NT


NT - 30.08.1984, Síða 31

NT - 30.08.1984, Síða 31
 Fimmtudagur 30. ágúst 1984 31 Iþróttir Íslandsmeistaratitillinn ekki enn kominn á Skagann . ... A ■ r _' __- VT Á tlAll* . MI ■ ■ r aI aA (•■Ai.iniim Frá Andrési Ólafssyni fréttamanni NT á Akranesi: ■ Víkingar tryggðu sennilega veru sína í 1. deild með sigri á Akranesi í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3-2 sigri Víkinga. HNOT- SKURN ■ Skemmtilegur og opinn leikur og sigur Víkinga sanngjarn. Mörk Víkinga skoruöu Kristinn Guð- mundsson á 30. mín og 69. mín. og Ómar Torfason á 55. min. Fyrir Skagamenn skoruðu Árni Sveinsson á 60. mín. og Hörður Jóhann- esson á 77. mín. Áhorfendur voru 959 og sáu íslandsmeistaratitilinn ekki í gærkvöldi. Þeir voru vel að sígrinum komnir, því þeir voru fyrr í gang heldur en Skagamenn og börðust betur. Skagamenn virkuðu dálítið þungir og kom- ust ekki vel af stað fyrr en of seint. Strax á fyrstu mínútu leiksins fengu Víkingar aukaspyrnu og uppúr henni átti Magnús Jóns- son skot í stöng. Stuttu seinna fékk Heimir dauðafæri og var greinilegt að Víkingar ætluðu að selja sig dýrt. Leikurinn var opinn og skemmtilegur strax í upphafi. Skagamenn fóru að koma meir við sögu um miðbik fyrri hálfleiks og var leikurinn að jafnast en þá skoruðu Víkingar fyrsta markið. Það var á 30. mínútu að Ámundi átti góða fyrirgjöf sem fór yfir alla Skaga- vörnina og á fjær stöng. Það var mættur Kristinn Guð- mundsson og hann var aleinn og bombaði viðstöðulaust í netið, 1-0 fyrir Víking. Rétt fyrir leikhlé þá átti Sigþór skalla rétt framhjá. Enskir punktar: Æviráða Woodcock ■ Breska tímaritið Sboot segir í fyrirsögn í síðasta tölublaði sínu að Arsenal vilji æviráða Tony Woo.l- cock, enska landsliðsmank'- inn sem liðið keypti frá FC Köln í V-Þýskalandi fyr!r rúmum tveimur árum. Tímaritið greinir síðan frá því að Don Howe fram- kvæmdstjóri Arsenal sé svo hrifinn af Woodcock og sam- vinnu hans og Paul Mariner, að hann vilji að Woodcock skrifi undir nýjan 5 ára samn- ing við liðið, jafnvel þó eitt ár sé eftir af samningi hans við Arsenal. Woodcock er 28 ára, svo að sá samningur mun gilda til þess tíma að Woodcock verði 33 ára. Varla er það nú æviráðning, en hins vegar er víst að Woodcock fær vel í vasann ef samningar nást. Celtic móðgað ■ Mikillhávaðihefurorðið á Bretlandi vegna þess að enska fyrstudeildarliðið Chelsea bauð skoska úrvals- deildarfélaginu Glasgow Celtic 125 þúsund pund (5 milljónir ísl. króna) fyrir miðvallarleikmanninn Tommy Burns. Davie Hay, „stjóri“ hjá Celtic, segir að þetta tilboð sé móðgun við félag sitt, Burns eigi eftir tvö ár af samningi sínum við Celtic og hann muni sjá til þess að Burns standi við þann samning Ian McNeill aðstoð- ar„stjóri“ Chelsea svarar því til að þeir hjá Chelsea hafi engum sagt frá því að þeir hafi boðið í Burns, né heldur hversu mikið: „Ef Davie Hay ersvona móðgað- ur, hvers vegna þurfti hann þá að segja öllum heiminum frá því?“ Saunders refsar ■ Framkvæmdastjóri Birmingham á Englandi hef- ur nú misst þolinmæðina við tvo óþæga stráka í liðinu sínu. Þeir Robert Hopkins og Tony Coton eru víst nokkuð léttir á bárunni og í síðustu viku sektaði Saund- ers þá um upphæð sem nem- ur tveggja vikna launum þeirra. Astæðan er að pilt- arnir gerðu sig seka um „óviðurkvæmilegt atferli“ í fríi á Ibiza-eyju í Miðjarðar- hafinu. Hægt að kenna.. ■ Hver segir að ekki sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Malcolm Poskett, 31 árs gamall mið- herji hjá Carlisle í 2. deild- inni ensku hefur verið að dást að hinum 38 ára gamla Pop Robson sem nú æfir með Carlisle á Brunton Park. Pop var gefin frjáls burtför frá Sunderland síð- astliðið vor i ’ enda talinn verðlaus. Poskett segir: „Hann er undraverður, ég var að spá í að leggja skóna á hilluna fvrir tveimur árum, en Pop hefur sannað það fyrir mér að með réttu viðhorfi geti ég haldið áfram í mörg ár í viðbót.“ Fleiri gamla refi mætti svo sem tína til, Mick Channon hjá Norwich er orðinn 38 ára, og er enn á fullri ferð í fremstu víglínu í 1. deild á Englandi. „Channon er frábær, hann er 38 ára og hefur ákefð 18 ára pilts á vellinum. Reynslu hans er ekki hægt að koma fyrir í ungum leikmönnum. Það er ekki hægt að fara fram á meira frá leikmanni en það sem Mick gerir,“ segir Ken Brown, „stjóri“ hjá Norwich. ■ Kristinn Guðmundsson Víkingur sem er að falla hér á myndinni að ofan, bægði falldraugnum frá Víkingum í gærkvöldi, með því að skora tvívegis hjá Skagamönnum. Rush f rá í 10 vikur? ■ Leikmaðurinn marksækni hjá Liverpool, Ian Rush verður að gangast undir uppskurð á hné, til þess að læknar átti sig á því hvað sé nákvæmlega að hné kappans. Ef fjarlægja verð- ur liðþófa úr hnénu, þýðir það að Rush verður frá keppni í að minnsta kosti 10 vikur í viðbót. Eins og kunnugt er þá gat Rush ekki leikið með Liverpoo! í fyrstu tveimur leikjum keppn- 4. deild: „Hat-trick“ Friðriks Frá Hafliða Jósteinssyni á Húsavík: ■ Tveir leikir voru í úrslitum 4. deildar í gærkvöldi. Á Húsa- vík sigruðu Tjörnesingar Reyni Árskógsströnd í miklum hasar- leik með 4 mörkum gegn 1. Það var Friðrik Jónasson sem gerði þrjú marka Tjörness en Guð- mundur Jónsson eitt. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið og fjórir það gula í leiknum. Leikurinn var hinn hressilegasti þó stundum hlypi kappið með menn. Þá sigruðu ÍR-ingar Létti heldur auðveldlega með 8 mörkum gegn einu. Gústaf þjálfari gerði 2, Tryggvi og Hallur einnig 2 og þeir Guð- mundur og Hlynur eitt hvor. Fyrir Létti skoraði Sigurður Sigurðsson. Belgía ■ Úrslit í Bclgíu gær- kvöldi: Waregem-Beveren 0-3 Club Bruges-Anlwerp 0-0 Ghent-Racing Jcl 4-1 Beerschol-Cercle Brugge 2-2 Saint Niklaas-Courtrai 3-0 Walerschei-Seraing 1-1 Mechelen-Standard Liege 1-1 j F.C. Liege-I.ierse 3-1 Þýskaland: Bayern sigraði ■ Nokkrir leikir voru í Búndeslígunni í gærkvöld og urðu úrslit þessi: Mannhcim Hamburg Diisscldurf Schalke Bayern Staða efstu liða: Bayern Eintracht Frankfurt Gladbach Bochum Karlsruhe Hamborg Kaiserlautern Köln Stuttgart Bayer Uerdigen Bayer Leverkusen Werder Bremen Kaiserslautern Gladbach Karlsruhe Bochum WcrderBremen 2 í síðari hálfleik byrja Víking- ar með með sókn eins og í fyrri hálfleik og Einar Einarsson kemst í færi en hitti boltann illa og ekkert varð úr. Á 55,mínútu átti Andri fyrirgjöf sem Bjarni sló frá en hann lenti í samstuði við Heimi um leið og boltinn fór stutt út þar sem Ömar T'orfason tók við honum og sendi hann rakleiðis í netið, 2-0. Stuttu seinna skorar Árni Sveinsson mark eftir að Ög- mundur hafði slegið fyrirgjöf Karls til hans, 2-1. Um tíu mínútum seinna þá skora Víkingar aftur og settu Skagamenn t vanda. Einar átti fyrirgjöf sem Heimir hleypti á Kristin sem skoraði auðveld- lega. Eftir þetta mark þá fara Skagamenn að sækja í sig veðr- ið og reyna hvað mest þeir mega að jafna metin. Þegar rúmar 10 mínútur voru til leiks- Ioka þá skallaði Hörður Jó- hannesson í netið eftir að Sig- urður Lárusson hafði fleytt boltanum til hans eftir fyrirgjöf Karls. Það sem eftir lifði leiksins þá sóttu Skagamenn stíft en Vík- ingar vörðust öllum sóknar- lotum þeirra. Hjá Víkingum var Heimir mjög góður svo og bæði Ómar og Kristinn. Bjarni í Skaga- markinu stóð sig einna best sinna manna ásamt Karli. Dómari var Þorvarður Björnsson og var ágætur. Einkunnagjöf NT: istímabilsins, sem hófst um síð- ustu helgi, vegna meiðsla er hann hlaut í æfingaleik á ír- landi. Rush hefur stundað æfingar undanfarna daga en í gær var honum sagt af sérfræð- ingi í íþróttameiðslum, að upp- skurðar væri þörf til þess að hægt væri að kanna meiðslin nánar. Rush hefur kvartað yfir að hnéð yrði stíft eftir æfingar að undanförnu, en brátt kemur í ljós hve meiðslin eru alvarleg. Akranes Bjarni Sigurðsson .....2 Jón Askelsson ..........3 Guðjón Þórðarson .......4 Sigurður Lárusson......4 Sigurður Halldórsson .... 3 Arni Sveinsson..........3 Guðbjörn Tryggvason ... 3 Sveinbjörn Hákonarson .. 3 Hörður Jóhannesson .... 3 Sigþór Ómarsson........4 Karl Þórðarson..........2 Jón Leó Ríkharðsson .... 4 Víkingur Ögmundur Kristinsson .. 3 Gylfi Rútsson ..........3 Ragnar Gíslason.........3 Örnólfur Oddsson .......3 Magnús Jónsson .........3 ÓmarTorfason............2 Andri Marteinsson ......3 Kristinn Guðmundsson .. 2 Heimir Karlsson ........2 Ámundi Sigmundsson ... 3 Einar Einarsson ...........3 England: Forestvann ■ Nottingham Forest lagði Arsenal að velli í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu, 2-0. Þá voru nokkrir leikir í Deildarbikarnum og í skoska Deildarbikarnum. Hér eru úr- slitin: Bradford-Middlesbrough 2-0 Dcrby-Harllepool 5-1 Exeter-Cardiff 1-0 Hereford-Oxford 2-2 Lincoln-Hull 0-2 Reading-Millwall 1-1 Skotland: Airdrieonians-Celtic 0-4 Brechin-St. Johnstone 2-4 Cowdenbcath-St. Mirren 2-0 Dumbarton-Dundee United 0-4 Hearts-Ayr 1-0 Rangers-Raith 4-0 Dundee-Kilmarnock 3-2 Hibernian-Meadowbank 1-2 ■ Það var nýi leikmaðurinn Johnny Metgot sem skoraði annað markið fyrir Forest gegn Arsenal í gærkvöld. PeterDav- enport gerði hitt. Charlie Nic- holas brenndi af vítaspyrnu fyr- ir Arsenal. Markið sem Metgot gerði var hálfgerð heppni því að leikmaður Arsenal ætlaði að hreinsa frá marki, boltinn lenti i' dómaranum og þaðan til Met- got sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Áðeins fjórum mínút- um seinna kom mark Daven- ports og tveimur mínútum seinna „klikkaði" Nicholas á vítinu. Forest sem tapaði fyrirSheff- ield á laugardaginn virkaði heldur sterkara nú á vellinum. En Arsenal virðist eiga í vand- ræðum þessa stundina. Hvort þeir eigi eftir að taka sig saman í andlitinu er ekki gott að segja en flestir höfðu spáð Arsenal góðu gengi í vetur. Þorvaldur þjálfar Fram ■ Þorvaldur Geirsson, körfuknattleiksmaöur úr Fram, mun hafa nóg að gera í vetur, því hann hefur verið ráðinn þjálf- ari liðsins. Þorvaldursem á undanförnum árum hef- ur verið ein styrkasta stoð Fram liðsins, mun eftir sem áður leika með lið- inu. Það færist nú í vöxt að leikmenn taki að sér að þjálfa auk þess að leika sjálfir með, þannig verða fjórir af sex þjálfur- um úrvaldsdeildarlið- anna, einnig lcikmenn með liðunt sínum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.