NT - 30.08.1984, Blaðsíða 4

NT - 30.08.1984, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 4 Hinn huldi kostnaður af kreditkorta viðskiptum kemur upp á yfirborðið: Hverjir eiga að greiða fyrir kortaviðskiptin? Ásmundur Stefánsson ■ Matvörukaupmenn á höfuöborg- arsvæðinu, sem stefna nú hraðbyri að því að hætta afgreiðslu fyrir kredit- kort í lok vikunnar - nema skyndi- legur brestur verði á samstöðu þeirra á síðustu stundu - byggja afturhvarf sitt á viðskiptunum á tveimur ástæð- um. Sú fyrri er að kostnaður við greiðslukortaviðskiptin séu í heild of mikill. Þrátt fyrir að einungis fjórðungur af matvöruinnkaupum, í þeim versl- unum sem taka kort, sé með kortum, þá segja kaupmennimir að þóknun til kortafyrirtækjanna, vaxtatap af því fé sem lánað er í viðskiptunum, og kostnaður við pappírsvinnuna sem viðskiptunum fylgja, skipti þegar stórum upphæðum - allt að hálfri milljón króna á mánuði hjá stærstu mörkuðunum, sem svarar til launa 25 til 30 verslunarmanna. Síðari ástæðan, sem hér er ætlunin að gefa frekari gaum, snertir það sem kaupmenn kalla óréttlætið í greiðslu- kortaviðskiptum. Við erum, segja þeir, að hygla þeim viðskiptavinum sem hafa kortin, sumpart á kostnað hinna sem ekki hafa kort. Við látum korthafana ekki greiða sérstaklega fyrir greiðslulánin, heldur leggst kostnaðurinn jafnt ofan á verð allra okkar viðskiptavina. Eða hvers eiga þau 75% af okkar viðskiptavinum sem staðgreiða að gjalda? Bandaríska bannið Víðaren á íslandi hafarisiðdeilurum hvernig skipta eigi kostnaðinum af greiðslukortaviðskiptum. í Banda- ríkjunum, mesta kreditkortalandi heims, var í vor hart deilt um hvort viðhalda ætti banni við að seljendur legðu sérstakt gjald ofan á kaup á vörum og þjónustu sem greitt væri fyrir með kreditkortum. Bann þetta hafði verið bundið í lögum frá árinu 1976, en viðkomandi lagaákvæði var að renna út. Margir virtust hafa áhuga á að skipta á banninu yfir í algert frelsi til að leggja sérstaklega á greiðslukortaviðskiptin. Svo langt náðu andstæðingar álagningarbannsins að öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði framleng- ingu þess með miklum meirihluta atkvæða. En fulltrúadeildin var á öðru máli, þannig að deildirnar urðu að þrefa um lyktir málsins. Að lokum sættust þær á að framlengja bannið aðeins til eins árs, eða til maíloka 1985. Því er þessum deilum alls ekki lokið, heldur aðeins slegið á frest, og má búast við að þær hefjist að nýju um miðjan næsta vetur. Með og á móti í deilunum um bandaríska laga- bannið færðu málsaðilar fram ýmis athyglisverð rök fyrir sínum af- stöðum. Neytendasamtök Bandaríkj- anna (Consumer Federation of Ame- rica) sögðu að bannið fæli hinn raun- verulega kostnað við lántökur; stað- greiðendur væru óréttilega neyddir til Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi auglýsir að greiða niður lántökur korthaf- anna. Gordon Slade, öldungadeildar- þingmaður frá Washingtonfylki, bætti því við í þessu sambandi að með bannfyrirkomulaginu væru hinir fá- tæku skyldaðir til að styrkja þá ríku, og höfðaði þá til þess að f Bandaríkj- unum geta einungis þeir sem hafa talsverðar tekjur fengið afnot af kred- itkortum. Fylgjendur álagningarbannsins töldu kostnaðinn við kreditkortavið- skiptin hafa verið ýktan í samanburði við kostnaðinn af annars konar við- skiptum. Greiðsla með reiðufé og tékkum ylli viðtakendum einnig nokkr- um kostnaði, m.a. við geymslu á þessum greiðslumiðlum, við varnir gegn þjófnaði á þeim, við tryggingar og við flutning í banka; þetta væri kostnaður sem viðtakendur korta- greiðslna kæmust að miklu leyti hjá. Þá reyndust sumar ávísanir inni- stæðulausar, og seljendur sætu oft uppi með stóran skaða af þeim - skaða sem síðar væri jafnað niður á alla viðskiptavinina í vöruverði. Fylgjendurnir, ekki síst kortafyrir- tækin sjálf, lögðu ennfremkur áherslu á að frelsi til sérstakrar álagningar myndi leiða til hvimleiðrar mismun- unar kaupmanna á milli. íslenska bannið En hvaða erindi á þessi bandaríska umræða við íslendinga? Hér á landi hafa engin lög verið sett um kredit- kort, og ekkert lagaboð hefur bannað álagningu á greiðslukortaviðskipti. En hins vegar hafa verið gerðir samn- ingar á milli kreditkortafyrirtækjanna og einstakra aðildarfyrirtækja, sem vilja taka við kortum sem greiðslum. Þessir samningar gegna svipuðu hlut- verki varðandi álagninguna og lögin í Bandaríkjunum. I samningum Visa- Island við aðildarfyrirtækin segir t.d. að „söluaðila er óheimilt að hækka verð vöru og þjónustu þegar kaup- andi framvísar greiðslukorti við kaup “. Ekki síður en erlendis þá hafa ýmsir hér á landi reynt að fá þessu fyrirkomulagi breytt. Matvörukaup- menn hafa í samningum sínum við kortafyrirtækin farið fram á að gjald verði tekið fyrir hverja afgreiðslu ^Ptemb, Verslunin er 1984 ^óttöku Ungir framsóknarmenn: Látið okkur stilla Ijósin. Nýtt Ijósastillingartæki. Opið alla virka daga frá 8.00 til 19.00 laugardaga kl. 10.00-16.00 fram til 1. nóv. n.k. Verið velkomin Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi sími: 74488 Vilja þeir gjaldtöku af hernum? Tillaga þess efnis verður rædd á SUF þingi ■ Tillaga um að taka gjald af Bandaríkjamönnum hér vegna her- stöðvarinnar í Keflavík, mun koma til umfjöllunar á þingi Sambands ungra framsóknarmanna um næstu helgi. Verði hún samþykkt verða SUF fyrstu stjórnmálasamtökin sem gera gjaldtöku að stefnu sinni. Þá verður fjallað um tillögu sem gerir ráð fyrir því að formaður Framsókn- arflokksins verði kosinn í allsherjar- atkvæðagreiðslu flokksbundinna framsóknarmanna og í kjöri verði allir miðstjórnarmenn og fram- kvæmdastjórnarmenn, samtals rúm- lega 140 menn. Finnur Ingólfsson formaður SUF sagði að búast mætti við harðorðum ályktunum í kjara-og efnahagsmál- um. Krafan verður eflaust sú að náð verði sama kaupmætti og var í febrú- ar. „Annars er þingið fyrst og fremst tileinkað atvinnumálunum, framtíð- aruppbyggingu í þeim málum,“ sagði Finnur. „Iðnríki veraldar standa nú á ákveðnum tímamótum. Við stöndum á þröskuldi upplýsinga og tölvualdar og við verðum að taka þátt í því. Þjóðin má ekki festast í ákveðnu frámleiðslukerfi. Við verðum að fylgja þróuninni. Það varð bylting í atvinnumálum 1971 og nú stöndum við á svipuðum tímamótum. Þess vegna verður þingið haldið undir kjörorðinu: „Ný sókn með Framsókn.“ r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.