NT - 27.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 27.11.1984, Blaðsíða 2
Leitin að ungmennunum: Þriðjudagur 27. nóvember 1984 2 Gjörningaveður torveldar leit ■ í nótt stóð enn yfír umfangs- mikil leit að ungmennunum þremur sem týndust á Laug- dælaafrétt í fyrradag. Allur varaliðsafíi björgunarsveita sunnan og suðvestanlands hefur verið kvaddur út í dag en um 200 manns leituðu í gær, gang- andi.á skíðum.sleðum.í snjóbíl og jarðýta ruddi brautina. Afar slæm skilyrði voru til leitai; botnlaust úrhelli, myrkur.krap og drulla á jörð, en klaki undir. Snjósleðar sátu hvað eftir annað fastir og jarðýtan sem ruddi fjallveginn átti í erfíðleikum. Ungmennin eru þrjú, á aldr- inum 18 til tvítugs. Piltur og stúlka úr Reykjavík og piltur úr Hafnarfirði. Pau voru á Bronco jeppa, talstöðvarlausum, árgerð 1972 Síðast spurðist til þeirra um þrjú leytið á sunnudag en þá hittu þau rjúpnaskyttur sunnan undir Skjaldbreið. Einhverjar bilanir höfðu þá verið á bifreið- inni, í rafmagnskerfi að talið var. Staðurinn þar sem bíllinn fannst síðan er talinn vera tveggja stunda akstur frá því þau hittu rjúpnaskytturnar, miðað við það færi sem var þá. Það var um klukkan tvö að- faranótt mánudags að aðstand- endur ferðalanganna tilkynntu til lögreglu að þeirra væri saknað. Þau höfðu þá farið úr Reykjavík um morguninn að Þingvöllum um Kaldadal og beygt af veginum inná fjallveg sunnan við Skjald- breið. Þaðan var ferðinni heitið að Laugarvatni. Leit hófst þegar um nóttina. Á hádegi í gær fannst bifreið þeirra svo þversum á fjallvegin- um vestan í Rauðafelli, mann- laus. Er talið að þau hafi þá ætlað að snúa við vegna ófærðar en annaðhvort fest bifreiðina eða að hún hefur bilað. Engin skilaboð voru í bílnum og spor umhverfis bílinn gefa enga vís- bendingu um hvert þau hafa farið. Frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist er röskur þriggja tíma gangur í góðu færi að sæluhúsinu við Hlöðufell. Lítið eitt styttra er svo að bænum Miðdal þar sem vegurinn kemur niður í byggð. Um það leyti sem þau yfirgáfu bifreiðina hefur myrkur verið að detta á og tekið að snjóa. Fljótlega skall á ill- viðri og um nóttina var komið fárviðri. Næsta látlaust vatns- veður var svo í allan gærdag og enn þegar NT fór í prentun í nótt. ■ Snjóbíllinn frá björgunarsveitinni Ingólfí að brjóta sér leið í átt að kofanum undir Hlöðufelli, nokkru ofan við þann stað sem Bronco-jcppinn fannst. Færð var þar svo erfíð að ekki varð komist áfram nema með jarðýtu í fararbroddi. NT-mynd: Ámí Bjarna ■ Kortið sýnir leitarsvæðið og leiðina sem ungmennin fóru. Rétt fyrir kl. 14 í gær fannst bíllinn á veginum vestur af Rauðafeili. Kjaraskerðingin er ekki allsherjarlausn - sagði Ásmundur Stefánsson í skýrslu sinni ■ „Andfélagsieg öfl í þessu þjóðfélagi stefna markvisst að því að veikja verkalýðshreyfing- una og gera ailt starf hennar og stefnumál tortryggileg. Allir, Uppsagnirnar eru dagsettar 1. desember, og miða við að taka gildi frá og með 1. mars. Langflestir þeirra er sendu upp- sagnir lýstu því einnig yfir að þeir myndu ekki virða framleng- ingu uppsagnarfrests, sem menntamálaráðuneytinu væri heimilt að krefjast, samkvæmt lögum. Að sögn Gunnlaugs Ástgeirs- sonar, varaformanns félagsins, eru uppsagnirnar nauðvörn kennara sem dregist hafi stór- sem bæta vilja þjóðfélagið, verða að snúast gegn þeim áróðri. Allt félagshyggjufólk lega aftur úr í launum. Gunn- laugur nefndi sem dæmi að hæstu laun sem menntaskóla- kennari gæti fengið væru 25.000 krónur, en það væri ef kennar- inn hefði doktorsgráðu og hefði kennt í yfir 20 ár. Hið íslenska kennarafélag er aðili að BHM, en BHM á nú í viðræðum um nýjan aðalkjara- samning, þar sem þeir tóku ekki þátt í kjaradeilunum í haust. Bandalag háskólamanna hefur ekki verkfallsrétt. verður að snúast gegn þeirri mannfyrirlitningu, sem nú sækir fram. Það hefur enginn rétt til HÍK hefur ekki lagt fram kröfugerð sína enn, en Gunn- laugur sagði að meginkrafa þeirra væri að meðallaun kennara yrðu ekki lægri en sem svaraði 80% af hæsta taxta BHM. Gunnlaugur sagði að á liðn- um árum hefðu kennarar beitt öllum ráðum sem þeim væru tiltæk í kjarabaráttu sinni, en þeir hefðu dregist aftur úr í launum, og það umfram aðra opinbera starfsmenn: „Aðrar leiðir eru fullreyndar; þetta er nauðvörn." Uppsögnunum var safnað á síðastliðnum hálfum mánuði, og sagði Gunnlaugur að mun fleiri uppsagnir hefðu safnast, en yfirlýsingar um uppsagnir, sem safnað var í fyrra, til að kanna vilja félagsmanna til að- gerða sem þessara. Komi uppsagnirnar til fram- kvæmda má búast við að allir framhaldsskólar landsins lokist. tillitsleysis og yfírgangs gagn- vart öðrum. Hver og einn á rétt til Iífsviðurværis, rétt til þess að ■ Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, flytur setningarræðu 35. þings samtakanna í gær- morgun. NT-mynd: Róbert komast til þroska, rétt til félags- legra samskipta, rétt til áhrifa á þær ákvarðanir sem teknar eru í þjóðfélaginu, rétt til að líta áhyggjulaust til ellinnar og rétt til að búa börnum sínum réttláta framtíð. Um þau baráttumál verður verkalýðshreyfíngin að sameinast.“ Þetta voru lokaorð skýrslu Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ, á 35. þingi samtak- anna, sem hófst í Reykjavík í gær. Þingið sækja 456 fulltrúar frá 8 landssamböndum, auk full- trúa félaga með beina aðild að ASÍ. Þau félög eru alls 33. Ásmundur Stefánsson sagði í skýrslu forseta, að verkalýðs- hreyfingin yrði að snúast gegn þeim einfalda kredduhugsunar- hætti, sem nú ríkti hjá valdhöf- um. Það væri ekki rétt, að kjaraskerðing væri allsherjar- lausn á öllum vanda. Síðan sagði hann, að verkalýðshreyf- ingin hefði ekki lagt nægilega vinnu í að skilgreina vandamál- in og sundurgreina hvernig hægt væri að framkvæma hennar lausnir. í skýrslu sinni kom Ásmund- ur Stefánsson inn á hlut kvenna í verkalýðshreyfingunni og sagði m.a.: „Konur hafa haslað sér völl á vinnumarkaðinum og gera nú eðlilega kröfu til félags- legra áhrifa á okkar vettvangi. í blönduðum félögum innan ASÍ hafa konur sótt verulega á í stjórnum félaganna. Á sama hátt er ljóst, að þeim verður á þessu þingi að ætla aukinn hlut í stjórn heildarsamtakanna." Asmundur rakti starfsemi ASÍ frá því að síðasta þing var haldið fyrir fjórum árum og þar kom m.a. fram að endanlega hefur verið gengið frá reglugerð sérstaks sjóðs, sem stofnaður var í fyrra til minningar um Eðvarð Sigurðsson. Tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja verkafólk til að afla sér fræðslu um málefni og starf verkalýðs- hreyfingarinnar. Þá kom fram, að í næsta mánuði verður hald- inn formlegur stofnfundur fé- lags um tölvukaup og að því standa, auk ASÍ, Samband al- mennra lífeyrissjóða, nokkrir líf- eyriðssjóðir, verkalýðsfélög, svo og Alþýðubankinn. Mark- miðið er að veita víðtækari tölvu- þjónustu en reiknistofa ASI hef- ur getað veitt fram að þessu. Björgunar- netahönn- uður látinn ■ Markús B. Þorgeirs- son, björgunarnetahönn- uður, varð bráðkvaddur á laugardagskvöld. Markús var fæddur 14. ágúst 1924. og því sextug- ur þegar hann lést. Hann var sjómaður lengst af og skipstjóri. Frá 1947, er tveir skipsfélagar hans drukknuðu, vann hann ötullega að öryggis- málum sjómanna, og má þar nefna baráttu hans fyrir að skipum og bátum væri skylt að hafa ljóskast- ara til björgunar manna er féllu í sjóinn þegar dimmt er. Hann safnaði einnig flestum undirskriftanna þegar farið var fram á 6 tíma vaktakerfi um borð í togurum. Nú síðustu ár rak hann Sjóbúð Markúsar í Hafn- arfirði, þarsem hann próf- aði björgunarnet sitt og önnur öryggistæki fyrir sjómenn. HÍK: Leggur fram upp- sagnir 70% fram- haldsskólakennara ■ Hið íslcnska kennarafélag mun nú um mánaðamótin leggja fram uppsagnir tæplega 500 framhaldsskóla- kennara. Um 70% félagsmanna félagsins aihentu félaginu upp- sagnir sínar, til að knýja á um bætt kjör. Innan félagsins eru einnig grunnskólakennarar, og sendu um 70% þeirra uppsagnir, en ekki hefur enn veriö tekin ákvörðun um hvort þær verða afhentar þar sem Kennarasamband íslands féll frá áformum um hópuppsagnir, en í samband- inu eru flestir grunnskólakennarar landsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.