NT - 01.09.1984, Blaðsíða 12

NT - 01.09.1984, Blaðsíða 12
Laugardagur 1. september 1984 12 Útvarpið kl. 19.35 i kvöld: Ævintýrið um hanann Lesið úr Kantaraborgarsögum Chaucers ■ Á eftir kvöldfréttum í kvöld, laugardag, erdagskrár- liður sem nefnist Ævintýrið um Itanann. Það er Edda Bjarnadóttir sem les úr Kant- araborgarsögum eftir Geoffrey Chaucer í þýðingu Helga Hálf- dánarsonar. Geoffrey Chaucer er eitt af þekktustu skáldum Breta. Hann fæddist um 1340 í London, að því er talið er. Faðir hans og afi voru auðugir vínkaupmenn, tengdir hirð- inni. Hann giftist árið 1366 einni af hirðmeyjum drottning- ar. Hann hafði alltaf sterk tengsl við hirðina, en þá var Ríkharður 11 kóngur í Eng- landi. Frá hirðinni fékkChauc- er laun sem „esquire" en ein af skyldum þeirrar 40 manna stéttar var að skemmta hirð- inni með sögum, söngvum og tónlist. 1369 semur Caucher fyrsta þekkta kvæði sitt, í minningu aðalsmeyjar sem hann var tengdur. Síðar ferð- aðist hann sem diplómat er- lendis, m.a. til Ítalíu og fékk þar sennilega fyrstur Englend- inga veður af skáldskap þeirra Dante iog Boccacio. Hann var síðan í opinberri þjónustu af ýmsu tagi allt til dauðadags, en Chaucer dó í október árið 1400. Chaucer samdi fjölda sögu- ljóða, og er Kantaraborgar- sögur þekktast þeirra. Form sagnanna er eins konar smá- sagnasafn, Chaucer býr til ýmsar persónur sem segja smásögurnar. Slík smásagna- söfn voru vinsæl á 14. öld. Alls eru 22 smásögur í ritinu, flestar settar saman eftir 1387. Eins og áður segir eru það sögu- menn sem segja sögurnar, og í formálanum er sagt frá þessum sögumönnum. Var það fjöl- breytt safn, og formálinn talinn ákaflega skemmtilegur. Þetta fólk er allt saman í pílagríms- ferð frá London til Canter- bury, alls um 30 manns, og á að segja 4 sögur á krá einni í Southwark, 2 við brottför og 2 við komu. Meðal smásagnanna má nefna The Knight’s Tale, The Squire’s Tale, The Miller’s Tale, og The Nun’s Priest’s Tale, en úr þeirri sögu er ævintýrið um hanann. Sú saga er kómedía, blanda af satíru, realisma, farsa, lærdómi og fleiru. Þessar sögur eru mjög skemmtilegar og ástæða til að leggja við eyrun á eftir fréttum í kvöld. ■ Kantaraborgardómkirkja í Cantcrbury á Englandi, en Kant- araborgarsögur Chaucers heita einmitt eftir þeim stað. Útvarp kl. 18.00 ídag: Miðaftan í garðinum r Fiallað ■ Garðyrkjuþátturinn Mið- aftan í garðinum er á dagskrá kl. 18 í kvöld laugardag. Þátt- urinn er í umsjá Hafstcins Hafliðasonar. Hafsteinn hafði þetta um þáttinn að segja: „Þessi þáttur verður áfram- hald af síðasta þætti, þegar fjallað var um frystingu græn- metis til vetrarins. Þetta er orðið aðkallandi málefni núna, þegar haustið er ekki langt undan. í þessum þætti verðurfjallað um ýmsar aðrar aðferðir til geymslu grænmetis heldur en frystingu, svo sem þurrkun, söltun og súrsun á grænmeti, og jafnvel verður minnst á niðursuðu ef tími vinnst til. Þessar aðferðir voru algeng- ar áður fyrr, þegar ekki voru til frystitæki, og það eru ekki allir sem eiga frysti og vildu gjarnan geyma grænmeti á annan hátt. Við þekkjum súpujurtir, sem ekki eru annað en þurrkað grænmeti, og það ■ Tónlistarkrossgáta nr. 9 vcrður á dagskrá á mánudag- inn. Það er Jón Gröndal sem sér um þáttinn. Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins Rás 2 Hvassaleiti 60 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan. ® 3. þattur breska brúðu- myndaflokksins Þýtur í laufí er á dagskrá í kvöld kl. 18.30. Þessi þáttur nefnist Reimleik- ar. er flutt inn súrkál í miklum , mæli frá Þýskalandi. Það er1 alveg eins hægt að súrsa kál hér. Við Breiðafjörð og annars staðar fyrir vestan var græn- meti, sérstaklega skarfakál, hvern súrsa, Þurrka meti •9 a salta um að 09 9raen' sett í súr sem kallað var, og ég ætla að tala um það.“ útvarp Laugardagur 1. september 7.00Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Rósa Svein- bjarnardóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Ffelga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúk- linga, frh. 11.20 Surt og sætt. Þáttur fyrir ung- linga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um málefm liðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Daviðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurössonar. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið“ eftir Frances Durbridge VIII. og sfðasti þáttur: „Hinn seki“. (Áður útv. 1971). Þýðandi: Sigrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Baldvin Halldórs- son, Helga Bachmann, Jón Aðils, Benedikt Árnason, Steindór Hjör- leifsson, Rúrik Haraldsson, Pétur Einarsson og Guðmundur Magn- ússon. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegistónleikar August Wenzinger og Hljómsveit Tónlist- arskólans-i Basel leika Sellókon- sert i' D-dúr op. 34 eftir Luigi Boccherini; Joseph Bopp stj. / Sinfóniuhljómsveit franska út- varpsins leikur sinfóníu nr. 2 í a-moll op. 55 eftir Camille Saint- Sáens; Jean Martinon stj. 18.00 Miðaftann f garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynninaar. 19.35 Ævintýrið um hanann Edda Bjarnadóttir les úr Kantaraborgar- sögum eftir Geoffrey Chaucer i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- friður Þórarinsdóttir. 20.40 Laugardagskvöld á Gill Stef- án Jökulsson tekur saman dagskrá frá Vestfjörðum, 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldsagan: „Að lelðarlok- um“ eftir Agöthu Christie Magn- ús Rafnsson les þýðingu sina (13). 23.00 Létt sígild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 2. september 8.00 Morgunandakt. Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Konunglega Filharmoniusveitin i Lundúnum leikur; Sir Malcolm Sargent stj. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar a. Georg Gossen leikur orgelverk eftir Felix Mendelssohn, Louis Niedermeyer og Robert Schumann. b. „Jesús og vixlararnir", mótetta eftir Zoltan Kodaly. Thomaner-kórinn i Leipzig syngur; Gunther Ramin stj. c. Sin- fónísk tilbrigði fyrir píanó og hljóm- sveit eftir Cesar Franck. Alicia de Larrocha og Fílharmoníusveitin i Lundúnum leika; Rafael Frúbeck de Burgos stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa í Víðimýrarkirkju. (Hljóðr. 11. f.m.) Prestur: Séra Gísli Gunnarsson. Organleikari: Anna Jónsdóttir. Hadegistonleik- ar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Á sunnudegi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.05 Lifseig lög. Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hallgrímur Magn- ússon og Trausti Jónsson. 14.50 islandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Valur-Breiðablik. Ragn- ar Örn Pétursson lýsir siðari hálf- leik frá Valsvelli. 15.45 Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Höfundar Njálu. Hermann Pálsson prófessor flytur erindi. 17,00 Fréttir á ensku. 17.10 Frá Mozart-hátíðinni í Frank- furt í júní s.l. Evrópska kammer- sveitin leikur. Stjórnandi: SirGeorg Solti. Einleikari: Anne-Sophie Mutter. a. Sinfónia i g-moll K. 550 b. Fiðlukonsert í D-dúr K.218. 18.00 Það var og... út um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertels- syni. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftirfréttir. Umsjón: Bernharð- 14.50 islandsmótið f knattspyrnu, 1. deild: Valur-Breiðablik. Ragn- ar Örn Pétursson lýsir siðari hálf- leik frá Valsvelli. ur Guðmundsson. 19.50 „Bara strákur úr firðinum". Anton Helgi Jónsson les eigin Ijóð. 20.00 Þá var ég ungur. Umsjón: Andrés Sigurvinsson. 21.00 íslensk tónlist. Nýja strengja- sveitin leikur „Hymna" eftir Snorra Sigfus Birgisson. Höfundurinn stj. / Roger Carlsson og Sainfóníu- hljómsveit islands leika Konsert þátt fyrir trommu og hljómsveit eftir Áskel Másson. Guðmundur Emils- son stj. / Sinfóníuhljómsveit is- lands leikur „Sonans" eftir Karól- inu Eiríksdóttur. Jean-Pierre.Jacq- uillat stj. 21.40 Reykjavík bernsku minnar - 14. þáttur. Guðjón Friðriksson ræðir við Oddgeir Hjartarson. (Þátturinn endurtekinn í fyrramálið kl. 11.30.). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldsagan: „Að leiðarlok- um“ eftir Agöthu Christie Magn- ús Rafnsson les þýðingu sína (14). 23.00 Djasssaga. Hátiðahöld II. - Jón Múli ÁRnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 1. september 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 18.30 Þytur í laufi 3. Reimleikar Breskur brúðumyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan Umsjón- armaöur Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Heima er best (No Place Like Home) Nýr flokkur. Aðalhlutverk: William Gaunt og Patricia Gar- wood. Eftir 24 ár sjá Crabtreehjón- in loks fram á náðuga daga. Börnin fjögur eru komin á legg og hverfa úr föðurhúsum hvert af öðru. En hjónin komast brátt að raun um það að foreldrahlutverkinu veröur seint eða aldrei lokið. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Petula Clark - síðari hluti Frá tónleikum sem haldnir voru i tilefni af 40 ára söngafmæli bresku dæg- urlagasöngkonunnar. Petula Clark syngur meö Fílharmóníusveitinni í Lundúnum. 21.55 Við skulum elskast (Lets Make Love) Bandarisk biómynd frá 1960. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk: Yves Montand, Mari- lyn Monroe, Tony Randall og Wil- frid Hyde White. Auðkýfingur af frönskum ættum fregnar að hann verði hafður að skotspæni i nýrri reviu á Broadway. Svo fer að hann tekur að sér að leika sjálfan sig i reviunni til að njóta návistar aðal- stjörnunnar sem heldur að hann sé fátækur leikari. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.00 Dagskrárlok Sunnudagur 2. september 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Sigurður H. Guðmundsson flytur. 18.10 Geimhetjan Tiundi þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur i þrettán þáttum fyrir börn og ung- linga. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.30 Mika Sjötti þáttur. Sænskur framhaldsmyndaflokkur í tólf þátt- um um samadrenginn Mika og ferð hans með hreindýrið Ossian til Parisar. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þulur Helga Edwald. 19.00 Hlé '19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaður Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 20.50 Forboðin stilabók Annar þáttur. Italskur framhaldsmynda- flokkur i fjórum þáttum. Rúmlega fertug kona heldur um skeið dag- bók sem hún trúir fyrir fjölskylduá- hyggjum sinum og tilfinningum. Þýðandi Þuriður Magnúsdóttir. 21.55 Músíkhátið í Montreux Endursýning Nokkrar kunnustu dægurlagahljómsveitir og söngv- arar veraldar skemmta á rokkhátíð i Sviss. Áður sýnt í Sjónvarpinu á annan i hvitasunnu. (Evróvision - Svissneska sjónvarpið) 23.40 Dagskráriok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.