NT - 30.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 30.08.1984, Blaðsíða 8
 [ a Fimmtudagur 30. ágúst 1984 8 Vettvangur Ólafsfjarðarkaupstaður: HUNDRAD ÁRA BÚSETA eftir Guðmund Sæmundsson ■ Póstkort úr franskri seríu frá árinu 1910. Sýnir vélbáta á Ólafsfírði. ■ Bátar við Ólafsfjarðarbryggju. Myndin var tekin einhvern tímann á tímabilinu 1935-1940. ■ Kynning á fyrirtæki Páls Bergþórssonar í Ólafsfírði. Var birt í bókinni „Fra Islands nærings liv“, sem var útgefin í Kristaníu 1914. Firmaet P. Bergsson Olafsfjord. Indehaveren af ovennævnte Firma Páll Bergsson er fodt 1871 i Eyjafjord Syssel. Som ung Mand gik han Realskolen paa Modrcvillier. I 1897 startede Hr. Bergsson sin nuværende Forretning, der omfatter alleslags inden- og udenlandske Kjobmandsvarer. Hr. P. Bergsson har med megen Dygtighed deltaget i Fiskeribedriften Han har saaledes nu 4 storre Motor- baade, som driver Torsk- og Sildeíiske. I Olafsfjord, som ligger ualmindelig centralt til for denne Bedrift har Hr. Bergsson ladet opfore et tidsmæssigt Forretnings- lokale, Vaaningshus og flere storre og mindre Sjo- pakhuse. Hr. Bergsson som nyder stor Anseelse paa sit Hjemsted og ellers i Distriktet, ansees for at være en solid og i alle Dele reel Forretningsmand. ■ Milli reginhamra Hvanna- dalabjargs og Ólafsfjarðar- múla gengur örstuttur fjörður til suðvesturs inn í hálendið vestan Eyjafjarðar. Þetta er Ólafsfjörður, þar sem íbúarnir halda um þessar mundir upp á 100 ára afmæli þéttbýlismynd- unar á staðnum. Arið 1712 voru talin tuttugu og eitt byggt býli í Ólafsfirði,en athyglisvert er að aðeins eitt þeirra, Hóla- kot er í innansveitareign. Eig- andinn er prestsekkjan á Kvía- bekk og börn hennar. Sé litið yfir þröun byggðar í Ólafsfirði frá fyrir tíð, sést fljótlega að þar hefur oltið á ýmsu um búsetu og mannfjölgun. Við manntalið árið 1703 eru íbúar Ólafsfjarðar eða Þóroddsstaða- hrepps, eins og byggðin hét áður, 139 talsins. Rúmlega hundrað árum síðar eða við manntalið 1811 eru íbúarsveit- arinnar orðnir 208 að tölu. Tuttugu og sex jarðir eru byggðar og tvíbýlt er á fjórum þeirra. Árið 1880 eru íbúarnir orðnir 279 talsins en á næsta áratug fækkar þeim talsvert. Ugglaust hefur harðindakafl- inn sem gekk yfir landið á þessum tíma átt sinn þátt í þessari fólksfækkun í Ólafs- firði. Þá stórfækkaði einnig öllum búpeningi svo mikið að hreppurinn varð að fá sýslulán. Nær allar jarðir í Ólafsfirði komust þá í eigu utansveitar- manna á ný, sökum fátæktar, og langur tími leið uns sveitin fór að rétta við efnalega aftur. Annars hafa sagnaritarar lát- ið sig litlu varöa þessar af- skekktu byggðir. Það er helst ef þær verða vettvangur ein- hverra atburða sem í frásögur þykja færandi. Þannig var það árið 1423 er enskir víkingar herjuðu víða norðanlands. Þá telur Espólín að þeir hafi eytt byggðinni í Ólafsfirði og her- tekið margt fólk þar. Þá varð Ólafsfjarðarvatn alþekkt af lýsingu Eggerts og Bjarna, eft- ir að ferðabók þeirra kom út í Danmörku árið 1772. Telja þeir félagar þetta vatn eitt hið sérstæðasta í öllu Danaveldi, vegna óvenjumikils og bragð- góðra sjávarfiska, sem að þar sé að finna. Ferðagarpurinn Ólavíus tekur í sama streng nokkrum árum síðar og nokk- uð er víst að við jarðarmatið 1712 og einnig í sóknarlýsingu Kvíabekkjarprestakalls 1839 eru talin veiðihlunnindi í vatn- inu. Franska stjórnin sendi sérstakt rannsóknaskip til Ólaísfjarðar sumarið 1891 til athugunar á vatninu og lífríki þess. Þar sem Ólafsfjarðarkaup- staður stendur nú, voru áður lönd jarðanna Brimness og Hornbrekku, oft nefnt Ólafs- fjarðarhorn eða bara Hornið. Þarna stóðu fyrrum sjóbúðir og hjallar, ásamt bátum bænd- anna úr sveitinni. Annar út- róðarstaður var á Kleifum, norðan fjarðarins, í landi jarð- anna, Ytri- og Syðri Gunnólfs- ár. Mitt í áðurnefndum harð- indakafla eða 1880 - 1885 fór fólk að setjast að í Ólafsfjarð- arhorni, þar sem verbúðir ein- arhöfðu áðurstaðið. Sambýlið þróaðist þó hægt í fyrstu, en árið 1905 varð staðurinn lög- giltur verslunarstaður, þá með 116 íbúa. Árið 1917 var hinu gamla heiti byggðarinnar breytt úr Þóroddsstaðarhreppi í Ólafsfjarðarhrepp. Þá voru íbúar allrar sveitarinnar 595 talsins, þar af í kauptúninu sjálfu 295. Þann 1. janúar 1945 breyttist enn nafn byggðarinn- ar, er staðurinn öðlaðist kaup- staðarréttindi og heitir þar síð- an Ólafsfjarðarkaupstaður. íbúar Ólafsfjarðar voru þá 913 talsins, þar af 779 íbúar í sjálfum bænum. Flestir munu íbúar Ólafs- fjarðar hafa orðið 1980 urn 1200 að tölu, sem mun hafa haldist nokkurnveginn síðan. Frá alda öðli hafa Ólafsfirðing- ar sótt sjóinn og er saga þeirra því að miklu leyti sagan um ■ Björn Líndal lögfræðingur. ■ Ingtar Gíslason alþingismaður. Framsókn- armenn ættu að útskýra hvers vegna þeir eru óánægðir með aðgerðirnar í vaxtamálum. hafið og baráttuna við það. Fiskveiðar voru stundaðar lengi framan af sem hjáverk og aukageta bænda, þarsem land- búnaður var aðalatvinnugrein- in í Ólafsfirði fram yfir síðustu aldamót. I biskupasögum segir að Lárentíus Kálfsson. Hóla- biskup hafi stofnað presta- spítala að Kvíabekk í Ólafs- firði, af því að „þar þætti gott til blautfisks og búðarverðar." Þessi tilvitnun gefur til kynna að á þeim tíma hafi skilyrði til búsetu í Ólafsfirði verið harla góð. Hólastóli hafði snemma mikil ítök í sjávarfangi Ólafs- firðinga. Við jarðamatið árið 1712 er Stóllinn eigandi þar að þrettán jörðum og er talið æskilegt að ábúendur sjö þess- ara jarða greiði landsskuldina að einhverju leyti í fiski og flytji harin að Staðarskemm- unni í Neðra-Haganesi, í Fljótum. Nærtækustú eldri heimildir um báta- og skipaeign Ólafs- firðinga eru frá árinu 1712. Það árið er haldið út þaðan fjórum róðrarbátum, þrem er haldið út frá Brimnesi og ein- um frá Ytri-Gunnólfsá. Aðeins þrjár verbúðir eru þá uppi- standandi og allar í Brimnes- landi. Svo virðist sem einhver hnignun sé þarna í útgerðinni. ef marka má jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Áður telja þeir, að allt að ellefu bátar eða inn- tökuskip hafi róið úr Ólafs- fjarðarhorni. Á átjándu öld er Ólafsfjörð- ur orðinn ein fengsælasta veiði- stöð við Eyjafjörð og Akureyrar- verslun lætur árið 1727 flytja á sinn kostnað allan fisk og lýsi frá staðnum. Um 1780 sendir sama verslun svo kunnáttu- mann í saltfiskverkun til Ólafs- fjarðar lætur jafnframt reisa þar fiskverkunarhús, allstóra timburbyggingu að talið er. Mun fiskverkunarstöð þessi hafa verið rekin í allmörg ár. Laust eftir 1850 aukast mjög hákarlaveiðar norðanlands, olli því aukinn skipakostur, gott árferði og hátt lýsisverð erlendis á þessum tíma. Fengsælasta tímabil þessara veiða við Eyjafjörð var ára- tugurinn 1860-1870. Við upp- haf þessa tímabils eða árið 1859 er skipastóll Ólafsfirðinga tvö þilskip (líklega Gestur og Stormur) og níu árabátar, þar af sjö sexæringar. Hinsvegar virðist bátaeign þeirra vera í . hámarki á allri nítjándu öldinni við lok þessa tímabils, því árið 1869 er haldið út frá Ólafsfirði tuttugu og þrem bátum og skipum, sem síðan skiptast ■ Guðmundur Sæmundsson. þannig: tvö þilskip, tvö opin skip, þrettán fjögurra-sex- mannaför og sex minni bátar. Um þetta leyti áttu Ólafsfirð- ingar einnig 1/6 hluta í þilskip- inu Siglnesingi á móti Siglfirð- ingum. Á tímabilinu' 1874-1906 virðist ekki vera til þilskip í Ólafsfirði. Gestur hverfur úr aflaskýrslum 1874 og Stormur flyst burtu um líkt leyti. Harð- indatímabilið sem hófst norðanlands 1876 hefur átt sinn þátt í hnignun sjósóknar frá Ólafsfirði. Með batnandi árferði um 1890 eykst útvegur þar aftur. Sjóróðrarnir eru þó enn um sinn stundaðir á litlum opnum árabátum og helst svo fram yfir aldamótin. Fyrsti vélbáturinn kom til Björn Líndal, lögfræðingur: Svar óskast ■ Skömmu fyrir verslunar- mannahelgi kynntu forsvars- menn stjórnarflokkanna nýjar aðgerðir í efnahagsmálum sem mér skyldist að stjórnarflokk- arnir hefðu orðið ásáttir um. Meðal þessara aðgerða var vaxtahækkun og uppstokkun á því kerfi vaxta sem byggt hefur verið á unt langt skeið. Var uppstokkunin í því fólgin að í stað Seðlabankans ákveða nú bankar og sparisjóðir að verulegu leyti sjálfir þá vexti sem þeir vilja bjóða sparifjár- eigendum og lántakendum. í viðtali sem eitt dagblað- anna átti við Ingvar Gíslason, alþingismann, nú fyrir skömmu korn fram að hann væri óánægður með þær að- gerðir sem gripið var til í vaxtamálum. Einnig kom fram í viðtalinu að hann væri ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknar- manna. Mér vitanlega hefur hins vegar enginn hinna óá- nægðu haft fyrir því að útskýra af hverju óánægjan með þessar aðgerðir stafar og hvað þeir hefðu viljað sjá gert. Ásókn í lánsfé Eg veit ekki betur en stjórn- arflokkarnir hafi verið sam- mála um að grípa þyrfti til sérstakra aðgerða til að stemma stigu við ásókn fyrir- tækja og einstaklinga í lánsfé og örva sparnað. Þetta var nauðsynlegt m.a. vegna þess að ljóst var orðið að bankar höfðu að hluta fjármagnað út- lán með erlendum lántökum. Með vaxtahækkun var leit- ast við að sporna við þessari óheppilegu framvindu mála. Reynt var að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til leita annarra leiða en öflun lánsfjár til að vinna bug á fjárhagsvand- ræðum sínum. Hvernig til hef- ur tekist mun koma í ljós á næstu mánuðum. Sú ákvörðun stjórnarflokk- anna að færa ákvörðunarvald um vexti í hendur banka og sparisjóða frá Seðlabanka er liins vegar til þess fallin að auka ábyrgð þessara stofnana á eigin rekstri og gagnvart sparifjáreigendum. Framvegis verða þær að bjóða sparifjár- eigendum viðunandi kjör til

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.