NT - 19.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 19.11.1984, Blaðsíða 2
{ ÞAÐ ERU HREINAR LÍNUR SIÐUMULA ó _ m 7 Mánudagur 19. nóvember 1984 2 _ LlI LÍ Fréttir Brúarhrunið á Grundará: Menn frá brúadeild eru komnir vestur Vaðið illfært smábílum - aðgerða þörf! ■ Starfsmenn frá brúadeild Vega- geröar ríkisins héldu vestur á Grundar- fjörð í morgun til aö gera úttekt á brúnni yfir Grundará sem hrundi sl. laugardag og kanna hvort hægt sé að gera eitthvaö til að gera hana sem fyrst ökufæra á ný. Þaö var seinnipart laugardags aö steypubílstjóri geröi lögreglunni á Grundarfiröi vart viö að annar stöpl- anna undir brúnni hefði brotnaö og brúin fallið niður. Þegar var haft sanr- band viö vegagerðina senr lagfærði vaö neöan viö brúna sem hægt er að aka yfir til bráðabirgða. Það er hinsvegar erfitt yfirferðar smábílum og því nauðsynlegt að gripið verði til einhverra aðgerða strax. Grundfirðingar eru háðir læknis- þjónustu frá Stykkishólmi og góðar samgöngur eru alger forsenda fyrir þeirri þjónustu. Aö sögn Ríkharðs Hjörleifssonar verkstjóra hjá Vegagerðinni eru vega- framkvæmdir fyrir botni Grundarfjarð- ar á áætlun fyrir næsta ár en hann kvað brúadeild verða að skera úr um hvað yrði gert til að bjarga málum nú. Hann kvað möguleika á því að setja staura undir brúna til bráðabirgða eða jafnvel stálhólka, eins og gert er við ræsagerð, og ætti það að vera fljótgert, því verkfæri væru á staðnum. Astæðuna fyrir því að gamla brúin gaf sig, taldi Ríkharður einfaldlega vera elli, hún hefði verið byggð einhverntímann á 5. áratugnum og því búin að lifa sitt fegursta, eins,og flestar brýr í Grund- arfjarðarbotni. Samstaða gegn ríkis- stjórninni verði efld gerðra kjarasamninga verði varinn, og mun frumvarp þess efnis væntanlegt á Alþingi. Þá leggurflokksráðsfundurinn til, að lagður verði grundvöllurað nýrri og réttlátari tekjuskiptingu í þjóðfélag- inu og fjármagn verði fært frá stór- eignamönnum og milliliðum til fram- leiðslugreina og launafólks. Alþýðubandalagið ætlar að eiga frumkvæði að viðræðum við aðra stjórnarandstöðuflokka, svo og aðra hópa og einstaklinga utanþings sem innan um aðferðir til að koma á samstöðu um nýtt landsstjórnarafl, sem geti komið í stað núvernadi ríkisstjórn- ar. í stjórnmálaályktun frundarins er einnig fagnað, að andstaðan við ál- samninginn sé nú víðtækari en áður, og að tveir þingflokkar auk Alþýðubanda- lagsins hafi lýst andstöðu við viðbótar- samninginn, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Telur fundurinn að álmálið sýni hver hætta sé búin smáþjóð í skiptum við erlenda auðhringa. Mjög fjörugar umræður einkenndu flokksráðsfundinn og létu konur í Alþýðubandalaginu mikið til sín taka. Fluttu þær um helminginn af öllum ræðum helgarinnar. Haustfundur kaupfélagsstjóra: Konur í fyrsta sinn kallaðar til leiks! ■ Sá sögulegi atburður átti sér stað á 45. haustfundi kaupféiagsstjóra Sam- handsins, sem haldinn var í Reykjavík um hclgina, að konur stigu í fyrsta skipti í pontu á þcim vettvangi og héldu erindi uin stöðu konunnar innan sam- vinnuhreyfingarinnar. Meginniðurstaðan í erindum þeirra Dagbjartar Höskuldsdóttur og Val- geróar Sverrisdóttur frá Lómatjörn var að hlutur kvenna í stjórnunarstörfum og almennri þátttöku í starfsemi sam- vinnuhreyfingarinnar'væri mjög lítill, miðað við hversu mikla fjöldahreyfingu hér væri um að ræða. Ályktaði fundur- inn að taka þyrfti þetta mál til frekari umfjöllunar á stærri vettvangi innan vébanda samvinnuhreyfingarinnar og væri æskilegt að efna til ráðstefnu um málið. Annars fjallaði fundurinn um af- komu verslunar og smásölu hjá kaup- félögunum og voru frummælendur þeir Kjartan P. Kjartansson, Hjalti Pálsson og Axel Gíslason. Erlendur Einarsson forstjóri SÍS flutti yfirlit um efnahags- mál og gerði grein fyrir stöðu fyrirtækis- ins og einnig ávarpaði Steingrímur Hermantisson forsætisráðherra fund- inn og flutti yfirlit yfir stöðu þjóðmála. Það kom fram í erindi Erlends Ein- ■ Alvörusvipur einkennir svip fulltrúanna á 45. haustfundi kaupfélagsstjóra sem haldinn var um helgina til að ræða m.a. stöðu verslunarinnar og hlut kvenna í samvinnuhreyfingunni. arssonar forstjóra. að afkoma Sam- bandsins hefur verið heldur lakari það sern af er þessu ári en var á santa tínia í fyrra. Erfið afkoma hefur verið í iðnaðinum og væri hann rekinn með halla, eins hefði útflutningsiðnaðurinn átt við erfiðleika að stríða. en aukning hefði orðiö í útflutningi sjávarafurða. Þá hefði verslun dregist saman vegna minnkandi kaupmáttar og leiddi það af sér breytta afkomu fyrir fyrirtækið. En ýmsir þættir í starfsemi SÍS hafa skiiað góðum árangri og má þar m.a. nefna endurskipulagningu flutninga og verslunar sem gerir það kleift að fella niður flutningsgjald á nauðsynjavöru til kaupfélaga úti á landi og ættu þær vörur því að verða á sama verði jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem landsbyggð- inni í framtíðinni. ■ Fjörugar umræður einkenndu flokksráðsfund Alþýðubandalagsins sem haldinn var um helgina. NT-mynd: Árni Bjama ■ Konur urðu i meirihluta í mið- stjórnarkjöri á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsis, sem lauk í Reykjavík í gærkvöldi. Fengu þær 36 sæti á móti 34 sætum til karlanna. Aðrar meiriháttar hreytingar urðu ekki á miðstjórninni, nema kannski þær að Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðn- verkafólks féll úr miðstjórn og varð varamaður. Lúðvík Jósefsson hlaut flest atkvæði í kosningunni, eða 142. Flokksráðsfundur Alþýðubandalags- ins tclur að brýnasta verkefni næstu mánaða sé að efla samstöðu þeirra, sem hafa hafnað leið ríkisstjórnarinn- ar. Alþýðubandalagið leggur í því skyni áherslu á nokkur megin stefnuat- riði. í fyrsta lagi. að kaupmáttur ný- Flokks- ráðsfundur Alþýðu- bandalagsins

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.