NT - 19.11.1984, Blaðsíða 5

NT - 19.11.1984, Blaðsíða 5
■ Vestmannaeyingarnir sem tóku á móti blaðamönnum í eins dags Eyjareisu í síðustu viku, ásamt blaðafulltrúa Flugleiða sem flytur Eyjafara í þessa ódýrustu „utanlandsferð" sem okkur stendur til boða. Eyjareisa - tækifæri fyrir þá sem alltaf hafa ætlað, en.... ■ „Eyjareisa" er nýjung sem nú er að bætast við í hóp helgarpakka þeirra, sem íbúum höfuðborgarsvæðisins standa til boða yfir vetrarmánuðina til að heimsækja landsbyggðina og notið hafa vaxandi vinsælda. Eyjareisa sem Vestmanna- eyingar bjóða landsmenn vel- komna í, sýnist kjörið tækifæri t.d. fyrir fyrrverandi vermenn og farandverkafólk til að rifja upp gömul kynni af Eyjum og eyjaskeggjum og ekki síður fyrir þá sem lengi hefur langað að heimsækja Vestmannaeyjar en aldrei komið því í framkvæmd af einhverjum ástæðum. Eyjareisa kostar 3.500 krónur fyrir manninn (eflaust ódýrasta utanlandsferð sem fólki stendur til boða). I því verði er innifalið flug Reykjavík-Vestmannaeyj- ar-Reykjavík. og gisting á Hótel Gestgjafanum 2 nætur með 2 morgunverðum. Einnig innifel- ur verðið aðgöngumiða á Millu- hól, ölstofu Vestmannaeyja á föstudagskvöld og kvöldverð á Skansinum á laugardagskvöld. Skansinn er í hópi glæsilegustu skemmtistaða landsins og verð- ur boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar í haust og vetur, auk þess sem mússik er þar leikin á einar bestu „græjur" landsins. í Eyjum gefst helgargestum kostur á 2 tíma skoðunarferð á landi rneð leiðsögumanni og skemmtiferð á sjó í kringum Eyjarnar með þeim fyrirvara þó, að veður leyfi skemmtisigl- ingu. Einnig er vert að nefna Náttúrugripasafn Vestmanna- eyja þar sem m.a. er afar skemmtilegt safn lifandi fiska í búrum. Fyrir borgarbörn hefur hið iðandi líf cinnar stærstu fiskihafnar landsins kannski ekki minnst aðdráttarafl, þar sem næst alltaf er eitthvað að gerast og tugir vertíðarbáta streyma inn til löndunar á hverju kvöldi yfir vetrarvertíð- ina. Enn má geta þess að Eyjar bjóða upp á freniur fyrirhafnar- litla öku- eða gönguferð um land og eldfjall sem þar varð til fyrir rúmum áratug. Pað besta af öllu saman er þó kannski fólkið sjálft - opið og glaðvært - sem blaðantaður getur borið um að tekur einstaklega vel á móti gestum sínum. Mánudagur 19. nóvember 1984 5 Arið 1984 mikið umferðarslysaár ■ Árið 1984 virðist ætla að verða mikið umferðarslysaár, ef marka má bráðabirgðatölur Umferðaráðs uin umferðarlsys fyrstu 1(1 mánuði þessa árs. Samkvæmt tölum Umferðar- ráðs. sem byggjast á skráningu lögreglu, hafa 657 manns slasast í umferðinni fyrstu 10 mánuði ársins 1984, og2l látist. Ásama tíma árið 1983 höfðu 525 manns slasast í umferðinni og 13 látist. Áberandi er hve umferðar- slysum, þar sem meiri háttar meiðsli verða, hefur fjölgað í ár, miðað við fyrri ár. Af þeim 657 sem slasast liafa á þessu ári hafa 352 hlotið alvarleg meiðsl. Ef miðað er við síðustu sjö ár kemst árið 1982 næst þessu. Þá slösuðust 656 í umferðinni fyrstu 10 mánuði ársins en 313 hlutu meiri háttar meiðsli. Nánar verður fjallað um þessi mál í NT eftir helgi. ■ Guðrún S. Gísladóttir í hlutverki Sölku Völku. ■ Guðrúnu S. Gísladóttur leikkonu hefur verið boðið að leika citt aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd sovéska kvikmyndaleikstjórans And- rei Tarkovsky, sem tekin verður á næsta ári. Tarkov- sky þykir einn fremsti leik- stjóri heimsins um þessar mundir og af myndum lians má net'na Stalker, sem sýnd var á kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir nokkru. Tar- Merkur áfangi: Guðrún leikur hjá Tarkovsky kovsky er nú landflótta á Vesturlöndum. Guðrún S. Gísladóttir hef- ur starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur undanfarin ár og leikur nú í tveimursýning- um félagsins, Fjöregginu eft- ir Svein Einarsson og Gísl eftir Brcndan Behan. Þá æfir hún jafnframt fyrir aðalhlut- verkið í næsta verkefni Leik- félagsins, Agnesi og almætt- inu, eftir John Piclmeicr. Dregið hjá Hjartavernd ■ Dregið var i happdrxtti Hjarta- \ erndar í gær. Vinningar féllu þannig: 1. Greiðsla tii íliúðarkaupa kr. 1 niilljón á miða nr. 51.729. 2. Bifreið VW Santana LX, 4 dyra á iniða nr. 29.282. 3. Greiðsla upp í íbúð kr. 300 þúsund á niiða nr. 44.833. 4. Greiðsla upp í íliúð kr. 200 þúsund á miða nr. 64.345. 5-7. 3 myndbandstæki hvert á kr. 45 þúsund á miða nr. 123.080, 67.781, 42.514. 8-15. 8 utanlandsferðir hver á kr. 35 þúsund á miða nr. 63.752, 72.356, 117.513, 1.728, 119.662, 147.724, 9.036, 63.689. 16-25. 10 heimilistölvur hver á kr. 10 þúsund á miða nr. 25.696, 70.239, 134.111, 110.273, 95.058, 7.509, 41.071, 132.035, 42,647 og 113.888. ■ Hjalti blæs í trompettinn í Klettshelli sem er þvílík tónlistarhöll aö engum itefur tekist að byggja aðra betri. N't-mvndir: tnga. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Óánægðir áhorfendur blístruðu og púuðu Þegar samið var um 15. jafnteflið ■ Þótt Garry Kasparov kæmi Anatoly Karpov nokkuð á óvart með byrjunarvali sínu í 24.einvígis- skákinni á föstudaginn lauk skákinni eins og þeint síðustu fjórtán - með jafntefli, nú eftir 17 leiki. Kasparov hafði hvítt og valdi enska leikinn. Það virtist koma Karpov úr jafnvægi og samkvæmt fréttaskeytum Reuters-fréttastofunnar var Karpov taugaóstyrkur að sjá. Eftir 10 leiki virtist Kasparov kom- inn nteð öllu vænlegri stöðu en þá bauð hann Karpov upp á uppskipti og jafnteflið var samið sjö leikjum seinna Ahorfendur voru ekki ánægðir með þá niðurstöðu. Þeir flautuðu og pú- uðu á skákmennina sem gengu saman hinir rólegustu af sviðinu. án þess að láfa viðbrögð áhorfenda sig neinu skipta. Tveir aðstoðarmanna Karpovs, Polugajevski og Vaganjan fóru frá Moskvu í gær til að taka þátt í Ólympíumótinu í skák sem hófst í gær í Grikklandi. Hér á eftir fer 25. einvígisskákin. Hvítt: Kasparov Svart: Karpov 1. Rf3 Rfó 10.bxc3 Be7 2.c4 c5 11. 0-0 0-0 3. Rc3 Rc6 12. Be3 Dc7 4.d4 cxd4 13. Rd4 Hd8 5. Rxd4 e6 14. Da4 Bd7 6.g3 Db6 15. Rxc6 Bxc6 7. Rb3 d5 16. Bxc6 bxc6 S.cxdS Rxd5 17. c4 jafntt 9.Bg2 Rxc3 MRAHLUTA- ÚTSALk Vikuna 19.-23. nóvember verður stórkostleg útsala á Datsun varahlut- um - allt að 50% lækkun. Varahlutir sem á útsölunni verða eru boddíhlutir i eftirtalda bíla: DATSUN 1200 DATSUN 1600 DATSUN 100A DATSUN220 dísilárg. '71- 76 Láttu ekki gamla, trygga Datsuninn aka þér um í hríðinni í götóttri kápu. Gefðu honum yl og fallegra út/it. Kauptu handa honum nýtt bretti og nýja hurð. Hann mun þakka þér með margra ára þjónustu. Kauptu ekki gamalt í gamla bílinn þinn. Hann er engu bættari með því. Kauptu nýtt. Það endist. INGVAR HELGASON HF. MELA VÖLLUM V/RAUDAGERDI. SÍMI 84511.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.