NT - 01.09.1984, Blaðsíða 32

NT - 01.09.1984, Blaðsíða 32
Laugardagur 1. september 1984 32 Urval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs stólum fyrir skólafólk. Joker skrifborðiö kostar aðeins kr 3.850.- með yfirhillu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum, Verð frá kr. 1.590.- Húsgögn ogSu4u(l8„d5bt< innrett/ngar simi 6-86-900 Útlönd Kína: Suður-Afríka: Ólga eftir að lögregla drepur þrjú ungmenni Líf rænt gas í stað timburs og kola Duveyton, S-Afríku-Keuter ■ Mikil ólga er meðal nem- enda í Suður-Afríku eftir að þrjú ungmenni voru skotin til bana í óeirðum í Uaveyton sem er smáborg fyrir austan Jóhann- esarborg. Að minnsta kosti tveir hinna látnu féllu fyrir kúlum lögreglunar á fímtudaginn. Stálfyrir- tæki dæmt fyrir tollsvik Wa.shingtun-Keuter ■ Vestur-þýska stálsam- steypan Thyssen Stahlunion hefur lýst sig seka af ákæruni þess cfnis að fyrirtækið hafi stundað stórfelld svik í tengsl- um við stálinnflutning sinn til Bandaríkjanna. Það hef- ur fallist á að grciða tæplega 3.5 milljónir dala í sekt. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska fjármála- ráðuneylinu flutti dótturfyr- irtæki Thyssen stál í stór- felldum stíl til Bandaríkjanna á árunum 1978-'81, en þess- ar sendingar voru vitlaust merktar þannig að stálið taldist í mun lægri gæða- flokki en raunin var. Með því móti greiddi fyrirtækið lægri toll af stálinu. Á þess- um árum mun Thyssen hafa haft í frammi gífurleg undir- boð á stáli ti! bandarískra bílaverksmiðja. Lögreglan lokaöi veginum til Daveyton í gær af ótta við að óeirðirnar kynnu að breiðast út. Margir þeirra.sem tóku þátt í óeirðunum,eru svartir nemend- ur í gagnfræða-og mennta- skólum. Um 20.000 nemendur neita að sækja tíma vegna óá- nægju með stjórn skólakerfisins þar sem átta sinnum meira fé er veitt til kennslu hvers hvíts nemanda en til kennslu svert- ingja. En samtímis því sem lögregla reynir að lialda aftur af óánægð- um svertingjum, sem krefjast mannréttinda, hvetur stjórnin í Suður-Afríku nágrannaríkin, þar sem svertingjar fara með öll völd, til þess að bæta tengslin. ■ Tæplega 2,4 milljónir bændafjölskyldna í Kína nota lífrænt gas í stað timburs og kola. Gasið er framleitt í djúpum rotgryfjum þar sem mykju, svínaskít og sorpi er fleygt. Gryfjurnar eru lokað- ar og gasið leitt í leiðslum inn í hús bændanna þar sem það er notað til að elda mat og hita vatn. Efnabreytingar í skítnum og sorpinu í rotgryfjunni drepa ýmis snýkjudýr oggera skítinn að miíclu betri áburði en ella þannig að landbúnað- urinn nýtur einnig góðs af þessari eldsneytisframleiðslu bændanna. í skýrslu sem landbúnað- arráðuneyti Kínverja hefur látið gera um framleiðslu líf- ræns gass til eldsneytisnota í sveitum og smábæjum er mjög eindregið mælt með því að notkun lífræns gass verði aukin enn meira með fræðslu og áróðri. í þessari skýrlsu er lagt til að það verði setr sem markmið að árið 1990 verði 10 milljón bændafjölskyldur farnar að framleiða lífrænt gas í rot- gryfjum. Bandarísk læknaskýrsla: Streita og einangrun veldur hjartaáföllum Boston-Reuter. ■ Þriggja ára rannsókn nokk- urra bandarískra lækna hefur leitt í Ijós að stór hluti þeirra sem fá hjartaáfall þjást af streitu (stressi) og er félagslega ein- angraður. Vísindamennirnir athuguðu 2.230 karlmenn sem fengu hjartaáfall. Þeir skiptu þeim í tvo hópa eftir því hvort þeir voru langskólagengnir eða höfðu fengið minna en 10 ára kennslu. 1 Ijós kom að 76% þcirra sem höfðu gengið í skóla skemur en 10 ár, höfðu lengi þjáðst af streitu en 44% þeirra sem voru langskólagengnir. Hvað varðaði félagslega einangr- un sýndi könnunin að 45% þeirra sem höfðu litla menntun umgengust aðeins lítinn hóp náinna ættingja og vina en 23% menntamanna voru félagslega einangraðir. Þeir sem kvörtuðu yfir mikilli streitu virtust líka hafa minni möguleika á því að lifa af hjarta- áfall en hinir sem voru tiltölu- lega afslappaðir í lífi sínu. Dán- artíðni streittu sjúklinganna var 11% eða 2,5 sinnum meiri en hjá venjulegum sjúklingum sem fá hjartaáfall. Þetta hlutfall hækkaði upp í um 15% ef sjúklingarnir voru félagslega einangraðir auk þess að vera streittir. í leiðara New England lækna- tímaritsins, þarsem niðurstöður rannsóknanna voru birtar, segir Dr. Thomas Graboys frá Har- ward-læknakólanum að læknar verði að leggja meiri áherslu á að rannsaka sálarástand og sam- félagsstöðu hjartasjúklinga áður en þeir láta þá fá lyf. Hingað til hafi læknar forðast að fjalla um andlega streitu sem eina af orsökunum fyrir sjúk- dómum en nú geti þeir ekki annað en tekið tillit til hennar. ■ Mont Louis-slysið hefur gefíð frönskum kjarnorkuandstæðing- um kærkomið tækifæri til að blása á ný til baráttu, en Frakkar verða með hverju árinu æ háðari kjarnorku. Simamynd-POLFOTO Israel: Ekkert skólahald? Jenisalem-Reuter ■ Þáð er víðar en á íslandi að kennarar eru óánægðir með kjör sín; ísraelsku kennarasam- tökin lýstu því yfir í fyrradag að skólar myndu ekki hefjast á tilskildum tíma í ísrael, eða eftir helgina, nema þeir fengju leiðréttingu á launum sínum. Ilýiradag höfnuðuþeirsátta- boði Yitzahks Shamirs, sem nú mun vera fyrrverandi forsætis- ráðherra, og stóðu fastir á þeirri kröfu sinni að þeim yrði úthlut- að átta prósenta ábót á laun sín, en hluti opinberra starfsmanna í ísrael fékk svipaða kjarabót á dögunum. Fjármálaráðherrann í stjórn Shamirs, Yigal Cohen- Orgad, ásakaði kennarana um að skeyta ekki um slæman þjóð- arhag og sagði að launauppbót til þeirra myndi fara langt með að tæma hinn þurrausna ríkis- sjóð ísraels. Kjarnorkuandstæðingar fá beggja skauta byr ■ Slysið í síðustu viku undan strönd Belgíu er franska skipið Mont Louis sökk með farm af óunnu eldsneyti í kjarnaofna hefur aldreilis biásið nýju lífi í baráttu kjarnorkuandstæðinga í Frakklandi, sem hafa átt við snert af uppdráttarsýki að stríða síðan sósíalistastjórn Mitter- ands tók við völdum 1981. Kjarnorkuandstæðingar blása nú til nýrrar baráttu og þykjast þess fullvissir að málflutn- ingur þeirra muni eiga hljómgrunn hjá almenningi, sem er lítt eða illa upplýstur um hinar ýmsu hliðar kjarnorkuvæð- ingar. andstæðingar semsagt taka upp þráðinn aftur; þeir mótmæltu í höfninni í Cherbourg í vikunni gegn slöku öryggi og leynipukri í kjarnorkuiðnaðinum og reyna nú að ná samkomulagi við sam- tök sjómanna og hafnarverka- manna um að leggja bann við því að hráefni til kjarnorkuvera verði flutt á sjó. Frakkar nota kjarnorku mest allra þjóða í heiminum. 29 kjarnorkuver, sem nú eru starf- andi í Frakklandi, framleiða nú um 55 prósent þeirrar orku sem framleidd er í Frakklandi - vöxturinn er hraður eða úr 8.4 prósentum 1977 - 25 ný kjarn- orkuver eru í smíðum og gert er ráð fyrir að hlutur kjarnorku í orkuframleiðslunni verði um 75 prósent árið 1990. Deilur um kjarnorkustefnu Giscards d’Estaings, fyrrum forseta, áttu stóran þátt í sigri sósíalista í þingkosningunum árið 1981. Almennt var búist við því að sósíalistar myndu hægja mjög á kjarnorkuvæðing- unni, en raunin var önnur, því þeir hafa aðeins gert smávægi- legar breytingar á stefnu Giscards, sem er í meginat- riðum sú að Frakkland, fátækt land af náttúrulegum orku- lindum, verði sjálfstöndugt í orkuframleiðslu. Röksemdir umhverfisvernd- arflokksins franska, sem fékk 3.4 prósent atkvæða í kosning- unum til Evrópuþingsins í sumar. gegn kjarnorkunni eru einkum tvenns konar: annars vegar eru náttúrlega umhverfis- sjónarmiðin, en hins vegarefna- hagsleg sjónarmið, því þeir telja sig sjá fram á stórfellda offram- leiðslu á orku á næstu árum þannig að 15-20 kjarnorkuver sem starfandi verða 1990 verði í rauninni óþörf. Forsvarsmenn frönsku ríkisrafveitanna EDF (Landsvirkjunar?) viðurkenna að Frakkar muni hafa kappnóg af orku, en þykjast þess fullviss- ir að hægt verði að selja um- framorkuna til nágrannalanda. En kjarnorkuver eru dýrt gaman og dýrari í byggingu en hefðbundnari orkuver sem brenna olíu eða kolum. Kjarn- orkuuppbyggingin hefur steypt EDF út í gríðarlegar skuldir sem námu 21 milljarði dala í lok síðasta árs. EDF telur þetta samt arðbæra fjárfestingu, því þannig verði Frakkar ekki’eins háðir innfluttri olíu og áður og einnig sé ódýrara að framleiða rafmagn úr kjarnorku en olíu eða kolum. Hreyfing franskra kjarnorku- andstæðinga var sterk á síðasta áratug, einkum eftir mótmæla- aðgerðir við kjarnorkuver í nánd við Lyon þar sem einn maður lét lífið og hundrað særðust. Og nú vilja kjarnorku- Mótmæla bensínhækkun: Brenna vörubíla Santo Domingo-Keuter. ■ íbúar í hverfi miðstétt- armanna í Santo Domingo brenndu í gær tvo vörubíla frá Pepsi-Gola til að mót- mæla miklum bensínhækk- unum í Dominikanska lýð- veldinu. Hækkanirnar eru á bilinu 20 til 33 prósent. Forseti lýðveldisins, Salvador Jorge Blanco, sem tilkynnti um hækkanirnar í fyrrakvöld sagði að þær stöfuðu af sam- komulagi við Alþjóða gjald- eyrissjóðinn um aðgerðir í efnahagsmálum. Stjórnin kallaði út mörg þúsund manna herlið, áður en hún tilkynnti um hækkanirnar, af ótta við að óeirðir brytust út eins og þegar verð á matvælunr tvöfaldaðist í apríl á þessu ári. í þeim óeirðum létust 55 manns.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.