NT - 06.12.1984, Side 12
Fimmtudagur 6. desember 1984 12
ABOT
Jólablað I
<L
Draumarnir hjálpa okkur við að leysa vandamál, auka
sköpunargleði okkar og hafa mikil áhrif á kynlíf okkar.
Nýjar athuganir hafa leitt í Ijós skýra greiningu á virkni
hugans og líkamans á meðan á svefni stendur.
maðurinn það sem á ófaglegu
máli er kailað „standpína" en
við skulum kalla upprisu
limsins, á sama fasahluta þá
fær kvenmaðurinn samsvar-
andi iíkamsviðbrögð því kyn-
færi hennar þrútna líkt og við
ertingu. Hægra heilahvelið frí-
ar sig undan yfirtökum vinstra
heilahvelsins og veldur þetta
straumi af myndum, tilfinning-
um og upplifunum. Þó svo
þessi starfsemi eigi sér stað í
heilanum þá eru viðbrögð t.d.
augna og eyrna þau að hegða
sér líkt og um ytri en ekki innri
atburði væri að ræða. Edward
de Bruno hefur sagt að í REM-
fasa svefns virðist hugsunar-
ferlarnir vera á svokölluðu
„lateral thinking" formi og svo
virðist sem hægra heilahvelið
sjái um slíkt. „Lateral
thinking" er hugsunarferlar til
lausnar viðfangs, óháð því
hvort rökrétt (lógic) sé að
farið. Þess vegna er oft sagt
„sofðu á því“, í svefni þá tekur
undirmeðvitundin viðfangs-
efnið fyrir með lógical aðferð-
um og í REMfasa með lateral
aðferðum. Það er talið að í
REMfasanum sé þó aðallega
unnið við að leysa úr þörfum
og áhrifum vegna hins vakandi
ástands. Einnig er athyglisvert
að fóstur og ungabörn eyða
næstum öllum svefn sínum í
REMfasa. Sigmund Freud
taldi að svefninn væri ekki til
að fela dýrið yfir nóttu heldur
væri svefninn til að uppfylla
duldar óskir og passar það við
þær nútímaskoðanir að svefn-
inn sé til að samlaga nýjar
upplýsingar að sjálfsmynd ein-
staklingsins. Svo eru sumir sem
vilja meina að svefninn hafi
enga sálfræðilega þýðingu.
Sjálfsmyndin og REM
( REMfasa er þannig unnið
úr áhrifum, upplýsingum og
tilfinningum að passi við sjálfs-
mynd okkar. Hér er átt við þá
sjálfsmynd sem við höfum en
ekki þá sem við teljum okkur
hafa. Væntir atburðir eru
þannig „æfðir” og unnið úr
liðnum. Á sama tíma er unnið
að útskýringum gagnvart með-
vitaðri sjálfsmynd, svo hún
haldist heil, en það orsakar svo
oft að raunveruleg sjálfsmynd
reynir að leysa úr tilfinninga-
streitunni sem útskýringavald-
ur hefur ollið, með því að veita
tilfinningaorkunni annað. Það
má segja sem svo að REMfasi
sjái um að flokka og útskýra
raunveruleikann í það form
sem sjálfsmynd okkar
þarfnast.
■ Það kemur alloft fyrir full-
orðiö fólk að það vaknar mcð
andfælum og hjartslætti án
þess þó að nokkurt strcss sé á
ferðinni. Ástæðan er frekar
flókin en þó má segja það að
hér sé um veigalitla vanstill-
ingu á eðlilegri starfsemi lík-
amans. Það er alltaf öruggara
að tala viö heimilislækninn
sinn ef um tíöar truflanir er að
ræða á eðlilegum svefni.
Eðlilegur svefn cr ekki að
leggjast útaf og liggja eins og
stytta til morguns, með jafnan
líkamshita og jafna heilastarf-
semi. Eðlilegur svefn felst í þó
nokkrum tilfærslum á líkaman-
um, sveiflu í hitastigi (sérstak-
lega heilans) og reglulegum
breytingum á starfsemi heilans
yfir nóttina. (Hinn svókajlaða
REMsvefn og venjulegan
svefn). Líffræðilega séð virðist
líkaminn ekki þurfa svo mjög
á svefni að halda en heilinn
virðist vera mjög svo háður
REMsvefni. Állir hafa inn-
byggða klukku sem íylgist með
tímanum og ef reynt er að
leyfa h'enni að ráða þá sér hún
um að svefn og vökutíma sé
semi grunnefnaskifta (basal
metabolismi) fellur um 10%.
Líkamshiti fellur því og er
minnstur á morgnana þegar
maður vaknar. Þessi 24
klukkutíma hringrás er hæg-
virk miðað við þá ferla sem
starfa á 90 mínútna svefnferl-
unum.
REMhluti svefnsins
REM stendur fyrir „rapid
eye movement", á íslensku er
það „hraðar augnhreyfingar”.
I þeim hluta svefnfasans þá
hættum við að bylta okkur og
andardrátturinn verður óreglu-
legur og fellur súrefnið í blóðinu
allt niður að því marki sem í
vakandi ástandi myndi valda
yfirliði. ( þessum fasa fær karl-
Meðaljón sefur
7 og 1/2 tíma t.d. frá kl.
23.00 til 6.30. Svefninum er
skift í svefnhringi, ystu mörkin
(rauð). Hverjum 90 mínútna svefn-
hring er lokið með REMfasa,blái hlut-
inn, fyrsti REMfasi varir í örfáar mínútur en
sá síðasti varir allt upp í einn klukkutíma. Þetta
eru draumfasar svefnsins og í þeim eyðum við jafn-
miklum orkubirgðum og í skokktúr af sömu tímalengd.
skift eins og hentar hverjum og
einum. Það er algengur mis-
skilningur að ailir þurfi jafn-
langan svcfn og að svefntími
sé hinn sami hjá öllum. Allir
þeir sem ferðast mcð flugvél-
um langar vegalengdir verða
óþyrmilega varir við þetta
Þessi innbyggða klukka virö->
ist vera hönnuð samkvæmt
forriti litninganna en still-
ing hennar að hluta háð reglu-
bundinni starfsemi líkam-
ans, Til dærnis þá hefur mat-
málstími verulega álirif á stað-
setningu svefntíma og eins og
flestir vita er cortisolmagnið
mest á morgnana. (Cortisol er
stressverjandi hormón). Það
sem hefur farið framhjá mörg-
um sem kannaö hafa svefn-
venjur nútíma mannsins er að
þegar við sófunt á næturnar þá
vaka aðrir því hjá þeim er
dagur. Þegar menn fóru að
ferðast með hraðfara tækjum
þá komu óeðlilegar breytingar,
á umhverfið og menn áttu
erfitt méð svefn... fyrstu vik-
urnar. Ein af aðferðunum sem
mælt hefur verið með til að
vinna á slíkum vandamálum er
að forðast það að borða mikið
nema rétt áður en farið er að
sofa samkvæmt svefntíma á-
kvörðunarstaðarins. Innri
klukkan virðist þá geta stillt sig
fyrr samkvæmt nýja „sólar-
hringnum". Þannig virðist
svefnvöku hringrásin geta stillt
sig af samkvæmt nýju umhverfi
án þess að það hafi langvarandi
áhrif á starfsemi hringrásarinn-
ar. Þessi innri klukka virðist
vera staðsett nálægt sjóntaug-
unum og í neðri hluta hypot-
halamus.
Virkni í svefni
Þegar við sofnum þá verða
vissar líffræðilegar breytingar í
okkur. Til dæmis þá minnkar
magn þeirra hormóna sem hafa
með kynþörf okkar qð gera og
framleiðsla á vaxtarhormóni,
kalk og fosfór í blóði eykst og
skjaldkirtillinn herðir á starf-
semi sinni.
Á meðan á aukinni virkjun
vissra lífeðlisfræðilegra ferla
stendur þá hægja aðrir á sér,
slímframleiðsla minnkarmikið
og meltingarstarfsemi hægir
allverulega á sér. Hjartsláttur
og öndun hægir á sér og starf-