NT - 19.11.1984, Blaðsíða 8

NT - 19.11.1984, Blaðsíða 8
Stefán Einarsson, járnsmiður Fæddur: 13. febr. 1912 Dáinn: 16. sept. 1984 Stefán Einarsson, járnsmiö- urlést 16,-sept. s.l. ogfórútför lians fram 25. sama mánaðar. Stefán var fæddur í Reykja- vík 13. febr. 1912, sonur hjón- anna Einars Bjarnasonar, járnsmiðs, og Guðrúnar Ás- geirsdóttur. Einar faðir Stef- áns var einn aöalhvatamaður að stofnun Félags járniðnað- armanna árið 1920 og voru undirbúningsfundir að stofnun þess einmitt haldnir á heimili hans. Einar var síðan einn helsti forustumaður þess félags um tíu ára skeið og sat í stjórn þess, þar af tvö ár sem formað- ur og átta ár sem varaformað- ur. Einar var einn þeirra er vann að stofnun Landssmiðj- unnar árið 1930 óg var einn af fyrstu starfsmönnum hennar, þar vann hann sem verkstjóri til dauðadags, en hann lcst árið 1942. Það er því ekki undarlegt þótt Stefán hafi orð- ið íyrir þeim áhrifum er mót- uðu lífsskoðanir hans, við þaö að alast 'upp í þeim eldlega áhuga er kringum þetta heimili skapaðist. Enda voru þau áhrif augljós. Stefán hóf járnsmíðanám í Landssmiðjunni árið 19.31 og lauk prófi 1935. Hann eyddi síðan starfsæfi sinni þar og vantaði ekki nema nokkrar vikur til þess að eiga þar 50 ára starfsaímæli, er liann veiktist snögglega í febr. árið 1982 og átti ekki afturkvæmt til vinnu. Hann er einasti starfsmaður Landssmiðjunnarsem náö hef- ir þessum starfsaldri og næsta víst, ef svo fer fram sem horl'ir á þeim bæ. að fleiri munu ekki ná þeim áfanga. Stefán var mjög Ijölhæfur og góður starfsmaöur og hin flóknasta smíði lék í höndum hans. I'ar kom til hin mikla reynsla er smiðir hans tíma tileinkuðu sér, við lausn verk- efna við erfiðar aðstæður með fábrotnum tækjum. Ungur að árum hreifst Stef- án af kenningu sósíalismans og las mikið um þau efni og var glöggur á aö finna ýmsa at- burði í þróunarsögu okkar Is- lendinga er hann taldi byggða á þessum grunni. Hann haföi þá trú að sterk róttæk verka- lýðshreyfing færði okkur nær því marki að skapa alþýðufólki velíerð og því tók hann fullan þátt í þeirri baráttu. Hann var hinn trausti þátttakandi, en kaus ekki vegtyllur sjálfum sér til handa. Það var seint á fimmta ára- tugnum að fundum okkar bar fyrst saman. Viö vorum þá í hópi róttækra manna, er hugö- ust vinna að því að Félag járniðnaðarmanna héldi stöðu sinni í verkalýðshreyfingunni sem forystufélag, undir stjórn róttækra manna, en á þessum árúm voru átök mikil í félag- inu. Það var síðan áriö 1950, að við urðum vinnufélagar í Landssmiðjunni og þá bar svo til að um margra vikna skeið unnum við aö sama vcrkefni og því uröu kynni okkar á stuttum tíma mjög náin. Stefán var hinn dæmigerði vinnufélagi er hver maður hlýtur aö kjósa sér öðrum fremur. Jafnvægi hans raskaðist aldrei, gaman- semin og sá eiginlciki að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónar- horni, voru kostir sem voru honum svo eiginlegir. Stóryrði voru honum ekki töm, en hið bitra háð lék andstæðinga hans í skoðunum oft grátt. Stefán kvæntist Hildi Bene- diktsdóttur frá Hofteigi. Þau voru mjög samhent, bjuggu sér hið indælasta hcimili. Þau eignuðust þrjú bö'rn sem nú eru öll uppkomin og farin úr foreldrahúsum. Þau eru: Benedikt Garöar, flugvélstjóri og hefur starfað erlendis um árabil m.a. í Suöur-Ameríku og er giftur þarlcndri konu. Maríu Magdalenu Lapsitz, er nú búsettur í Belgíu. Þau eiga eina dóttur. Einar Rúnar, vél- fræðing, er húsettur er í Reykjavík, giftur Stefaníu H. Haraldsdóttur og eiga þau tvær dætur. Erla Þrúður, matvæla- fræðingur. gift Þorvarði Ólafs- syni, þau eru búsett í Svíþjóð. Þau eiga tvo syni. Eina dóttur átti Stelán áður, Sigurbjörgu, sem búsett er í Keflavík. Fjöl- skyldan var nijög samhent og mikil vinátta milli foreldra og barna. Stefán bar veikindi sín með nítkilli karlmennsku, þrátt fyr- ir það að eflaust gerði hann sér Ijóst að ekki yrði um varanleg- an bata að ræða. Og þegar ég heimsótti hann eftir lians fyrstu legu, en þá var hann búinn að vera milli heims og helju um margra vikna skeið, þá sagði hann í léttum tón er ég spurði um hcilsufar lians, að nú væri hann búinn að liggja banaleg- una svo það væri nokkuð bjart framundan. Þá vargamansem- inni heldur ékki sleppt. Nú þegar klukkan hefursleg- iö síðasta höggið þá svífa minningarnar um hugann, margar þeirra ættu eflaust er- indi á þetta blað, en þar verða þær ekki settar að sinni. Allir þeir er kynntust Stefáni, eiga af þeim kynnum góðar minningar, sem munu lifa í hugum okkar. Ég þakka Stef- áni fyrir samferðina og sendi fjölskyldu og ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Tryggvi Benediktsson Kynni okkar. Stefáns Einars- sonar hófust þegar ég byrjaði vélvirkjanám í Landssmiðj- unni haustið 1953. Ef frá er talinn námstími minn í iðn- skóla og vélskóla áttum við samleið á vélvirkjadeild smiöj- unnar fram á árið 1965. Þar tókst með okkur vinátta sem hélst æ síðan þótt fundir strjáluðust í seinni tíð. Stefán ólst að nokkru leyti upp í sveit; dvaldist frá því hann var sex ára og fram til átján ára aldurs hjá Elínborgu föðursystur sinni á Arnar- stöðum í Hraungerðishreppi. Úr sveitinni kom hann beint í járnsmíðanámið og skildi því vcl hvílík viðbrigði það voru fyrir ungan sveitapilt eins og mig að taka upp stimpilklukku- lífsttl og vinnusiði á stóru verk- stæði. Svo mikið er víst að ég leitaöi mikið til Stefáns á fyrstu námsárunum. - Ég held að veganestið úrsveitinni hafi alla tíð sett mark á afstöðu Stefáns til vinnunnar. Hann leit ekki á verklaunin sem eina afrakstur starfsins; ánægjan sem það veitti og samneyti við vinnufé- lagana og þá sem unnið var fyrir hverju sinni, voru þættir sem ekki skiptu minna máli. Ég held að Stefán hafi verið fremur hlédrægur að eðlisfari. En strax og ísinn var brotinn við fyrstu kynni birtust þeir þættir sem settu sterkastan svip á manninn: greindin. hlýjan og kímnigáfan. Þessir eiginleikar vcrkuðu eins og segull á okkur vinnufélagana. í kaffitímum myndaðist gjarnan hópur við vinnuborð Stefáns til að ræða málin og bar margt á góma eins og gengur á vinnustöðum. Þeir sem voru á öndverðum meiði í pólitíkinni reyndu auð- vitað að finna snögga bletti hver á öðrum. Það var eins og lítið biti á Stefáni í þessu yfirleitt græskulausa gamni. Hann lofaði viðmælandanum að hita sig vel upp en hlustaði grannt, stundum með svolitl- um vorkunnarglampa í augum. Svo hófst „gagnsóknin". Þar fór mest fyrir stuttum athuga- semdum sem eins og læddust fram af vörum þess sem upp- haflega átti að kveða í kútinn. Oft voru þær kryddaðar með nauða hversdagslegum dæmi- sögum úr daglega lífinu. Það var ekki laust við að manni kæmu stundum í hug þau til- svör sem Hasek lagði góða dátanum Svejk í munn. - Það þurfti sjaldnast að spyrja að leikslokum. Stefán var lærður plötu- og ketilsmióur. Málmsuða og þá ekki síst logsuða var hans sér- grein. „Við biðjum hann Stef- án að taka þetta," var oft viðkvæði verkstjórans þegar menn komu með illa brotna eða slitna hluti til viðgerðar. Það var nánast sama hver málmblandan var, öllu kom Stefán saman. Hann vissi upp á hár hvernig málmurinn hag- aði sér, bráðinn sem óbráðinn. Við lærlingarnir nutum margir hverjir tilsagnar hans í málm- suðu og lærðum heilmikið á því einu að horfa á handbrögð- in gegnum suðugleraugu eða rafsuðuhjálm. - Við nýsmíðar var Stefán laginn og útsjónar- samur. Maður hafði stundum á úlfinningunni að hann tæki teikningar ekki alltaf svo há- tíðlega heldur útfæröi hlutina dálítið eftir eigin höfði; sjálf- sagt yfirleitt til bóta. - Sem dæmi um kímnigáfu Stefáns var það eitt sinn að viðskipta- vinur hafði orð á því við hann að sér fyndist verkinu miða hægt áfram. „Veistu ekki að samkvæmt hagfræðinni verður hluturinn því verðmætari sem meiri vinna er í hann lögð," var svar smiðsins. Þegar minnst er verkmanns- ins Stefáns Einarssonar er rétt að hafa í huga að á fertugsaldri fékk hann berklaveiki sem skerti starfsorku hans varan- lega. Vegna afleiðinga þessa sjúkdóms var hann tvisvar frá vinnu (1952 og 1957) og lá í fyrra skiptið um það bil eitt ár á spítala. Þrátt fyrir bilaö bak og kvalir. sem hlutu að fylgja ööru hvoru, heyröu menn Stef- án aldrei kvarta. Eina vísbend- ingin um að hann hefði ekki fullt þrek var þegar hann bað okkur vtnnufélagana um að- stoð við að snúa eða lyfta þungum hlutum. Sem einlægur félagshyggju- maður og verkalýðssinni hafði Stefán áhuga á allri þjóðmála- umræðu, enda vel heima á þeim vettvangi. Stéttarfélagið var í hans augum hyrningar- steinn í baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum og aukn- um réttindum. Sérstaklega var honurn umhugað að stéttarfé- lögin létu sig varða úrbætur varðandi skipulag og rekstur fyrirtækjanna, en eftirlétu ekki atvinnurekendum einum þau mál. - Þótt Stefán væri í hópi þcirra járnsmiða sem mest ræktu félag sitt, kaus hann fremur að styðja trausta menn til forystu en taka sjálfur á sig mikil félagsmálastörf. - Aðrir sem betur þekkja til munu eflaust gera skil rækt Stefáns við stéttarfélag sitt, Félag járn- iðnaðarmanna. Stéttvísi og tryggð við mál- stað vcrkafólks var Stefáni raunar í blóð borin. Faðir hans, Einar Bjarnason, járn- smiður, var einn af brautryðj- endunum við stofnun Sveina- félags járniðnaðarmanna (eins og félagið hét í fyrstu) árið 1920. Þá átti Einar einnig frumkvæði að stofnun Lands- smiðjunnar árið 1930, ásamt Jónasi frá Hriflu, eins og fram kemur í ítarlegu viðtali sem birtist við Stefán í Þjóðviljan- um 24. maí 1970. Enn má þess geta að Einar var í hópi stofn- enda Sósíalistaflokksins árið 1938. Ef hafður er í huga þáttur Einars Bjarnasonar í stofnun Landssmiðjunnar þarf engan að undra þótt Stefán bæri hag þessa fyrirtækis sérstaklega fyrir brjósti. Hann var ævin- lega í fylkingarbrjósti meðal starfsmanna sem stóðu gegn aðför skammsýnna stjórn- mála- og embættismanna að þessu fyrirtæki ríkisins á ýms- um tímum. - Þeirri sögu verða ekki gerð skil í minningar- grein. Á hinn bóginn er brýnt að í iðnsögu framtíðarinnar verði skilmerkilega rakið hvernig fyrrnefnd öfl hafa unn- ið að því að koma einu virtasta og ötíugasta málmiðnaðarfyr- irtæki landsins fyrir kattarnef. - Stefán átti frá upphafi sæti í Samstarfsnefnd Landssmiðj- unnar sem sett var á laggirnar á árinu 1972 að tilstuðlan iðn- aðarráðuneytisins. Það var ekki fyrr en á efri árunum að Stefán fékk tæki- færi til að svipast svolítið um utan landsteinanna. Ég minn- ist þess hve mikil gleði skein at' andliti þessa fróðleiksfúsa manns þegar ég hitti hann nýkominn úr ferð til Suður- Ámeríku. Þangað fóru þau hjónin á árinu 1978 og nutu þar aðstoðar og leiðsagnar Benedikts sonar síns. í júlí- mánuði s.l. áttu þau þess kost að dvelja öðru sinni með fjöl- skyldu sonar síns á erlendri grund og nú í Belgíu. - Fund- um okkar bar ekki saman eftir þá ferð. Með margar góðar og skemmtilegar minningar í liuga kveð ég Stefán Einarsson og votta Hildi, börnunum og aðstandendum öllum samúð mína. Gunnar Guttormsson Aóeins kr. 49,900fyrir Suzuki vémjói Við höfum til afgreiðslu strax nokkur Suzuki TS50ER vélhjól til aksturs fyrir 15 ára og eldri. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. SUZUKI UMBOÐIÐ Suðurlandsbraut 6, sími 83499. Guðný Friðbjarnardóttir Fædd: 1. júlí 1902 Dáin: 6. nóvember 1984 Það var þriðjudaginn 6. nóvember að mér barst sú fregn að amma mín Guðný Friðbjarnardóttir væri látin, það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann þegar þeir sem rnanni eru kærir verða fyrir honum, þó svo að tæpast er hægt að segja að hann hafi í þctta sinn komið nijög óvænt, því hún hafði átt við vanheilsu að stríða alllengi og nijög veik síöustu dagana. Guðný amma en það var hún kölluð af okkur barnabörnunum var fædd l. júlí 1902 að Kaðalstöðum í Fjörðum Suður-Þingeyjarsýslu. Hún var ein af l() systkinum sem öll eru nú látin að einum bróður undan- skildum, Sigurbirni. Mér er sagt að amma hafi alist upp í fátækt og hafi farið mjög snemma að vinna fyrir sér enda systkinin ntörg og faðir hennar. langafi minn, missti heilsuna af slysförum fyrir aldur fram. Hún var í bernsku lengi í Hrísey og síðar á Hjalteyri við Eyjafjörð, síðar var hún á Víkinga- vatni í Kelduhverfi og bjó einnig fá ár með bræðrum sínum á Sandhólum á Tjörnesi. Arið 1929 gekk hún í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Hún réðst sern kaupakona að Klausturhólum í Grímsnesi um vorið 1930 og þar kynntist hún eiginmanni sínum og afa mínum Björgvini Magnússyni og giftust þau 1931. Afi nrinn lést 11. febr. 1964. í Klausturhólum var lengst af mannmargt heintili og það þurfti því duglega konu til að stjórna heimilis- haldi, og það var amrna mín á meðan kraftar entust og heilsa leyfði. Hún tók til sín á heimilið rnóður sína og bjó henni þar gott æfikvöld. Þá var einnig á heimili hennar og afa, Magn- ús langafi minn mjög farinn að heilsu síðasta áratuginn sem hann lifði, og kom umönnun hans mest á Guðnýju ömmu. Mínar fyrstu minningar urn Guðn- ýju ömmu voru þær að hún kenndi mér vísur og bænir og söng fyrir mig og hún virtist alltaf hafa nógan tíma fyrir okkur krakkana. Hún hefur vafalaust oft ávítað mig enda kannski full þörf á því en ég ntan aldrei eftir að hún væri reið við rnig en við krakkarnir fundum fljótt þegar festa var í oröum hennar og við gegndum umyrðalaust. Hún áminnti okkur að segja alltaf satt og vera heiðarleg, það var hennar lífsmáti. Eins og áður er sagt átti Guðný amma við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin, hún hafði nú í tæpt ár verið á Hrafnistu og naut þar ágætrar umönnunar. Hún verður nú flutt heim og jarðsett við hlið afa míns í Klausturhólakirkjugarði. Ég vil að endingu láta hér fylgja lítið Ijóð eftir Davíð Stefánsson hennar uppáhalds- skáld. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. Björgvin Magnússon

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.