NT - 11.12.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. desember 1984 9
Þórhallur Einarsson
bóndi Kirkjubóli Norðfirði
Fæddur12. desember 1906 - Dáinn 19. júlí 1984
■ Þórhallur Einarsson lést á
sjúkrahúsinu Egilsstöðum 19.7
eftir stutta sjúkralegu þar. Jarð-
arför hans fór fram frá Egils-
staðakirkju fimmtudaginn 26.
jú!í á sólbjörtum og heitum
sumardegi að viðstöddu fjöl-
menni.
Þórhallur var fæddur að
Hvannstóði í Borgarfirði eystra
12.12 1906. Sonurhjónanna Sal-
ínar JónsdótturKolstaðargerðiá
VÖllum og Einars Einarssonar
af Völlum. í bókinni Sveitir og
jarðir í Múlaþingi segir að þau
Salín og Einar hafi eignast sjö
börn og verða talin eins og þar
er gert: Jón, Stefán Ó. bóndi
Grund, Einar dó ungur, Magn-
ea V., Kristín Ó. hfr. Múlastekk
Skriðdal, María og Þórhallur
sem hér er minnst.
Þórhallur er á þriðja ári þegar
Einar faðir hans missir heilsuna
og verður að hætta búskap.
Leið hans liggur upp á Brekku-
spítala í Fljótsdal. Fjölskyldan
sundrast. En þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst.
Stefán Þórarinsson bóndi á
Mýrum í Skriðdal var giftur
Jónínu hálfsystur Einars. Þau
Stefán og Jónína taka Salínu til
sín að Mýrum með fjögur börn.
En það voru: Jón, Kristín,
Magnea og Þórhallur sem var á
þriðja ári. Síðar um sumarið
kom Einar frá Brekku að
Mýrum. Læknir á Brekku gat
víst ekkert fyrir hann gert.
Dvaldi Einar á Mýrum uns hann
dó eftir áramótin 1910. Það
hefur verið mikill dugnaður og
fórnfýsi sem þau Mýrahjón
sýndu að taka svona stóra fjöl-
skyldu og bæta fjórum börnum
við sinn stóra barnahóp. En
þessi stóri barnahópur varð
brátt eins og einn systkinahópur,
svo kom þeim vel saman. Þór-
hallur kallaði Stefán ávallt
pabba. Af systkinum Þórhalls
eru fjögur á lífi. En það eru:
Kristín, Stefán, Magnea og
María.
Á Mýrum dvaldi Salín með
börnum sínum um árabil. En
fer svo vinnukona að Víðilæk til
Hjartar Stefánssonar og Bjargar
Benediktsdóttur konu hans.
Þórhallur fór með móður sinni.
Eru þau þar í nokkur ár, eða
þar til þau fara í Múlastekk til
Kristínar systur Þórhalls og
manns hennar, Sigurbjörns
Árna Björnssonar frá Geirólfs-
stöðum. Þau Kristín og Sigur-
björn gifta sig og fara að búa á
Múlastekk vorið 1922.
Barnafræðslu og fermingar-
undirbúning fékk Þórhallur eins
og þá gerðist, önnur var ekki
menntun hans í æsku. Þórhallur
gekk ungur í Ungmannafélag
Skriðdæla og var jrar góður og
dyggur félagi. Á Múlastekk
dvaldi hann nokkur ár uns hann
fór að fara til starfa á öðrum
bæjum. Þá ýmist sem vinnu-
maður eða kaupamaður eins og
þá var títt.
Svo er það vorið 1930, alþing-
ishátíðarárið að Þórhallur fer á
hátíðina á Þingvöllum ásamt
fleiri Skriðdælingum. Þar hittir
hann einhverja menn sem eru
að fara til Ameríku. Þórhallur
ákveður að fara með. I Amer-
íku er hann í 7 ár og vann þar
við margvísleg störf. Hann lærði
ensku'svo vel að eftir að hann
kom heim aftur var hann feng-
inn til að tala við enskumælandi
fólk þegar það var hér á ferð.
Eftir sjö ára dvöl vestra kom
Þórhallur aftur heim í dalinn
sinn kæra.
í Skriðdal dvaldi Þórhallur
nokkur ár við ýmis störf. En
lánið elti Þórhall, hann giftist
einni heimasætunni í Skriðdal.
Agnesi Árnadóttur frá Geitdal.
Á þessum árum var ekkert jarð-
næði laust til ábúðar hér í
Skriðdal, svo þau Þórhallur og
Agnes dvöldu fyrstu árin á
Vaði. En vorið 1942 losna
Hreiðarsstaðir í Fellum úr
ábúð. Þessa jörð fá þau leigða
og búa þar til 1947 að Þingmúli
í Skriðdal losnar úr ábúð. Þeim
Þórhalli og Agnesi fannst sem
þau væru komin heim aftur
þegar þau voru komin í Þing-
múla. Og þá urðum við Þórhall-
ur í annað sinn nágrannar, í
fyrra sinnið, hann á Múlastekk
og ég á Borg. Nú er hann bóndi
í Þingmúla og ég sem þessar
línur rita bóndi í Flögu. Áðeins
Geitdalsá sem aðskildi lönd
okkar. Nágrennið var með af-
brigðum gott, og greiðasemi
þeirra Múlahjóna svo, að henni
voru lítil eða engin takmörk
sett. Þeim búnaðist vel í Þing-
múla. Þórhallur var góður fjár-
maður og hafði mikinn arð af
búi sínu, en þess þurfti líka með
því fjölskyldan stækkaði. Þór-
hallur gerði miklar umbætur í
Þingmúla, bæði á húsakosti og í
ræktun, enda voru þá komin
stórvirkari tæki til jarðvinnslu.
Svo er það árið 1960 að þau
Múlahjón bregða á það ráð að
flytja að Kirkjubóli í Norðfjarð-
arhreppi með allt sitt, og Þing-
múli fer í eyði. Það var mikil
eftirsjá að þessari stóru fjöl-
skyldu úr sveitinni og að missa
þessa góðu nágranna.
Á Kirkjubóli var skammt
stórra verka á milli hjá Þórhalli.
Þar byggði hann fjós fyrir 24
kýr, fjárhús fyrir 200 fjár, hey-
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær
þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.
t
Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinahug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
Ólafs Sigvaldasonar
frá Sandnesi.
Brynhildur Jónsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
hlöður og votheysgeymslu, allt
úr steinsteypu og setti súgþurrk-
unarkerfi í hlöðurnar. Samhliða
jók hann ræktun svo að eftir
nokkur ár var Kirkjubóls tún
orðið með stærstu og bestu
túnum sveitarinnar. Það urðu
því mikil umskipti á Kirkjubóli,
sem hafði staðið 9 ár í eyði
þegar Þórhallur flytur þangað.
Munu Norðfirðingar lengi
minnast þessa mikla dugnaðar
og framsýni þeirra Kirkjubóls-
hjóna Þórhalls og Agnesar.
En þreytan fór að gera vart
við sig eftir þvf sem árin liðu.
Svo Þórhallur hætti búskap fyrir
allmörgum árum og flutti til
Reykjavíkur með fjölskyldu
sína, keypti þar hús og var þar
að mig minnir í tvö ár. En hann
kunni ekki við sig þar og raunar
ekki fjölskyldan heldur. Svo er
það árið 1976 að Þórhallur
kaupir hús'á Egilsstöðum, Selás
4 og var þar hans heimili til
hinstu stundar. Þetta hús Selás
4 og lóðina í kring vann Þórhall-
ur við, hlúði að, snyrti og prýddi
ásamt konu sinni og börnum
sem heima voru.
Þau Þórhallur og Agnes eign-
uðust 10 myndarleg börn, sem
hafa komið sér vel fyrir hvert í
sinni stöðu. Verða þau talin í
aldursröð: Árni böndi Kirkju-
bóli Norðfirði, Amalía hjúkrun-
ark. Reykjavík, Stefán véla-
maður Kröfluvirkjun, Ingibjörg
,hfr. Neskaupstað, Kristín S.
hfr. Neskaupstað, Sveinn dó
ungur, Herdís, Þórarinn, Lárus
Þ. og Þórhildur sem er yngst og
dvelur heima hjá móður sinni.
Þórhallur var góður faðir og
hugsaði vel um sitt heimili,
enda mikils metinn af sinni
fjölskyldu.
Við hjónin þökkum Þórhalli
samstarfið og góðu kynnin í
gegnum árin, og biðjum honum
Guðs blessunar.
Konu hans, börnum, systkin-
um hans og öðrum vandamönn-
um sendum við samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Þórhalls
Einarssonar.
Stefán Bjarnason
Flögu
Þuríður Jónsdóttir
Fædd: 2. apríl 1966
Dáin: 6. október 1984
Muimsins eí verður stílin söm
l>á sorgin í hltid er gengin.
Mér ertt orðin limgulöm
töpuð og merking engin
Frtenku min góð sem gltill mig Iteftir
sem gjörir bjtirl um sig.
Mér jiykir sro vtenl iun jmð sem jni gefur
mér pykir svo vtenl mn jiig.
Hresstmdi kraftur og untlblier vtir vfir
öllu, sem gerðisl lijtí jtér.
Svo mtílliig og lier er sú minning sem lifir
og mtirgi sem tið jmkka ber.
Astvinum krosstir jiykjti þungir
og jtyrstir i kterleiksvoii.
Þvífieir sem guðirnir elskti, ungir
eru ktilltiðir broll.
Heilli i skiptmn, lireinni í litntl
lienntir iijóta fengiim.
Von er nd jmkkti jiéssti slimil,
jiegtir simitm gengum.
Einmiinii sísl jtó ftirir oss frti
ogferðist iim ókttnn löntl.
Hjtí ömmit, sem fékksiu tiltlrei ut) sjti
og ömnui sem leithli við liiintl.
bó i bili sén vikin tif vegi
iun vertililtir litlu slitntl.
N gemm viö seinnti tí góðiim tlegi
gltin oss við eniltirfimtl.
En l>ó ég viii ui) sjimmsl vit) seinnti
stikntiðtir felli ég itír.
I’vi liuggiin ti fteri er liimnnnnii einnn
en luirimirinn bitur og súr.
ífriði lijá Drollni er frtenku min
með fegurð i kring um sig.
Stimt, j>i mmwm vit) stiknti jnn
sjtíðti, við tjskitm l>ig.
Eftil vill seinnti, eHinter
með tiiitlu sem reynsltm gtefi,
verð ég ktmnski, frtenkti fter
ttt) jlyljtt l>ér Ijið vit) litefi.
FriArik Dagur Arnarson
______Arnað hei
Magnús Hrólfsson
bóndi, Hallbjarnarstöðum, Skriðdal
Hinn 23. ágúst síðast liðinn
varð Magnús Hrólfsson á Hall-
bjarnarstöðunr sjötíu ára. Það
heimsótti hann fjöldi fólks í
tilefni dagsins og naut gestrisni
hans. Magnús var hinn hressasti
og engin ellimörk sjáanleg.
Magnús er fæddur í Vallaneshjá-
leigu 23. ágúst 1914. Foreldrar
hans voru hjónin Guðríður
Árnadóttir frá Hólalandshjá-
leigu Borgarfirði eystra og
Hrólfs Kristbjörnssonar úr
Vestur-Skaftafellssýslu. Magn-
ús var annað barn þeirra hjóna,
en þau eignuðust átta börn sem
öll komust til fullorðins ára, eru
tvær systur Itans dánar fyrir
nokkrum árum.
Vorið 1916 fluttu foreldrar
Magnúsar frá Vallaneshjáleigu
að Hallbjarnarstöðum og hefur
þar verið heimili Magnúsar æ
síðan. Magnús fór ungur að
hjálpa til við heimilisverkin. Sat
meðal annars yfir kvfaám eins
og þá var algengt. Barnaskóla-
nám hans var í farskóla sveitar-
innar fyrir fermingu. Magnús
gekk ungur í Ungmennafélag
Skriðdæla og var þar virkur
félagi um langt árabil og í stjórn
þess. Seinna stundaði Magnús
nám tvo vetur í Bændaskólan-
um á Hvanneyri. Hefur það
nánt orðið honum notadrjúgt
við búskapinn. Eftir veru sína á
Hvanneyri vann Magnús við bú
foreldra sinna, þar til þau hættu
búskap árið 1951. En það ár
tekur Magnús viö jörö og búi.
Var móðir hans hjá honum sem
ráðskona þar til hún lést 1963.
Hrólfur var aftur á móti meira á
lausu, var tíma og tíma hjá
börnum sínum og rétti þeim
hjálparhönd. Síðustu árin var
hann í Haugum hjá Jóni syni
sínum og Bergþóru konu hans.
Hann dó þar 1972.
Eftir að Magnús tók við búi á
Hallbjarnarstöðum var skammt
stórra verka á milli. Jók hann
ræktun í stórum stíl, enda fóru
þá að koma stórvirkari jarð-
vinnslutæki. Gripahúsin sem
voru út um allt tún færði hann
saman og byggði úr steinsteypu
og stækkaði þau eftir því sem
bústofninn jókst. Var það næsta
árvíst að Magnús lengdi hlöð-
una annað áriðog gripahúsið hitt.
Eftirfarandi vísa var eitt sinn
kveðin um Magnús og læt ég
hana fljóta hér með að gamni.
Mikið hefur Magnús gjörl,
margur þekkir halinn.
Fjölgar húsum feikna ört,
fyllir bráðum dalinn.
Magnús er með duglegustu
niönnum sem ég hef kynnst, til
allra verka. Hann er mikill hey-
skapar maður og hefur aldrei
skort hey, fóðrar manna best og
hefur mikinn arð af sínum bú-
stofni. En Magnús hcfur meira
gjört en vinna við sitt bú. Hann
er alltaf boðinn og búinn til að
hjálpa öðrum þar sem þess er
þörf. Magnús er félagslyndur og
fylgist vel með öllu scm er að
gerast.
Þegar Kristbjörg Runólfs-
dóttir kona Karls bróður hans í
Reynihaga veikist og verður aö
dvelja lengi á sjúkrahúsi, taka
þau Magnús og Guðríður móðir
hans yngri drengi þeirra hjóna,
þá Sigurð og Magnús og ólust
þeir þar upp. Magnús Karlsson
er nú giftur Heiðu Reimarsdótt-
ur, búa þau á Hallbjarnarstöð-
um og fer vel á með þeim öllum.
Ég þakka þér Magnús minn
alla greiðasemi og aðstoð við
mig í gegnurn árin. Við hjónin
óskum þér til hamingju með
sjötíu ára afmælið og framhald-
ið.
Heill þér sjötugum.
Stelán Bjarnason
Flögu
Ratvísi spendýra
■ Ratvísifarfuglaogannarra
fugla sem fljúga langar leiðir,
t.d. bréfdúfna, er alkunna og
margir kannanir verið gerðar á
þessum merkilegu eiginleikum
dýranna.
Það er aftur á móti ekki
alkunna að spendýur eru gædd
mikilli ratvísi líka. Ástæðan
fyrir því hversu lítið ratvísi
spendýra hefur verið rannsök-
uö, felst væntanlega að mestu
í þeirri staðreynd að fá spendýr
ferðast mikið og reglulega.
Buffalar og hreindýr í Amer-
íku og hvalir í sjónum eru
helstu undantekningarnar.
Samt er þetta svolítið athug-
unarleysi því húsdýr eins og
hestar, hundar, kettir, eru með
eindæmum ratvís. Ratvísi
hunda er ekkert undarlegt
fyrirbæri því líkt og ættingjar
þeirra úlfarnir, þá flökkuðu
forfeður hundanna reglubund-
ið yfir miklar víðáttur í leit að
mat. Slíkt hið sama gerðu
villihestarnir forfeður hesta
vorra tíma. En kisi er undan-
tekning því nánasti ættingi
hans. evrópski villikötturinnn,
og flest dýr af kattarkyni helga
sér óðal og halda sig þar.
Kisi
En kettirnir þekkja líka óðal
sitt betur en menn handabak
sitt. Kettir geta munað í marga
mánuði eftir staðnum þar sem
þeir fönguðu músina, eða hittu
sætu læðuna.
En minnið útskýrir ekki hin
fjölmörgu atvik þegar kettir
eða hundar hafa verið fluttir
langar leiðir í bílum og ratað
síðan heim. Metið á þó líklega
köttur sem fluttur var frá Was-
hington DC á austurströnd
Bandaríkjanna yfir til San
Francisco á vesturströndinni.
Nokkrum árum seinna birtist
h'ann aftur í Washington DC
og þekktist a'ftur á hálsbandi
því sent hann var rneð. Fjar-
lægðin milli staðanna í beinni
loftlínu er um það bil 4000
kílómetrar.
Það er nú vitað með vissu að
dýr notast við minnismyndir af
stöðu sólar og himintungla á
ákveðnum árstímum til að
miða stöðu sína við. Hin inn-
byggða tímaklukka sem öli dýr
hafa, líka maðurinn, segir til
um árstíma og dýrið ber saman
myndina af himinhvolfinu við
minnismynd sína af hirnin-
hvolfinu. Síðan leitar dýrið í
þá átt sem fær myndirnar til að
falla saman í eina.
Sum dýr og þá sérstaklega
fuglar, virðast geta ratað
(heim) óháð því hvort sést til
sólar og hvort dýrið hefur verið
áður á ókunna staðnum. Talið
er að dýriti notist við innbyggð-
an áttavita sem verði fyrir
áhrifum af segulsviði jarðar.
Fundist hafa bakteríur og gerl-
ar sem hafa seglaðar agnir í sér
og notast við þær sem áttavita.
Maðurinn virðist þó beggja
blands því rannsóknir á Eng-
lendiugum árið 1979 sýndu
fram á segulsviðsskynjun en
hjá Bandaríkjamönnum árið
1980 var slík könnun neikvæð.
Aumingja kaninn, sumir vilja
nefnilega meina að þetta sé
gott dæmi um úrkynjun banda-
rískrar menningar.