NT - 30.08.1984, Page 6

NT - 30.08.1984, Page 6
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 6 E\n- Ferðamál { Eystrahorni er fjallað um ferðamannastrauminn sem verið hefur í sumar, en gengið hefur á ýmsu í þeim efnum. Bent er á ýmsa möguleika sem fyrir hendi eru meðal annars ferðaþjónustu bænda. Síðan segir: Með aðgát skal farið í umgengni við náttúruna og því mætti ætla að heppilegra væri að t.d. landeigendur tækju sig saman með að skapa ferðamannaaðstöðu og merkja t.d. göngu- og ökuleiðir. Vinna þarf gegn því að ferðamenn aki um holt og hæðir að vild og fari sér jafnvel að voða, eða skaði gróðurfar og annað vegna ókunnugleika. - Eystra-horn (Höfn Hornafirði) Rétturinn til að hugsa „Það má ekki meina íbúum við Eyjafjörð réttinn til að hugsa og taka sjálfstæða afstöðu til staðreynda þegar þær liggja fyrir,“ segir í leiðara Dags, sem fjallar um álver við Eyjafjörð. Þar er haldið áfram að greina frá ferð Akureyringa til Alcan manna. „Fram kom í viðræðunum við bændur á þessu mikla álframleiðslusvæði að engin merkjanleg áhrif hefðu orðið á grasframleiðslu þrátt fyrir stóraukna álframleiðslu í héraðinu og skemmdir hefðu ekki komið fram á trjám af völdum áliðnaðarins.“ - Dagur (Akureyri) Hvenær lækkar vöruverðið? Austri skrifar í forystugrein um þátt verslunarinnar og þjónustunnar í baráttunni við verðbólguna. Þar er vísað til þess að álagning hafi verið gefin frjáls í flestum greinum verslunarinnar og að kaupmenn hafi fullyrt að slíkt myndi leiða til lægra vöruverðs. Orðrétt segir: „Það var vitað mál að verslanir þyrftu aðlögunartíma í þessu efni, en eigi að síður, ef fullyrðingar forsvarsmanna verslunarinnar um að frjáls álagning leiði til lækkunar vöruverðs eru réttar, þá ætti slíkt að fara að sýna sig. Það er kominn tími til þess.“ - Austri (Egilsstaðir) Hólar: í biskupstúni ■ I biskupstúni á Hólahátíö spókuðu þeir sig í góða veðrínu fyrír nokkru þessir kirkjugestir. Það var margt um manninn enda var þess minnst á þessari Hóla- hátíð að nú eru 400 ár liðin frá því Guðbrandsbiblía var þrykkt og út gefin í fyrsta sinn á Hólum árið 1584. Norðlendingar hafa verið heppnir með veður í sumar, eins og Sunnlendingum hefur orðið tíðrætt um. Veðrið brást ekki þennan hátíðisdag eins og þessi mynd Guðbrandar Magnús- sonar sýnir. Munu nýir samningar tryggja afkomu Þörundavinnslunnar? Viðræður í gangi við Banda- ríkja- menn: ■ Þessa dagana er verið að senda um 35 tonn af þaramjöli til Bandaríkjanna sem fram- kvæmdastjóri Þörungavinnsl- unnar vonast til að geti orðið fyrsti vísirinn að þýðingarmikl- um viðskiptum. Takist samn- ingar við Bandaríkjamenn um frekari kaup í framhaldi af þessari prufusendingu vonast menn til að takast muni að ná endum saman í rekstri Þör- ungavinnslunnar. Þetta mjög svo umtalaða fyrirtæki hefur verið rekið með tapi frá upp- hafi, ef undan er skilið tímabil þegar þar var þurrkuð skreið fyrir Nígeríumarkað. Síðasta ár var tapið á Þörungavinnsl- unni röskar 11 milljónir. Takist samningur við Bandaríkja- menn um sölu á þaramjöli gera menn sér vonir um að geta jafnvel selt þeim 300 til 350 tonn árlega, en það er hátt í ársframleiðslu verksmiðjunn- ar, á þaramjöli. Auk þara- mjölsins framleiðir Þörunga- vinnslan um 4000 til 5000 tonn af þangmjöli á ári hverju. Mest af þeirri framleiðslu hefur ver- ið selt til Skotlands. Að sögn Kristjáns Þórs Kristjánssonar ■ Þörungavinnslan á Reyk- hólum hefur verið rekin með tapi, að fáum árum undantekn- um. Takist samningar við Bandaríkjamenn, hillir undir að úr rætist. framkvæmdastjóra hefur hrá- efnisöflunin gengið vel í sumar og þurrkunin sæmilega. Helsta flöskuhálsinn í vinnsluráisnni kvað hann vera mulningskerfi verksmiðjunnar sem væri of afkasatalítið. Nú er verið að hanna viðbót við mulnings- kerfið sem ættí að bæta úr þessu þegar þar að kemur. í Þörungavinnslunni vinna að jafnaði 28-30 manns. ■ Hráefnisöflunin hefur gengið vel það sem af er sumri, hér sést einn þangskurðar- prammanna. Hvalskúta ■ Þetta sérkennilega listaverk má sjá í einum húsagarði á Höfn í Horna- firði. Skipslíkanið er ein- göngu gert úr hvalbeini og völundurinn á bak við smíði þessa var Svavar . Vigfússon er stundaði sjó- sókn í fleiri ár á Hvanney en starfaði síðustu árin í netaverkstæðinu á Höfn. Hann lést í sumar. NT-ravnd: S. Adalsteinsson Eyjafjörður: Verður framleitt laxafóður í Krossanesverksmiðjunni? ■ Ákvörðun verður tekin í næsta mánuði um laxa- fóðursverksmiðju sem fyrir- hugað er að reisa við Krossa- nesverksmiðjuna. Verið er að vinna að hagkvæmni- atriðum en allt bendir til að samningar verði gerðir við norska fyrirtækið T. Skrett- ing um samstarf. Um 80% af því hráefni sem notað er í íaxafóður er af innlendum uppruna og er framleiðsla Krossanesverksmiðjunnar á því gæðastigi sem þarf til þess að ráðast í þessa fram- Íeiðslu, segir Finnbogi Jóns- son hjá Iðnþróunarstofnun Eyjafjarðar í samtali við Dag á Akureyri.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.