NT


NT - 30.08.1984, Side 9

NT - 30.08.1984, Side 9
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 9 ■ Ólafsfjörður 1978 CU Norðurlands sumarið 1904. Petta var 4-5 lesta bátur sem notaður var til flutninga á Eyjafirði um tíma og kallaður „Skellir" eða „Skúlaskellir" líklega vegna vélarinnar og eigandans, sern hét Skúli Ein- arsson frá ísafirði og var hann jafnframt formaður á bátnum. Veturinn 1904-1905 stofna með sér útgerðarfélag í Ólafs- firði þeir Páll Bergsson, Þor- steinn Jónsson og Aðalsteinn Jörundsson. Létu þeir smíða lítinn eikarbát í Frederikssund í Danmörku þennan sama vetur. Jafnframt dvaldi Aðal- steinn yrta um tíma ásamt frænda sínum, Ólafi Björns- syni frá Hrísey, þar sem þeir kynntu sér meðferð bátavéla hjá Dan-verksmiðjunni í Kaupmannahöfn. Sumarið 1905 komu síðan með skipi tveir vélbátar frá Danmörku samtímis til Eyjafjarðar, Hær- ingur til Ólafsfjarðar og Práinn til Hríseyjar. Þessi fyrsti vél- bátur Ólafsfirðinga var með 9 hestafla Dan-vél og bar skrá- setningarstafina EA-186. Stærð hans var 4,71 rúmlestir. Báturinn, sem var 27 fet á lengd mun hafa verið þilfars- laus í byrjun, en með járnskýli yfir vélinni og litlum hvalbak eða rúffi að framan. Síðar var sett í hann þilfar. Þau urðu endalok Hærings að hann sökk í Ólafsfirði þann 5. desember 1914. Næstu árin fjölgar vél- bátum óðum í Ólafsfirði, þannig að þrem árum síðar eru þeir orðnir fjórtán talsins og árið 1916 eru þeir sautján að tölu. Einn aðalhvatamaðurinn að útgerðarmálum Ólafsfirðinga var Páll Bergsson. Hann flutt- ist til Ólafsfjarðar úr Svarf- aðardal aðeins tuttugu og sex ára gamall. Kona hans var Svanhildur Jörundsdóttir frá Hrísey. Páll rak útgerð og verslun í Ólafsfirði um nær tveggja áratuga skeið, 1897- 1916, að hann fluttist til Hrís- eyjar. Hann valdist fljótt í ýmsar trúnaðarstöður í Ólafs- firði, auk þess var hann stofn- andi og formaður Útvegs- mannafélags Eyfirðinga árin 1908-1916. Áður hefur verið minnst á saltfiskverkun Akureyrar- verslunar í Ólafsfirði. Næst gerist það í fiskverkunarmál- um að Gránufélagið byggir salthús í Ólafsfirði árið 1879. Um 1892 fer verslun Gud- manns Efterfölgere á Akureyri að koma sér upp bækistöð til saltfiskverkunar í Ólafsfirði og upp úr því komu ýmsir Akur- eyrarkaupmenn við sögu í fisk- verkunar og útgerðarmálum Ólafsfirðinga um tveggja til þriggja áratugaskeið. Ishúsfé- lag Ólafsfjarðar var stofnað árið 1896 og byggði það sama árið lítið íshús sem beitugeym- slu. Var það starfrækt í allmörg ár. Eftir að það var lagt niður byggðu útgerðarmenn sér svokallaðar íshúskompur við norðurenda tjarnarinnar, þar sem Tjarnarborg stendur nú. Þær voru notaðar sem beitu- geymslur. þangað til frystihús var byggt í Ólafsfirði um 1930. Til frystingar á beitunni var notaður ís af tjörninni eða Ólafsfjarðarvatni, sem síðan var blandaður með salti og gat frostið orðið allt að -7° á celsíus. Árið 1914 var sett á stofn vélsmiðja í Ólafsfirði af Jóni Þorsteinssyni vélsmiði. Áður hafði Jón Þorkelsson fengist þar við vélaviðgerðir og verið með litla smiðju. Með aukinni vélbátaútgerð fór atvinna hraðvaxandi í Ólafsfirði ogátímabilinu 1906- 1916 tífaldaðist verðmæti framleiðslunnar þar, en það var þessari atvinnu að þakka sem byggðin í Ólafsfirði tók að áukast m.a. með því að fólk fór að flytjast þangað úr öðrum byggðarlögum. Með vélbáta- útgerðinni komu timburbryggj- ur, sem sjaldan stóðu þó lengi þegar brimaði. Fjörður- inn liggur opinn fyrir norðaust- anáttinni og engin skilyrði eru þar frá náttúrunnar hendi sem veitir skipum skjól í vondum veðrum. Lengi var það svo að sjómennirnir urðu að setja bát- ana á land upp eða yfirgefa fjörðinn á meðan fært var. Oft tókst þetta, en stundum urðu þeir of seinir. Þannig misstu þeir t.d. fjóra vélbáta í einu þann 5. desember árið 1914, er þeir sukku við legufæri sín í ofsaveðri á firðinum. Þessir bátstapar voru þó smámunir hjá þeim sem áttu sér stað um hvítasunnuhelgina 9. júní 1935. En þá sukku eða sleit upp af bátalegunni ekki færri en tuttugu vélbátar. Fór þar megin hluti fiskibáta Ólafsfirð- inga í það skiptið og voru margir þeirra lítið sem ekkert vátryggðir. Af framansögðu má sjá hve mikla erfiðleika og hættur, Ólafsfirðingar hafa oft átt við að stríða með báta sína og útveg áður en varanleg höfn kom þar til sögunnar. Góð höfn var því óskadraumur Ólafsfirðinga um mörg ár og forsenda þess að bærinn héldi áfram að vaxa til þess, sem nú er orðið. En ekki létu Ólafsfirðingar deigan síga í baráttunni við Ægi, eftir áfallið 1935, því þeir hafa aukið og eflt skipastól sinn jafnt og þétt, látið smíða eða keypt ný skip, í stað hinna eldri sem fallið hafa burtu. Nú eru gerðir út þrír skuttogarar frá Ólafsfirði auk margra minni fiskibáta sem allir hafa skilað miklum aflaverðmætum á land og er raunar undirstaðan að þeirri byggð og búsetu sem er í Ólafsfirði í dag. Hér hafa margir mætir menn lagt hönd á plóginn og því erfitt að fara í manngreinarálit. En þó held ég að á engan sé hallað þó að þeir Magnús Gamalíelsson útg.m. og Ásgrímur Hart- mannsson fyrrv. bæjarstjóri séu þar ofarlega á bíaði svo lengi hafa þeir verið í farar- broddi hvor á sínu sviði varð- andi málefni Ólafsfirðinga um marga áratugi. Af öðrum mikilvægum mál- efnum Ólafsfirðinga má nefna Rafveituna sem tók þar til starfa árið 1942 og tveimur árum síðar var lokið við að tengja öll hús í bænum við hitaveitu, en Ólafsfjörðurmun vera fyrsti kaupstaðurá íslandi sem hitaður er upp með hvera- vatni. Um líkt leyti var byggð ný sundlaug í kaupstaðnum og var hún um árabil ein af bestu útisundlaugum landsins. Þar var til dæmis haldið sundmeist- aramót íslands árið 1954. Íþróttalíf hefur um langt skeiða verið blómlegt í Ólafs- firði, einkum á sviði skíða- íþróttarinnar og þaðan hafa oft komið landsins bestu skíðamenn. Ólafsfjörður komst í vega- samband við Fljót í Skagafirði árið 1948 og um Múlaveg til Eyjafjarðar árið 1966. Má segja að með þeirri vegalagn- ingu hafi einangrun Ólafsfjarð- ar verið rofin. Áður hafði llóa- báturinn Drangur frá Akureyri verið svo til eina samgöngu- tækið við byggðarlagið um ára- raðir. Áætlunarflug hófst til Ólafs- fjarðar á ný árið 1980 með flugvélum frá Flugfélagi Norðurlánds og er nú bæði flogið frá Ólafsfirði til Akur- eyrar og Reykavíkur. Árin 1948-1951 önnuðust bæði Flugfélag íslands og Loftleiðir, áætlunarflug með Grumman- flugbátum til Ólafsfjarðar að sumarlagi, og lentu þeir þá á Ólafsfjarðarvatni. Þeir sem átt hafa heima í Ólafsfirði eru flestir samntála um að óvíða sé fegurra bæjar- stæði að finna á landi en hér. Gildir þar einu um hvort stað- urinn er sóttur heirn í logn- kyrrð sumardagsins, um bjart- ar sólnætur eða í mjöll vetrar- ins Að lokum árna ég Ólafs- firðingum allra heilla með af- mælið og framtíðina. þess að geta mætt óskum við- skiptavina sinna um útlán. Það kerfi sem nú er verið að hverfa frá hægt og sígandi, þar sem Seðlabankinn ákvað öll vaxtakjör hjá bönkum og spari- sjóðum, hafði því sem næst gengið að bankakerfinu dauðu. Um árabil voru vextir undir verðbólgustigi. Sparifé var nánast gefið skuldurum. Ráðist var í alls kyns óarðbær- ar fjárfestingar. Samkeppni banka og sparisjóða gekk út í það að koma sér upp sem flestum afgreiðslustöðum með miklum kostnaði í stað þess að bjóða almenningi sem best innláns- og útlánskjör. Kannski er þetta kerfi ein af rótum þeirra erfiðleika sem nú er við að etja. A.m.k. mun taka nokkurn tíma að endur- vekja traust sparifjáreigenda á bankakerfinu en það er fors- enda þess að hér á landi takist að skapa varanlega frjálsan sparnað. Þá má ekki láta hjá líða að minna á að stjórnarflokkarnir hafa áður gert með sér sam- komulag um aðgerðir sem hafa mjög svipuð áhrif og aðgerð- irnar í vaxtamálum. Má t.d. nefna setningu laga nr. 43/1984 um ráðstafanir í ríkisfjármál- ■ „Það er ekki traustvekjandi þegar þingmenn úr stjórnarliðinu eru bæði með og á móti efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það verður ekki bæði haldið og sleppt.“ um, peninga- og lánsfjármál- um 1984. Þau lög hafa m.a. að geyma ákvæði er heimilar Seðlabankanum að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar að ákveða allt að 10% sveigjan- lega bindiskyldu innlánsstofn- ana. Ekki minnist ég þess að komið hafi fram að Ingvar Gíslason væri andvígur setn- ingu þessa lagaákvæðis. Engu að síður hefur það m.a. svipuð áhrif og aðgerðirnar í vaxta- málum væri því beitt. Svar óskast Þegar það er haft í huga er að framan greinir er ljóst að skýringar er þörf þegar einn (eða fleiri) úr hópi stjórnarliða á Alþingi segist vera óánægður með aðgerðir og stefnu í vaxta- málum - svo óánægður að hann gerir það opinbert. Hinir óánægðu verða að skýra sín sjónarmið og greina frá því hvernig þeir vilja eða vildu að ' brugðist yrði við því hættuá- standi í peningamálum sem skapast hefur. Það er ekki traustvekjandi þegar þingmenn úr stjórnarlið- inu eru bæði með og á móti efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. : Málsvari frjalslyndis,: samvinnu og félagshyggju Útgefandi:.Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. , Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. fl^W^T W7WTTMT Setnifig og umbrot: Tæknideíld NT. W. AlTlMiW iw Prentun: Blaðaprent hf. Mikilvæg reynsla ■ Landsmenn hafa undanfarna daga heyrt hljóö- varpið skýra frá uggvænlegum fréttum um verðfall íslenskra afurða á erlendum mörkuðum. Þannig hefur verið sagt frá miklu verðfalli á lýsi og mjöli, rækjum og hörpudiski. Síldveiðar hafa verið leyfðar í aðeins minna mæli en í fyrra, en næsta óvíst, að það verð fáist fyrir síldarafurðirnar að útgerðin og vinnslustaðirnir geti borið sig. Til viðbótar því, að stórlega hefur orðið að takmarka þorskveiðarnar að ráði fiskifræðinga, hefur keppnin stórharðnað á þeim mörkuðum, sem hafa hingað til verið bestir fyrir þessar afurðir. Þjóðir, sem veita sjávarútvegi sínum ríflegan ríkisstyrk, auka þangað útflutning sinn í ríkum mæli. Mikil hætta er því á verðfalli og jafnvel að ekki takist að selja allar umræddar afurðir, þrátt fyrir takmörkun aflans. Þótt vona megi, að hvorki takmörkun aflans eða söluerfiðleikar haldist til lengdar og aftur muni rofa til, er samt skynsamlegast að draga réttar ályktanir af þessu hvoru tveggja og bregðast við samkvæmt því. Hér hlýtur að koma í huga hvernig þjóðin brást við svipuðum vanda á árum kreppunnar fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þá brugðust bæði aflabrögð og markaðir. í kjölfarið fylgdu miklir efnahagslegir örðugleikar og verulegt atvinnuleysi. Það voru ein helstu viðbrögð þáverandi ríkisstjórn- ar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins að hefj- ast handa um nýjar atvinnugreinar og renna þannig stoðum undir efnahag og afkomu þjóðarinnar. Þetta bar góðan árangur og búið er enn í dag að mörgu af því, sem þá var hleypt af stokkunum. Ýmsar blómlegar greinar á sviði sjávarútvegsins rekja sögu sína til þessara ára og sama má segja um iðnaðinn, sem þá naut verulegrar ríkisverndar. Erfiðleikunum nú ber að mæta með hliðsjón af reynslunni frá þessum tíma. Það á að svara þeim með nýrri sókn á sviði atvinnulífsins. Það á að hlúa að öllum mögulegum atvinnutækifærum eins og unnt er. Möguleikarnir til að sigrast á þann hátt á kreppunni nú eru miklu meiri en á umræddum tíma. Það á að vera markmið núverandi ríkisstjórnar að nýta þá eins vel og hugsanlegt er. Viðskiptahallinn Það eru vond tíðindi, að hallinn á viðskiptum við útlönd, er miklu meiri fyrstu 7 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra, og miklu meiri en reiknað hafði verið með. Því miður verður ekki öðru um kennt en ógætilegri stjórnarstefnu og andvaraleysi viðkomandi ráðherra. Aukin skuldasöfnun ríkisins hefur örvað innflutning- inn. Hóflausar skammtímalántökur milliliða hafa þó hellt mestri olíu á eldinn. Ráðstafanir þær, sem gerðar voru á dögunum, munu lítið eða ekkert draga úr þessari öfugþróun. Ríkisstjórnin verður að sýna vilja og kjark til að stöðva þessa öfugþróun, og þó einkum viðkomandi ráðherrar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.