NT - 27.11.1984, Qupperneq 12
Tískudrottn-
ingin Jil
Sander í
Þýskalandi
Hefur mörg
jární
eldinum
■ Hér áður fyrr þótti það
alveg sjálfsagt, að tískan kæmi
frá Frakklandi. Frönsk varð
tískan að vera. Síðar eða um
1970, komu ítalskir hönnuðir
til sögunnar og þóttu ítölsk föt
vera m jög glæsileg, en ítalirnir
gerðu sömu skyssuna og
frönsku tískumeistararnir
höfðu fyrr gert. Fatatískan frá
þeim þótti mjög dýr og ekki
höfða til almennings, og lítið
var gert til að örva sölu á tísku-
fatnaðinum.
, Þá fór að bera á þýskum
tískuhönnuðum og þeir fóru
að sýna getu sína. í nýlegu
blaði af International Herald
Tribune er farið lofsamlegum
orðum um þýska tísku og sagt
að hún sé að slá í gegn. Fram-
leiðendur tískufatnaðar í
Þýskalandi hafi líka staðið vel
í stykkinu með að kynna og
selja framleiðsluna, svo nú séu
■ Fötin eiga að vera úr vönduðum efnum með sígildu sniði, þá
geta þau gengiö hvar og hvenær sem er, segir Jil Sander. — Hér
sjáum við sýnishorn af þýsku vetrartískunni. Slétti frakkinn er
teiknaður af Sander.
■ Jil Sander er fædd 1943, svo hún er komin yfir fertugt, en
hún er þó oft sjálf á myndunum í auglýsingum fyrirtækisins um
snyrtivörur, og er þá greinilega lýsandi dæmi um gæði snyrtivar-
anna.
þýsk föt vinsæl víða um heim-
inn.
í blaðinu eru nefnd 6 nöfn
þeirra, sem séu fremstir í
flokki. þýskra tískumeistara og
birtir myndir af þeim.
Stærsta myndin er af Jil
Sander, en hún er kona um
fertugt, sem lærði í Bandaríkj-
unum í sex ár. Hún lagði fyrir
sig bandaríska sögu og stúder-
aði list og listasögu við háskóla
í Kaliforníu. Síðar sneri hún
sér að tískuteiknun og hönnun
fata, og aðeins 23 ára gömul
réðst hún í það stórvirki að
stofna eigin verslun í
Hamborg. Henni hefur svo
sannarlega vegnað vel, því að í
dag er hún orðin þekkt víða
um heim sem fatahönnuður.
Pessi atorkukona hefur ýmis-
legt fleira á prjónunum en
fatahönnun. Árið 1978 stofn-
aði hún fyrirtækið Jil Sander-'
snyrtivörur í sambandi við
tískufyrirtæki sitt. Hún hefur
samvinnu í framleiðslu og
markaðsmálum við Lancaster-
fyrirtækið í Þýskalandi og
gengur fyrirtækið eins og í
sögu og söluaukning hefur orð-
ið gífurleg.
Jil Sander segir sjálf, að
sjálfstraust sitt og sjálfsagi sé
það sem hafi drifið hana áfram
á framabrautinni og lyft fyrir-
tækinu. Stundum er Jil spurð
hvort hún ætli ekki að fara að
hægja svolítið á vinnunni, þeg-
ar hún sér nú komin á fimm-
tugsaldurinn, en hún kveður
nei við því. Það sé svo margt
sem hún hafi á prjónunum. Til
dæmis ný ilmvötn, hún sé líka
byrjuð að kynna eigin fram-
leiðslu á loðkápum í þýskum
tískublöðum, og hún hafi gert
áætlun um nýjungar í fram-
leiðslu á handklæðum, glösum,
leðurvörum og skartgripum.
■ Diana Dors, kynbomba, reyndist mikil og sterk kona.
■m-
'í
x:
'X-.X
■ Alan Lake vildi ekki lifa
lengur eftir að Diana var farin.
Eiginmaður
inn fylgdi
Diönu Dors
■ Diana Dors var
helsta kynbomba
Breta á árunum á
milli 1950-1960 og
sem slík var hún
stimpluð sem heimsk
og fánýt til annarra
hluta en að sýna sig.
Annað átti þó eftir
að koma í Ijós.
Lífiðfórekki mjúkum hönd-
um um Diönu. Með aldrinum
sóttu á hana sjúkdómar og
það, sem álitið var næstum
dauðasynd í hennar starfi,
aukakíló í stórum stíl. Einka-
lífið var ekki alltaf í lygnum sjó
heldur. En Diana sýndi hvað í
henni bjó. Á hverju sem gekk
hélt hún sínu góða skapi og
sterka vilja, enda fór svo að
hún hélt reisn sinni og vinsæid-
um í augum landa sinna fram
á síðustu stund.
Jafnvel á dánarbeði, eftir að
hafa barist hetjulegri baráttu
við krabbamein um nokkurt
skeið, hélt Diana sálarró sinni
og hafi henni fundist hún eiga
eitthvað ógert, var það helsta
að vera manni sínum og fjöl-
skyldu áfram sá styrkur, sem
hún hafði verið.
Síðasti eiginmaður Diönu
Dorsvar Alan Lake. Hann átti
í erfiðleikum með sjálfan sig
lengst af, var drykkfelldur og
sat um tíma inni, kærður fyrir
niorð. í gegnum þykkt og
þunnt stóð Diana með manni
sínum, enda voru þau hvort
öðru háð og samband þeirra
mjög náið.
Alan Lake ver að vonum
niðúrbrotinn maður eftir lát
konu sinnar, og svo fór að
lokurn, 5 mánuðum eftir lát
hennar að hann stóðst ekki
mátið og skaut sig. Sama dag
var 15 ára sonur þeirra að
gangast undir inntökupróf í
leiklistarskóia.