NT - 01.09.1984, Blaðsíða 4

NT - 01.09.1984, Blaðsíða 4
r t f.T.f f.t l,f « fi j H 4 i,I T?rr? r.f.r, rfif J***J,7 Mýrarkvísl Veiöihorniö hafði sam- band við Stefán Skaftason Straumnesi og spurði hann veiðifrétta úr Mýrarkvfsl. Stefán sagði að komnir væru á land tæpir 200 laxar, sem er skínandi góð veiði og trúlega svipuð og á sama tíma í fyrra, en þá veiddust 240 laxar í það heila. Laxinn sem veiðst hefur í sumar hefur verið óvenjulega vænn. Mýrar- kvísl hefur verið í stöðugri sókn hvað laxagengd varð- ar og virðist þá engu skipta þótt allar stórveiðiár bregðist allt um kring, hún heldur sínu striki. Síðasta ár var lélegt laxveiðiár almennt, en þá var topp laxveiði í Mýrarkvísl. Núna er einnig lélegt lax- veiðiár, en þá stefnir jafn- vel í metveiði í Mýrar- kvísl. Núerhálfurmánuð- ur eftir af veiðitímanum í kvíslinni og margt getur enn gerst, því september getur oft verið mjög drjúgur. Stefán sagði að nóg virtist vera af laxi í ánni en hann taldi að hann tæki mjög illa. Nú þegar fer að kólna taldi hann að hann færi aftur að taka. Veitt er á 3 stangir í kvíslinni. Víðidalsá 15. júlí síðast liðinn var maðkveiði fyrst leyfð í V íðidalsá, eftir fluguveiði- tímabilið. Veiddust 75 laxar á fyrstu þrem dögun- um. Eneftirað hcfurveið- in verið frekar treg. Þó hefur hún komist í K) laxa ýfir daginn á allar stang- irnar. Sá lax sem veiðst hcfur er mjög vænn og orðinn grútleginn, núna síðast á veiðitímabilinu, og cnginn nýr lax á leið- inni. Víðidalsá er nú korn- inn í um 530 laxa og nær trúlega 600 löxum í lok tímabilsins, sem er 15. september. Fnjóská Um 90 laxar eru komnir á land úr Fnjóská það sem af er sumars. Laxinn er allur rígvænn, en aftur á móti vantar allan smálax í ána. Einnig liafa verið dregnar á land um 250 sjóbleikjur og er sú stærsta 5 pund. Elliðavatn Veiðihornið hafði sam- band við Margréti Reynis- dóttur á Elliðavatni og fékk þær fréttir að silungs- veiðin hefði gengið ágæt- lega í sumar. Hún sagði að veiðin væri svipuð og á sama tíma í fyrra. Bæði bleikja og urriði er í vatn- inu og einnig þó dálítið af laxi. Til dæmis kom maður tilað veiða í vatninu fyrir hádegi á þriðjudag síðast liðinn og kom til baka eftir stuttan tíma með 3 laxa, þar af einn 8 punda. Þessi sami maður er búinn að fá 15 laxa í Elliðavatni í sumar og geri aðrir betur. Trúlega hefur márgur lax- veiðimaðurinn fengið færri laxa eftir marga túra í dýrari laxveiðiár landsins. Griegog Chopin í Pohjolan Talo ■ Norski píanóleikarinn Ein- ar Steen Npkleberg og danska leikkonan Birte Stprup Rafn eru gestir Norræna hússins um þessar mundir. Á mánudags- kvöldið flytja þau dagskrá í tali og tónum þar sem Einar leikur píanóverk eftir Edvard Grieg og Rafn les stutta kafla úr bréfum tónskáldsins þar sem fram kemur hjartahlýja, skarp- skyggni, viðkvæmni og glettni, en einnig ástríðuþungi. Kvöldið eftir verður Chopin á dagskrá. Einar leikur píanóverk eftir hann og Rafn les valda kafla úr bréfum sem Chopin skrifaði vin- konu sinni, franska rithöfundin- um Georg Sand, auk annarra vina. Bréfin gefa góða mynd af tónskáldinu, rithöfundinum og þeim tíðaranda og hugsunar- hætti sem var svo áberandi í orðum og tónum rómantíska tímabilsins. Dagskráin hefst kl. 20.30 bæði kvöldin. Sovéskir MÍR dagar ■ Hljóðfæraleikarar, söngvar- ar og dansarar eru væntanlegir hingað til lands í næstu viku í tilefni af árlegum Sovét-dögum Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Lista- mennirnir koma hingað frá lýð- veldinu Azerbajdsjan og munu leika listir sínar í Hlégarði 3. september en þar verða Sov- ésku menningardagarnir settir. Síðan verða sýningar á Hellis- sandi þann fjórða, Stykkishólmi fimmta, Búðardal sjötta, Varmalandi sjöunda og loka- sýningin í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu á laugardag 8. sept. Þá er væntanlegt hingað til lands margvíslegt sýningarefni frá Azerbajdsjan og Kákasus og verður til sýnis í MÍR-salnum frá laugardeginum 8. sept, 17-19 virka daga og 14-19 um helgar. Laugardagur 1. september 1984 ■ Guðmundur Ármann, Óli G. Jóhannsson og Kristinn G. Jóhannsson úr Exsept-hópnum. Rykkrokk ■ Laugardaginn l. scpt- ember verður rykkt og rokkað á planinu við fé- lagsmiðstöðina Fellahelli. Þeir sem rokka eru: Dalli og riþmadrengirn- ir, Svefnpurkur, Ó- ákveðna riffið og stór- rokkhljómsveitin Oxma. Á milli þess sem hljóm- svcitirnar koma fram munu 20 dansarar keppast við að skrykkja undir stjórn diskótekarans Titta. Fjörið hefst kl. I9.00og stendur fram eftir kvöldi. Farstöðva- menn þinga ■ Félag farstöðvaeig- enda á Islandi heldur árs- þing sitt í Hótel Borgar- nesi í dag. Sjötíu fulltrúar frá 25 deildum vítt og breitt um landið haf verið boðaðir til þingsins. Matt- hías Bjarnason samgöngu- ráðherra setti þing far- stöðvaeigenda í gær. Námskeið í tjáskiptum ■ Námskeiðíalmennum tjáskiptum hefjast í Reykjavík þann 8. þessa mánaðar. Stjórnandi verður Andri Örn Clausen og fer innritun fram í símum 621126 frá 3. til 7. september milli kl. 12 og 17:30. ■ Eitt verkanna á sýningunni í Dallandi er risastórt taflborð sem rist hefur verið í grassvörðinn. Listamaðurinn Kristinn E. Hrafnsson segist vilja nota eiginleika náttúrunnar sjálfrar til að tefla þá skák sem stöðugt er leikin. Hann sést hér, hrókur alls fagnaðar, með plógjárn sitt. Tónlistar- mót í Köben ■ Tónlistarmót framhalds- skólanema frá öllum Norður- löndunum hefst í Kaupmanna- höfn á morgun. Motið er haldið að frumkvæði borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn í Sankt Anne jsöngskólanum í Kaupmanna- höfn. Til þesser boðið fulltrúum jfrá höfuðborgum Norðurland- anna og er höfuðviðfangsefni mótsins kórfantasía Beethovens jí c-moll. Þá leika íslansku tón- listarnemarnir/sem eru fimm, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Helga Pálsson og Niels W. Gade. Náttúrunytjar - ný ferðaröð Náttúruverndarfélags SV-lands ■ Náttúruverndarfélag Suðvesturlands hefur í hyggju að byrja nýja ferðaröð sem kallast „Náttúrunytjar". í þeim ferðum er ætlunin að kynna nokkrar plöntur, sveppi og dýr sem hægt er að nýta án þess að um rányrkju eða mikla röskun sé að ræða. I ferðunum verður rætt urn aðferðir til að ná því marki, hvað ber að varast og hvaða afleiðingar mikil röskun og rányrkja hefur á lífríkið. Ferðalangarnir saínast að venju saman við Norr- æna húsið á laugardögum, en lagt verður af stað í náttúrunytjaferðirnar kl. 10.00 og þær sameinaðar ferðaröðinni „Umhverfið okkar“, sem hefjast kl. 13.30. Sérstæð sýning í sveit: Gestir komi á bomsum ■ í dag verður opnuð nýstár- leg myndlistarsýning í Dallandi íMosfellssveit. Héreráferðinni hópur listamanna sem sýnir verk sín utan húss og verður því ekki annað sagt en í þessum sýingarsal sé bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Listamennirnir, sem að sýning- unni standa, hafa flestir nýlokið námi og er þetta því fyrsta sýning þeirra flestra. Þeir eru Gunnar Árnason, Ragnhildur Stefánsdóttir, Kristinn E. Gaflarar á reið- hjólum. ■ Árleg hjólreiðakeppni Hafnfirðinga verður í Hafnar- firði á morgun, sunnudag. JC í Hafnarfirði stendur að keppninni i samvinnuvið Hjólreiðafélag Reykjavíkur og eru allir, bæði Hafnfirðingar og nágrannar, hvattir til að mæta. Hjólað verður frá Rafha við Lækjargötu og fjóra kílametra þaðan. Keppt verður í tveimur flokkum og opnum keppnisflokki. Hrafnsson, Helga Júlíusdóttir, Sigríður Elliðadóttir, Anna Guðjónsdóttir, Ólafur Sveinn Gíslason, Anna Sigríður Sigurj- ónsdóttir, Nanna K. Skúladóttir og síðast en ekki síst Þórdís Sigurðardóttir frá Sámsstöðum. Framkvæmdastjóri sýningar- innar er svo Benedikt Gestsson. Þegar okkur bar að garði voru listamennirnir í óða önn að koma verkum sfnum fyrir. Á einum stað var verið að setja upp geysistóran skúlptúr úr timbri á meðan aðrir voru að ýta rúmi úr vör út á litla tjörn. Neðst í dalverpinu vann svo einn listamannanna með stunguskóflu eina að vopni. Það var líf og fjör þessa eftirmiðdagsstund sem við blaðamenn dvöldumst í Dal- landi enda kraftmikill hópur sem þarna var að störfum. Sum verkanna eru það sem á er- lendum málum hefur verið kall- að „land art", þar sem listaverk- ið er nánast hluti af náttúrunni. Einhver stakk upp á því að á íslensku mætti þetta heita „láðlist" og fer ekki illa á því. Önnur verk sem þarna má líta eru höggmyndir eða skúlptúrar en öll hafa þau það sameiginlegt að tengjast náttúrunni á einn eða annan hátt. Rétt er að benda þeim sem áhuga hefðu á að skoða sýning- una að fara vel búnir til fótanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.