NT - 11.12.1984, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 11. desember 1984 4
■ Theódór Guðfínnsson eftirlitsmaður frá gatnadeild Reykjavíkurborgar að gera úttekt á
verkframkvæmduni í vistgötunni en framkvæmdum er nú að mestu lokið og einungis eftir að
gróðursetja tré og runna á komandi voii.
■ Þannig lítur fyrsta vistagatan í Reykjavík út á regnmæddum vetrardegi. Mikil vinna hefur verið
lögð í þessa framkvæmd sem á að gera götuna vistlegri og tryggara athafnasvæði fyrir íbúana sem
hana byggja. NT-myndir: Árni Bjama
Reykjavík:
Fyrsta vistgatan er
orðin að veruleika!
- framkvæmdum við Þórsgötu lokið í bili
■ Guðjón Jónsson: „Þetta skipulag á götunni dregur úr hraða, og mér líst vel á þetta en veit ekki hvort ætti að gera svona lagað
á fíeiri stöðum."
■ Guðrún S. Þorkelsdóttir: „Líst ijómandi vel á þetta, það er
eins og Þórsgatan sé orðin aðalgatan hérna í hverfínu, en
umferðin er allt of mikil.“
■ Frágangi á fyrstu vistgötu Reykjavíkurborgar, Þórs-
götu, er nú að mestu lokið. Einungis er eftir að snurfusa
nokkur smáatriði sem aflaga fóru og einnig er eftir að ganga
frá smá kafla efst í götunni þar sem byggingarframkvæmdir
standa yffir og hafa hindraö frágang. A að ganga frá þeim
hluta á komandi vori um leið og gróðursetning trjáa og
runna fer fram.
Þórsgata er tilraunagata og á eftir að koma í Ijós hvernig
þetta fyrirkomulag reynist, en víða erlendis þar sem
svipað skipulag hefur verið haft í íbúðagötum hefur það
dregið stórlega úr umferð og umferðarhraða og aukiö
öryggi íbúa sérstaklega barnanna og ntinnkað slysahættu.
Eins og stendur er hægt
að aka Þórsgötuna í báðar
áttir, en gatan er þó í það
þrengsta fyrir umferðina úr
báðum áttum. Þegar stór-
um bílum hefur verið lagt í
bílastæöin er það vand-
kvæðum bundið fyrir tvo
bíla að mætast.
Framkvæmdir við vist-
götuna hafa staðið s.l. 3 ár
og hefur verið endurnýjað
holræsakerfi, hitaveita,
síma og rafmagnsstrengir
og skipt um jarðveg í allri
götunni. Ljóst er að kostn-
aður við þessar fram-
kvæmdir er töluvert mikill
t.d. liggja gatnagerðar- og
hitaveituframkvæmdir í
suniar á bilinu 3-3 1/2
milljón. 35 bílastæði eru
við Þórsgötu eftir að henni
var breytt og eru þau fyrst
og fremst ætluð fyrir íbú-
ana. Hitalagnir eru í allri
götunni og gangstéttum og
bera íbúarnir allan kostnað
af upphituninni, enda hita-
lögn lögð að þeirra ósk.
Það er fyrirtækið Garða-
prýði sem hefur staðið fyrir
framkvæmdum við vist-
götuna.
Ekki var annað að heyra
á vegfarendum í Þórsgöt-
unni en að þeir væru ánægð-
ir með breytingarnar, er
NT leit á framkvæmdirnar.
Töldu margir að full ástæða
væri til að fara út í svipaðar
framkvæmdir á fleiri stöð-
um í gamla bænum, ef ein-
hverjiraurarværu til íkass-
anum. Einnig kom það
fram hjá sumum að setja
bæri einstefnuakstur á
götuna, því eins og málum
væri nú háttað væri umferð-
in helst til mikil, og á meðan
gæti Þórsgatan vart staðið
undir nafni sem vistgata.
■ Hörður Jónasson: „Mér líst ágætlega á þetta, þó ég komi nú
varla til meö að njóta þess lengi, þar sem ég er að flytja. Gatan
er búin að vera lokuð þetta 1 1/2 ár sem ég hef búið hér en að
mínu viti ætti að vera einstefna á henni til að draga úr hraðanum."