NT - 11.12.1984, Page 23
1
■ Ron Greenwood er að hugsa málið og það tekur á.
Leikurinn í Tókýó:
Neal óhress
með dómaratríóið - Fagan sáttur við úrslitin
Frá Heimi Bergssyni fréttaritara NT í Eng-
landi:
■ Peir voru ekki allir alls
kostar ánægðir með útkomuna
í leik sínum og Independiente
leikmenn Liverpool. Leikurinn
sem var úrslitaleikurinn í
heimsmeistarakeppni félags-
liða og fór fram í Tókýó á
sunnudag lauk með sigri S-
Ameríku liðsins 1-0.
Phil Neal hjá Liverpool sagði
að sér hefði fundist það algjör
hneisa að dómarinn og lín-
uverðir voru allir frá sitt hvoru
landinu. „Dómaratríóáað vera
frá sama landi og þeir eiga helst
að hafa dæmt nokkuð sem
tríó“ sagði Neal.
Joe Fagan tók hins vegar
úrslitunum sem sjálfsögðum.
„Peir voru einfaldlega betri
boltatæknimenn en við og það
skipti miklu máli á þessum velli
sem var ekki góður. Þeir eru
snillingar með knöttinn og svo
spiluðu þeir mjög góða og
skipulagða vörn sem við gátum
ekki brotið á bak aftur" sagði
Fagan sem þarna missti loks af
titli.
Leikurinn í Tókýó var ekki
góður að mínu mati enda
völlurinn nær án grass og erfið-
ur yfirferðar.
■ Phil Neal; vondur.
Lætin hjá Southampton:
Minnka ekkert
- Wright seldi sögu sína
Frá Heimi Bergssyni fréltaritara NT i
Englandi:
■ Þau ætla ekkert að minnka
lætin í kringum Mark Wright,
landsliðsmann hjá Southampt-
on. Eins og menn muna þá setti
leiðindi að pilti fyrir stuttu og
þóttist hann sjá skrattann í
sjálfum framkvæmdastjóran-
um hjá Southampton, Lawrie
McMenemy. Hófust þá átök
þeirra á milli og voru sögur í
blöðum á þá leið að menn
hefðu slegist og rifist svo stúkur
ætluðu af „The Dell“, heima-
velli Southampton.
Nú ætlar allt í háaloft á ný
hjá Wright og þeim er málið
varðar. Wright gerði sér nefni-
lega lítið fyrir og seldi sitt
viðhorf á þessum málum til
sunnudagsslúðurblaðsins
Sunday People og fékk væna
fúlgu af seðlum fyrir. Sumir
segja allt að 10 þús. sterlings-
pund Að sjálfsögðu urðu
menn allt annað en ánægðir
með þessa meðhöndlun mála
hjá Wright og er nú talað um
að hann verði settur í lands-
leiksbann fyrir vitleysuna í sér.
Þess má geta að þrátt fyrir að
allt hafi verið á háu nótunum
hjá liðinu í Southampton þá
hefur gengi liðsins ekki verið á
neinni niðurleið. Hver leikurinn
á fætur öðrum hefur unnist og
á meðan Wright hefur sitið í
stúkunni og horft á. Nú um
síðustu helgi vannst sigur á
Arsenal og hefur allt verið á
leiðinni upp á við hjá strákun-
um á „The Dell“.
Þriðjudagur 11. desember 1984 23
Enskir punktar:
Greenwood til QPR?
- hugsanlegur aðstoðarmadur til næsta sumars - Tottenham er að hugsa um að kaupa
markvörð - Er Clemence orðinn gamall?
Frá Heimi Bergssyni fréltaritara
NT í Englandi:
■ Þeir tveir le'ikmenn sem
reknir voru af velli í leik QPR
og Everton á laugardaginn eiga
nú yfir höfði sér allt að 2 leikja
bann. Það voru þeir Stainrod
og Van den Howe sem slógust
sem hanar á vellinum ásamt
fleiri leikmönnum og var báð-
um vísað afvelli.
Meira frá QPR. Eftir að
Alan Mullery var látinn hætta
sem framkvæmdastjóri hjá fé-
laginu þá hefur þjálfarinn
Frank Silby séð um daglega
framkvæmdastjórn hjá QPR.
Gregory, eigandi liðsins hefur
reynt að fá til sín menn eins og
Don Revie og fleiri. Nú er að
vísu talið líklegast að Ron Gre-
enwood. fyrrum landsliðsein-
valdur Breta, taki að sér að
vera sérlegur ráðgjafi hjá QPR
að öllum líkindum út þetta
keppnistímabil. Gregory vill
ekki ráða mann til langs tíma
þar sem hann er að vona að
Terry Venables snúi aftur frá
Spáni sem fyrst. Venables, sem
er þjálfari hjá Barcelona á
Spáni er hinsvegar líklegur til
að vera þar áfram enda er kapp-
inn nánast dýrlingur hjá „El
Barca" eftir mjög gott gengi
liðsins það sem af er spænsku
deildarkeppninni.
Þróttur vann
■ Þróttur sigraði Fram
vandræðalaust í 1. deild-
inni í blaki karla á sunnu-
dagskvöld.
Leikurinn endaði 3-0
og skorið var 15-10, 15-7
og 15-1.
Þróttarar eru með for-
ystuna í blakinu eins og
svo oft áður á undanförn-
um árum.
Til hvaða ráðs Gregory tekur
er nú spurning á allra vörum
hér í „Engilsaxaríki."
Kaupir Tottenham?
Nú er talið líklega að stórlið-
ið Tottenham í London fari á
stúfana með seðlaveski sitt sem
jafnan er úttroðið og kaupi eins
og einn markvörð. Sá sem lík-
lega verður fyrir valinu er
markvörður norska landsliðs-
insogheitir Erick Thorstevedt.
- konur með á mótinu
■ Á laugardaginn síðasta var
haldið bekkpressumót í
Æfingastöðinni Engihjalla í
Kópavogi. Margir okkar sterk-
ustu menn og konur tóku þátt í
mótinu og varð árangur víða
góður.
Jón Páll Sigmarsson setti ís-
landsmet með því að lyfta 231
kg í fjórðu tilraun. Þá setti
Torfi Qlafsson unglingamet
með því að ýta upp 200 kg og
Hjalti Árnason setti líka ungl-
ingamet, lyfti 185 kg.
Þá kepptu konur á þessu
móti og er árangur þeirra fyrsti
skráði árangur kvenna í kraft-
lyftingum á Islandi. Hjá kon-
unum sigraði Sigurbjörg Kjart-
ansdóttir ÚÍA lyfti 60 kg.
Annars varð röð keppenda á
mótinu þessi: kg. stig
Jón Páll Sigmarsson KR 220 114,6
(ísim. í aukat) Torfi Ólafsson KR 200 104,2
(ungl.m.í 125+fl)
Það er ákveðið að hann spili
með varaliði Spurs á miðviku-
dag gegn Charlton og eftir þann
leik mun framkvæmdastjóri
Spurs ákveða hvort af kaupun-
um verði. Þrátt fyrir að Ray
Clemence hafi spilað vel í
markinu hjá Tottenham þetta
keppnistímabil þá eru jafnvel
líkur á aö hann detti upp fyrir á
næsta kcppnist ímabili eða fyrr
enda orðinn gamall í hettunni.
Eins er hugsanlegt að Totten-
ham láti liann fara frá félaginu
en fróðir menn telja það ólík-
legt þar sent Spurs vilji ekki
brenna sig aftur á því að losa sig
við markvörð sem er orðinn
„gamall". Þeir hlutu ævarandi
brunasár er Jennings var seldur
til Arsenal og stóð sig enn betur
næstu keppnistímabil þar á eftir
og hélt Arsenal á stundum á
floti.
Hvort sent Clemence verður
eða fcr þá verður Thorstevedt
styrkur l'yrir liðið. Hann er að-
eins 20 ára og hefur leikið 20
landsleiki fyrir Norðmenn.
Bekkpressumót í lyftingum:
íslandsmet hjá Jóni
Michael Kazmack 180 102,2 Ólafur Svaimaon KR 100 66,9
Hördur Magnúsaon KR 177,6 98,3 ReynirRikharðaa. KR 70 49,8
Hjalti Árnason KR 185 96,8 KONUR:
(ungl.met í 125 fl) Sigurbj. Kjartanad. ÚÍA 60 44
Valbjörn Jónison Árm. 150 83 Bry nhildur Másd. Árm. 40 33,2
Björgvin Filippuil. UMFH 125 70,7 HUdurNíalad. KR 40 33
■ Jón Páll er með krafta í kögglum.
■ Valur Ingimundarson, fyrirliði íslands-
meistara Njarðvíkur í körfuknattleik hefur
verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins
1984.
Valur sem er 22 ára gamall er vel að þessari
nafnbót kominn.
Hann var stigahæsti leikmaðurinn á síðasta
keppnistímabili og lék frábærlega í flestum
leikjum.
Valur er fastamaður í íslenska landsliðinu
þrátt fyrir ungan aldur og hefur verið það í
nokkur ár.
Þess má geta að Valur er nú langstigahæst-
ur á íslandsmótinu, hefur skorað 266 stig sem
er 89 stigum meira en næsti maður, Ivar
Webster sem hefur skorað 177 stig.
Barbie vörur
Barbie snyrtistofa á kynningarverði.
BARBIE: Dúkkur 12 teg. Ken 3teg.
Nuddpottar - Hús - Verslanir - Bíll -
Sundlaug - Húsgögn - Hestur.
LEIKFANGAHÚSIÐ p.
Skólavörðustíg 10. S. 14806.
LEIKFANGAHUSIÐ %
JL Húsinu v/Hringbr. s. 621040