NT - 27.11.1984, Side 6
Þriðjudagur 27. nóvember 1984
6
Dálítið sem ég gleymdi
að segja þér
Kunning jabréf til Árna í Verslunarráðinu frá Páli í Sandvík
Litlu-Sandvík, 22. nóv. 1984
Kæri vinur
■ Nokkuð er nú um liðið
síðan þú komst hingað síðast
og alltaf hefur verið gaman að
sjá þig. Þó er ekki þar með sagt
að við höfum misst sjónar af
þér. Það er heiimikið að gerast
í kringum þig eins og marga
aðra góða drengi sem hér voru
í sveit. Og nú er ég farinn að
lesa sitthvað eftir þig um land-
búnaðarmál og að síðustu las
ég grein þína, Ný landbúnað-
arstefna í NT á föstudaginn
var.
Ég minnist áranna þinna hjá
okkur feðgum kringum 1960 .
Þú komst til foreldra minna 9
ára gamall og varst hjá okkur
fram undir fermingu. Þá var ég
nýfarinn að búa og hafði þig
með mér í mörgu nytsömu
verki.
Ég minnist þín með hlýhug.
Þú varst strax tápmikill og
iðinn og það var vel hægt að
treysta þér fyrir verkum. Mér
er einnig minnisstæð prúð-
mennska þín sem bæði var þér
meðfædd og einnig liður í
ágætu uppeldi. Ég sá í þér
námsgáfur og þrautseigju og
allt hefur þetta gengið eftir. Þú
hefur ratað á rétta hillu í lífinu
og það á eftir að kveða meira
að þér. Satt best að segja sá ég
þessa eiginleika þína flesta
endurspeglast í greininni þinni
í NT. Hún var að mörgu leyti
prúðmannlega rituð í garð
okkar bænda og virtist við
fyrsta yfirlestur á ntargan hátt
illhrekjanleg. Tölurnar sem þú
ferð með eru rétt aðfengnar -
þó ég sé ekki sammála þér um
það hvernig beri að leggja út af
þeim. Þú ert ekki með neitt
leiðindahnjóð í garð okkar
bændanna. Að yfirbragði er
þetta því vönduð grein þótt
mér þyki niðurstöður hennar
ósanngjarnar. Ályktun mín er
því sú að mér þykir greinin þín
bæði erfiðari átöku og rökvís-
ari en flestar aðrar. Og vildi ég
heldur svara tuttugu greinum
eftir Jónas Guðmundsson stýr-
imann en þessari cinni.
Bændur takmarka fram-
leiðsluna með eigin
ráðum.
Þetta verður því varla verð-
ugt svar, en ég mátti til með að
senda þér línu og biðja þig um
að tala við mig í næði. Áður en
þú skrifar næstu grein. Mér
finnst ég hafa vanrækt hér á
árum áður að tala nokkuð við
þig um landbúnaðarmál.
Kannski varstu of ungur -
kannski var ég of reynslulítill.
Ég var að segja þér allt annað
og flest er nú báðum gleymt.
Við erum hins vegar núna í
hita barátturnnar um landbún-
aðarmál. Og því langar mig til
að segja þér dálítið sem ég
gleymdi að segja þér hér áður.
Þú tekur fram tvo lykilþætti í |
nýrri stefnu í landbúnaðarmál-
um:
1. Takmörkun landbúnaðar-
framleiðslunnar við innan-
landsþarfir með samræmd-
um aðgerðum þannig að
ekki komi til úrflutnings á
landbúnaðarafurðum, en
eftirspurn verði mætt með
nokkrum innilutningi í
slæmu árferði. (Leturbreyt-
ing mín).
2. Breytt verðmyndunarkerfi
sem eykur aðhald og hag-
kvæmni í dreifingu og
vinnslu landbúnaðar-
afurða og dregur úr óvissu
meðal bænda hverjar tekjur
þeirra verða (Undirstrikun
mín).
Ég skal játa fyrir þér að ég
er nokkuð samþykkur megin-
hluta beggja þessara kenni-
setninga þinna. Bændur hafa
gert mörg þessi orð að sínum.
Frá árinu 1980 hafa þeir sann-
að að þeir geta takmarkað land-
búnaðarframleiðsluna og beita
til þess eigin ráðum. Þeir hafa
líka hvað eftir annað breytt
verðmyndunarkerfinu ef sjónar-
mið þeirra og fulltrúa neytenda
í sexmannanefnd hafa farið
saman. En þar er það eins og
víða: Það þarf samþykki
beggja til og neytendur hafa
jafnt vald á öllum verðmynd-
unarbreytingum.
Vafasamt að eiga mikið
undir innflutningi búvara.
Hins vegar ætla ég að gagn-
rýna atriði kenninga þinna
sem ég hefi feitletrað. Eg tel
að eftirspurn borgi sig ekki að
mæta með innflutningi nema í
afburða slæmu árferði. Það er
háskalega dýrt fyrir þjóðfélag-
ið að flytja inn, þótt á lágprísum
sé, og leggja þar með í auðn og
rúst tiltölulega ný framleiðslu-
tæki. Örlítil umframfram-
leiðsla er okkur bændum nauð-
synlegur hvati til þess að vera
alltaf viðbúnir meo þá búvöru
tryggíngu sem hvert þjóðfélag
þarf að hafa, einkum vegna
almannavarna og ef til
stríðsátaka kænti.
Ef hins vegar yrði treyst á
innflutning hluta búvaranna
gæti hvort tveggja gerst: Þær
yrðu á háu verðlagi - eða lágu.
Verðlag cr lágt þessa stundina.
Hins vegar gæti erfitt sumarár-
ferði í nágrannnalöndum okk-
ar raskað allri verðmyndun þar.
Og þá er það ótalið sem vitað
er að kemur. „Breytt verð-
myndunarkerfi" Éfnahags-
bandalagslanda þar sem horfið
verður frá niðurgreiðslu bú-
vara til útflutnings. Þá yrði
ekki gott að vera háður mikl-
um innflutningi búvara!
Og þá ætla ég að benda þér
á dæmi sem við könnumst
mæta vel við báðir. Misheppn-
aðan innflutning á kartöflum
í fyrravetur. Það var slys. Ekki
einungis hjá Grænmetisversl-
un landbúnaðarins - heldur
einnig hjá síðari innflytjend-
um, og varð þó ekki eins mikið
blaðamál hjá þeim. Reynslan
af þessum innflutningi sýnir að
við íslendingar höfum yfirleitt
sjálfir verið með vandaða vöru
- og fyrir okkar smekk - en við
vitum aldrei fyrirfram hvað við
erum að kaupa né hvert geymslu-
þol erlendu vörunnar verður.
Upphafsstærðin og
afgangsstærðin
Nú langar mig að tala við þig
um síðari kennisetninguna: Að
breytt verðmyndunarkerfi
dragi úr óvissu meðal bænda
hverjar tekjur þeirra verða. Þú
telur störf sexmannanefnd-
arinnar byggjast á merkingar-
litlum stjórnmálaslagorðum og
þér finnst rétt að „auka á
viðskiptafrelsi í landbúnaðin-
um.“ Ég er sammála forsendu
þinni sem er ágætlega orðuð:...
„í áætluninni eru laun bænda
upphafsstærðin en í raunveru-
leikanum afgangsstærðin, þar
sem laun bænda koma ekki í
Ijós fyrr en vinnslu og sölu
afurða er lokið.“
Þetta atriði tel ég vera ein-
hverja þá mestu ólánsgötu sem
bændastéttin hefur verið rekin
út í. En ég held að ég sé dálítið
kunnugur „upphafsstærðinnni“
og „afgangstærðinni" með því
að fylgjast með rekstri tveggja
stórra afurðasölufyrirtækja
okkar, Mjólkurbúi Flóamanna
og Sláturfélagi Suðurlands.
Þegar þessi fyrirtæki hafa ekki
skilað grundvelli og við bænd-
ur. lent í „afgangsstærðinni“
hefur alltaf verið hægt að rekja
þau slys til samninga í sex-
mannanefnd. Ekki hefur þar
náðst samkomulag um þann
vinnslukostnað sem Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins hefur talið
sig geta sannað.
Um þetta á ég nóg gögn
hérna heima og ætla að sýna
þér þau næst þegar þú kemur.
En nú ætla ég að víkja aðeins
að búskapnum hér í Litlu-
Sandvík út af nýjum verðhug-
myndum þínum;„Þar semjafn-
framt þessu verði síðan séð til
þess að samkeppni sé næg.“
Mesta frjálshyggju-
búgreinin
Líklega vorum við feðgar
farnir að rækta gulrófur þegar
þú varst hérna síðast í sveit.
Gulrófnarækt er spennandi at-
Páll Lýðsson
vinnugrein. Hún er líka óviss-
asta búgreinin sem ég þekki
til. Hún fer eftir árferði - hún
fer eftir markaði. Stundum
sprettur illa - þá finnst mér
gaman að selja, einkum ef
sprettur skár hjá mér en
öðrum. Stundum frýs í görð
unum. Þá er gott að selja það'
sem náðist upp. Stundum
sprettur vel - þá er það vonin
að fáir hafi sáð um vorið -
annars fer illa hjá öllum..
Við komumst ekki strax inn
á aðalmarkaðinn. Fyrstu árin
spratt vel og gekk því illa að
selja. En 1963 var þetta komið
það vel áleiðis að okkur tókst
að selja 4,5 tonn það haustið.
Ég sé í mínurn dagbókum að í
september og október höfum
við selt til 12 eða 13 aðilja..
Þetta kostaði margar höfuð-
borgarferðir sem faðir minn
tók að sér. Og hann hafði
reyndar lúmskt gaman af þess-
ari verslun.
Árin liðu. Smátt og smátt
varð einn kaupandinn eftir,
Grænmetisverslun landbúnað-
arins. í fyrra seldi ég henni
einni 4,7 tonn og öðrum ekki,
nema örfáir pokar fóru til
frændfólks og vina. Ég fór
aldrei til Reykjavíkur vegna
þessa. Símtöl nægðu. Greiðsl-
ur komu inn á bankareikning
minn á Selfossi 20. dag næsta
mánaðar eftir afhendingu.
Ég vil að þú og aðrir lesend-
ur mínir dæmi um þennan
mismun áður en við afgreið-
um allar þessar „einkasölur".
Og nú vil ég halda sögunni
áfram. í sumar spruttu rófur
betur en mörg síðustu árin.
Margir nýir aðilar voru komnir
með garða og við því er ekkert
að segja. Grænmetis „einka-
salan“ mín var hins vegar í
lamasessi eftir finnska ævintýr-
ið. Ég fór hins vegar ekki út í
það ævintýri að falbjóða rófur
í búðum um alla borgina. Ég
er því aðeins búinn að selja 1,5
tonn og verðið er nú 8 kr. pr.
kg. en var 28 kr. á sama tíma í
fyrra.
Íæja Árni. Þettaerfrjálsasta
búgreinin sem ég þekki. Allir
geta byrjað ef þeir geta náð sér
íland. Hvorki erstofnkostnað-
ur mikill né rekstrarkostnaður
hár en vinnan á haustin ómæld.
En þrátt fyrir þetta mikla við-
skiptafrelsi er hvergi meiri
„óvissa meðal bænda hverjar
tekjur þeirra verða.“ Ég hefi
stundað gulrófnarækt í 24 ár
og held því eitthvað áfram. En
markaðs- og verðmyndunar-
kerfið í þeirri grein sannar mér
að við höfum náð býsna langt
, mjög víða annars staðar.
Kjarnfóðurgjald og
kvótakerfi
Nú komum við að kjarnfóð-
urgjaldinu og þar langar mig
að gefa þér „gott“ fyrir
skynsamlegar skoðanir. Þegar
við bændur ræddum fram-
leiðslumál okkar 1977-1979
vildi ég fara skömmtunarleið-
ina. Aætla skattlaust visst
magn á grip en skattleggja svo
óhófið eða það kjarnfóður-
magn sem bar uppi offramleið-
sluna. Þessu er ekki sinnt núna
í haust, heldur er verið að
burðast með fullan kj arnfóður-
skatt á okkur þegar heygæði
hér sunnanlands eru í lágmarki
eftir minnisvert rosasumar.
Ég var hins vegar fylgjandi
kvótakerfinu sem leiðbeinandi
þætti í framleiðslunni. Ekki
veit ég hvort það eitt hefur
haldið mjólkurframleiðslu í
hófi um þriggja ára skeið. En
full þörf er á því að fá sem fyrst
hlutlausa rannsókn á þessum
tveimur áhrifaþáttum fram-
leiðslunnar þegar reynsla er nú
komin á báða.
Ekki geta bædur tekið
undir fullyrðingu þína um að
útlán Stofnlánadeildar og
stuðningur við stofnun nýbýla
hafa „gengið þvert á þessi
markmið" þ.e. framleiðslutak-
mörkun. Landnám ríkisins er
nú hér um bil búið að leggja
niður og útlán Stofnlanadeild-
ar eru nú allt eins mikil til
eðlilegrar endurbyggingar
peningshúsa bænda og úr-
vinnslustöðva þeirra.
Verðjöfnunarkerfið er
alls staðar
Nú er mál að linni en áður
en ég hætti vil ég biðja þig að
athuga betur hugmyndir þínar
um verðjöfnunarícerfið þar
sem þú segir að þeim „sé íviln-
að sem búa afskekkt á kostnað
þeirra sem búa nærri þéttbýli."
Við skulum líta okkur nær.
Verðjöfnunarkerfi er alls stað-
ar í kringum okkur. Bensín,
olíur, brennivín, tóbak, tilbú-
inn áburður (sama verð á öll-
um höfnum). Eða eigum við
að útfæra þetta nánar með
mjólkina? Á hún að vera dýr-
ari í Keflavík en á Selfossi?
Þannig mætti lengi spyrja. Ein
mesta ósvffnin teldist kannski
verðjöfnun flutningskostnaðar
á mjólk og sláturfé. Ég greiði
sama flutningskostnað á
mjólkurlítra og bændur aust-
ur í Alftaveri. En mér finnst
það fyrir sig vegna þess að þar
á líka að vera byggð.
Já, við þurfum endilega að
ná samkomulagi um það hvar
ísland á að vera byggt. Reynd-
ar er það aftur orðið brennandi
spurning fyrir þjóðina alla. Ég
vil a.m.k. að byggðin nái
lengra en upp í Reykholtsdal
eða austur í Élóa.
„Átthagafjötrar" eða
eyðibýlasveitir
Og þá er það aðeins eitt eftir
sem við erum ekki ennþá sam-
mála um. Það eru þeir „átthaga-
fjötrar sem bændum eru búnir
vegna óeðlilegra skilyrða við
sölu á jörðum sínum.“
Ég geri ráð fyrir að þú eigir
þama við þann rétt sem sveitar-
stjórnir hafa til að láta meta
upp jarðir sem þeim finnst of
háar í sölu. Á öðru leitinu
nefnist þetta víst ófrelsi. Gam-
all bóndi og lúinn vill burtu af
jörð sinni og vel stætt launþega-
félag vill kaupa jörðina undir
sumarbústaðahverfi.Þá kemur
harðskeytt hreppsnefnd með
undirstungin af búglöðum ang-
urgapa og lætur meta upp jörð-
ina sem hinn síðastnefndi fær
svo í hendur á minna verði. Ef
til vill er þetta falsað dæmi hjá
mér. En öðruvísi gat ég ekki
fundið hina svonefndu „átt-
hagafjötra".
I sannleika sagt veit ég ekki
um mörg slík dæmi. Ef til vill
fellur hið sérstæða Ásgarðsmál
þarna undir, en þó getur þú
varla haft það í huga a.m.k.
var þar enginn gamall bóndi að
selja.
Én það er önnur áleitin
hugsun á bak við þessa laga-
hugmynd sem ég ætla að biðja
þig að hugsa betur um. Setjum
svo að bæði hjónin séu faliin
frá og eitt barna þeirra eða
fleiri vilji taka við. En systkina-
hópurinn er stór og jörðin
mikil og verðmæt. Og þýðing-
arlaust að láta venjulegan bú-
skap bera uppi jarðakaupa-
kostnað á frjálsum markaði.
Hvað þá? Auðvitað það að
sveitungar og hreppsnefnd
koma þeim til aðstoðar sem
vilja búa - svo jörðin haldist
áfram í byggð - svo samfélagið
minnki ekki meira en það er
orðið.
Kæri Árni. Þetta er nú orðið
lengra mál en ég ætlaðist til að
yrði. Kannski var greinin þín
svona mögnuð eftir allt saman.
Ekki fór ég að skrifa þér vegna
þess að mér þætti þú vera
kominn of langt frá þessum
raunveruleika sem ég lifi og
hrærist í. Mig langaði til að þú
litir inn hjá mér áður en þú
skrifaðir næstu grein um land-
búnaðarstefnuna og fræddist
þá betur um hin almennu við-
horf bóndans. Ef við fáumst til
að miðla hvor öðrum held ég
að það hljóti að gera bænda-
stéttinni gott. Og mér synist á
heildarsvip greinar þinnar að
þarna hafi þó andstæðingur
núverandi landbúnaðarstefnu
skrifað af meira viti en oft
áður.
Blessaður líttu svo inn.
Þinn einlægur
Páll Lýðsson
Heyskapur í Litlu-Sandvík. Eitthvað hefur landbúnaðinum farið fram frá því Árni dvaldi þar.