NT - 01.09.1984, Blaðsíða 5

NT - 01.09.1984, Blaðsíða 5
Listasafn ASÍ: Exsept-hópurinn opnar sýningu ■ Exsept-hópurinn opnar sýningu á verk- um sínum í Listasafni ASÍ í dag laugardag- inn 1. september. Að þessu sini taka þátt í sýningunni þeir Guðmundur Ármann, sem sýnir grafík, Oli G. Jóhannsson, sem sýnir akrílmyndir og grafík og Kristinn G. Jó- hannsson, sem sýnir olíumálverk og teikning- ar. Peir þremenningarnir sýna alls um 60 verk og eru þau afar ólík innbyrðis. Exsept-hópur- inn var stofnaður fyrir einu ári og er tilgangur hans að efna til sýninga, eins og þeirrar sem nú er í Listasafni ASI. Stórhátíð skáta í Hljómskálagarðinum ■ Sipp, júdó, glíma, húlla, rokktónleikar, breik, kajakróður og margt, margt fleira verður til gamans gert á Reykjavíkurmóti barna í Hljómskálagarðinum sem skátafé- lagið stendur fyrir á sunnudaginn. Keppnin er öllum opnin aðgangseyrir enginn og þátttaka ókeypis. Boðið verður upp á siglingar á tjörninni en reynslan hefur sýnt að þær eru hinar ákjósanlegustu fjölskylduferðir. Keppt verður í þremur aldursflokkum í 10 íþrótta- greinum, þar á meðal, kassabflaralli, skalla- bolta, að labba á grindverki, reiðhjólakvart- mílu og snú-snúi. Bráðfjörug fimmtar- og tugþraut verður á dagskránni og svo koma breikarar, glímumenn, kraftlyftingamenn, karategæjar og margir fleiri og sýna listir sínar. Tónleikar, dúfnasýning, talstöðva- kynning, þjóðdansar og flugdrekasýning verða meðal dagskráratriða og eru allir hvattir til að hafa með sér flugdreka á svæðið. Þá ætti enginn að þurfa að svelta því gestum verður boðið að grijla sér gómsætar pylsur á hlóðum. Skráning í keppnisgreinar hefst fimm mínútur yfir tvö eftir hádegi en dagskráin hefst klukkan hálf tvö og stendur fram eftir degi. Sýning á yatnsnuddpottum að Grensásvegi 8 Laugardag kl. 1-5 Sunnudag kl. 1-5 Eigum á lager, til afgreiðslu strax nokkrar gerðir og liti af hinum frábæru AKRYL nudd-baðlaugum. Henta úti sem inni. ★ Allur sundlauga- og potta fíttings ★ Hreinsitæki ★ Ljós í sundlaugar og potta ★ Klór í duftformi ★ Yfirbreiðslur ★ Vatnsnudd ★ Leiktæki fyrir sundlaugar ★ Og margt annað Fáanlegir með tvennskonar nuddi. Allir nuddpottar frá okkur rispast ekki, upplitast ekki og eru því alltafsem nýir. Verið velkomin á sýninguna um helgina milli 13 og 17 að GRENSÁSVEGI8 K. Auðunsson h/f Á. Óskarsson h/f sími 686088 sími 666600 Við erum sveigjanlegir í samningum. eru með AKRYLHÚÐ sem Bændur — Athugið Sláttuþyrlur Vegna mikillar eftirspurnar eftir okkar landsþekktu og vönduðu búvélum, hefur okkur tekist að fá til landsins viðbótarfarm af eftirtöldum vélum á mjög góðu verði og greiðslu- kjörum: Heyhleðsluvagna Hafið samband við sölumenn okkar. BUNAÐARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK S. 38900 imeraational Ásamt hinum stórglæsilegu IH dráttarvélum. ffhv Heyþyrlur og stjörnumúgavélar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.