NT - 14.12.1984, Blaðsíða 9

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 9
Nu þegar myndbandtæki eru komin inn á annað hvert heimili er ekki úr vegi að fjallað sé um notkun og umhirðu á mvndbandatækjum. Mvndbandasíðan fékk því í lið með sér Níels Kristjánsson sem er fagmaður í bransanum. Hér á eftir koma svo hin ýmsu atriði sem huga ber að í sambandi við tækin og þætti sem tengjast þeim. Spólur: Mikilvægt er að fura vel með spólurnar, geyma þær alltaf í spóluhylkjunum, aldrei á hátölurum og sjónvarpstækj- unr eða nrjög nálægt þeim því það er mjög stérkur segull t.d. í hátölurum sem gæti skaðað myndbandaefnið. Einnig er varasamt að lítil hörn séu að leika sér með bandið sjálft. Ef spóla flækist og slitnar má und- ir engum kringumstæðum línta hana sanran aftur. Og ætti að láta atvinnumenn sem hafa viðeigandi tæki til þess um það. Það er álit fagmanna að hreinsispólur geri meira ógagn en gagn auk þess sent hreinsi- spóla veldur ótímabæru sliti á myndhaus, hreinsar hún ekki aðra hluti tækisins. Staðsetning: Æskilegt er að tæki standi tiltölulega frítt því loft verður að fá að leika unt tækið til kælingar. Tækið má aldrei standa á gólfteppi, því þá dregur það í sig ló úr teppinu auk þess sem teppi tefur fyrir loftræstingu tækis- ins. Aldrei ætti að láta tækið standa á sjónvarpstæki eða al- veg upp undir sjónvarpstæki. Tækið má ekki vera aðþrengt (t.d. í litlu hólfi í skáp). Ekki er æskilegt að hafa skrautmuni á tækinu. Þurrka ætti reglulega af ryk og önnur óhreinindi sent setjast kunna á tækið og þá gjarnan með rökum klút. Notkun: Öll notkun ætti að vera samkvæmt leiðarvísi eða handbók þeirri sem fylgir með tækinu. Og ættu menn að kynna sér vel í upphafi notkun og möguleika tækisins til að spara takkafálm og fum þegar frá líður. Undantekningalítið eru leiðarvísarnir flestir á er- lendum tungumálum. Athuga að hafa sjónvarpið stillt á það forval sem hefur hæst númer Meðhöndlun og notk- un myndbandatækja eða merkt er sérstaklega fyrir videó því þær rásir hafa leið- réttingu sem er nauðsynleg til að videó-myndin skili sér sem best. Hreinsun: Enginn hefur ennþá treyst sér til að segja til um hver sé eðlileg notkuri videotækis. Fyrir flesta ætti að vera nægilegt að hreinsa tækið 1-2 sinnum á ári. lit Föstudagur 14. desember 1984 9 H el Igin , t Árangursríkast og vand- ræðaminnst er að láta fagmenn sjá unt hreinsunina því tækin eru búin alls kyns hlutum sem eru nijög viðkvæmir og ekki á allra færi að umgangast. hegar tæki er fært til hreinsunar er eftirfarandi hreinsað: Mynd- hausar, tónhaus, útþurrkunar- haus, öll gúmíhjól, bandleiðar- ar, þræðingabúnaður, reint- ahjól, reimar, sleðar, trissur, smurt þar sem við á með þar til geröum olíum. Einnig eru allir helstu snertitakkar (virkar) tækisins prófaðir, og dyttað að ýmsu smálegu. Einkenni þess að myndhaus sé orðinn eða sé að verða skítugur eru; að fram kentur litasnjór í dökkum flötum myndarinnar, litir verða daufir og myndin tapar skarpleika sínum (upplausn minni). Óhreinindi valda hvítunt flygs- um yfir allan skcrminn og litur hverfur næstum alveg. Einnig koma fram hljóðtruflanir (urg). Aö lokum eitt atriði varðandi kaup á spólum, þaö borgar sig.að kaupa vandaðar spólur frá viðurkenndum fram- leiðanda. Hverja góða upp- töku má spila allt að 100 sinn- um án þess að hún tapi veruleg- um myndgæðum. Að lokum vil cg koma inná það þegar fólk cr að koma með köld videó-tæki úr t.d. bílnum og fer með þau inn í luis og tengir þau þá er eitt að varast. Munið eftir því að láta tækin standa í 'Á-l klst. án þess að kveikja á þeim út af rakanum. En á mörgum tækjum kviknar að- vörunarljós. J. I'ór. YIDEO-AUGAÐ Brautarholti 22 Sími 22257 Mikið úrval af VHS myndum með íslenskum texta A fWS» "FIDOLER ONTHE ROOF' NORMAN JEWfSON ^PHSTilN SVBOCK ' SHÍlDON HAftNlCK HARÓiD PRINCE | JEROME ROBBJ N S mSZS&i"** ÍSS&iitt* u«« A-‘., DANSKE UNDER7EKSTER vmo . V, ISLFNSKUR rtXT/ He's the iast Wfir< on earth any woman needs. and ever/ woman wants 'tHWATHUDSS' Nýjar myndir daglega leigjum út YHS tæki Yerið velkomin Reynið viðskiptin ISLENSKIJH M CELEBRITY

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.