NT - 11.12.1984, Blaðsíða 6
ff|7 Þriðjudagur 11. desember 1984 6
IlL Vettvangur
Bolli Héðinsson:
Hækkum vextina!
Um fornar dyggðir og nýjar
■ Hvenær hætti það að vera
dyggð á íslandi að spara fé í
stað þess að skulda það?
Hverjir eiga að lána ef allir
skulda?
Er nema von að spurningar
af þessu tagi leiti á, þegar
umræðan um vexti og vaxta-
pólitík hefur snúist svo gjör-
samlega við, að allir eru löngu
hættir að tala um „gamla
fólkið" og það dyggðum
prýdda fólk sem sparaði og lét
fé sitt brenna á verðbólgubál-
inu. Nú ber enginn hag þessa
fólks fyrir brjósti lengur, því
svo virðist vera að dyggðin
mesta í dag sé sú að skulda og
skulda sem mest. Hagsmunirn-
ir, sem í því voru fólgnir að
skulda sem mest á meðan vext-
ir voru neikvæðir, voru aug-
Ijósir, enda um eignaupptöku
að ræða þar sem fé var fært frá
sparifjáreigendum til skuldara.
Nú loksins þegar gamla fólkið
(les sparifjáreigendur) eiga
loksins að fá sæmilega raun-
vexti af fjármagni sínu, þá er
kveinað undan því vonda ís-
lenska fólki, sem er ekki fúst
að lána peninga sína, nema
gegn því að fá vexti, helst þá
sömu og íslendingar borga út-
lendum sparifjáreigendum.
Háir vextir eru ekki nema
ein útfærsla þeirrar stefnu að
„skattleggja eyðsluna en verð-
launa sparnaðinn“ sem vafa-
laust samræmist fullkomlega
hagfræði hinnar hagsýnu hús-
móður.
í raun eru vextir ekki orðnir
nógu háir fyrr en allir þeir sem
vilja fá lán, geta fengið það.
En þá auðvitað með svo háum
vöxtum að slíkt er ekki fýsilegt
nema til mjög arðbærra verk-
efna. Verkefna, sem skila betri
ávöxtun heldur en vaxta-
greiðslur þær, sem inna þarf af
hendi fyrir láninu.
E.t.v. eru nú að koma í Ijós
langvarandi áhrif þess hversu
lengi þjóðfélagið var heltekið í
hinu sjúka verðbólguástandi.
Rofið hefur verið orsakasam-
hengið milli innlána og útlána,
sem er, að forsendan fyrir
því að fá lánað fé, er að
einhver vilji lána það. Til þess
að fá fé lánað verður að bjóða
vexti og þá fyrst ná sparendur
og lántakendur saman, að lán-
takandinn bjóði nógu háa vexti
sem sparandinn sættir sig við.
Áhrif vaxta á heimiiin
Þau fjögur atriði, sem helst
ber að skoða þegar reynt er að
gera sér grein fyrir afleiðingum
hárra vaxta og vaxtahækkunar,
eru áhrifin á afkomu heimil-
anna (rekstur þeirra), fjárfest-
ingar einstaklinga, rekstur
fyrirtækja og fjárfestingar
þeirra.
Ef litið er ti! heimilinna þá
er Ijóst að háir vextir munu til
lengdar, en e.t.v. ekki í bráð,
gera einstaklingum auðveldar
með að komast yfir það sem
nefnt hefur verið „varanlegar
neysluvörur“ (heimilistæki,
o.þ.h.) Háir vextir munu
hjálpa fólki til að safna fyrir
tilteknum settum markmiðum
í fjárfestingum, flestum öðrum
en íbúðarhúsnæði. Þannig þarf
fólk, ef sæmilega háir vextir
bjóðast, ekki að spara jafn j
lengi og ella til að eignast það
sem markmiðið hefur verið
sett á að eignast, vextirnir flýta
fyrir því. En almenningur mun
vera að þrem fjórðu hlutum
eigendur sparifjár allra
landsmanna.
Á þessum síðustu og verstu
tímum þegar horft er uppá
hvernig þjóðin er að skiptast í
tvennt, ríka íslendinga og fá-
tæka, þá vona ég samt sem
áður að ekki sé svo illa komið
fyrir nokkrum, að hann verði
að lifa á lánum til að draga
fram lífið. Að enginn þurfi að
lifa af bankalánum til að sjá sér
og sínum farborða. Enda væri
þá um vítahring að ræða sem
erfitt væri að komast úr, því
augaleið gefur að þeir hinir
sömu einstaklingar munu þá
heldur ekki eiga fyrir afborg-
ununum þegar að þeim kemur.
Sé hinsvegar svo illa ástatt
fyrir einhverjum, þá verður
samfélagið að hlaupa undir
bagga með því fólki og hjálpa
því út úr þeim fjárhagskrögg-
um með beinum fjárframlög-
um, ekki með lágum banka-
vöxtum.
Ónýtt húsnæðislánakerfi
Háir vextir munu í lang
flestum tilvikum hjálpa ein-
staklingum til fjárfestingar,
nema ef vera skyldi í fjárfest-
ingum til að komast yfir eigin
íbúðarhúsnæði. Þegar íbúðar-
húsnæði er annars vegar er um
að ræða fjárfestingu, sem lagt
er í tiltölulega snemma á æv-
inni, en sem þarf að nýtast til
æviloka, þó svo að fasteignin
kunni að taka á sig ýmsar
myndirálífshlaupinu þábygg-
ir það allt á þeirri fyrstu. Hér
hefur hið opinbera komið að
og veitt mikla fyrirgreiðslu,
sem þó dugir hvergi nærri til.
Mál hlýtur að vera komið að
velta því fyrir sér, hvort fjár-
munir þeir, sem sjálfkrafa eru
lánaðir í gegnum opinbera
húsnæðislánakerfið, skili sér
sem skyldi. Þannig hljóta
menn að spyrja, hvort eðlilegt
sé að fimmtugur milljónamær-
ingur, sem vill eignast villu á
Arnarnesi eigi að fá sama lán
og iðnverkamaður, sem er að
bisa við að koma yfir sig blokk-
aríbúð í Ártúnsholti?
Það hlýtur að vera eðlilegt,
að félagsleg kerfi eins og hús-
næðislánakerfið taki meira til-
lit til aðstæðna hvers og eins og
hugi að því, hvernig nýta megi
betur það takmarkaða
fjármagn, sem þar er til ráð-
stöfunar. Ég gæti t.a.m.
ímyndað mér að setja ætti sér
það mark að húsnæðislán auk
lífeyrissjóðsláns og skyldu-
sparnaðar ætti að duga flestum
til að eignast þak yfir höfuðið
í fyrsta sinn. Lánið fylgdi síðan
fólki en ekki húseignum. Því
aðeins ætti fólk síðan völ á
meira láni að fjölskylduað-
stæður hafi breyst, þ.e. að um
fjölgun hafi orðið að ræða frá
því að viðkomandi fékk síðast
lán frá Húsnæðisstjórn.
Húsnæðislánin á hinsvegar
ekki að gera hagstæð með
lágum vöxtum. Þvert á móti
eiga vextir þeirra að vera þeir
sömu og tíðkast á hverjum
tíma. Hinsvegar eiga húnæðis-
lán að vera hagstæðari en önn-
ur lán í því tilliti að þau séu til
svo langs tíma, e.t.v. 45 ára.
Því verði greiðslubyrði afborg-
ana af þeim minni og einstak-
lingunum ekki þyngri í skauti
en sem svaraði til eðlilegrar
húsaleigu.
Háir vextir í útlöndum
Vaxtahækkanir munu hafa
áhrif á rekstur fyrirtækja og
gera þeim í einhverjum mæli
erfiðara um vik. Hinsvegar
skyldi ekki vanmetinn' sá kostur,
sém því hlýtur þó að fylgja
fyrir fyrirtækið, að eiga vísan
aðgang að Iánsfjármagni, þó
dýrt sé. En aðeins með nógu
háum vöxtum næst það
markmið að hver sá sem vilji
fá lánað geti fengið lán.
í flestar stærri fjárfestingar
hinna stærri íslensku fyrir-
tækja, sem ráðist er í um
þessar mundir, er ráðist í með
erlendum lántökum. Vextir
þeirra lána eru ekki lægri en
vextir á innlendu lánsfé og í
flestum tilfellum hærri. Þannig
þýðir raunlækkun innlendra
vaxta ekki annað en að halda
á áfram að greiða erlendum
sparifjáreigendum háa raun-
vexti, á meðan íslenskum
sparifjáreigendum skulu að-
eins greiddir lágir raunvextir
og helst eiga þeir að tapa á því
að spara!
Þannig eru íslensk fyrirtæki
undir sömu sök seld og fyrir-
tæki í nágrannalöndunum, að
eiga erfitt með fjárfestingar
sökum hárra vaxta. Þannig
mun ekki neitt úr rætast hér á
landi fyrr en úr rætist í ná-
grannalöndum okkar.
Fjármagn leitar
bestu ávóxtunar
Eitt er það atriði, sem
gleymist ærið oft þegar hrópað
er á lækkun vaxta, en það er,
að þeir einu vextir í þjóðfélag-
inu, sem ríkisstjórnin getur
hugsanlega haft áhrif á, eru
vextir þeir, sem innheimtireru
og greiddir í bönkum. Þannig
þýðir lækkun bankavaxtanna
ekki annað en fjármagnsflótta
úr bönkunum og þ.a.l. minna
fé til útlána. A meðan mun
verslun með verðbréf blómstra
og þar mun alltaf bjóðast sú
hæsta ávöxtun, sem möguleg
er á hverjum tíma. Þ.e. þeir
vextir sem sparifjáreigandinn
er reiðubúinn að lána fé sitt
gegn og lántakinn reiðubúinn
að borga.
En jafnvel þó einhverjir
vildu síðan koma lögum yfir
verðbréfaviðskipti þá mun
spariféð eftir sem áður leita út
úr bönkunum og einnig frá
verðbréfaviðskiptunum til
hinnar hæstu ávöxtunar sem
býðst, bjóðist hún ekki hjá
þessum tveimur aðilum. Bjóð-
ist hæsta ávöxtun ekki í bönk-
um eða í verbréfum keyptum
með afföllum, þá má alltaf
fjárfesta t.d. í fasteignum eða
öðrum eignum, sem munu
verðtryggja fjármuni sparifjár-
eigenda, og það vel.
Hvort álíta nienn nú heppi-
legra, að láta sparifjáreigendur
vera á stöðugum flótta með
spariféð undan vaxtalækkun-
armönnum, eða þá að þeir geti
haft það á einum öruggum stað
í banka, sem löggjafinn hefur
þó falið að varðveita sparifé,
væntanlega í trausti þess að
því yrði varið til fjárfestinga,
sem skiluðu þjóðinni arði, þótt
síðar verði.
Ríkisfjármál í rúst
Meðal þess sem knýr á um
hækkun vaxta nú er hversu
ólánlega hefur tekist til í ríkis-
fjármálunum og hversu þau
hafa í raun verið fjarri öllum
öðrum markmiðum, sem ríkis-
stjórnin hefur sett sér.
Síðasta dæmið um það er
hin ófrumlega hækkun sölu-
skatts um hálft stig, sem virðist
hin eina lausn, sem aðilar ríkis-
stjórnarinnar sættust á. Hins-
vegar ber sú ákvörðun í raun
vott um kjarkleysi til að takast
á við þann vanda, sem við er
að glíma. Innheimta söluskatts
er í raun komin út yfir öll
velsæmismörk, svo leita hefði
átt aðra skattstofna fyrst
gefist var upp á sparnaði í
ríkisrekstrinum. Söluskattur
var greinilega þegar orðinn of
hár að mati stjórnmálamanna
fyrir 10-15 árum, þegar þeir
afréðu að afnema hann af mat-
vælum. Hinsvegar voru þá ekki
fyrirséð þau söluskattssvik,
sem komið hafa upp síðar m.a.
vegna söluskattsundanþág-
anna. Ástæða er til að ætla að
undanþágurnar valdi því að
fjárhæðir, er lækkað gætu sölu-
skatt um nokkur stig, skili sér
nú ekki í ríkissjóð. Þannig
væri öllu skynsamlegra í stöð-
unni nú að fella niður undan-
þágurnar og mæta hinni þyngri
framfærslubyrði er af því leiðir
með barnabótum.
S.l. sumar vann hópur á
vegum ungra framsóknar-
manna að tillögum um hvaða
leiðir fara bæri í skattheimtu,
ef þess gerðist þörf fyrir ríkis-
sjóð. Voru tillögurnar afhentar
formanni Framsóknarflokks-
ins síðla sumars. Meðal þess
sem þar var getið, voru afnám
söluskattsundanþáganna,
tekjuskattur greiddist ekki af
almennum launatekjum og
eignaskattur yrði hækkaður
með háu fríeignamarki. Einnig
var þar getið um ýmsar úrbæt-
ur í skattamálum, s.s. að við-
miðunartekjur einstaklinga í
atvinnurekstri yrðu ákvarðað-
ar til samræmis við þau raun-
verulegu laun, sem greidd eru
í viðkomandi atvinnugrein.
Ábyrgð löggiltra endurskoð-
enda yrði aukin og gert að
skyldu, að þeir árituðu framtöl
fleiri aðila heldur en nú er.
Því miður virðist lítið hafa
orðið úr öllum tillögum ungra
framsóknarmanna við úrlausn
fjárhagsvanda ríkissjóðs nú,
en þess í stað valin hin ófrum-
lega leið söluskattshækkunar.
BoHi Héðinsson