NT - 19.11.1984, Blaðsíða 16

NT - 19.11.1984, Blaðsíða 16
Rás 2 kl. 15. -16. Sjónvarp kl. 21.45: Sjónvarp kl. 19.25: Mánudagur 19. nóvember 1984 T6 ■ Á veturna eru stundum erfiðar samgöngur við Álandseyjar vegna lagíss, og eru þá ísbrjótar nauðsvnlegir til að halda siglingaleiðum opnum. Hér sjáum við fínnskan ísbrjót á leið til eyjanna. Þarna eru Tommi og Jenni vinir. Munið barnaþáttinn ■ Aftanstund heitir barna- þáttur með innlendu og er- lendu efni. Þar eru fremstir í flokki þeir Tommi og Jenni sem alltaf er beðið eftir með óþreyju. Svo eru Sögurnar hennar Siggu, Bósi, Sigga og skessan, sem er framhalds- leikrit eftir Herdísi Egilsdótt- ur. Fullorðna fólkið þarf að muna eftir að opna tímanlega sjónvarpið, svo börnin missi ekki af barnaþættinum, en tímasetningin er kannski ekki orðin föst í minni enn. Það veldur miklum vonbrigðum ef komið er langt fram í Aftanstundina þegar opnað er, - og kannski hefur þá verið misst af Tomma og Jenna! Ymislegt f rá Alandseyjum ■ Álandseyjar eru flestum íslendingum lítt kunnar. Úr því á nú að bæta svolítið með norskri heimildarmynd, um eyjarnar sern sýnd verður í sjónvarpinu kl. 2I.45. Sjónvarpsáhorfendur fá svo- litla innsýn í sögu Álandseyja, list þeirra og menningu, dag- legt líf, atvinnuvegi og sam- göngur eyjanna, bæði milli eyja og frá þeim til megin- landsins. Einnig er fjallað í myndinni um stjórnmálasam- band Alandseyja við Finnland og afstöðu íbúa eyjanna til sambandins. Myndin er frá Nordvision (Norska sjónvarpinu) en þýð- andi er Þórhallur Guttorms- son. ■ Herdís Egilsdóttir hefur gert mikið af barnaefni bæði fyrir útvarp og sjónvarp og samið barnasögur. Þrír rokkarar kynntir ■ „Ég tek þrjá rokkara fyrir, eða miklu færri en ég hef gert áður í einum þætti og geri þeim betri skil," sagði Bertram Möller, sem verður með þátt- inn „Stórstirni rokkáranna" kl. 15-16 í dag. „Þetta eru 3 kappar, sem voru frægir á rokkárunum, ekki endilega þeir sem helst gnæfa upp úr, heldur bara voru vel þekktir og munað er eftir. Hér reyni ég að rekja sögu þeirra um leið og ég leik 3-4 lög með hverjum og ein- unt.“ - Hverjir eru svo þessir rokkarar? „í fyrsta lagi er það Bill Haley, sem margir kalla „föður rokksins", og auðvitað spilum viö með honum „Rock Around The Clock", sem allir muna eftir. Svo kemur hann Fats Dom- ino, sem bæði spilar á píanó og syngur, og sá þriðji er Chuck Berry, sem spilar á gítar og syngur líka. Svo segi ég sögu þeirra inn á milli laganna sem ég leik. Við fáum áreiðanlega að heyra Fats Domino syngja „Blueberry Hill", sem segja má að sé orðið sígilt lag. Chuck Berry er afskaplega skemmtilegur og á sviði gat liann fundiö upp á öllu mögu- lcgu. Það má kalla hann mesta galgopann af þessu þrístirni. En hvaða lag ég á að nefna með honum veit ég ekki enn fyrir víst, en líklega verö ég með „Roll Over Beethoven". Þar gerir Chuck góðlátlegt grín að klassísku músíkinni, og kannski reiknar hann með því að tónskáldið „snúi sér við í gröfinni"! Þessir þrír, sem ég tek fyrir nú, eru mjög ólíkir. Þeir hafa hver sinn stíl og eiga ekkert sameiginlegt - nema að þeir spila allir rokk. Það má segja að þessir þættir hafa komið nokkuð skyndilega til sögu, sem sagt að reyna að taka fyrir einhvern af þessunr rokkkóngum og segja sögu þeirra nokkru nánar, en við höfum áður gert. Með þessum þætti hef ég þá gert þremur þeirra skil - og væntanlega ■ Bertram Möller vekur gamlar minningar frá rokkár- unum, þegar hann leikur lög meö Bill Haley, Fats Domino og Chuck Berry. koma svo fleiri á eítir," sagði Bertram Möller að lokum. Mánudagur 19. nóvember 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer í sveit" eftir Dóru Stefánsdóttur Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (14). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkypningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Austfjarðarútan með viðkomu á Reyðarfirði. Endurtekinn þáttur Hildu Torfadóttur frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunn- vör Braga. 13.30 „Reggae tónlist" 14.00 „Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Bourne- mouth Sinfóniettusveitin leikur Sin- fóníu nr. 4 i c-moll eftir Thomas Arne; Kenneth Montgomery stj. 14.45 Popphólfið - Sigurður Krist- insson. (RÚVAK). 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Bracha Eden og Alexander Tamir leika á tvö píanó Fantasiu op. 5 eftir Sergej Rakhmaninoff. b. Ivo Pog- orelich leikur „Gaspar de la Nuit", lagaflokk fyrir pianó eftir Mautice Ravel. 17.10 Síðdegisutvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.40 Um daginn og veginn Katrín Árnadóttir, Hlið, Gnúpverjahreppi talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Spjall um Þjóð- fræði. Dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son tekur saman og flytur ásamt Guðrúnu Bjartmarsdóttur. b. Draumar, sýnir og dulræna. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les úr samnefndri bók eftir Halldór Pét- ursson. c. Tryggvi Tryggvason og félagar syngja. d. Ur Ijóða- handraðanum Rannveig Löve velur og les.. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga. Óskar Halldórsson les (2) 22.00 íslensk tónlist „Snorites" fyrir píanó, segulband og ásláttarhljóð- færi eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. Halldór Haraldsson, Reynir Sigurðsson og höfundurinn leika. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Skyggnst um á skólahlaði. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói 15. þ.m. (siðari hluti) Stjórn- andi: Karolos Trikolidis. Sinfónia nr. 2 i C-dúr op. 61 eftir Robert Schumann. Kynnir: Jón Múli Árna- son. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. dagsdrunginn kveðinn burt með hressilegri músik. Stjórnandi: Jón Ólafsson. 14:00-15:00 Dægurflugur Nýjustu daegurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveinsson. 15:00-16:00 Stórstirni rokkáranna Stjórnandi: Bertram Möller. 16:00-17:00 Taka tvö Lög úr þekktum kvikmyndum. Stjórnandi: Þor- steinn G. Gunnarsson. 17:00-18:00 Asatími Stjórnandi: Júl- íus Einarsson. framhaldsleikrit eftir Herdisi Egils- dóttur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Álfhóll (Elverhöj) Myndskreytt ævintýri eftir H.C. Andersen. Les- ari Asger Rehe. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision Danska sjónvarpið). 21.00 Akstur í myrkri Fraeðslumynd frá Umferðarráði. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.151 fuiiu ijöri Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýöandi Ragna Ragnars. 21.45 Álandseyjar Norsk heimilda- mynd um Álandseyjar i Eystrasalti, sögu þeirra, atvinnuvegi, menn- ingu ibúanna og afstöðu þeirra til sambandsins við Finnland. Þýö- andi Þórhallur Guttormsson. (Nord- visipn - Norska sjónvarpið) 22.15 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. m Mánudagur 19. nóvember 10:00-12:00 Morgunþáttur Mánu- Mánudagur 19. nóvember 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Tommi og Jenni, Sögurnar hennar Siggu, Bósi, Sigga og skessan,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.