NT - 30.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 30.08.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 5 ■ Gunnar Snorrason með greiðslukorti. Pá hefur Verð- lagsráð í áskorun sinni til viðskipta- ráðherra um að hann beiti sér fyrir lagasetningu um kreditkortastarfsemi lagt sérstaklega til að „markmið laga- setningarinnar“ skal m.a. vera að tryggja að kostnaðurinn við greiðslu- kortaviðskiptin falli ekki á aðra við- skiptavini en korthafa", en einfald- asta leiðin til að ná þessu markmiði er að taka upp afgreiðslugjald. Launþegar gegn Verslunarráði í athugun NT hefur komið í ljós að fylkingaskipting, vegna ólíkra skoð- ana á greiðslukortaálagningu, fylgir nokkuð öðrum línum hér á landi heldur en í Bandaríkjunum. Þannig hafa Neytendasamtökin íslensku ekki ákveðna afstöðu í málinu. Formaður samtakanna, Jón Magnússon, flutti þingsályktunartillögu á alþingi í vor um að skipuð yrði nefnd til að semja lagafrumvarp um kreditkort, vildi hvorki í þingræðu né í samtali við NT setja fram ákveðnar hugmyndir um hvernig þessu atriði skyldi háttað í lögunum. Pá hafa kaupmenn hér á landi, ólíkt stéttarbræðrum sínum í Bandaríkjunum, mælt eindregið með því að tekin yrðu upp afgreiðslu- álagning í greiðslukortaviðskiptum. „Okkur finnst það sanngjarnt að korthafinn beri alfarið kostnaðinn af þessum viðskiptum,“ sagði Gunnar Snorrason, formaður Félags matvöru- kaupmanna, um afstöðu sinna fé- lagsmanna í málinu. Ásamt kaupmönnum eru það laun- þegasamtökin sem harðast hafa beitt sér fyrir að kostnaðarbyrð- inni af kortaviðskiptunum verði breytt. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, sagði í samtali við NT að eins og kerfið væri í dag, þá hlyti kostnaður- ■ Einar S. Einarsson inn af kreditkortunum að vera borinn uppi af öllum kaupendum jafnt: „Pað álít ég ákaflega óeðlilegt. Ef menn ekki vilja fara þá leið að veita öllum þeim sem staðgreiða 6-7% stað- greiðsluafslátt, þá finnst mér rétt að taka upp þjónustugjald af kreditkort- um, þannig að þessi kostnaður sé ótvírætt greiddur af þeim sem kortin nota.“ Gegn öllum hugmyndum um þjón- ustugjöld standa kortafyrirtækin tvö, Visa-Island og Kreditkort sf., bank- arnir sem að þeim standa, og Verslun- arráð íslands. Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Kreditkorta, sagði að sér þætti hugmyndin fráleit. Annar kostnaður verslana, eins og af því að hafa opið á kvöldin, leggðist einnig jafr.t á en kæmi sér mismunandi vel fyrir viðskiptavini þeirra. Árni Árna- son, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, sagðist telja vafasamt að farið yrði að taka upp aðrar reglur hér en giltu í öðrum löndum. „Ég veit ekki hvort við viijum auglýsa það út um allan heim að við séum öðruvísi í þessu efni“ sagði Árni. Lausn með staðgreiðsluafslætti Nefnt hefur verið að í stað álagn- ingar á kreditkortaviðskipti mætti gefa öllum þeim sem ekki greiddu með kortum sérstakan afslátt; þannig yrði kostnaðurinn við kreditkortin með óbeinum hætti fluttur yfir á verðmismun sem korthafarnir greiddu. Raunar hefur staðið nokkur styr um það hvort verslunum væri heimilt, samkvæmt samningum sín- um við kortafyrirtækin, að veita stað- greiðendum víðtækan afslátt. Reglur samninganna um þetta atriði voru rýmkaðar í vor, en þeirri rýmkun var ■ Ronald Reagan fyrst og fremst beint að hefðbundnum afborgunar og afsláttarviðskiptum. Mismunandi túlkun hefur síðan komið fram á reglunum; þannig sagði Haraldur Haraldsson hjá Kreditkort- um að verslunum væri heimilt að veita allan þann staðgreiðsluafslátt sem þær lysti, en Gunnar Snorrason taldi hendur kaupmanna bundnar af því ákvæði samninganna við Kreditkort að „aðildarfyrirtæki skal veita kort- höfum sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og það veitir viðskiptamanni sem greiðir í reiðufé". Einar S. Ein- arsson hjá Visa-Island kvaðst ekki vilja svara því hvaða afstöðu Visa tæki ef t.d. matvörukaupmenn færu að veita öllum öðrum en korthöfum afslátt. „Það yrði bara til að meta það þegar sú staða kæmi upp“ sagði Einar. í Verðlagsráði munu hafa heyrst þær raddir að afsláttarleiðin fæli í sér alltof flókna og erfiða lausn á kostn- aðardreifingunni. Hvaða niðurstaða? Skoðanaskiptin um skiptingu kostnaðarins af kreditkortum munu halda áfram næstu vikurnar. í samn- ingaviðræðum sínum við kortafyrir- tækin hafa kaupmenn m.a. sett fram þá hugmynd að innheimt verði 50 króna gjald við hverja kortaafgreiðslu; slík ráðstöfun, segja kaupmenn, myndi ekki aðeins breyta kostnaðarbyrð- inni, heldur einnig fækka smáaf- greiðslum fyrir kort. En kortafyrir- tækin hafa hafnað hugmyndinni. Og við svo búið situr að sinni. Spurningin er hvort alþingi muni fara að dæmi margra annarra þjóðþinga og taka af skarið, á einn eða annan veg, í þessu óleysanlega deilumáli. Bókin sem allir blásarar hafa beðið eftir: „Skært lúðr- ar hljóma“ - saga lúdrasveita á Islandi ■ Út er komin bókin „Skært lúðrar hljóma“, sem er saga íslenskra lúðrasveita allt frá því er Helgi Helga- son, tónskáld, setti lúðra- flokk sinn á stofn þann 26. mars árið 1876 og til okkar daga. I bókinni segir frá starfi lúðrasveita á 22 stöðum á íslandi, en þetta starf hefur verið mun útbreiddara en flestir hafa gert sér grein fyrir þau 108 ár sem saga þessi spannar. Það eykur gildi bókarinnar að fyrstu lúðrasveitirnar voru jafn-’ framt fyrstu hljómsveitirnar í landinu og er því lýst hvern- ig starf þeirra varð ómetan- legt fyrir fyrstu hljómsveitir hérlendis með strengjum og fjölbreyttari hljóðfæraskipan en þær byggðu ekki síst á félögum gömlu lúðrasveit- anna. í>á hafa lúðrasveitar- menn lagt ómetanlegan skerf til kennslu í tónmennt um land allt í áranna rás. Hér er einnig að finna æviágrip fjögurra eldri brautryðjenda lúðrasveitar- starfs í landinu, þeirra Helga Helgasonar, Magnúsar Ein- arssonar, Hallgríms Þor- steinssonar og Karls O. Run- ólfssonar. Myndefni er ríku- legt í bókinni, alls um 180 myndir og hefur tekist að afla nafnanna á þeim mönnum er á myndunum eru í nær öllum tilfellum. ■ Forsvarsmenn útgáfu lúðrasveitabókarinnar, „Skært lúðr- ar hljoma", með bókina í höndunum fyrir framan Torfuna á dögunum. Frá vinstri: Atli Magnússon, sem hefur verið umsjónarmaður með útgáfunni, Eiríkur Rósberg, form. SÍL og Leó E. Löve framkvæmdastjóri ísafoldar. nt mynd: Róbert Má það teljast mikil heppni, svo gamlar sem margar þeirra eru orðnar, enda reyndist það svo að ekki mátti tæpara standa að til manna næðist sem skil kunnu á elstu myndunum. Söfnun efnis og ritun bókarinnar var unnin að frumkvæði SIL - Sambands íslenskra lúðrasveita og hafa lúðrasveitirnar sjálfar kostað það starf. Kunnugustu menn hafa tekið að sér að rita um starfið í sinni heimabyggð og eiga nærri 20 höfundar grein- ar í bókinni. Um aðrar lúðra- sveitir hefur Atli Magnússon ritað, en hann hefur verið umsjónamaður með útgáf- unni. „Skært lúðrar hljóma“ mun vera eitt viðamesta til- lag til ritunar íslenskrar tón- listarsögu til þessa, þótt hér sé einkum fengist við hljóð- færaþáttinn. Bókin er 429 síður, í góðu bandi og eru útgefendur Samband ís- lenskra lúðrasveita og fsa- foldarprentsmiðja hf. Kostar bókin 1198 kr. og kemur hún í bókaverslanir innan skamms. Eftir hina stórkostlegu 35% verðlækkun á lambalifur er vart hægt að gera betri matarkaup á íslandi. Til dæmis kostar allt hráefni í þennan Ijúffenga franska rétt aðeins um 33 krónur. (200 g lifur á um 18 kr. og allt meðlæti á um 15 kr.) Lambaiifiir ala nersillade Fyrir einn Matrei&sluma&ur H versvegm tífur? Francois Fons, Grilliö Hótel Saga Skáskeriö tvær til þrjár þunnar sneiðar af lambalifur og veltiö uppúr hveiti. Bræöiö smjör á vel heitri pönnu, kryddiö lifrina á báöum hliðum meö salti og pipar og steikiö létt beggja vegna. Færiö síöan lifrina á fat. Bætiö smjöri á pönnuna ásamt steinselju og hvitlauk. Helliö síöan ediki á pönnuna og heyrist þá yndislegur söngur. Eftir því sem hann er fegurri hefur betur tekist til meö réttinn. Bragöbætið sósuna eftir smekk meö salti og pipar og helliö henni síöan yfir lifrina á diskinum. Beriö fram meö soönum kartöflum og e.t.v. ööru grænmeti. Þennan óvenjulega og Ijúffenga rétt tekur aöeins nokkrar mínútur aö laga. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent Lifur er ein þessara afuröa úr lifríkinu sem næringarfræöingar telja svo holla aö hún er oft - ásamt nokkrum öörum - sett í sérstakan flokk sem kallast hollustuvörur eöa bætiefnagjafar. En hvers vegna er lifur holl? Vegna þess að hún er aö jafnaöi bætiefnarikari en flestar ef ekki allar aörar algengar matvörur sem á boöstólum eru. Lifur er t.d. frábær uppspretta járns og kopars, fólasíns og B12, A, og D-vitamins. Hún er einnig fremur fitusnauö og því mikiö notuð i megrunarfæöi. Fó&u uppskriftabœkling í nœstu verslun Framleiöendur Stórkostleg verðlækkun á lambalifur! Lúrír þú á frétt? Nýtt símanúmet \ 68-65-621 imtiir bakstur blóm

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.