NT - 30.08.1984, Blaðsíða 12

NT - 30.08.1984, Blaðsíða 12
■ Hvernig líst þér á þennan bíl? Rennilegur, framúrstefnu- legur, glæsilegur en alveg örugg- lega vel gerður og óvenjulegur Ef þig fýsir að vita frá hvaða verksmiðju bíllinn er er svarið: Engri. Pessi bíll er heimasmíðaður. Draumur eins manns, komið í fram- kvæmd af honum sjálfum og einum aðstoðarmanni, nær draumabíl er erfitt að komast. Það var frítími þriggja ára sem fór í hönnun og smíði Mirella og var hann skapaður í húsnæði á stærð við tvöfaldan bílskúr. Austin Tasman sem er ástralskt afbrigði Austin Maxi fórnaði vél og kassa sem situr þvers- um afturí bílnum þar sem hestöflin 200 fara niður á ástralskt malbik. Austin Tasman var búinn sex strokka 2.3ja lítra vél sem læknirinn Michael Clancy bætti á forþjöppu til að tvöfalda orkuframleiðsluna. Pað var þó minnsta verkið. Grindin var smíðuð frá grunni úr stál prófílum og soðnar í hana festingar fyrir alla vélarhluta og hjólastell sem fengin eru úr Toyota Corona að framan og Datsun 240Z að aftan. Grindin er afar voldug enda hafði Mike í huga öryggi sitt og síns eina farþega þegar hún var hönnuð og smíðuð sem fór fram nær jafnhliða. VOLVO N 1025 ÁRGERÐ 1980 Ekinn aöeins 80 þús. km. 6 m. Focco pallur og sturtur. Góö dekk. VOLVO N 725 ÁRGERÐ 1974 Ekinn 250 þús. km. (60 þús. á véi) Nýr Sindrapallur 5.35 m. Krani 3.25 t. BENZ 1519 ÁRGERÐ 1970 llur 4,9 m, veltisturtur. SCANIA 141 ÁRGERÐ 1978 Ekinn 250 þús. km. Sindra pallur 5.5 m. SCANIA 110 ÁRGERÐ 1974 Pallur 5.0 m. Sturtur St. Paul. Kranapláss. SCANIA III ÁRGERÐ 1976 Ekinn 200 þús. km. Nýlegur pallur 4.9 m. Krani 3.25 t. Krabbi 350 I. '•If. SCANIA 140 ÁRGERÐ 1972 Nýlegur pallur 5.6 m. St. Paul sturtur. Utan um stálröragrindina er gler- trefjastyrkt plast, steypt í mótum sem Mike bjó til sjálfur úr trefjaplasti í samvinnu við svila sinn sem hafði stúderað við Royal College of Art í London. Þegar það var tilbúið var farið á næsta sprautuverkstæði og bíllinn vandlega lakkaður í rauðu ofan og dökkgráu neðan. Engir stuðarar eru bak við svunturnar aftan og framan. Það er ekki auðvelt að sjá af rennilegum línum þessa einstaka bíls að framrúðan er frá Citroén CX og afturrúðan frá Alfa Romeo GTV, svo vel falla þær inn í útlit bílsins. Innrétt- ingin og mælaborðið er allt utan sætin eigin smíð Mike Clancy og fallegri en flest sem sést hefur frá nokkrum fjöldaframleiðanda og í þokkabót hannaði Mike eigin mælatöflu sem á engan sinn líka í víðri veröld. í það notaði hann 12 aðvörunarljós og meira en 100 LED (lýsandi díóður) auk Ijósþráða og vökvaskristalstafa til að sýna hraða, vélarsnúning og ekna vegalengd. Bílinn smíðaði Mike fyrir sjálfan sig og er sama hve mikið honum er boðið, hann vill ekki selja og heldur ekki smíða annað eintak. Mirella heitir eftir konunni hans og á að þjóna sem farartæki Mikes í vinnuna og annað sem menn kaupa bíla yfir- leitt til. Atvinnuhönnuðir sem séð hafa bíl- inn hafa verið dolfallnir yfir þessu afreki hins ástralska læknis og dást bæði að stórkostlegu, frumlegu útlit- inu og frábærlega vandaðri smíði. Mirella er heldur ekki fyrsti bíllinn sem Mike Clancy smíðar sjálfur, áður hafði hann smíðað tvo sérstæða bíla í allt öðrum stíl en þessum allt að því vísindaskáldsagnastíl. Þá bfla notaði hann líka til almennra ferðalaga með fjölskylduna og á þá enn þótt hann sé að mestu hættur að nota þá. Mirella verður vonandi ekki síðasta hugafóstrur þessa dverghaga Astrala, hann hefur greinilega meiri hæfileika til bílahönnunar en margir starfandi bílahönnuðir. AA ■ Einn fallegasti bOl seinni ára (ára- tuga?) er þessi hér. Það ótrúlegasta við hann er að höfundur og smiður hans er ekki í neinu tengdur list eða bðum, heldur er það ástralskur læknir! ■ Undir glxsilegu ytra byrðinu er þessi geysisterka grind úr stálprófð- um.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.