NT - 11.12.1984, Page 7

NT - 11.12.1984, Page 7
■ Þriðjudagur 11. desember 1984 7 Frá Kirkjuþingi 1984 ■ Átak í öldrunarmálum kirkjunnar, undirbúningur kristnitökuafmælis árið 2000, aðgerðir kirkju og safnaða til lausnar dagvistunarvanda barna, ráðningsjúkrahúspresta, skýrsla Alkirkjuráðsins um ein- ingarmál, lækkað orkuverð til kirkna og ekki síst frumvarp um starfsmenn þjóðkirkjunnar, voru meðal þeirra mála sem afgreidd voru á 15. Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar, sem lauk í Hallgrímskirkju í gær. Alls voru 41 mál á dagskrá þingsins, sem stóð í 10 daga. Kirkjuþingsmenn voru 23 úr öllum kjördæmum landsins. Verður hér grein frá helstu niðurstöðum þeirra málaflokka sem fjallað var um á þinginu. Starfsmenn kirkjunnar Eitt helsta nrál Kirkjuþings var svonefnt Starfsmannafrum- varp kirkjunnar. Frumvarpið fjallar unt störf, skyldur og rétt- indi hinna ýmsu starfsmanna kirkjunnar. Eru þar sett á einn stað ýmis lög og mörg felld úr gildi, allt frá 1621, en nýir liðir teknir upp. M.a. er gert ráð fyrir ráðn- ingu ellimálafulltrúa, forstöðu- manns starfsins að Löngumýri og sjúkrahúsprests, en unt þann síðastnefnda eru 14 ára gömul lög, en fjármagn hefur ekki fengist enn. Auk þess er kveðið er á um ráðningu ýmissa presta í sérþjónustu, sem nú eru þegar í starfi. Nokkrar aðrar tillögur um starfsmenn kirkjunnar voru samþykktar, nt.a. að ábyrgðar- störf og verkefni kirkju dreifist á sem flestar hendur. Ennfrem- ur að sérstakur starfsnraður verði ráðinn á Biskupsstofu til að annast fjármál kirkjunnar. Kirkjuþing lýsir áhyggjum yfir versnandi kjörum presta, sem veldur því að margir geta ekki gefið sig óskipta að prestsstarf- inu, heldur verða að gegna aukastörfum. Einnig var samþykkt að kanna stöðu launaðra óvígðra starfsmanna og rétt þeirra til eftirlauna og annarra þátta. Hefja skal undirbúning að sér- stakri leikmannastefnu kirkj- unnar, þar sent leikmenn fjalli um þau kirkjumál, sem þá skipt- ir mestu. Félagsleg þjónusta kirkjunnar Meðal þeirra mála sem Kirkjuþing samþykkti var 5 ára átak í öldrunarþjónustu kirkj- unnar, bæði í fræðslu þeirra sem þjónustuna veita og þeim til handa er aðhlynningar skulu njóta. Er gert ráð fyrir að starfs- maður verði ráðinn í hlutastarf til skipulagningar þessa átaks. Lausn dagvistunarvandans er brýnt mál og kallar á alla aðstoð kirkju og safnaðanna, sagði flutningsmaður tillögur um það efni. Benti hann á að önnur trúfélög svo sem kaþólski söfn- uðurinn og Ananda Marga rækju dagvistir. Einnig hefur kirkjan um áraraðir gefið börn- um kost á dvöl í sumarbúðum. Kanna þarf hversu kirkjan getur aðstoðað í þessum vanda for- eldra og barna, og tekist á við það. Nokkur málþing hafa verið haldin í Skálholti, þar sem fólk úr ólíkum hópum þjóðfélagsins hefur fjallað um málefni dagsins s.s. þjóðmál, bókmenntir, frið- armál, myndlist og hefur sú umræða aukið gagnkvæman skilning og haft jákvæð áhrif. Kirkjuþing samþykkti að efla skyldi slíkt starf á vegum kirkj- unnar, enda er hún meðal fárra aðila, sem getur boðið til mál- efnalegrar, hlutlausrar umræðu um það sem efst er á baugi. Fjölmiðlun Árbók kirkjunnar verður framvegis gefin út. Skal hún fela í sér gerðir Kirkjuþings, greina frá helztu málum héraðs- funda, Prestastefnu og annars fundarstarfs kirkjunnar og miðla öðrum kirkjulegunr upp- lýsingum. Einnig skal undirbúa Handbók kirkjunnar, sem lýsir réttindum og skyldum starfs- manna hennar. Kirkjuþing þakkar Útvarps- ráði að kristilegt efni var sett inn í barnastund sjónvarpsins sl. vetur, ennfremur frumkvæði biskups um samkomulag við starfsmenn útvarps um birtingu dánartilkynninga í nýafstöðnu verkfalli. Þingiðfagnarogþakk- ar aukinni útbreiðslu og kynn- ingu á Biblíunni á Biblíuári, en um 20 þúsund eintök hennar og önnur 20 þúsund cintaka af Nýja-testamentinu hafa farið í hendur almennings síðan nýja útgáfan kom 1981, sérstaklega þó í ár. Hefur Almcnna bókafé- lagið m.a. gert Biblíuna að bók mánaðarins í bókaklúbbi sínum í ár. Einn mikilvægasti áfangi í einingarstarfi Alkirkjuráðsins, er skýrsla sem byggir á áratuga- starfi fremstu guðfræðinga um allan heim og kom út í fyrra. Hefur hún verið þýdd á ís- lenzku, sem á felst önnur tungu- mál hins kristna heims. Heitir skýrslan í þýðingu dr. Einars Sigurbjörnssonar „Skírn - Mál- tíð Drottins - Þjónusta." Var skýrslan lögð fram á Kirk juþingi og samþykkt að dreifa henni til sem flestra kirkjulegra aðila til umfjöllunar, en til þess er ætlast af Alkirkjuráðinu áður en endanleg gerð skýrslunnar verð- ur prentuð. Fjárlmál Margir fámennir söfnuðir hafa ekki bolmagn til þess að greiða rafveitum upphitunar- kostnað kirkna og því liggja sumar þeirra undir skemmdum. Var biskupi falið að hefja um- ræður við orkumálaráðherra og leita eftir hagstæðari taxta. Einn- ig var Kirkjuráði falið að vinna að ódýrari innheimtu kirkju- garðsgjalda, en ríkissjóður fær nú 6% innheimtulaun í dreifbýli en í Reykjavík tekur Gjald- heimtan 1%. Tvær tillögur voru samþykkt- ar urn skattamál. Fjallaði önnur um að láglaunafólk mætti nýta ónýttan persónuaflsátt til greiðslu kirkjugjalda en hin að þau heimili þar sent aðcins ann- að hjóna vinnur utan heimilis, oft vegna unrönnunar barna og sjúkra, beri ekki skarðan hlut frá borði í skattamálum eins og nú er. Samþykkt var á Kirkjuþingi að réttur til útgáfu á eftirmvnd- um af kirkjugripum eða öðru myndefni af kirkjuhúsum, skuli vera í höndum forráðamanna hverrar sóknarkirkju, þannig að einstaklingar eða sanitök geta ekki hagnýtt sér slíkt í ágóða- skyni. Byggingar og staðir Skálholt á mikið bókasafn, sem geymt er í turni kirkjunnar og nýtist því ekki enn sem skyldi. Kirkjuþingsamþykktiaö hefjast handa um undirbúning byggingar bókhlöðu þar. Einnig var hvatt til þess á Kirkjuþingi að umræður hefjist í tæka tíð milli kirkju og skipulagsaðila, svo að ekki gleymist að ætla kirkju stað í nýjum byggða- hverfum. Einnig verði unnið að því að tryggja byggingu kirkju- húsa þar, svo að kynslóðir vaxi ekki upp án þess að eiga sóknar- kirkju eins og nú þekkist hér- lendis. Vígsla kirkju felur það í sér að hún er frátekin til helgrar þjónustu. Kirkjuna má þó nota til tónleika og samkomuhalds af því tagi er forráðamenn telja samrýmast vígslu hússins enda séu fyrirnræli um alla háttsemi virt í kirkjuhúsinu, segir í sam- þykkt Kirkjuþings unr notkun kirkna. Skráning, helgi- hald, fræðsla Við prestskosningar kemur oft í ljós að fólk er ekki skráð í það trúfélag sem þaö heldur að það tilheyri. Kirkjuráði er falið að taka til endurskoðunar þau lagaákvæði um trúfélög sem snerta skráningu skírðra, til þess að auðvelda fólki að fylgj- ast með í hvaða trúfélag það er skráð. Knkjuráði var einnig falið að tölvuskrá allar prestsþjónustu- bækur sem varðveittar eru, og Hagstofan hefur ekki tölvu- skráð. ítrekað kom fram á Kirkju- þingi að, helgin stendur höll- um fæti í þjóðlífinu. Kirkjuþing 1984 minnir á helgi sunnudagsins og bendir á landslög sem virða messutíma þjóðkirkjunnar kl. 11-15 á helgidögum. Einnig kom fram í umræðu að skv. lögum hefst helgi stórhátíða kirkjunnac páska og hvítasunnu(á laugar- deginum kl. 18, eins og menn þekkja bezt af jólahátíðinni. Margir helgidagar kirkjunnar hafa verið gerðir að sérstökum minningadögum. Kirkjuþing varar við að sú þróun gangi of langt enda sé tillit tekið til kirkjuársins sjálfs og aðstæðna í söfnuðum landsins. Ein mikil- vægasta þjónusta kirkjunnar er fræðsla og undirbúningur ferm- ingarbarna. Tillaga um að geng- ist verði fyrir sérstakri umfjöll- um fermingar og fermingarund- irbúnings þjóðkirkjunnar var samþykkt á.kirkjuþingi og mun Kirkjufræðslunefnd og starfs- hópur hennar um fermingar- störf væntanlega fjalla um þau mál. Þá studdi Kirkjuþingætlun Kirkjufræðslunefndar, að köll- uð verði saman sem fyrst ráð- stefna.þeirra aðila sem vinna að fræðslumálum á vegum kirkj- unnar til sameiginlegrar stefnu- mörkunar og heildarskipulags. Að lokum samþykkti Kirkju- þing skýrslu Kirkjuráðs liðið starfsár. Er þar m.a. harmað hversu þau mál sem Kirkjuþing sendir frá sér til Alþingis eiga örðugt uppdráttar. Áðeins eitt þeirra náði fram að ganga. Harmað er einnig að ekki hefur verið skipað í starf sjúkra- húsprests og bent er á vaxandi þrýsting heilbrigðisstétta um lausn þessa máls. Bent er á það óhagræði að kirkjan getur ekki skipað sjálf sínum starfsmönn- um þegar verkefnaþungi þeirra er misjafn. Flutningsmaður tillögu um stuðning Kirkjuþings við bæna- skrá Vestfirðinga til ríkis- stjórnar Islands, dró tillögu sína til baka við seinni umræðu máls- ins og var hún tekin af dagskrá. Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Framkvaemdastj.: Siguröur Skagfjörö Sigurösson Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.: Magnús Ölafsson (ábm). Fréttastj.: Kristinn Hallgrimsson Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Biaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verðugurfriðar- verðlaunahafi ■ Veitingar friðarverðlauna Nóbels hafa oft og tíðum vakið deilur. Sumir, sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að hljóta þau hafa fremur verið fulltrúar stríðsreksturs og valdbeitingar, en friðar og sáttagjörðar. Flestir ættu að geta verið sammála um að val norska stórþingsins í ár hafi verið við hæfi. Suður-afr- íski biskupinn, Desmond Tutu, verður seint sakaður um að hafa kynt undir ófriði. Hann hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir afnámi ójafnaðar í heimalandi sínu, ójafnaðar sem hvenær sem er getur leitt af sér ófyrirsjáanleg átök og blóðsúthellingar. Kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórnar verður að linna. Hún er ekki aðeins smánarblettur á stjórnvöldum þar í landi. Hún vekur upp alvariegar spurningar um heilindi, þegar þjóðir heims lýsa umhyggjusinni fyrirmannréttindum um heim allan. Þeir Desmond Tutu og Ronald Reagan áttu fyrir skemmstu fund í Washington, en samkvæmt fréttum þaðan urðu þeir sammála um fátt. Tutu krafðist þess að Bandaríkjastjórn tæki harða afstöðu gegn mann- réttindabrotum í Suður Afríku eins og hún hefur fordæmt mannréttindabrot í Austur-Evrópu og í öðrum löndum þar sem stjórnvöld teljast vinstri sinnuð. Hann fékk fremur dræm svör. Reagan kvaðst vilja framfylgja þeirri stefnu að hafa góð samskipti við Suður-Afríkustjórn og reyna að þrýsta á hana um að breyta stefnu sinni í kynþáttamálum með diplómatískum þrýstingi. Tutu sagði eftir fund- inn að stefna Bandaríkjastjórnar hefði leitt til enn verra hlutskiptis svartra í Suður-Afríku en fyrr ríkti og var það þó ekki til að hrópa húrra fyrir. Hann kvaðst efast um heilindin á bak við þessa stefnu. Hvað sem öðru líður er hún í andstöðu við þá harkalegu afstöðu, sem stjórn Reagans hefur tekið gagnvart ríkjum Austur-Evrópu og réttlætir m.a. með mannréttindabrotum þar. Ef Reaganstjórnin trúir á árangur af stefnu sinni hvað Suður-Afríku varðar, ætti hún að hugleiða hvort ekki megi finna „diplómatískar“ Ieiðir til að draga úr hættunni á átökum milli stóru blokkanna tveggja. Desmond Tutu sagði í gær er hann veitti nóbels- verðlaununum viðtöku í Osló, að árið 1984 væri sigurtákn fyrir alla sem við kúgun búa í heiminum. „Ný von hefur verið kveikt í brjóstum þeirra milljóna, sem eru þöglar, kúgaðar og pyntaðar af valdasjúkum harðstjórum, þeirra sem ekki njóta sjálfsögðustu mannréttinda í Suður-Ameríku, Suð- austur-Asíu, víða í Afríku og austan járntjaldsins,“ sagði friðarverðlaunahafinn í ræðu sinni. Athöfnin í Osló í gær 10. desember á afmælisdegi Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna ætti að minna okkur á að kúgun, ójöfnuður og brot á frumstæðustu mannréttindum ógna friði í heiminum og muni fyrr eða síðar kosta skelfileg átök, verði ekki á að ósi stemmd. Mannréttindabarátta, eins og Desmond Tutu hefur háð árum saman er því í eðli sínu barátta fyrir friði.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.