NT - 14.12.1984, Blaðsíða 10

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 10
ijónvarp föstudag kl. 21.45: Útvarp föstudag kl. 23.15: Hilda er í símanum á sveitalínunni Föstudagur 14. desember 1984 LlL Helgin framundan . Kisuleikur á ungversku ■ Hilda Torfadóttir talar ein-' göngu við skemmtilegt fólk. ■ Föstudagskvöld kl. 23.15 er Hilda Torfadóttir á sveita- línunni, en hún hefur nú breytt unt form á þættinum síðan í fyrravetur. Nú heínr hún þann háttinn á að hringja í fólk, sem hún veit að hefur frá einhverju skemmtilegu að segja, sem það hefur upplifað og gert. í þættinum í kvöld spjallar hún við Önnu Helgadóttur á Kópaskeri um jarðskjálftana miklu, sem þar uröu í desem- ber 1976. Þá talar hún við Harald Jespersen, bónda í Miðhvammi í Aöaldal. Peirra umræðuefni verður aðallega hvernig það sé að vera kvik- myndaleikari, en hann lék í myndinnium Daniel Bruun og leiðangur hans yfir hálendi íslands, sem sýnd var í sjón- varpinu. Haraldur hefur tvo mikilvæga kosti sem til þurfti til að taka þátt í þeirri mynd, hann er mikill hestamaður og danskur! Hilda spjallar líka við séra Örn Friðriksson á Skútustöðum, en hann er mik- ill safnari, „safnar nánast öllu ntilli hirnins og jarðar," segir Hilda, og fjallar spjall þeirra um þessar safnanir hans. And- rés Kristinsson, bóndi á Kvía- bckk í Ólafsfirði, segir svo að lokum frá því hvernig hann fór að því að borga tannlækna- reikninginn um árið, og segir Hilda það mjög skemmtilega frásögn. Hilda segist aðallega halda sig við Norðurland í símhring- ingum sínum, en þó leyfist henni að teygja sig aðeins inn á Austurland og Vestfirðina. En sá er hængurinn á, að hún er ekki eins kunnug fólki þar og í sínu nánasta nágrenni. Þess vegna biður hún hlustend- ur ásjár og láta sig vita með símhringingum eða bréfa- skriftum. ef þeim er kunnugt um fólk , sem hefur frá ein- hverju skemmtilegu að segja. Hún segist nú þegar vera farin að fá ábendingar um viðmæl- endur. Hilda hefur fengið marga góða og skemmtilega gesti í símann í þáttum sínum, en henni er ekki hvað síst minnis- stætt, þegar hún talaði við Sigurð Daníelsson tónlistar- kennara á Blöndósi mjög skömmu eftir að hann hafði orðið fyrir þeirri lífsreynslu að hrapa með bíl sínum 50 metra fall ofan í gil í Ytri-Laxá rétt við Blönduós. í því samtali kom fram. að Sigurður er ekki óvanur því að lenda í lífsháska, því að þetta var í fjórða skiptið, sem hann hefur orðið fyrir því. Tvisvar var hann nærri drukknaður og þetta var í annað skiptið sem hann lendir út af vegi í bíl. í þættinum í kvöld leikur Hilda eingöngu lög af plötunni All Stars Festival, en hún var ■gefin út fyrir allmörgum árum til styrktar Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. ■ Föstudagsmyndin í þetta sinn kemur af heldur óvenju- legum slóðum, þó að efnið sé mörgum íslendingum að góðu kunnugt. Myndin er ungversk, gerð eftir samnefndri sögu eftir Istvan Örkény og heitir á ís- lensku Kisuleikur. Leikritið var sýnt á litla sviði Þjóðleik- hússins I982. Þar kynnumst við frú Orbán, ekkju og tónlistarkennara í Búdapest, sem hefur mikið dálæti á systur sinni. Giza, en hún er lömuð og býr með ríkum syni sínum í glæsilegu og dýru umhverfi í Vestur- Þýskalandi. Giza er mjög ósveigjanleg og ströng, sið- fræöi hennar og kröfuharka er slík aðengin leiðerað uppfylla skilyrði hennar. Á bréfaskipt- um þeirra og símasamtölum er atburðarásin og framvindan byggð. Viktor, fyrrum frægur óperu- söngvari, sem kominn er á efri ár, ergamall ognáinn vinurfrú Orbán og heimsækir hana á hverju fimmtudagskvöldi. Ástríður þeirra á milli hafa mildast með árunum og koma nú aðallega fram í íburðar- niiklum máltíðum, sem þau matbúa sameiginlega og neyta, með miklum kúnstum. Það er gefið í skyn, að líf þeirra sé komið í óumbreytanlegan farveg, sem haldist óbreytt til æviloka. En þetta líf þeirra, sem er í ■ í leiksýningu Þjóðleikhússins fóru þær Herdís Þorvaldsdóttir og Margrét Guömundsdóttir með aðalhlutverk. Söngvarann gamla sem veldur svo miklu ölduróti í tilfinningalífi gömlu kvennanna lék Þorsteinn Hannesson. svo föstum skorðum, fer úr böndunum, rneð tilkomu Paulu, þriðju gömlu konunn- ar. Leiðir þeirra frú Orbán og Paulu höfðu legið saman í stríðinu á árinu 1944. Þá studdu þær hvor aðra við að lifa af loftárásirnar og umsátrið í stríðslok. Nú rekast þær af tilviljun hvor á aðra á kaffi- stofu. Það vill hvorki betur né verr til en svo að Paula verður ástfanginn af Viktor, sem geld- ur tilfinningarnar í sömu mynt. Þar rneð breytast hinar rólegu og hljóðlátu tilfinningar frú Orbán í garð Viktors í sjálf- eyöileggjandi ástríðu, þegar hún fer að óttast um að missa hann í faðm annarrar konu. Þetta er söguþráðurinn á yfirborðinu, en í rauninni fjall- ar kvikmyndin um uppreisn. Frú Orbán stendur upp úr dívaninum, sem hún hafði komið sér svo rólega fyrir í, og heldur af stað út í lífið. Hún gerir uppreisn gegn veikburða líkama sínum og það er aug- ljóst mál, að hún hlýtur að finna einhvern. einfaldlega vegna þess að hún er sú manngerð, sem verður að finna einhvern, sem elskar hana. Leikstjóri cr Károly Makk, en aðalhlutverk fara Margit Dayka og Samu Balázs með. Þýðandi er Hjalti Kristgeirs- son. Enn heldur hláturinn áfram að lengja lífið - skulum við vonaí ■ í kvöld kl. 21.45 heldur hláturinn áfram að lengja lífið, ef marka má heitið á þáttaröð- inni, en nú er það sjötti þáttur í þessari 13 myndaröð um gamansemi og gamanleikara í fjölmiðlum fyrr og síðar, sem við fáum að sjá. í þessum þætti fáum við skilgreint þaö hugtak, sern á ensku nefnist „drawing room“ skopleikur, og sýnishornum verður brugðið upp af þeim iistamönnum, sem þykja hafa skarað frani úr á því sviði. Þýðandi þáttanna er Guðni Kolbeinsson. ■ Það er lengi hægt að hlæja að sömu bröndurunum, en þó er ekki sama hvernig þeir eru útfærðir. Sjónvarp föstudag kl. 22.25: ■ Jón Ólafsson er með nýjan þátt á Rás 2 í dag kl. 17. (NT-mynd Róbert) Rás 2 föstudag kl. 17.00-18.00: Tónlistar- þáttur meðíþrótta- ívafi ■ í dag kl. 17 veröur Jón Ólafsson með þátt á R'ás 2, sem hann kallar „Léttir sprettir." Jón Ólafsson hefur verið einn af ötulustu starfsmönnum Rásar 2 frá upphafi, en auk þess hefur liann fjölmörg járn í eldinum og kemur víða við. Hann gaf sér þó tíma til að gefa okkur nokkrar upplýsing- ar um þáttinn, enda ekki vanur aö tvínóna við hlutina, heldur kemur þeim í framkvæmd eins og skot. „Léttir sprettir verða á dagskrá eitthvað frameftir vetri, eða þangað til ég verð rekinn," segir Jón. „Þetta er þáttur meö tónlist sem uppi- stöðu en íþróttum sem ívafi. Ekki íþróttafréttaþáttur, held- ur kem ég víða við í heimi íþróttanna á milli laga, spjalla við íþróttamenn, eða menn sem tengjast íþróttum að ein- hverju leyti. í þættinum í dag koma í heimsókn landsliðs- menn okkar í skák og Ingólfur Hannesson, íþróttafréttamaður sjónvarps, lítur einnig við. Tónlistin er ekki undir neinum áhrifum frá hinum nýjustu vinsældalistum heimsins, þvert á móti. Gömul og góð lög, eða ný og óþckkt lög ráða fyrst og fremst ríkjum." Föstudagur 14. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurð- ar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur- fregnir. Morgunorð - Jóhanna Sig- marsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jólafögnuður" Sigrún Guðjóns- dóttir les smásögu eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Frétlir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þáttinn. (RÚVAK) 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Á léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Konserf i a-moll fyrir fiðlu, selló og hljóm- sveit op. 102 eftir Jóhannes Brahms. David Oistrakh, Mstislav Rostropovitsj og Sinfóníuhljóm- sveitin i Cleveland leika, George Szell stj. b. Konsertante i F-dúr fyrir flautu, óbó og hljómsveit eftir Ignaz Moscheles. Heinz Holliger, Auréle Nicolet og Útvarpshljóm- sveitin í Frankfurt leika, Eliahu Inbal stj. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Frá safna- mönnum Guömundur Ólafssori spjallar um jólaköttinn. b. Úr Ijóð- um Jóns Trausta Elin Guðjóns- dóttir les. c. Erfiður aðfangadag- ur Úlfar K. Þorsteinsson les frá- sögn eftir Rósberg G. Snædal. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Hljómbotn TónIistarþáttur i umsjón Páls Hannessonar og Vals Pálssonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Á sveitalínunni Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK) 24.00 Söngleikir i Lundúnum 10. þáttur: „Little Shop of Horrors" Umsjón: Árni Blandon. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá Rás 2 til kl. 03.00. Laugardagur 15. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorö - Þórhallur Heimisson talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúk- linga, frh. 11.20 Lestur úr nýjum barna- og ung- lingabókum. Umsjón Gunnvör Braga, en kynnir er Sigurlaug M. Jónasdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.15 íþróttaþáttur 14.30 Hér og nú 15.30 Úr blöndukútnum -Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK) 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. Tilkynningar. 17.00 íslenskt mál Jörgen Pind flytur þáttinn. 17.10 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Veistu svarið? Umsjón: Unnur Ólafsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK). 20.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Segðu steininum" Anna Ól- afsdóttir Björnsson sér um þáttinn. 23.00 Hljómskálamúsik Guðmund- ur Gilsson kynnir. 23.30 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 16. desember 8.00 Morgunandakt Séra Jón Ein- arsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Lou Whiteson leikur. 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar a. Concerto grosso op. 6 nr. 8 eftir Arcangelo Corelli. Kammersveitin í Stuttgart leikur; Karl Munchinger stj. b. Óbókonsert í c-moll eftir Domenico Cimarosa. Han de Vries leikur með Einleikarasveitinni í Zagreb. c. Hljómsveitarsvita nr. 1 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveitin í Bath leikur; Ye- hudi Menuhin stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa i Laugarneskirkju á vegum æskulýðsstarfs þjóð- kirkjunnar Prestur: Séra Agnes M. Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Leikrit: „Einkennilegur maður“ eftir Odd Björnsson með elektróniskri hljóðlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. (Áður flutt í febrúar 1963). Leikendur: Þor- steinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Erlingur Gisla- son, Kristin Anna Þórarinsdóttir, Emelia Jónasdóttir, Gisli Halldórs- son, Nína Sveinsdóttir, Sigríður Hagalin, Róbert Arnfinnsson, Helgi Skúlason og Jón M. Árna- son. 15.10 Með bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum út- varpsins. 16.00 Frétlir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um visindi og fræði Er þörf á endurmati íslenskrar kirkjusögu? Séra Jónas Gislason dósent flytur sunnudagserindi. 17.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands i Háskólabí- ói 6. þ.m. (fyrri hluti) Stjórnandi : Páll P. Pálsson. Einleikari: Ásgeir Steingrímsson. a. „Orgia" eftir Jónas Tómasson. b. Sónata fyrir trompet og strengi eftir Henry Purcell. c. Sinfónía nr. 85 i B-dúr eftir Joseph Haydn. Kynnir: Jón Múli Árnason. 18.00 Á tvist og bast Jón Hjartarson rabbar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.45 Á bökkum Laxár Jóhanna Á. Steingrimsdóttir i Árnesi segir frá. (RÚVAK) 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 21.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.40 Að tafli Stjórnandi: Guðmund- ur Arnlaugsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK) 23.05 Djasssaga-Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.