NT - 14.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 11
Rás 2 laugardag kl. 10.00-12.00: ijónvarp laugardag kl. 21.20; Sjónvarp kl. 22.00 -- sunnudag Rás 2 sunnudag kl. 15.00-16.00: ■ Harkan og töfíaraskapurinn voru aðal Edwards G. Robinson og tóku fáir honum fram hvaö það snerti. Hann dó 1973. Föstudagur 14. desember 1984 11 Tónlistargátan Morgun- þáttur á laugar- degi í ■ Sú nýlunda er á dagskrá Rásar 2 á morgun, laugardag, að þá verður morgunþáttur og verðúr sami háttur hafður á nk. laugardag, hvað sem síðar vcrður. Stjórnandi þessara morgun- þátta er Einar Gunnar Einars- son og verða þeir með svipuðu sniði og aðra morgna vikunn- ar. ■ Stjórnandi luugardags- morgunþáttanna tveggja, sem fyrirhugaðir eru á Rás 2 fram að jólum, er Einar Gunnar Einarsson. (Nl-mynd Knbertl glæpamynd ■ Fyrri myndin í kvöld, laug- ardag, sem er frá 1960 og í svart/hvítu. státar af cinvala- liði. Par er stórstjarna í hverju rúmi og flest nöfnin eru trygg- ing fyrrir góöri skemmtun. Myndin heitir Þjófarnir sjö og leikstjóri er Henry Hathaway. í myndini segir frá glæpa- manni sem kominn er af létt- asta skeiði og hyggst ljúka ferli sínum með glæsibrag. Ætlun hans er að ráðast á garðinn þar sem hann er hvað hæstur og hann safnar liði til að ræna spilavítið í Monte Carlo. Meðal leikara eru hörkutól- in Edward G. Robinson, Rod Steiger og Eli Wallach, allir sérfræðingar í harðjaxlahlut- verkum. Til að punta aðeins upp á hópinn er svo Joan Collins, en hún er nú eins og kunnugt er á hátindi frægðar sinnar og leikur eitt aðalhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum Dynasty. Þýðandi er Jón O. Edwald. Einvalalið í Dýrasta djásnið ■ Susan l.ayton gekk í það heilaga með sínum heittelskaða, þó ekki gæfist mikill tími fyrir hveitibrauðsdagana vegna stríðsins. ■ Astarsamband bresku stúlkunnar Daphne Manners1 (leikin af Susan Wooldridge) og breskmenntaða Indverjans Haris Kumar (Art Malik) fckk sorglegan endi. Daphne hefur látið lífið af harnsförum og Hari Kumar er enn í fangelsi, en hann var saklaus fangelsað- ur vegna árásar og nauðgunar. sern Daphne verö fyrir er þau voru á ástarfundi, og var Hari sjálfur. ósjálfbjarga og bundinn, vitni að árásinni. Það var lögregluforinginn Ronald Merrick (Tim-Pigott Smith) sem stóð fyrir handtöku Haris Kumar, og var I lari cnn haldið í fangelsi, síðast þegar af honum fréttist í sögunni. Frænka Daphnes hafði tekið að sér barnið hennar og ætlar að sjá um uppeldi þess. Nú síðast kynntumst við nýju fólki, en einn gamall „kunningi" kemur þó mikið við sögu enn, en það er Merr- ick lögregluforingi sem er þarna viö heræfingar fyrir Burma-stríðið. Honum fylgir hin óskemmtilega saga um framkomu hans í nauðgunar- málinu, þó hann vilji sjálfur sem minnst um það tala eða vita. Merrick var þarna svara- maður í brúðkaupi herbcrgisfé- laga síns í herbúðunum og Susan Laýton (Wcndy Morgan) og hefur aðstoðað við undir- búning brúökaupsins. Layton- fjölskyldan var þarna saman komin nema faöir brúðarinnar, sem cr í fangabúðum í Þýskalandi. . Við sáum brúðkaupsveisl- una, þar scm fólk var að reyna að vera glatt, þóógnirstríðsog uppreisnar væru allt um kring. Föstudagur 14. desember 10:00-12:00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viðtal, gullaldarlög, ný lög og vinsældalisti. Stjórnendur: Páll Porsteinsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-17:00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 17:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Hlé 23:15-03:00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnendur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) Laugardagur 15. desember 14:00-16:00 Uppbrot Tónlist að utan, sunnan, norðan og neðan með uppbrotum. Stjórnandi Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Nýir og gamlir streitulosandi smellir með salti og pipar. Stjórnandi Helgi Már Barða- son. Hlé 24:00-03:00 Næturvaktin Stjómend- ur: Margrét Blöndal og Ragnheiður Daviðsdóttir. Sunnudagur 16. desember 13:30-18:00 Krydd i tilveruna Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti Rásar 2 20 vinsaelustu lögin leikin. Stjórn- andi: Ásgeir Tómasson. sjónvarp Föstudagur 14. desember 19.15 Á döfinni Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Veröld Busters Lokaþáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Ólafur Hauk- ur Simonarson. (Nordvision - Danska sjónvarpið) ' 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.25 Grínmyndasafnið. Kapp er best með forsjá. Skopmynda- syrpa frá árum þöglu myndanna. 21.45 Hláturinn lengir lífið Sjötti þáttur. Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara i fjölmiðlum fyrr og siðar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.25 Kisuleikur Ungversk bíómynd frá 1974, gerð eftir samnefndri sögu eftir Istvan Örkény. Leikstjóri Károly Kakk. Aðalhlutverk Margit Dayka og Samu Balázs. Myndin er um samband aldraöra systra og er jafnframt ástarsaga annarrar þeirra. Hún sýnir aö ástin á sér' engin aldurstakmörk fremur en aðrar mannlegar tilfinningar. Þjóð- leikhúsiö sýndi leikgerö sögunnar árið 1982. Þýðandi Hjalti Krist- geirsson. 00.20 Fréttir i dagskrárlok Laugardagur 15. desember 14.45 Enska knattspyrnan. New- castle-Norwich. Bein útsending frá 14.55-16.45. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 17.15 Hildur. Sjöundi þáttur Endur- sýning Dönskunámskeið i tíu þáttum. 17.40 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 19.25 Kærastan kemur í höfn Annar þáttur. Danskur myndaflokkur í sjö þáttum ætlaður börnum. ída litla og móðir hennar flytjast búferlum út á litla eyju þar sem mamma hefur ráðist vélstjóri á ferjunni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 í sælureit Sjötti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur i sjö þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.20 Þjófarnir sjö (Seven Thieves) Bandarisk biómynd frá 1960. s/h Leikstjóri Henry Hathaway. Aðal- hlutverk: Edward G. Robinson, Rod Steiger, Joan Collins og Eli Wallach. Glæpamaður sem er kominn af léttasta skeiði hyggst Ijúka ferli sínum með glæsibrag. Hann safnar liði til að ræna spila- vitið i Monte Carlo. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.05 Gestur úr geimnum (The Man Who Fell to Earth) Bresk biómynd frá 1976, gerð eftir visindaskáld- sögu eftir Walter Tevis. Leikstjóri Nicholas Roeg. Aöalhlutverk: David Bowie, Rip Tom, Candy Clark og Buck Henry. Myndin er um veru frá öörum hnetti og vist hennar meðal jarðarbúa. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 01.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. desember 16.00 Sunnudagshugvekja 16.10 Húsið á sléttunni 5. Hróp í þögninni Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.00 Listrænt auga og höndin hög 2. Leirlist. Kanadískur mynda- flokkur í sjö þáttum um listiðnað og handverk. Þýðandi Þorsteinn Helgason. Þulur Ingi Karl Jóhann- esson. 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.05 Tökum lagið Sjötti þáttur. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar í sal Islensku óperunnar. Þátturinn er að þessu sinni helgaður jólahátiðinni og jóla- lögum. Meðal gesta eru tveir barnakórar: Skólakór Garðabæjar og Kór Kársnesskóla í Kópavogi. Þá leikur hljómsveitin lagasyrpu sem Gunnar Reynir Sveinsson hefur útsett. Umsjónarmaður og kynnir Jón Stefánsson. Stjórn upp- töku: Tage Ammendrup. 22.00 Dýrasta djásnið Fimmti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá Indlandi. Aðalhlut- verk: Pim-Pigott Smith, Judy Parfitt, Geraldine James, Wendy Morgan, Nicholas Farrell o.fl. Þýð- andi Veturliði Guðnason. ;23.00 Á döfinni Jólabækur Umsjón- armaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. ■ 23.25 Dagskrárlok. BI& BEu LIISI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.