NT - 01.09.1984, Blaðsíða 35

NT - 01.09.1984, Blaðsíða 35
fþróttir Laugardagur 1. september 1984 35 Fylkir í 2. deild ■ í gærkvöldifórframúrslita- leikurinn í A-riðli 3. deildar í knattspyrnu og áttust við Fylkir og Reynir Sandgerði á Árbæj- arvelli. Fyrir leikinn þá voru Fylkismenn með þremur stigum meira en Reynir svo þeim dugði jafntefli í leiknum. Reyndar var markatala þeirra líka hagstæðari svo þeir máttu tapa leiknum með allt að 3 mörkum. Þetta kom þeim til góða í gær þar sem Reynir sigraði með einu marki gegn engu. Það voru því Reynis- menn sem fögnuðu sigri en Fylkismenn fögnuðu meira því þeir komast í 2. deild að ári. Leikurinn í gær var hreint hörmulega slakur og bar varla fyrir vott af knattspyrnu nær allan leikinn. Fylkismenn spil- uðu þó skömminni skár í fyrri hálfleik og var það sérstaklega í kringum Anton Jakobsson sem myndaðist spil. Reynis- menn reyndu ekkert að spila heldur var bombað fram á markavélina Ómar Björnsson sem gekk að sjálfsögðu illa að vinna úr þeim sendingum. Rétt um miðjan fyrri hálfleik þá fengu Fylkismenn vítaspyrnu en Skúli markvörður Reynis gerði sér lítið fyrir .og varði slaka spyrnu Fylkismannsins. í síðari hálfleik þá sóttu Reynismenn í sig veðrið en þeir Árbæingar vörðust enda dugði þeirh jafnteflið. Það var svo urn 15 mín. fyrir leikslok að Reynismenn fengu dæmda vítaspyrnu og skoraði Ómar Björnsson af öryggi úr spyrn- unni, 1-0. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum utan að skapið fór að hlaupa í menn og voru gulu spjöldin á lofti í nokkur skipti. Everton vann ■ Everton sigraði Chelsea í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gær- kvöldi með einu inarki gegn engu. Það var Kevin Richardson sem skoraði markið í byrjun síðari hálfleiks. Chelsea hefði þá átt að vera búið að gera út um leikinn, var miklu betra í fyrri hálfleik og klúðr- aði nokkrum dauðafær- um. Átti m.a. skot í stöng. ■ Úr leiknum í gærkvöldi milli Fylkis og Reynis. Hér hafa Fylkismenn betur. Þeir tryggðu sér 2. deildarsæti. NT-mynd Svemr 2. deild: Fer Vídir í 1. deild? Frá Karli Hcrmannssyni á Suðumesjum: ■ Víðir Garði styrkti enn stöðu sína í 2. deild er þeir sigruðu FH í leik liðanna í Garðinum í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Víðismanna 2-0. Leikurinn var mikill baráttuleikur og voru heimamenn öllu sterkari í þeirri baráttu og þá sérstaklega á miðjunni. FH byrjaði þó heldur betur en síðan komu Víðismenn inn í leikinn og sóttu stíft það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess að skapa sér nein dauðafæri. Þeir fengu nokkra „hálfsjensa" en ekkert opið. Baráttan var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og spiluðu V íðismenn af krafti uppá sigur. í síðari hálfleik þá sóttu heimamenn enn í sig veðrið og skoruðu gott mark í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Daníel Einarsson með óverjandi þrumuskot í bláhornið svo Halldór í FH markinu gat ekkert gert. Þegar um 20 mín. voru af hálfleiknum þá skoruðu Víðispiltarnir aftur og var það Guðjón Guðmundsson sem skoraði með skalla eftir góða sókn. Stuttu seinna þá fengu bæði Daníel og Guðmundur Knútsson góð færi en tókst ekki að skora. Sérstaklega var færi Guðmundar gott. Það sem eftir lifði var leikurinn í járnum en FH-ingar, Inga-lausir, fengu ekki nein færi af viti til aðminnka muninn. Hjá Víði börðust vel þeir Daníel, Vilhjálmur og Marteinn en hjá FH voru það helst Viðar og Óli Dan. ORÐSENDING TIL FÉLAGSMANNA FIB Frá þvl I júnl slðastliðnum hefur skrifstofu FÍB borist fjöldi kvartana frá félagsmönnum vegna gangtruflana I bifreiðum þeirra. Gangtruflanir þessar hafa verið með ýmsum hætti og viröast ekki bundnar við sérstakar tegundir eöa árgerðir bifreiða. Ýmsar tilgátur hafa veriö settar fram um orsakir gangtruflana en engin viðhlýtandi skýring fundist. Þá hefur félagið kannað að stillingaverkstæði bifreiða hafa oröiö vör við auknar gangtruflanir hjá viðskiptavinum slnum bæði I nýjum bllum og gömlum. Nú teljum við vlst, að ekki hafi nærri allir félagsmenn, sem oröiö hafa varir við gangtruflanir I sínum bllum, haft samband við skrifstofuna og þvl ástæða til að kanna þetta mál nánar með markvissum spurningum, sem gætu gefiö vls- bendingu um hinar réttu orsakir. Þessi kónnun er tengd rannsóknum, sem félagið lætur nú framkvæma á þvl bensíni, sem hér hefur verið til sölu undanfariö. Ashford í Seoul ■ Fljótasta kona í heimi, Evelyn Ashford spretthlaupari frá Bandaríkjunum sagöi í fyrradag að hún stefndi að því að keppa á Ólympíuleikunum I Seoul í S-Kóreu. Ashford sagð- ist jafnvel mundu keppa í 200 m hlaupi þar. Htin mun verða 31 árs er leikarnir í Seoul fara fram. Þessi ummæli eru höfð eftir Ashford er hún heimsótti verksmiðju í V-Þýskalandi sem framleiðir hlaupaskó sömu teg- undar og hún notar. Þórir þjátfar Reynismenn ■ Hinn kunni handknatt- leiksmaður úr Hafnarfirði, Þór- ir Gíslason, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Reynis úr Sandgerði í handknattleik. Þórir, sem á undanförnum árum hefur verið einn aðal- burðarásinn í liði Hauka, mun einnig leika með Reynis- mönnum í vetui^ Boltinn ■ Töluvert verður um boltaspörk um helgina og þó mest í dag. Keppt verður í fyrstu og annarri deild og svo verður síðasta umferðin í A-riðli 3. deildar. Þá má ekki gleyma úrslitum 4. deildar sem nú standa yfír. Tveir leikir verða í úrslitunum í dag. En veltum okkur nú að leikjum helgarinn- ar. 11. deild eru tveir leikir. KR og ÍA mætast á kántrírokkhátíð á Laugar- dalsvelli kl. 14:00 í dag. Með sigri tryggja Skagamenn sér Islandsmeist- aratitilinn en KR-ingar þurfa örugg- lega á stigunum að halda í fallbarátt- unni sem nú stendur yfir. Hinn leikur- inn verður í Keflavík og þar mætast heimamenn og Þórsarar frá Akureyri. Keflvíkingar eygja enn smá von um að hreppa íslandsmeistaratitilinn en Þórsarar eru að safna stigum fyrir veru í 1. deild að ári. Baráttuleikur. Á morgun spila svo Valur og UBK, kl. 14:00 á Valsvelli. I 2. deild er slagurinn um að fylgja FH upp og allir leikir úrslitaleikir. í dag spUa Skallar og Njarðvík í Borg- arnesi, KS og Völsungur á Siglufírði, Eyjamenn og Tindstælingar í Eyjum og Einherji og ísfírðingar á Vopna- flrði. Aðalleikurinn er á Sigluflrði og verður eflaust sáralítið geflð eftir þar. í 3. deild eru allir leikirnir hálfgerðir aukaleikir. í gær fór fram úrslita- leikurinn í riðlinum (sjá íþróttasíðu í dag) milli Fylkis og Reynis. Annars spila í dag: Grindavík og IK í Grinda- vík, Víkingur Ól. og HV í Ólafsvík og á Selfossi mæta heimamenn SnæfeUi, sem þegar er fallið í 4. deUd; aUir hefjast kl. 14:00. Urslitakeppnin í 4. deild heldur áfram og mætast nú annars vegar Ármann og ÍR á Melavelli kl. 14:00 og hins vegar Lciknir F. og Tjörnes á Fáskrúðsflrði, líka kl. 14:00. Væntum við þess að félagsmenn svari spurningum þessum greiðlega. Þaó er árlöandi að fá einnig svör frá þeim sem litlar eða engar gangtruflanir hafa fundið I bifreiðum slnum. Væntum við þess að félagsmenn bregðist vel við og svari skjótt. Sllkt gæti hjálpaö til að upplýsa mál, sem er mikilvægt hagsmunum félaga I FÍB. Klippiö seöilinn út og sendiö. F.Í.B. Borgartúni 33 105 Reykjavík Frimerki Mjög sjaldan Stundum Oft □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ SPURNINGAR: 1. Er óeölilega erfitt að ræsa kalda vél, t. d. að morgni? 2. Er erfitt aó ræsa vélina þegar hún er heit? 3. Stöðvast vélin (drepur á sér) þegar blllinn nemur staðar, t. d. við umferóarsljós? 4. Er gangur vólar rykkjóttur? 5. Heyrist óeðlilegt kveikjubank? 6. Kemur fram glóðarkveikja (gengur vél eftir að sviss hefur verið lokað)? 7. Hafa einkenni þessi minnkað eða horfið eftir að ollufélögin tóku að setja svonefnd „bætiefni” I benslnið? Upplýsingar um bifreiðina: Tegund: Argerö: Ekinn km: Skrásetningarnúmer: Dagsetning Undirskrift félagsmanns FIB Heimilisfang ><€ Svör viö spurningum þessum þurfa að berast til skrifstofu FÍB fyrir 7. sept. n. k. Skrifstofa FÍB gefur allar nánari upplýsingar varöandi könnun þessa. FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA BORGARTÚNI 33 SÍMI 29999

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.