NT - 01.09.1984, Blaðsíða 8

NT - 01.09.1984, Blaðsíða 8
— Andlegur arftaki Adams Smith Eftirfsirandi kaflar eru þýddir og tilfxröir úr bók Leonard Silk, hagfrxðings og dálkahöf- undar New York Times, The Economists. ■ Adam Smith erolt nefndur faðir nútíma hagfræði; Milton Friedman er jafnoft hampað sem fremst;i andlega arftaka Smiths á þessari öld. Framlag Friedmans hefur einkum falist í því að sýna fram á að verulegt líf hærðist enn með hinum gömlu grein- ingum Smiths. Og hann kom þessum viðhorfum á framfæri í kjölfar kreppunnar miklu, þegar við haföi legið að hið frjálsa einkaeignarkeríi liði í eitt skipti fyrir öll undir lok. Friedman hélt því fram að lausnar á þjóðfélagslegum vandamálum væri enn að leita í aðferðum, sumum nýjum, sem virkjuöu einkahagsmuni fólks og krafta markaðarins. Það leið ckki á löngu þar til Friedman hafði gerst hvatvís krossfari fyrir kapítalisma og efnahagslegt frjálsræði; á sama tíma voru fiestir leiðandi hag- fræðingar hins vestræna heims að leita að nýjum hagstjórnar- aðgerðum rikisstjórna, sem gætu gegnt því hlutverki að auka afköst efnahagskerfanna og bæta velferð þjóðfélags- þegnanna. Friedman gerðist ákafur baráttumaöur laissez- faire heimspekinnar, og slyngni hans við að færa rök að því að þetta frjálsræðiskerfi ætti enn vel heima í háþróuð- um og flóknum iðnaðarsamfé- lögum gerðu hann tljótlega að vinsælasta íhaldsmanninum í efnahagsmálum í Bandaríkj- unum; hann varð hetja við- skiptamanna í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum. Að sumu leyti er því Friedman ólíkur Srnith, sem var hálfvegis í nöp við öfl viðskiptanna, tilhneigingu þeirra til að stofna tií einokunar og bindast safn- tökum gegn neytendum, og skrifaði rit sín á þeim tíma sem athafnastéttirnar nýju voru að rísa gegn aðlinum í Evrópu. Friedman kom fram á sjónar- sviðið þegar viðskiptastéttin hafði þegar tryggt sinn sess, og hann gerðist strax harður verj- andi hennar. Chicago-skólinn Friedman tók við forustu- hlutverkinu í hinum svonefnda Chicago-skóla af Frank Knight um og eftir 1950. En hann vann sér mun meiri frægð held- ur en Knight hafði gert. Með laissez-faire sverðið að vopni reyndi hann að skera á hvern Gordions hagfræðihnútinn á fætur öðrum. Á sviði alþjóða- hagfræði boðaði hann fljótandi gengisskráningu löngu áðuren hagfræðingar gerðu sér yfirleitt grein fyrir þeim möguleika að hið fasta gengisskráningar- kerfi, sem komið var á í lok seinna stríðsins, ætti ekki framtíð fyrir sér. Það að lirun Bretton Woods kerfisins leiddi síðar ekki til hruns í efnahags- kerfurn um allan heim (eins og gcrst hafði árið 1931) má þakka því að fræðilegur grunn- ur að fljótandi gengisskráning- arkerfi hafði þegar verið lagður, og þar átti Friedman ekki minnstan hlut að máli. Hann beitti sér gegn ríkis- styrkjum og ríkishöftum á at- vinnuvegina, gerði sitt til að opna augu annarra hagfræð- inga og síðan stjórnmála- manna fyrir því hvað mörg af þessum höftum stuðluðu að sóun og óhagkvæmni, sérstak- lega í þeim tilvikum sem þau ýttu undir verðeinokun fyrir- tækja og aðrar aðgerðir fjand- samlegar neytendum og frjálsri samkeppni. Hann beitti frjálsa- markaðsreglum sínum á nýjum vettvangi. Til dæmis beitti hann sér fyrir því að Bandaríkin hættu að skylda fólk til her- þjónustu og stofnuðu þess í stað her sjálfboðaliða sem fengu greitt fyrir störf sín. Breytingin yfir í slíkan sjálf- boðaliðaher átti í byrjun átt- unda áratugarins stóran þátt í að koma aftur á kyrrð og ró í háskólum Bandaríkjanna, í kjölfar mótmæla þar gegn stríðinu í Vietnam. I fyrstu leit út fyrir að breytingin ætlaði að verða kostnaðarsöm mistök, en efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum og hið háa atvinnuleysi á árunum 1974-75 réttlætti og tryggði framtíð hennar. Monetarisminn Friedman er frægastur fyrir verk sín um peningahagfræði og kenninguna sem kölluð hef- ur verið monetarismi (stund- um á íslensku peningamagns- kenning). Þessi kenning bygg- ist á tveimur þáttum: í fyrst Laugardagur 1. september 1984 8 M lagi segir hún að breytingar á peningamagni í umferð sé eina efnahagsstærðin sem á kerfis- bundinn hátt hafi áhrif á eyðslu og starfsemi á efnahagskerf- inu; og síðan í öðru lagi að eina aðgerðin sem þörf sé að beita til að tryggja hagvöxt og verðfestu felist í því að Seðla- bankinn ákveði vöxt peninga- magnsins í samræmi við vöxt þjóðarframleiðslunnar til dæmis um 4-5% á ári. Kenn- ingin hafnar í reynd hugmynd- um um að breytingar á sköttum, á eyðslu ríkisins og jafnvel á fjárfestingu og neyslu einkaaðila, hafi kerfisbundin áhrif á efnahag þjóðarinnar. Hvatning Friedmans til að koma fram með monetarism- ann virðist vera sprottin úr almennri andstyggð hans á keynesisma, og úr andúð hans á hverri þeirri hagfræðikenn- ingu sem ætlar ríkisstjórnum íhlutunarhlutverk á hinum frjálsa markaði, og ógnar með því yfirburðum einstaklinga og athafnarfrelsi fyrirtækja. Þó er nærtækasta rótin að kenninga- smíði Friedmans einfaldlega starf National Bureau of Econ- omic Research, sern hann hef- ur haldið tengslum við frá því að hann var við nám í Colum- bia University árið 1937. Mikilvægasta fræðibók Fri- edmans er Peningasaga Bandaríkjanna, sem hann skrifaði með Anna J. Schwartz fyrir National Bureau of Econ- omic Research, og kom út árið 1963. Þessi bók lagði grunn að monetarisma kenningunni, sem Friedman hafði árum sam- an boðað í fyrirlestrum, opin- berum ræðum og greinum. Þetta mikla verk hlaut lof frá flestum hagfræðingum, þótt margir þessara sömu hagfræð- inga lýstu sig ósammála ýmsum greiningum og jafnvel stað- reyndum sem bókin bauð upp á - sérstaklega því sjónarmiði höfunda að kreppan mikla hefði átt rætur að rekja til aðgerða Seðlabanka Bandaríkj- anna til að draga um of úr peningamagni landsins. Gagn- rýnendurnir bentu á að frá 1929 til 1932 dróst peninga- magn Bandaríkjanna aðeins saman um 3%, en verð féll á sama tíma um 30%, fjárfest- ingar, neysla og þjóðarfram- leiðsla hröpuðu og atvinnu- leysi komst í 25% af mannafla. Það virtist erfitt að koma auga á hvernig slíkar hörmungar gátu hafa átt rætur að rekja til svo óverulegs samdráttar pen- ingamagnsins. En þrátt fyrir slíka gagnrýni, þá átti bókin þátt í að áhangendum monet- arismans fjölgaði mikið. Kapitalismi og frelsi Friedman fer ekki í graf- götur með aðdáun sína á kapit- alismanum, og sögulegu hlut- verki hans. Kapitalisminn hef- ur ekki aðeins, segir hann, fært mannkyninu efnalega vel- særnd, heldur einnig reynst nauðsynleg forsenda þess fyrir frelsi. Þar sem saman fer kapit- alismi og frelsi liggur, að hans áliti, leiðin til framtíðarvonar heimsins. Ólympíumótið í Seattle: Bandaríkjamenn eru sigurstranglegastir ■ Líklega eru Islendingar ein fárra þjóða sem ekki hafa enn tilkynnt skipan landsliðsins á Ólympíumótinu í Seattle í lok október. Það má þó búast við að línur skírist eftir nxstu helgi þegar landsliðskeppninni, sem staðið hefur í allt sumar, lýkur. Bridgeþáttur NT hefur aflað sér upplýsinga um skipan nokk- urra sterkustu landsliðanna sem keppa á Ólympíumótinu. Bandaríkjamenn eru einna sig- urstranglegastir þar sem lið þeirra er skipað leikreyndustu spilurum heims, þeim Bob Hamman, Bobby Wolff, Bobby Goldman og Poul Solo- way. Til viðbótar eru Ron Anderson og Malcholm Brachman í liðinu. Benito Garozzo verður hornsteinn ít- alska liðsins að venju; að þessu sinni spilar hann við Dano De Falco. Spilafélagi DeFalco, Ar- turo Franco afþakkaði sæti í liðinu vegna þess hvað hann er flughræddur og ferðin yfir At- lanshafið óx honum í augum. Aðrir spilarar verða Lauria Mosca og Vivaldi. Ólympíumeistarar Frakka munu senda svipað lið og vann Evrópumótið, þá Svarc, Mo- uiel, Lebel og Soulet. Breska liðið verður skipað, Roe og Shehaan, Shenkin og Coyle, sem allir hafa spilað hér •á bridgehátíð. Þriðja par Bret- anna verður Stanley og Smolski. Norðurlandaþjóðirnar hafa valið lið sín. Norðmenn senda Helness, Stabell, Petersen Nordby og Mæselbræðurna-, liðið sem spilaði á Norður- landamótinu í sumar og varð í 4. sæti. Danir höfðu valið lið sitt snemma í vor en því var breytt eftir Norðurlandamótið. Astæðan var sú að Lars Balkset, sem valinn hafði verið ásamt Steen Möller, var í prófum meðan á Norðurlanda- mótinu stóð. Hann fékk leyfi fyrirliða Norðurlandaliðsins til að skjótast einn eftirmiðdag- inn í próf og var það gert með samþykki annarra liðsmanna. Dönsku landsliðsnefndinni var þó ekkert um þetta sagt og henni þótt lítið til um þetta baktjaldamakk og sagði að ■ ef hún hefði vitað þetta fyrir mótið hefði hún valið Guðmundur Sv. Hermannsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.