NT - 14.12.1984, Blaðsíða 14
uii
Tröll í Borg
■ í Gallerí Borg stendur nú
yfir sýning á myndum sem
Briun PilkTington geröi fyrir
bók hans og Þráins Bertelsson-
ar „Hundraö ára afmæli" og
gefin er út af Nýju lífi.
Á sýningunni cru yfir 30
vatnslitamyndir úr fyrrnefndri
barnabók og eru þær allar til
sölu í galleríinu, en þetta er í
fyrsta sinn sem bókarskreyt-
ingar Brians eru seidar og
sýndar hér, en hann hefur
myndskreytt fjölda bóka, m.a.
bækur Guörúnar Helgadóttur,
rith. og alþ.
Þeir Þráinn og Brian árita
bók sína í Gallerí Borg milli
klukkan 14.00-16.00 á laugar-
dag.,
Jól í Borg !
Opnuð hcfur vcriö sýning í
Gallerí Borg, sem ber yfir-
skriftina „Jól í Borg.“
Þar ber aö líta og er á
boöstólum þaö nýjasta af ís-
lenskri grafík og vatnslita-
myndum, einnig olíumálverk'
eftir yngri sem eldri íslenska
myndlistarmenn. Auk þess er
þar að fá og sjá tauþrykk,
vefnað, gler, keramikhluti og
keramikmyndir og bækur um
íslenska myndlist og mynd-
listarmenn.
■ Brian Pilkington mcöal mynda sinna.
Föstudagur 14. desember 1984 14
Geoffrey Hendricks opnar
sýningu á verkum sínum
■ í dag, föstud. 14. des.,
opnar bandaríski listamaður-
inn Geoffrey Hendricks sýn-
ingu í Nýlistasafninu Vatnsstíg
3 b. Sýningin er sú síðasta í röð
sýninga sem listamaðurinn hef-
ur haldið á þessu ári víðs vegar
um Evrópu. Sýningunni lýkur
á vetrarsólhvörfum, föstudag-
inn 21. des. með gjörningi,
sem hefst kl. 20.30.
Geoffrey Hendricks er
fæddur í Littleton. New
Hampshire, 1931. Hann býr
og starfar í New York, en
undanfarið ár hefur hann dval-
ist í Berlín á svokölluðum
D.A.A.D.-styrk. Hendricks
hefur haldið fjölda einkasýn-
■ Verk eftir Geoffrey
Hendricks: Forest Bed.
inga frá 1966 og tekið þátt í
ótal mörgum samsýningum.
Hann hefur einnig flutt ótal
gjörninga. Frá 1956hefurhann
kennt við Rutgers University í
New Jersey. Verk eftir Hend-
ricks eru í eigu margra þekktra
safna, meðal annarra Museum
of Modern Art í New York.
Myndlistarsýning
5 listamanna
á Kjarvalsstöðum - síðasta sýningarhelgi
■ Steingrímur, Pétur, Stefán, Magnús og Ómar (talið f.v.)
■ Undanfarnar tvier vikur
hefur staðið yfir í austursal
Sýning Valgarðs
í Alþýðubankanum
■ í Alþýöubankanum stend-
ur nú yfir kynning á verkum
eftir Valgarð Stefánsson, rit-
höfund og listmálara. Þetta er
þriðja einkasýning Valgarðs,
en hann hefur einnig tekið þátt
í fjölmörgum samsýningum.
Það eru Menningarsamtök
Norðlendinga sem standa að
kynningunni.
Kjarvalsstaða myndlistarsýn-
ing fimm listamanna sem íxer
yfirskriftina Academian ’84.
Þeir sem sýna eru:
Steingrímur Þorvaldsson,
sem er með málverk unnin á
striga og útsagaðar tréplötur.
Öll verkin voru gerð í Svíþjóð
á þessu ári, þarsem hann hefur
verið viö nám í Listaháskólan-
um í Stokkhólmi síðast liðin
tvö ár.
Magnús V. Guölaugsson
sýnir nokkrar „málaðar
skissur" í stærra lagi, allt unnið
á þessu ári. Þessi verk voru á
einkasýningu hans í Middel-
burg í Hollandi í mars á þessu
ári, en þar sýndi hann í boði
„De Vleeshaí" sáfnsins.
Stefán A. Valdimarsson sýn-
ir stór málverk gerö á þessu ári
bæði á íslandi og í Hollandi.
þar sem hann stundar nú nám
í Jan Van Eyck Academie í
Maastricht.
Ómar Skúlason, en hann
sýndi síðast í Listmunahúsinu
fyrir hálfum mánuði, þar sem
ntyndir hans hlutu misjafna
dóma gagnrýnenda.
Pétur Stefánsson sýnir blý-
antsteikningar, en Pétur hefur
verið kallaður fyrsti „pönk-
málarinn" á íslandi.
Sýningunni lýkur næstkom-
andi sunnudag, 16. des. kl.
22.00.
Norræna húsið
um helgina:
Finnsk form
í Norræna húsinu
■ Sýning verður í Norræna
húsinu um helgina, sem nefnist
Finnsk form. Þetta er sýning á
finnskum listiðnaði og hönnun
gler, keramik, textílar,
húsgögn, ljósabúnaður, skart-
gripir og fleira.
Ludvig Holberg -
300 ára minning
■ í anddyri Norræna hússins
er sýning um Ludvig Holberg í
tilefni 300 ára minningar hans.
Þar eru sýndar ljósmyndir frá
leiksýningum leikhúsanna og
menntaskóla og bækur um og
eftir Holberg.
Norræn jól
■ Sunnudaginn 16. des. í
fundarsal: Norræn jól - upp-
lestur, Lúsía og þernur
hennar, söngur o.fl. Þetta er
jóladagskrá fyrir börn og full-
orðna. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Fyrri jólamynd
Laugarásbíós 1984:
Tölvuieikur
■ Fyrri jólamynd Laugarásbíós
, 1984 hetir Tölvuleikur. Hún segir
frá unguni pilti, sem verður svo
heltekinn af því aö spiln tölvuleiki,
aö þaö rcynist honum erfitt að gertt
greinarmun á raunveruleikanum
og lcikjunum. Meö aöalhluatverk
í myndinni fara þeir Henry
Thomas, sem gat sér frægð í kvik-
myndinni E.T. scm Elliot. Einnig
lék hann son Sissy Spach í „Ragg-
edy Man". Faðir hans og vin úr
tölvuleikjunum lcikur Dabeny
Coleman, og má munacftir hontim
úr „Tootsie", „Nine to Five" og
„War games".
Upplestur á
Hótel Loftleiðum
■ Á sunnudag 16. des. kl. 16.00
verður upplestur nokkurra höfunda
í Rástefnusal Hótels Loftleiöa á
vegum Höfundamiðstöðvar Rit-
höfundasambandsins í samvinnu
við nokkra útgefendur.
Átta höfundar lásu úr verkum
sínum á fimmtudagskvöldið, en
níu koma fram á sunnudaginn og
lesa úr frumsömdum bókum og
þýddum, nýútkomnum. .
Á sunnudag kl. 16.00 lesa þessir
höfundar: Árni Bergmann, Fríöa
Á. Sigurðardóttir, Jón Öskar,
Lilja K. Möller, Njörður l’.
Njarðvík, Pétur Eggerz, Sveinn
Einarsson, Þorsteinn frá Hamri og
Þórarinn Eldjárn. Kynnir verður.
Sigurður Pálsson.
Áformaö er að gera upplestur
höfunda úr nýjum bókum sínum
og gömlum aö mánaðarlegum við-
buröi í vetur.
Jólatréssala
í Mosfellssveit
■ Kiwanisklúbburinn Geysir
Mosfellssveit heldur hina árlegu
jólatréssölu helgina 14.-16. des-
ember í glerverksmifljunni við
Reykjaveg, gegnt fuglasláturhús-
inu ísfugli.
Það verður selt - auk jólatrjáa -
greinar, jólapappír og jólakort.
Jólatréin verða flutt heim endur-
gjaldslaust fyrir þá Mosfellinga,
sem þess óska, greiðslukort gilda.
Allur ágóði rennur til kaupn á
endurhæfingartækjum fyrir Reykja-
lund.
Gúmmígleði
■ Gúmmívinnustofan hf býður
til Gúmmí gleði, að Réttarhálsi 2
n.k. laugardágog sunnudagklukk-
an 13.00-19.00. "
Tilefniö er að Gúmmívinnustof-
an hf flutti fyrir einu ári. hluta
starfsemi sinnar úr Skipholti 35 í
3000 ferm. húsnæði að Réttarhálsi
2.
Um helgina gefst almenning
kostur á að kynna sér starfsemi
fyrirtækisins sem. auk alhliða hiól-
barðaþjónustu, felst í framleiðslu
sólaðra hjólbarða með fullkomn-
ustu tækjum sem völ er á.
Gestum verður boðið upp á veit-
ingar; kökur, gos og kaffi á meðan
þeir staldra við.
Þá hefur Gúmmívinnustofan hf
boðið myndlistarmanninum Tolla
(Þorláki Kristinssyni) að sýna
olíumálverk í húsnæði fyrirtækis-
ins. Tolli lauk námi frá MHI 1983
og hefur síðan stundað nám í V-
Berlín.
Hér gefst tækifæri til að njota
listar, léttra veitinga og fylgjast
með íramleiðslu íslensks iðnvarn-
ings í hæsta gæðaflokki.
Kvikmyndaklúbb-
urinn Norðurljós
■ Sunnudaginn 16. des. kl. 19.00
(ath. breyttan sýningartíma) sýnir
Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós
danska sakamálagamanmynd:
Kassinn stemmir.Leikstjóri er
Ebbe Laggberg, en myndin er
framleidd í Danmörku 1976.
Leikarar eru: Buster Larsen,
Axel Ströby, Jess Ingerslev, Mort-
en Grundwald o.fl.
Aðgangskort og miöar á sýning-
una eru við innganginn í Nornena
húsinu.
Myndin segir frá þremur brodd-
borgurum frá Árósum. sem eru að
undirbúa mikið svindl, en svo
koma aðrir þrír snjallir ungir menn
með krók á móti bragöi.
Þegar kvikmyndin var frumsýnd
í Danmörku skrifuðu blöðin: „Nú
getur sjónvarpið pakkað niður
Columbo, Kojak. McClaudmynd-
unum - hér kemur Ebbe
Langberg."
Keflavík fær jóla-
tré frá Kristinan-
sand
■ Föstudaginn 14. desember kl.
17.00 verða tendruð ljós á jólatré
því sem Kristiansand, vinabær
Keflavíkur í Noregi, gefur Keflvík-
ingum. Björn Eiden, fyrsti sendi-
ráðsritari norska sendisráðsins, af-
hendir tréð. Hilmar Pétursson, for-
maður bæjarráðs, veitir því við-
töku.
Lúðrasveit tónlistarskólans í
Keflavík leiknr undir stjórn
Jónasar Dagbjartssonar og kór
Keflavíkurkirkju syngur jólalög
undir stjórn Siguróla Geirssonar.
Að lokum koma jólasveinar í
heimsókn.
Kveikt á jólatré
í Garðabæ
■ Garöabæ hefur borist fallegt
jólatré frá vinabæ bæjarins Asker
i Noregi. Kveikt verður á trénu við
Garðaskóla v/Vífilsstaðaveg,
sunnudaginn 16. desember kl.
15.00.
Dröfn Farestveit. varaforseti
bæjarstjórnar, Oytur ávarp. Barn
ur hópi viðstaddra verður beðið
um að kveikja á trénu. Garðakór-
inn syngur jólalög.
Jólasveinar koma og bregða á
leik og á eftir er boðið upp á
smáveitngar.
Norræna fclagiö í Garðabæ
Áramótaferð
Útivistar í Þórs-
mörk
■ Farinverðurfjögurradagaferð
um áramótin í Þórsmörk. Brottför
er laugardaginn 29.desember kl.
8.00. Gist verður í hinum vistlega
Útivistarskála í Básum. M.a. veröa
gönguferðir, kvöldvökur. áramóta-
brenna og blysför. Fararstjórar
verða Kristján M. Baldursson og
Bjarki Harðarson. Upplýsingar og
farmiðar á skrifstofunni Ltekjar-
götu 6a, sími er 14606 (símsvari).
Farmiðar óskast sóttir í síðasta lagi
21. des. Ath. Útivist notar allt
gistirými í Básum um áramótin.
Hvammstanga-
kirkja
■ Aðventukvöld verður sunnu-
daginn 16. desember kl. 20.30 í
Hvammstangakirkju. en barna-
guðsþjónusta kl. 11.00.
Jólasöfnun Hjálpræðis-
hersins:
Laugardags-
söfnunin rennur
til Eþíópíu
■ Jólasöfnun Hjálpræðishersins
laugardaginn 15. desember rennur
til hjálparstarfsins í Eþíópíu.
Eins og vegfarendur hafa séð
eru jólapottar Hjálpræðishersins
komnir út á götur í Reykjavík.
Akureyri og á Isafirði. Margir liafa
þegar lagt sinn skerf í jólapottinn
og má segja að söfnunin gangi
nokkuð vel miðað við undanfarin
ár.
Vegna þeirrar miklu neyðar,
sem ríkir í Eþíópíu. hefur Hjálp-
rteðisherinn ákveðið að allt það fé,
sem safnast í jólapotta hans laug-
ardaginn 15. descmber skuli óskcrt
varið til hjáiparstarfs í Eþíópíu.
Hjálpræðisherinn hefur ákveðið a.ð
afhenda Hjálparstofnun kirkjunn-
ar það sem safnast inn. Frá Hjálp-
ræðishernum í Noregi hefur frést,
að þar muni einng vera safnað 15.
desember og féð látið renna til
„Kirkens Nödhjelp". Hjálpræðis-
herinn treystir því, að íslendingar
sjái til þess að það sjóði vel í
jólapottum Hjálpræðishersins hér
á landi laugardaginn 15. desember
svo vel safnist til hjálparstarfsins í
Eþíópíu.
Sunnudagsferð FÍ
■ Sunnudaginn 16. desemberfer
Ferðafélag Islands í dagsferð kl.
13.00. Gengið verður á Helgafell
(338 m) við Hafnarfjörð, sem talin
er stutt og létt gönguferð.
Brottför verður frá Umferðar-
miðstöðinni. austanmegin. Far-
miöar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Fjölskyldusam-
komaáHótel Borg
■ Landssamtökin Líf og land
gangast fyrir fjölskyldusamkomu á
aðventu á Hótel Borg Laugardag-
inn 15. desember kl. 15.00. Til-
gangur þessarar samkomu er að
minna á boðskap jólanna og gefa
fólki í jólaundirbúningi kost á að
koma saman með börnum sínum,
syngja og hlýða á jólasögu.
Stjórnandi samkomunnar verð-
ur dr. Gunnar Kristjánsson. prest-
ur'a Reynivöllum í Kjós. Á sam-
komunni mún Mótettukórinn
syngja undirstjórn Harðar Áskels-
sonar, Herdís Þorvaldsdóttir leik-
kona les jólasögu og auk þess mun
Hörður Áskelsson leiða fjölda-
söng.
Aðgangur er ókeypis.
Áramótaferð FÍ í Þórsmörk
■ Ferðafélag Isalands fer í
fjögurra daga ferð í Þórsmörk um
áramótin. Brottför er kl. 08.00 á
laugardaginn 29. desember og til
baka þriðjudaginn 1. janúar.
Dvalið verður í Skagafjörðs-
skála í Þórsmörk, en þar er hin
besta aðstaða, svefnpláss í 4-8
manna herbergjum, miðstöðvar-
hitun og rúmgóð setustofa.
Farmiðasala og allar upplýsing-
ar á skrifstofu FÍ Oldugötu 3. Ath.
að það er takmarkaður sætafjöldi.
Ferðafélagið notar allt gistirými
sitt í Þórsmörk um áramótin fyrir
sína farþega.
Jólagleði og
aðalfundur
■ Félag dönskukennara heldur
aöalfund og jólagleði í Norræna
húsinu föstudaginn 14. desember
kl. 20.30.