NT - 11.12.1984, Page 11

NT - 11.12.1984, Page 11
 ffl? Þridjudagur 11. desember 1984 11 liil Viðskiptalífid Desember: Mán- uðurviðskiptanna ■ Þaö cru cngin ný sannindi að desember sé oröinn stœrsti við- skiptamánuður ársins á íslandi. En hversu stór er hann? Við verðum að láta tölur frá þessu ári bíða, en lítum aðeins á tölur frá því í fyrra. I reikningum Seðlabanka ís- lands kemur fram að mun meira af seðlum og mynt er í umferð í desember en aðra mánuði; var aukningin í lok desember 1983 24% frá meðaltali þriggja ntán- aðanna á undan. Beinar tölur liggja ekki fyrir um veltuaukningu í verslun, en innhcimtur söluskattur af vöru og þjónustu gefur til kynna að veltan í þessum greinum hafi orðið 32% hærri í desember í fyrra heldur en að meðaltali í þremur mánuðunum áöur, og er þessi útreikningur gerður á föstu verðlagi. Og verðbréfaviðskipti? Pétur Blöndal hjá Kaupþingi sagði þessi viðskipti mjög lífleg í des- ember, en þar eiga líknarsjóðir sem vilja laga bókhaldsstöðuna fyrir áramót stóran hlut að máli. En við þóttumst þess fyrirfram fullviss að ein tcgund viðskipta. fasteignaviðskipti, væru ntinni í desember en aðra mánuði. Og mikið rétt. Stefán Ingólfsson hjá Fastcignamati ríkisins sagði okk- ur að ntiðað við reynslu allmargra ára þá væru þessi viðskipti tiltölu- lega lítil og verðþensla í lágmarki í descmbermánuði. En.' sagði Stefán, undantckningarnar frá þessari reglu urðu í fyrra og árið þar áður. Hvað gerist í ár? Verslunarráðið: Spáir 30% verðbólgu ■ Meðaltal.shækkun verðlags á milli áranna 1984 og 1985 verður um 30%, samkvæmt nýrri verðbólguspá Verslunar- ráðs íslands. Spáin gerir ráð fyrir að framfærsluvísitalan, sem var 111,8 stig í nóvember, verði komin í 125 stig í febrúar; vísitalan verði 136,7 stig í maí og 139,9 stig í ágúst; þannig verði hækkun verðlags frá nó- vember til ágúst um 25%. í forsendum spár Versl- unarráðsins er ekki reikn- að með launabreytingum umfram samninga og ekki gert ráð fyrir að framleiðni aukist. Verðbréfamarkaðirnir vaxa stórlega: Þreföldun hjá Kaup- þingi á ■ „Við hérna hjá Kaupþingi giskum á að veröbréfamarkað- irnir velti fjármagni sem sé svona 2-3% af innlánum í bankakerfinu'% sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri þegar NT ræddi við hann unt hið ört vaxandi hlutverk ís- lensku verðbréfamarkaðanna á síðustu mánuðum. Innlán í bönkum og spari- sjóðum landsins nema nú um 22 milljörðum króna, þannig að í verðbréfum eru, samkvæmt þessu áætlunum Péturs, bundnar á milli 440 og 660 milljónir króna. Pétur sagði þessar tölur vera ágiskunartölur, vegna þess að Fjárfestingafélagið, Ávöxtun, og svo einstakir verðbréfasalar og lögmenn héldu umsetning- artölum sínum að sjálfsögðu leyndum. Hjá Kaupþingi hefði umsetningin þrefaldast frá því um síðustu áramót. „Verðbréfamarkaðirnir eru greinilega mjög vaxandi þáttur í fjármálakerfinu og lánsfjár- W ■ ari markaðnum, en eins og ég hef bent á er sala verðbréfa mikið liprari leið til að afla sér lánsfjár heldur en lántaka í banka." Á móti keniur hins vegar að vextirnir af verðbréfunum eru miklu hærri en útlánavextir banka. „En það hefur nú verið talað unt að dýrasti peningurinn sé sá sem maður fær ekki. Svo kentur líka inn í dæmið að fyrirtækin fá helminginn af vöxt- unum dreginn frá sköttum," sagði Pétur Blöndal að lokunt. Afmæli Hafnarfjarðarútibús Iðnaðarbankans ■ Iðnaðarbankinn í Hafnar- firði átti tuttugu ára afmæli í nóvember s.l. I tilefni þessara tímamóta gaf bankinn Hrafn- istu, dvalarheimili aldraðra í Hafnarfirði, vatnsnuddpott að andvirði 180 þúsund krónur, en potturinn verður settur upp við sundlaug fyrir vistmenn Hrafnistu. Iðnaðarbankinn í Hafnar- firði var opnaður 13. nóvem- ber 1964 í leiguhúsnæði að Strandgötu 4, en flutti fjórum árum síðar í eigið húsnæði að Strandgötu 1. Við opnun voru starfsmenn bankans þrír, en eru nú um þrjátíu. Núverandi útibússtjóri er Jóhann Egils- son. Iðnaðarbankinn í Hafnar- firði tók upp beinlínuvinnslu á árinu 1982 og nýlega tók hann í notkun tölvubanka, sem opn- ar þjónustu bankans allan sól arhringinn. Á myndinni má sjá Sigurð Kristinsson (t.v.) varaformann bankaráðs Iðnaðarbankans af- henda Garðari Þorsteinssyni gjafabréf fyrir vatnsnuddpott- inum. Sólveig Ólafsdóttir, t.d. heldur á fundarhamri sem Ólafur Stephensen, t.h. gaf SÍA við opnun skrifstofunnar við Háteigs- veg. Opnar nú fyrstu SÍA-skrifstofuna ■ Samband íslenskra auglýs- ingastofa, SÍA, hefur opnaö skrifstofu að llátcigsvegi 3 í Reykjavík. SÍA var stofnaö árið 1978, en hefur ckki rekið sjálfstæða skrifstofu fyrr. Að sögn Sólveigar Ólafs- dóttur, framkvæmdastjóra SÍA, þá starfar Sambandið að fclags- og fræðslumálum aug- lýsingastofanna, enennfretnur að sameiginlcgum hagsntuna- málum stofanna - hagsntuna- ntálum, sem m.a. snerta sctn- ingu laga og reglna um auglýs- ingar og fjölmiðlun. SÍA hefur t.d. gert athuga- semdir við fyrirhuguð ákvæði í nýjum útvarpslögum urn að óleyfilegt verði að selja auglýsingar í sjónvarps- kapalkerfin. á sama tíma sem leyfilegt veröi að taka við er- lendu efni nteð auglýsingum unt gervihnetti; ennfremur hefur SÍA fundið að fyrir- ætlunum um að ákvarða aug- .lýsingataxta útvarpsstöðva, en telur að þessir taxtar verði bcst mótaðir af verðsantkeppni stöðvanna. Ákveðiö er að víkka út starf siðanefndar, scnt SÍA hefur haldið úti frá upphafi, og starf- ar samkvæmt reglurn Alþjóða- verslunarráðsins, og taka inn í hana fulltrúa Verslunarráðs ís lands og Neytendasamtak- anna, hagsmunagæslusamtaka auglýsenda og neytenda. Nú eru ellefu auglýsinga- stofur í SÍA. Sólveig Ólafs- dóttir sagði aö nokkur skilyröi væru sett fyrir inngöngu í Sam- bandiö, þ.á.m. að viðkomandi auglýsingastofa vcitti alhliða auglýsingaþjónustu. Allmarg- ar stofur, sprottntir upp á síð- ustu árum, byðu upp á tak- markaða þjónustu og væru ekki í Sambandinu. Formaður SÍA cr Ólafur Stephensen, ritari er Kristín Þorkelsdóttir, oggjaldkeri Páll Guöntundsson. Myndverk stækk- ar við sig ■ Myndverk hefur flutt í nýtt og rúmgott húsnæði að Ar- múla 17a í Reykjavík. Fyrir- tækið var stofnað árið 1982, og hóf þá stækkunarþjónustu eftir litskyggnum á Cibrachrome efni. Nú hefur Myndverk bætt við sig tækjum og býður upp á fjölbreytta þjónustu, þ.á.m. handstækkanir á iitskyggnum, litljósritun og tækniteiknun. Er þjónustan meðal annars sniðin fyrir söfn og skjala- geymslur, hönnuði, skóla og auglýsingastofur. Eigendur Myndverks eru Einar Erlendsson, Ijósmynda- fræðingur, og Ásta Halidórs- dóttir, fathönnuður. Á mynd- inni er Einar við vinnu í Mynd- verki. NT-mvnd: Árni Bjarna ___________ Iðnaðarbanki hlaut ársskýrsluverðlaun ■ Stjórnunarfélag íslands af- henti fyrir helgina fjórðu árs- skýrsluverðlaun sín fyrir bestu ársskýrslu fyrirtækja og félaga árið 1983. Að þessu sinni hlaut Iðnaðarbanki íslands verð- launin. Jafnframt hlutu Olíuverslun íslands hf. og Kaupfélag Aust- ur-Skaftfellinga sérstakar viðurkenningar fyrir vandaðar skýrslur. Markmiðið með ársskýrslu- verðlaununum er að stuðla að betri frágangi og framsetningu ársskýrslna, þannig að þær gefi sem réttasta mynd af stöðu viðkomandi fyrirtækis. Áður hafa Flugleiðir, Lands- banki íslands og Eimskip feng- ið ársskýrsluverðlaun Stjórn- unarfélagsins. Myndin var tekin þegar Ragnar Önundarson, banka- stjóri, þakkaði verðlaunin fyrir hönd Iðnaðarbankans. NT-mynd Róbert

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.