NT - 30.08.1984, Qupperneq 30
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 30
Pólitísk martröð
■ Úrslitaleikurinn í- heims-
keppni félagsliða í knatt-
spyrnu, þar sem Evrópumeist-
ari meistaraliða mætir S-Amer-
íkumeistara meistaraliða, og á
að fara fram í Tókíó 9. desemb-
er, gæti orðið að pólitískri
martröð. Þar mætast Evrópu-
meistarar Liverpool frá Eng-
landi og Suður-Ameríkumeist-
Stórsigur
Stuttgart
■ Tony Schumacher, valinn knattspyrnumaður ársins 1984 af,
íþróttafréttamönnum í V-Þýskalandi. Ásgeir Sigurvinsson varð í
öðru sæti.
Fréttamenn velja knattspyrnumann
ársins í V-Þýskalandi:
Schumacher
var valinn
■ Ásgeir Sigurvinsson og fé-
lagar í Stuttgart skelltu Magn-
úsi Bergs og félögum í Ein-
tracht Braunschweig eftir-
minnilega í Búndeslígunni í
■ íþróttafréttamenn í V-Þýska-
landi völdu Tony Schumacher,
markvörð Kölnar og v-þýska
landsliðsins í knattspyrnu
knattspyrnumann ársins 1984 í
V-Þýskalandi. Frá valinu er
skýrt í nýjasta tölublaði hins
virta íþróttatímarits „Kicker“.
Ásgeir Sigurvinsson, sem í vor
var valinn knattspyrnumaður
ársins í V-Þýskalandi af leik-
mönnum Búndeslígunnar, varð
í öðru sæti í kjöri þessu.
Rudolf Völler leikmaður
með Werder Bremen varð í
þriðja sæti og félagi Ásgeirs
hjá Stuttgart varð í fjórða sæti.
í fimmta sæti varð Ralf Falken-
mayer hjá Eintracht Frankfurt.
Sjálfur Karl-Heinz Rummen-
igge sem lék með Bayer
Múnchen, en leikur nú með
Inter Mílanó á Ítalíu, varð í
sjötta sæti í kjörinu.
Buchwald
fótbrotinn
■ Guido Buchwald,
hinn sterki miðvallarleik-
maður VFB Stuttgart,
liðs Ásgeirs Sigurvinsson-
ar og v-þýsku meistar-
anna í knattspyrnu, fót-
brotnaði í æfingaleik fyrir
skömmu, og mun ekki
leika með liðinu fyrr en í
fyrsta lagi undir vorið.
Buchwald brotnaði illa á
ökkla.
Buchwald lék með
þýska landsliðinu fyrst
síðastliðinn vetur, en
þessi sterki leikmaður
kom frá Stuttgarter Kick-
ers haustið 1983, og sýndi
strax mikla hæfíleika.
Fleiri leikmenn VFB hafa
komið frá áhugamanna-
liðinu Stuttgarter Kick-
ers, t.d. Karl Allgöwer.
Blaðberar
óskast
í eftirtalin
hverfi
Löndin
Melana
Skjólin
Leitin
Hlíðarnar
Hraunbæ
Teigana
Miðbæinn
Vesturbæinn
Kópavog
Breiðholt
vantar blaðburðarfólk
í öllum hverfum í Reykja-
vík og Kópavogi.
Einnig
biðlista
a
Síðumúla 15 sími: 686300
fyrrakvöld. Úrslitin urðu 6-1.
Þá sigraði lið Lárusar Guð-
mundssonar, Bayer Úrdingen
Borussia Dortmund 2-1 heima.
Mörk Stuttgart gegn Brauns-
chweig skoruðu Klinzmann 2,
Karl Allgöwer 2, Hermann
Ohlicher og Kempe . Magnús
Bergs lék ekki með, og það
gerði Lárus Guðmundsson ekki
heldur í leik Úrdingen gegn
Dortmund. Þriðji leikurinn var
í Búndeslígunni í fyrrakvöld,
Frankfurt vann Leverkusen 2-0
heima.
Naumur
sigur
Frá Gylfa Kristjánssyni fréttamanni NT á
Akureyri:
■ Spútníklið Leifturs á Ólafs-
firði tapaði naumt fyrir Þór á
Akureyri í vináttuleik í Ólafs-
firði um síðustsu helgi. Þór
sigraði 2-1 í leiknum, og mátti
vel við una, Leiftur átti ekki
minna í leiknum.
Leikurinn var liður í 100 ára
byggðarafmæli í Ólafsfirði, og
þótti takast vel. Leíftursliðið,
sem lék í 4. deild í fyrra er
mikið „spútník“-lið, sigraði í 4.
deild þá, og er fyrir löngu búið
að vinna B-riðil 3. deildar í
sumar. Spurningin er hve þetta
ágæta lið stoppar lengi í 2.
deild. - Við stjórnvölinn hjá
liðinu er hinn kunni knatt-
spyrnumaður Kristinn
Björnsson, áður hjá Val, ÍA og
Válerengen í Noregi, hann
þjálfar liðið og leikur með því.
Guðjón Guðmundsson og
Óli Þór Magnússon skoruðu
fyrir Þór í leiknum í Ólafsfirði,
en Geirhörður Magnússon
skoraði fyrir Leiftur.
Heimsmet
■ Tékkneska stúlkan
Zdena Silhava setti á
sunnudag nýtt heimsmet
í kringlukasti kvenna er
hún kastaði 74,56 m á
frjálsíþróttamóti í heima-
landi sínu. Gamla heims-
metið var aðeins níu daga
gamalt, en það setti a-
þýska stúlkan Irina Mesz-
ynski í Prag. Það metkast
var 73,36 m.
arar Indepediente frá Argent-
ínu. Þetta verður í fyrsta sinn
sem Bretland og Árgentína
mætast beint í íþróttakeppni
síðan Falklandseyjastríðinu
lauk árið 1982.
Nú þegar eru ýmsar væringar
farnar að berast yfir hafið.
Rudolfo O’Reilly, íþróttamála-
ráðherra Argentínu, vill að
Indepediente taki ekki þátt í
leiknum. Og tveir þingmenn í
Argentínu hafa heimtað að
Indepediente leiki í skyrtum
þar sem kort af Falklandseyjum
verði prentað á ásamt áletrun-
inni: „Þær eru argentínskar11.
Ef Indepediente hættir við
að taka þátt, mun liðið tapa 150
þúsund pundum (4,5 milljón-
um króna), sem Toyota greiðir
hvoru liði fyrir að mæta.
Og þá er bara að sjá, hvort
peningaleysi Indepediente slær
út pólitískan þrýsting...
Ungverjaland:
Francis
með þrú
■ Englendingurinn
Trevor Francis byrjaði
vel með liði sínu Samp-
doria á ítah'u þetta haust-
ið, hann skoraði þrennu í
fyrstu umferð ítölsku
bikarkeppninnar, er
Sampdoria lék gegn 3.
deildarliði. Það bar einn-
ig til tíðinda um helgina,
að Diego Maradona skor-
aði í sínum fyrsta opin-
bera leik með Napólí, og
Englendingurinn Mark
Hateley var rekinn útaf.
Francis skoraði öll
mörk Sampdoria í 3-0
sigri á Leece, þriðjudeild-
arliði. Maradona skoraði
eitt í 3-1 sigri á Cat Anz-
aro, og Hateley var rek-
inn útaf í jafnteflisleik,
1-1 gegn Brecia, sem er
þriðjudeildarlið. Juvent-
us vann Cagliari 3-1, og
skoruðu þeir Zbigniew
Boniek, Pólverjinn
marksækni, og Beniam-
Vignola,
Tíu ára bann
■ Ungverski landsliðsmark-
vörðurinn í knattspyrnu, Attila
Kovacs, var í vikunni dæmdur
í-tíu ára keppnisbann í knatt-
spyrnu, sökum aðildar sinnar
að getrauna- og mútusvindli.
Annar leikmaður fékk einnig
10 ára bann, og tveir fjögurra
ára bann hvor, svo og nokkrir
aðilar í liðsstjórn ungverska 1.
deildarliðsins Csepel, sem
fengu allt að 10 ára banni hver.
Allt er þetta vegna þriggja
leikja Csepel-liðsins á vorinu
1983, þar sem úrslitum var
„hagrætt“.
Alls voru 12 fyrstudeildar-
leikmenn og yfirmenn þriggja
liða dæmdir í leikbönn og sektir
vegna þessa máls. Sektir þessar
námu allt að 50 þúsund krónum
á hvern, og einnig voru tjórir
leikmenn Csepel dæmdir til að
borga til baka um 240 þúsund
krónur sem þeir höfðu fengið í
sinn hlut vegna „hagræðingar-
innar“.
Mútuhneyksli hafa marg-
sinnis komið upp síðustu árin í
ungversku knattspyrnunni, og
flest tengjast þau getraunum
þar í landi. Fjögur lið fengu nú
sektir vegna þessara hneykslis-
mála, þar á meðal Ungerja-
landsmeistarar Honved í Búda-
pest, og á síðasta ári voru 77
manns dæmd í fangelsi og um
400 stjórnarmeðlimir og leik-
menn í leikbönn vegna „hag-
ræðinga“. Sagt er að allt þetta
hafi kostað ungverska getrauna-
kerfið um 26 milljónir íslenskra
króna.
Keppnisferð
■ Meistaraflokkur
kvenna hjá Breiðabliki í
Kópavogi hefur verið á
keppnisferðalagi í Evr-
ópu og spilað marga leiki.
Þær tóku m.a. þátt í
móti í Þýskalandi og spil-
uðu þar við þýsk 2. deild-
ar lið. Er skemmst frá því
að segja að liðið sigraði
með yfírburðum á mótinu
og gerði alls 34 mörk í
sínum leikjum en fengu
ekkert á sig. Mót þetta
fór fram í Linch.
Atta vikna bann
■ Miðvallarspilarinn Stephan
Gross, sem spilar með Karls-
ruhe í v-þýsku Búndeslígunni
hefur verið dæmdur í 8 vikna
leikbann fyrir að hrækja á
andstæðing sinn í leik.
Atvikið átti sér stað í leik
Karlsruhe og 2. deildarliðsins
Hassia Bingen. Sá er spýtt var
á, heitir Siegfried Iser.
Svipað atvik átti sér stað í
fyrra, er Hamborgarleikmað-
urinn Wolfram Wuttke var
dæmdur í 6 vikna bann fyrir
hrákufleyg. Eini munurinn var
sá að Wuttke hrækti á þann
sem braut á honum en Gross
spýtti á leikmann eftir að hafa
brotið á honum líka.
Argentmumenn ávítaðir
Argentínsk yfirvöld munu
ávíta þrjá argentíska landsliðs-
menn í knattspyrnu vegna
hegðunar þeirra í landsleik
gegn Kólombíu um síðustu
helgi, að því er þingmaðurinn
Hugo Dionisio, sem situr í
íþróttanefnd argentíska
þingsins, sagði í fyrradag.
Dionisio sagði að argentínsk
yfirvöld vildu sýna það svart á
hvítu að það hefði hina megn-
ustu andúð á slíkri framkomu
sem þeirri sem knattspyrnu-
mennirnir sýndu. Knattspyrnu-
mennirnir þrír, Ricardo Giusti,
Ricardo Careca og Enzo Tross-
ero, voru allir reknir útaf
skömmu fyrir leikslok í leik
Argentínu gegn Kólombíu,
sem leikinn var í Bogota í
Kólombíu.
Leikinn unnu Kólombíu-
menn 1-0, og var það fyrsti
sigur Kólombíumanna á Árg-
entínumönnum í sögunni. Arg-
entínska liðið var að hefja
keppnisferð og var þetta fyrsti
leikurinn af fimm. Einnig mun
liðið leika gegn Sviss, Belgíu,
V-Þýskalandi og Saudi-Arab-
íu, það er ef liðið verður ekki
allt sett í leikbann.
Hvorir
faraí
2. deild?
■ Leikur Fylkis og Reyn-
is í A-riðli 3. deildar í
knattspyrnu hefur verið
færður fram um einn dag,
hann verður á Fylkisvelli
klukkan 18.30 á föstudag -
en ekki á laugardag eins og
til stóð.
Leikur þessi er algjör
úrslitaleikur um hvort þess-
ara liða leikur í 2. deild að
ári. Framan af móti stóðu
Reynismenn betur að vígi,
en slakari frammistaða
liðsins í síðari umferðinni
ásamt bættri frammistöðu
Fylkismanna hefur orðið
til þess að nú stendur Fylkir
með pálmann í höndunum,
hefur þriggja stiga forskot
á Reyni. Reynir verður að
vinna með þriggja marka
mun í leiknum til að vinna
sér 2. deildarsæti. Bæði
þessi lið féllu úr 2. deild
síðastliðið haust, og hungr-
ar að sjálfsögðu bæði að ná
sinni fyrri stöðu.