NT - 27.11.1984, Blaðsíða 9

NT - 27.11.1984, Blaðsíða 9
Andstæður ■ A háskólatónleikum 21. nóvember fluttu Guðmund- ur Ingólfsson (píanó) og Reynir Sigurðssön (víbra- fónn) norræn alþýðulög með jass-ívafi, eitt frá hverju Norðurlandanna. Báðir hljóðfæraleikarar eru mjög fimir jassmenn, og Guð- mundur mun hafa helgað sig þeirri grein tónlistar algjör- lega; Reynir er hins vegar helsti slagverksleikari Sin- fóníuhljómsveitarinnar sem kunnugt er, og hefur gert góðar útrásir á ýmsum svið- um tónlistar, æðri sem lægri. Fyrsta lagið var „Det var en skikkelig bondemand", fær- eyska lagið Asmundur á Bjargi bjó - snarstefjað á staðnum, að sögn Reynis - íslenska lagið úr Ofvitanum eftir Atla Heimi Sveinsson. Langbesta jassútsendingin var hin norska, Spring Dance (svona er olían búin að gera þá alþjóðlega) sem var mjög í stíl Modern Jazz Quartet. Gallinn var samt auðvitað sá, að í þessa hljómsveit vantaði bassa og trommur, þannig að verkin urðu ekkert sérlega jass-leg þrátt fyrir allt. “ Norræn alþýðulög' eru mörg hver fremur létt, en samt mjög fjarri eiginlegum jass-lögum í sjálfum sér. Því hjálpaðist allt við að gera þennan jass fremur „aka- demískan", sem svosem átti vel við á háskólatónleikum. En samt var það nú „aka- demíska stefnan" sem gekk næstum af jassinum dauðum á sínum tíma, því uppspretta hans er sálin fyrst og fremst, stórar tilfinningar í sorg og gleði, en ekki tónfræðileg vitundarstarfsemi. Alltaf er þó gaman að því að heyra snöfurmannlega spilamennsku, en mín upp- ástunga er sú að þeir Guð- mundur og Reynir útvegi sér a.m.k. bassaleikara eða trumbuslagara til að lyfta þessu svolítið. S.St. Skuggi og s Gæsirnar fljúga - vængbrotnar og lamaðar Hörkutólin, dulnefni Villi- gæsir“. (Codename „Wildge- ese“). Bandaríkin 1984. Handrit: Michael Lester. Leikendur: Lewis Collins, Lee Van Cleef, Ernest Borgnine, Klaus Kinski, Mimsy Farmer, Hartmut Neugebauer. Leik- stjóri: Anthony M. Dawson. ■ Þá hafa Villigæsirnar hafið sig aftur til flugs, en hefðu betur látið ógert, eftir síðustu ævtntýri einhvers staðar í þriðja heiminum, líklega í Afr- íku. En það er bara ekki nóg að hafa lamið á svörtum ill- mennum. Þeir gulu geta nefni- lega líka verið fjandi viðskota- illir. Villigæsunum númer tvö er ætlað að halda uppi merki þessa stormsveitarhóps, sem enginn veit hvaðan kemur, né undir hverra stjórn hann er. Þetta eru bara málaliðar dottnir ofan af himnum niður á jörð til að berjast fyrir góðum málstað. Hér takast gæsirnar á hendur ferðalag inn í Gullna þríhyrninginn, á landamærum Tælands, Laos og Burma, þar sem ræktun og verslun ópíums og heróíns er blómleg. Mark- miðið er að eyðileggja vöruna áður en hún kemst á markað Vesturlanda. Og að sjálfsögðu á foringi hópsins harma að hefna. Sonur hans hafði orðið eitrinu að bráð. Hörkutólin fara inn í frum- skóginn, þar sem þeir skjóta gulan mann og annan, og ( þriðja og fjórða o.s.frv. Og svo rekast þeir á undarlegan svissneskan trúboða og kan- adíska blaðakonu, sem var í haldi hjá eiturræktendum, með sprautuför á framhand- leggnum. Ekki má gleyma ■ Hörkutólin á fullri ferð. nöðrunni, sem menn ólu vié brjóst sér, svikahrappinum viðbjóðslega, sem ferst í vftis- logum. O.s.frv. Fyrri myndin um gæsirnai hafaði nokkra frambærilega leikara innanborðs og slíkii inenn geta oft bjargað miklu. Hér er ekki um slíkt að ræða, þar sem hver leikarinn er öðr- um slappari. Jafnvel ágætii menn eins og Ernest Borgnine og Klaus Kinski eru eins og ■ Þjóðleikhúsið: Skugga- Sveinn eða Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson. Tónlist eftir Jón Asgeirsson Leikgerð, leikmynd og búning- ar: Sigurjón Jóhannsson. Leik- gerð og leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Hvernig á að nálagast klass- ískan þjóðleik eins og Skugga- Svein? í linnulausum viðtölum í fjölmiðlum dynur á leik- stjóranum hvort þetta verk „höfði til samtímans". Heimskulega spurt, allt eins mætti spyrja hvort fortíðin komi okkur við, hvort íslensk þjóðmenning „höfði til“ okkar. Við berum menningar- arfinn með okkur inn á tölvu- öld, og þar á Skugga-Sveinn sitt rúm, Haraldur og Ásta, Gudda og Gvendur og allt það lið sem séra Matthías leiddi fram á sviðið, sjómaður úr Breiðafirði og skólapiltur í Latínuskólanum. Ég á enga bernskuminningu um sýningu á Skugga-Sveini þótt auðvitað þekki ég verkið vel. í fyrsta sinn sá ég leikinn í Iðnó 1972, uppsetningu Sveins Einarssonar. Það er minnileg sýning og dæmi þess hvernig unnt er með smekkvísi og næmu menningarsögulegu skyni að miðla þessum gamla og um margt frumstæða alþýðu leik nútímans. Sveinn lagði áherslu á að hinn upprunalegi þokki verksins nyti sín, hreinn og barnslegur tónninn, dró úr öfgum og ofstopa. Brynja Benediktsdóttir fer allt aðra leið, og best að segja strax að mér geðjast hún stór- um verr. Brynja ýkir, skerpir og skopgerir, undir því merki að hún vilji komast næst „upp- runans lind.“ Þess vegna tekur hún líka upp atriði úr Útilegu- mönnunum, fyrri gerð leiksins. Það gerði Sveinn Einarsson raunar líka, enda er sitthvað ferskara í þeirri gerð en hinni síðari. En í meðförum Brynju Benediktsdóttur verður gróf- gerður skopleikur, skrípaleik- ur, hið drottnandi einkenni verksins, - í öllu nema því er varðar Skugga-Svein sjálfan. Ég get mér þess til að ýmsum þyki þessi gamli kunningi tor- kennilegur orðinn. í viðtölunum er margsagt að Skugga-Sveinn sé andóf gegn hvers konar kúgun. Þannig séð verður Skuggi sjálfur eins kon- ar frelsishetja sem storkar valdinu og reglu samfélagsins. Fulltrúar þeirrar reglufestu eru Lárensíus sýslumaður og Sig- urður bóndi í Dal, báðir gerðir að skrípum í sýningunni sem ég hef ekki fyrr haft spurnir af. Einkum á það þó við hinn ámátlega sýslumann í gervi Kristjáns fjórða. En með þessu móti verður næsta lítið úr andófinu: kúgunarvaldið er hreinlega of aumt til að vera samboðið Skugga-Sveini að kljást við. Afleiðingin af þessu er sú að Skuggi sjálfur verður veikari, enda var þróttur hans mjög þorrinn í meðförum Erlings Gíslasonar: slíkt á raunar stoð í texta Matthíasar. En önnur leið til að túlka verkið væri að líta á Skugga-Svein sem nátt- úruafl, landvætt á Kili sem hann kveðst munu verða eftir dauða sinn. Slík meðferð kall- aði á einföldun sviðsbúnaðar og hófstilltari leikstíl. En gam- an væri að sjá Skugga-Svein einu sinni túlkaðan í hrein- ræktuðum rómantískum anda, sem goðsagnarlegan táknleik. En hér er sú leið sem sé ekki farin, og með því er leikurinn allur færður á lægra plan en mér finnst hann eiga skilið. Eftir stendur einmana, gamall hundeltur útilegumaður sem þó getur vafið yfirvaldinu um fingur sér og sleppur að lokum úr höndum manna með því að steypa sér í fossinn. Meðal annarra orða: lokaatriðið var fádæma slappt svo að sýningin glutraðist niður í endann. Leikmynd Sigurjóns Jó- hannssonar fannst mér óaðlað- andi verk og sumt var þar furðu kauðalegt, svo sem atrið- ið um draum Skugga-Sveins. Sviðsmyndin var raunar í fullu samræmi við leikstílinn, tæt- Þriðjudagur 27. nóvember 1984 9 ■ „Kúgunarvaldið verður hreinlega of aumt til að vera samboðið Skugga-Sveini.“ algjörir byrjendur. Hér kann nefnilega enginn til verka. Allt jafn sárgrætilega ömurlegt og heilabúið tómt. Hér ráða ferð- inni menn, sem hafa ekki enn lært þá einföldu staðreynd, að jafnan „skothríð og manndráp í tonnatali = spenna og besta skemmtun“ er misskilningur. Það þarf nefnilega meira til. Og það er ekki hér. Guðlaugur Bergmundsson ingsleg og grófgerð. Og illa kann ég við þann sið sem upp hefur gerið tekinn í húsinu að láta leika á hallandi gólfi; það skekkir sjónarsvið áhorfand- ans og fjarlægir leikinn. Ég veit ekki hvort ástæða er til að gefa leikendahópnum einkunnir. Þar skar sig enginn úr en allir áttu auðvelt með að skila þeirri mynd sem leikstjóri ætlaðist til. Borgar Garðarsson leikur búrann Sigurð í Dal, fulltrúa föðurveldis, og Pétur Einarsson sýslumannskrípið Lárensíus. Það er í jafnaoar- anda nútímans að leikstjóri skuli skopgera þessa yfirstétta- fulltrúa svo mjög, en ekki aðeins Guddu, Gvend og Jón sterka, eins og hefðin segir fyrir um. Árni Tryggvason lék Guddu og naut mestrar hylli leikhúsgesta eins og venjulega. Hákon Waage, Jón, og Rand- ver Þorláksson, Gvendur, sýndu hvergi mergjaðan leik, og yfirleitt, var Grasafjallið skelfing tilbúið atriði, í eigin- legri merkingu. Kannski geta fagmenn vorir nú á tímum ekki skilað þessum manngerð- um heilum, hætt við að jarð- sambandið hafi rofnað. Haraldur og Ásta, Örn Árnason og Sigrún Edda Björnsdóttir, fóru vel með sín ofurrómantísku hlutverk: atr- iðið þegar þau hittast fyrst var einkar smekklega af hendi leyst hjá þeim og leikstjóra. Aftur á móti var lítið bragð að þætti stúdentanna sem Karl Ágúst Úlfsson og Pálmi Gests- son léku. Af smærri hlutverk- um nefni ég sérstaklega Mar- gréti sem Ása Svavarsdóttir fór með af mikilli glettni. Ketill Larsen leikur nafna sinn og er bókstaflega gerður sem hundur: dæmi um klúrt skop leikstjórans. Vandræða- legt hlutverk Ögmundar gat Bjarni Steingrímsson ekki gætt neinu lífi. Aftur á móti var Baldvin Halldórsson í essinu sínu sem Galdra-Héðinn: atr- iði hans og kotunganna var leiklist sem eftirminnileg verður. Tónlist Jóns Ásgeirssonar í þjóðlagastíl hljómaði vel og virtist fagmannlega unnin sem vænta mátti. Én auðvitað bregður mönnum við að heyra ekki hin gantalkunnu lög. Mætti syngja þau án undirleiks eins og mig minnir að gert væri í sýningu Sveins Einarssonar og vel fór á . Árni Kristjánsson ritar ágæta grein í leikskrána, „Um Skugga-Svein og Matthías eins og ég minnist hans,“ lýsir bernskureynslu sinni af leikn- um , eins og margir aðrir hafa reyndar borið vitni um. En Árni bregður einnig upp eftir- minnilegri mynd af skáldinu sjálfu sem hann kynntist ungur. í lok greinarinnar nefn- ir Árni að sér finnist stundum skorta á virðingu fyrir Matthí- asi Jochumssyni hjá ungum lærdómsmönnum nú á tímum. Og aö"endingu segir hann: „Vonandi verður „unga ís- landi“ gott af því að kynnast gamla Skugga sem nú er orðinn landvættur á Kili. Æskan sem erfir landið þarf að kynnast „byggðum feðranna heim- kynnum þjóðernisins og fóstru sögunnar" sem skáldið kallar svo, ef hún vill verða „réttir íslendingar." Hér er sá strengur sleginn sem hver sá sem setja vill Skugga-Svein á svið verður að gefa gaum að. Slíkan þjóðleik þarf auðvitað að endurmeta og það hefur Þjóðleikhúsið reynt að gera í þetta sinn þótt deila megi um árangurinn. Gallinn er sá að endurmatið leiðir til þess, þegar á allt er litið, að veikja lífsmagn og safa þessa leiks, enda voru undirtektir áhorfenda á frumsýningu í daufasta lagi. Skugga-Sveinn á betri meðferð skilið, og auðvit- að fær hann þá meðhöndlun þótt síðar verði. Gunnar Stefánsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.