NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 30.08.1984, Qupperneq 3

NT - 30.08.1984, Qupperneq 3
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 3 EH„ísland þarf ennmeira Milton '' r Friedman \ m ■ ■ ■ ■■■■ ■// FLI frelsi en stærri lond“ ■ „Ég er ekki sérfræðingur í málefnum íslands; ég hef aðeins verið hér í tíu klukkutíma, og þar af hef ég sofið í sex“, sagði hagfræðingurinn heimskunni Milton Friedman þegar hann ræddi við blaðamenn í gær á efstu hæð í hæsta húsi Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar. Friedman bætti því við að hann hefði reyndar getað litið í tölfræðilegar upplýsingar Seðlabankans á leiðinni yfír hafíð, en hann vissi samt ekki nægilega mikið til að gefa nákvæm ráð. Milton Friedman er kominn til íslands til að flytja fyrirlestur á vegum viðskiptadeildar Há- skólans og Stofnunar Jóns Þor- lákssonar. Hann erhingað korn- inn ásamt konu sinni Rose, sem hefur verið meðhöfundur hans að mörgum hans seinni bókum, t.a.m. Frelsinu til að velja, og nýjustu bókinni Ofríki hins' óbreytta ástands. Friedman er löngu kunnur fyrir verk sín, bæði þau sem teljast til fræðilegrar hagfræði, og hin sem frekar teljast til pólitískrar greiningar og boðun- ar ákveðinna kenninga. Fried- man er fæddur í Brooklyn í New York árið 1912, en starfaði lengstum við Chicago háskóla, eða frá 1946 til 1977. Síðustu árin hefur hann starfað við Hoover stofnunina í Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann hef- ur löngum verið mjög umdeild- ur, jafnt innan hagfræðinnar sem utan, vegna skoðanna sinna. Lausnarorðið frelsi „En ég get auðvitað gefið ykkur lausn sem kemst fyrir í einu orði,“ hélt Friedman áfram á blaðamannafundinum. „Það er frelsi. ísland hefur lítið hag- kerfi og þið þurfið reyndar á að halda meira frelsi heldur en stærri lönd. Við vorum áðan að ræða um að þið hefðuð aðeins eina sjónvarpsstöð og eina út- varpsstöð; þið ættuð að opna fyrir möguleika á að fjölga þess- um stöðvum." Friedman var spurður hvað honum þætti um þær ásakanir að hann væri fyrst og fremst hagfræðingur hinna ríku. Hann svaraði með því að segja að í hinum miðstýrðu sósíalísku ríkjum væri mun meiri munur á ríkidæmi manna heldur en í nokkru kapítalísku ríki. „í kap- ítalískum ríkjum geta menn ekki orðið ríkir á því að stinga hendinni niður í vasa annarra; hann getur aðeins orðið ríkur á því að framleiða einhverjar vörur eða þjónustu sem fólk vill borga fyrir.“ Chile gerði mistök Friedman var þvínæst spurð- ur um ásakanir þess efnis að efnahagsleg ráð hans hefðu gef- ist illa; sérstaklega hefði ráðgjöf hans um stífa stjórnun peninga- magns í Chile, ísrael og Bret- nokkur ár; verðbólga hrapaði úr 400 í undir 10%; þeir náðu einnig góðum hagvexti, 7-8% á ári. En síðan gerðu Chilemenn alvarleg mistök, sem ég gagn- rýndi. Þeir hættu að láta gengið fljóta, en settu það fast við þróun Bandaríkjadollara. Síð- an féll heimsmarkaðsverð á kopar, einni aðalframleiðslu- vöru Chile. Hvorugt er hægt að kenna peningamagnskenning- unni um. Þeirra verðbólga er nú komin upp í 10 til 15%. ■ „Þeir hlustuðu ekkert á mig í ísrael". Milton Fríedman og kona hans Rose á fundi með fréttamönnum í gær. NT-mjnd Róbert landi, gefist misjafnlega? „Ég hef lært það á langri ævi að það er mun auðveldara að- gefa ráð heldur en að fá menn til að taka við þeim. Þannig var það í fsrael. Ég gaf þeim að mínu eigin áliti mjög góð ráð, en það var ekkert á þau hlustað. 1 Chile gekk allt mjög vel í Ríkiseyðsla til ills Aðspurður sagðist Friedman ekki hafa áhyggjur af hinum mikla halla á fjárlögum Reagans í Bandaríkjunum. „Svona halli er ágætur. Hann letur menn til að eyða ríkisfjármunum." Hann var í framhaldi af þessum skoð- unum á fjárlagahallanum spurð- ur hvort hann væri orðinn endurborinn Keynesisti? „Nei, það er ég ekki. Þeir vilja fjár- lagahalla til að geta eytt meiru. Þannig geta menn séð tvenns konar ágæti í sama hlutnum." Rose og Milton Friedman kváðust sammála um að of um- fangsmikill ríkisbúskapur leiddi aðeins til ills. Þannig hefðu allar þær milljónir sem Johnson for- seti byrjaði að eyða í velferð- armál á sjöunda áratugnum ekki minnkað fátækt; fátækt í Bandaríkjunum hefði þvcrt á móti aukist. Aukning á fjölda óskilgetinna barna hefði enn- fremur orðið afleiðing af því að auðveldara varð fyrir fólk að ná í fátækrastyrk. Álit skólamanna á niðurskurði í kennslumálum: ■ Skólamenn á landsbyggðinnii margir, telja að niðurskurður mennta- málaráðherra í kennslumálum komi harðar niður á landsbyggðinni en Reykjavíkursvæðinu. Veldur þetta reiði, því nægur er ójöfnuðurinn fyrir, telja þeir. Þá hafa yfirlýsingar ráð- herra þess efnis að minnkaður verði niðurskurður við þá skóla sem ákváðu að kenna ekki ensku og dönsku í einum bekk valdið úlfúð og menn spyrja: Hvers eiga þeir skólar að gjalda sem dreifðu niðurskurðinum á margar greinar? Á Norðurlandi eystra t.d. var fylgt tilmælum ráðherra um að skera niður viðmiðunarstundarskrá um 2,5%. Flestir skólar fóru þá leið að láta þetta bitna á mörgum greinum. Akureyrar- skólarnir hinsvegar ákváðu að draga eingöngu saman kennslu í ensku og dönsku. Því vekja þau viðbrögð menntamálaráðherra furðu að ætla að bæta Akureyraskólunum (þéttbýl- isskólar) niðurskurðinn að einhverjú leyti en ekki öðrum (dreifbýlis- skólum). Þá hefur komið fram að niðurskurður í Reykjavík verður eng- inn í almennu kennslunni eða sér- kennslunni, heldur bitnar aðeins á starfi skólabókasafnanna: Telja fróðir menn að fjarri lagi sé að sá niður- skurður nemi 2,5%. Dragðu fyrirmæl- in þín til baka! - áður en þú ferð til Kína ■ „Þar sem frést hefur að mennta- málaráðherra sé á förum til Kína og verði fjarverandi í u.þ.b. mánuð vil ég skora á ráðherrann að hún sendi fræðslustjórum og skólastjórum grunnskóla þegar í stað fyrirmæli þess efnis að kennslustundafjölda skuli miða við ákvæði viðmiðunarstunda- skrár er menntamálaráðherra gaf út 9. apríl sl. Fyrri úthlutanir á kennslu- stundum til skólanna verði því leið- réttar þannig að nemendur verði ekki hlunnfarnir um þá kennslu er þeim ber skv. ákvæðum grunnskólalaga.“ Valgeir Gestsson sendir áskorunina í tilefni þess að Ragnhildur Helga- dóttir lýsti því yfir í útvarps og sjónvarpsfréttum í gær að grunnskóla- nemendur skuli njóta lögboðinnar kennslu á næsta skólaári. Þetta segir hún þrátt fyrir fyrri tilskipanir um að launakostnaður kennara skuli skorinn niður um 2,5%, sem þýðir það að kennslustundafjöldi er skorinn niður. Kennarasambandið telur að niður- skurðurinn jafngildi 1650 kennslu- stundum á viku, eða einfaldlega 2,5% af kennslustundafjölda grunnskól- anna í heild. í sjónvarpsviðtali í gær sagði mennta- málaráðherra að það væri á „misskiln- ingi byggt“ að stuðnings og hjálpar- kennsla í Reykjavík drægist saman um 10%. Valgeir staðhæfir að þetta sé í mótsögn við þær upplýsingar sem grunnskólakennarar hafi fengið fyrir nokkrum dögum. NT náði ekki í menntamálaráð- herra í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. y/eist þú? Að i hei/suræktinni HEBU átt þú kost á ieikfimi, sauna, Ijósum og nuddi, allt saman eða sér Nýtt námskeiö hefst 3. september 10 tíma nuddkúrar dag- og kvöldtímar ☆ Sérstakir megrunar kúrar 4 sinnum i viku ☆ Leikfimi 2 og 4 sinnum i viku ☆ Frítt kaffi i fallegri setustofu Innritun i síma 42360 Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 14

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.