmdastofnunar farið austur. Stefán sagði að forsætisráðherra yrðu kynntar hugmyndir Framkvæmdastofn- unar á rekstri fyrirtækisins fljót- lega. Stjórnarfundi Framkvæmda- stofnunar á Sauðárkróki lauk í gær. Á fundinum var m.a. rætt við forystumenn sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra og tókust þær umræður vel að sögn Stefáns. Prentararí verkfall? ■ Almennur félagsfund- ur í Félagi bókagerðar- manna mun í dag taka afstöðu til þess hvort stjórn og trúnaðar- mannaráði verði heimilað að boða til verkfalls. Á fundi stjórnar og trúnað- armannaráðs í gær var samþykkt með yfírgnæf- andi meirihluta atkvæða að falast eftir umboði fé- lagsmanna til verkfalls- boðunar. Að sögn Magnúsar E. Sigurðssonar, formanns félagsins hefur engin dag- setning verið ákveðin. Kunnugir segja þó, að verkfall verði boðað eftir 2. sunnudag ef af því verður. Vinnumálasambandið sýnir annað andlit en VSÍ: Þrjú prósent- in greidd út ■ Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna hefur gefíð út þá línu að 3% kauphækkun skuli greidd út 1. september, eins og kjarasamningar frá því í febrúar sl. gera ráð fyrir. Vinnu- veitendasamband Islands tók hins vegar fyrir nokkru þá ákvörðun að greiða ekki 3% til þeirra verkalýðsfélaga sem sögðu upp launalið samninga. I ályktun Vinnumálasam- bandsins, sem er samband u.þ.b. 50 atvinnurekenda með Sambandið, KEA og Esso í fararbroddi segir: „VMS skrif- aði á liðnum vetri ásamt öðrum vinnuveitendum undir 3% launahækkun þann 1. septem- ber 1984. Augljóst er að í komandi kjarasamningum verð- ur þessi greiðsla ekki felld niður. VMS telur hins vegar eðlilegt að félagar þess taki ákvörðun um það hver á sínum stað hvort greiðslur þessar fari fram frá 1. september eða síðar, enda eru aðstæður misjafnar á hinum ýmsu stöðum á landinu.“ Gámaflutn- ingar á ferskfiski: Yfir 50% aukning - og bátar hætta að sigla! Fuglager og flugvellir ■ Meira en helmingsaukn- ing hefur orðið á gámaflutn- ingum ferskfísks á erlendar hafnir samhliða því að sigl- ingar fískiskipa hafa dregist saman síðastliðið ár. Fyrstu sjö mánuði ársins fóru tæp 7400 tonn á erlenda markaði með þessu móti. Samanborið við sama tíma í fyrra er hér um 53% aukningu að ræða en þá voru tonnin 4800. Margt bendir nú til að útflutningur óunnins afla sé í örum vexti síðustu vikur en til júlíloka var útflutningur- inn svipaður og fyrir sama tíma og í fyrra, og nemur um 20 þúsund tonnum. Það eru tæp 6%. af fiskafla lands- manna. Að sögn Jóns Ásbjörns- sonar heildsala sem haft hef- ur með þennan útflutning að gera hefur gámaflutningur- inn gefist mjög vel. Með þessari aðferð má flokka úr þær fisktegundir sem unnt er að selja á mörkuðum erlend- is en setja aðrar í vinnslu hér heima. Fiskurinn er tekinn beint úr fiskiskipunum og raðað í fiskikössunum inn í gáminn. HefurEimskip mest haft vanda að þessum flutn- ingum sem að langmestu leyti eru á Bretlandsmarkað. ■ Fuglager á flugvöUum er stórhættulegt og hefur valdið alvarlegum flugslysum. Ýmislegt er gert til að halda fuglum burt frá flugvöllunum. Þeir eru skotnir og það er eitrað fyrir þeim en árangurinn er ekki aUtaf mildll eins og þessi mynd frá Frankfurt í gær ber með Sér. Simuuynd-POLFOTO

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.