NT - 11.12.1984, Blaðsíða 19

NT - 11.12.1984, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. desember 1984 19 Úfönd Indland: Skaðabóta krafist fyrir fórnarlömb gaseitrunar Stuðningur Union Carbide svipaður og árslaun framkvæmdastjóra fyrirtækisins ■ Talsmenn Union Carbide- stórfyrirtækisins státa sig nú af því að þeir hafi af góðmennsku sinni látið eina milljón dollara renna til hjálparstarfs í Bhopal þar sem að minnsta kosti 2.500 létust vegna gaseitrunar frá verksmiðju fyrirtækisins og 125.000 urðu fyrir heilsutjóni. En þessi „mikli“ stuðningur fyrirtækisins er samt litlu meiri en þau árslaun sem það veitir aðalframkvæmdastjóra sínum, Warren Anderson. Bandaríska tímaritið Business Week maga- zine telur að hann hafi fengið um 837.000 dollara í laun á síðasta ári. Pað er hætt við að Union Carbide verði að greiða mun hærri upphæðir til fórnarlamba gaseitrunarinnar áður en yfir lýkur. Nú þegar hafa komið kröfur um 15 milljarða dollara í skaðabætur vegna gaseitrunar- innar. Þessi krafa er sett fram af tveim bandarískum lögfræðing- um frá Miami, sem hafa umboð fyrir hluta fórnarlambanna. Þeir hafa náið samstarf við banda- ríska saksóknarann Melvin Belli frá San Fransisco, en hann kom til Nýju-Delhi í gær. Annar bandarískur lög- fræðingur, John Coal, segist hafa umboð um 5000 fórnar- lamba. Hann er einnig mjög þekktur í Bandaríkjunum fyrir lögfræðistörf í Washington. Coal kom til Bhopal í gær þar sem hann mun kanna að- stæður nánar áður en hann setur fram skaðabótakröfur. Talsmenn Union Carbide segjast vona að þetta mál verði leyst sem fyrst. En allar líkur eru á því að það dragist í nokkurn tíma þar sem enn er langt frá því að öll áhrif eitrun- arinnar séu komin fram. Ekki er t.d. ljóst hvað fólkið, sem varð fyrir eitruninni, verður mikið bæklað eftir hana og hvað margir missa sjónina. Ekki er heldur vitað hvort óléttar konur geti fætt heilbrigð börn eftir eitrunina eða hvort börn þeirra verða vansköpuð. ■ Enn deyr fólk úr gaseitruninni í Bhopal á Indlandi. Nú er unnið að því að reyna að bera kennsl á hina látnu, en í sumum fjölskyldum eru vart neinir eftirlifendur til að taka að sér þann dapurlega starfa. Víða í bænum hanga nú veggspjöld með myndum af fólki sem ekki þekkist, eins og sjá má á þessari mynd. Símamynd-POLFOTO \ ? m' V \ 'm M WSm Jm ;" /W ■ jm : X ■ Ær 4 M M1 1 \ rnF. 11 7 p W HT & kí'VmWtV'^' ^ j t 'Mtm wW bV Wr M ..>■ t? \ ■ 'i*! ͧUv ■fefPWyV. . | t í ^ ^ |^ % tÉy| wm tT’í i fl fjjL ('uájVá "/«' "M |!|?&: ] \ \f I W 0 | Wk ■rh. f'j I IL « i | | V JMpS1 Mpjpgi M TT |^U| W* m ' ÍSj m | s V - wm á ** ij'á 1 Samstöðuleiðtoga sleppt úr fangelsi ■ Bogdan Lis, einum helsta leiðtoga Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðsfélaga í Póllandi, var slcppt úr fangelsi nú um helgina. Á sunnudaginn fögnuðu um 7000 manns Lis í hafnarborginni Gdansk, þar sem Samstaða er hvað sterkust. Símamynd-POLFOTO V-Þýskaland: Deilt um jólatré Bonn-Reuter ■ Náttúruvemdarmenn í Vestur-Þýska- landi hafa lagt til að kirkjur og bæjar- stjórnir víðsvegar um landið velji greni- tré sem greinilega séu sýkt vegna meng- unar til að setja upp á opinberum stöðum. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að leggja til að fólk kaupi ekki lifandi jólatré til'að setja upp á heimilum sínuni þessi jól heldur noti þess í stað gerfijólatré úr plasti. En aðrir náttúru- verndarmenn eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd. Þeir segja að plasttrjánum yrði bara hent og þeim síðan brennt sem aftur veldur mengun. Rannsóknir á þýskum skógum .sýna að nú er helmingur allra trjáa þar sýktur vegna mengunar í andrúmslofti og jarð- vegi. Nú þegar hafa bæjarstjórnir á sumum stöðum í Svartaskógi sett upp jólatré sem eru illa farin vegna mengun- arinnar. Þannig vilja þær minna fólk á mengunina sem er að eyða skógum landsins. Aðstoðarmaður bæjarstjórans í Hinterzarten segist vona að 3,5 metra ræfilslegt jólatré á ráðhústorginu þar setji eftir sem áður jólablæ á bæinn. Albanir aukasam- vinnu við Grikki Vín-Reuler ■ Albanir hafa skrifað undir fimm samninga um samvinnu við gríska nágranna sína. Samn- ingarnir kveða m.a. á um sam- vinnu um vöruflutninga á vegum, póstþjónustu, síma- þjónustu, menningu og á sviði tækni og vísinda. Albanir hafa á undanförnum áratugum haft ákaflega tak- markaða samvinnu við vestræn ríki. Þeir tóku t.d. ekki upp stjórnmálasamband við Grikki fyrr en árið 1971. En að undan- förnu hafa Albanir sýnt aukinn áhuga á samvinnu við Vestur- lönd eins og þessi samningur við Grikki sýnir. Samningarnir voru undirrit- aðir í Tirana, höfuðborg Alban- íu, þar sem utanríkisráðherra Grikkja, Carlos Papoulias, var í opinberri heimsókn í síðustu viku. „Herormar“ valda spjöll- um I Kenya Nuirobi-Reuter ■ Skorkvikindi, sem í Kenya nefnast „herormar", hafa upp á síðkastið hámað í sig jarðar- gróður í grennd Nairobi í Ken- ya og eru nú byrjuð að snæða gróðurlendi höfuðborgarinnar sjálfrar. Embættismenn í Nairobi segja að á tæpum mánuði hafi skordýrin unnið spjöll á gróðurlendi, sem nemur um 400 ferkílómetrum. Uppskera á maís, hveiti, sykri og byggi hefur orðið fyrir miklum skemmdum. Ormarnir kallast á fræðimáli „spodotera exempta“ og eru afkvæmi mölflugu, sem verpir eggjum á þúsundatali. Á fimm dögum eru eggin síðan orðin að matgráðugum ormum. Nýverið var þessi plága rædd á þinginu í Nairobi á meðan að ormarnir gæddu sér á hinum snyrtilegu trjám og blómskrúði fyrir utan þinghús- ið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.