NT - 19.12.1984, Page 4
Maður, kona, barn er eftir höfund
„Love Story“ Erich Segal.
Fullkomnu hjónabandi, sem allir
öfunda, er skyndilega og óvænt ógnað
af rödd frá fortíðinni. Bob Beckwith
stærðfræðiprófessor er hamingjusamur
fjölskyldufaðir, þar til í ljós kemur að
eina hliðarspor hans í hjónabandinu
hefur haft óvæntar afleiðingar.
Maður, kona, barn er langbesta
skáldsaga Erich Segals, og jafnvel
ennþá áhrifameiri en „Love Story“.
Skáldsagan TIM er eftir Colleen
McCullough höfund Pyrnifuglanna
sem nú er framhaldsmynd í sjónvarp-
inu. Bókin segir frá Mary sem var
komin yfir fertugt, menntuð kona sem
naut velgengni í starfi og bjó ein. Tim
var tuttugu og fimm ára og glæsileg-
ur eins og grískur guð en með barns-
huga....
Hjartnæm og fullkomlega trúverðug
saga sem yljar manni um hjartaræt-
urnar án þess að vcrða væmin.
Margir þeirra, sem hlustað hafa á
barnasögur Guðrúnar Sveinsdóttur í
útvarpinu á liðnum árum, hafa beðið
þess með óþreyju að sögur hennar birt-
ust á prenti. Jólasveinafjölskyldan á
Grýlubæ segir frá Grýlu, Lcppalúða og
jólasveinunum. Pctta er auðvitað
alþekkt fjölskylda; en við verðum þess
þó vör, þegar við lesum söguna, að
okkur hefur verið margt óljóst um lífið
á Grýlubæ og annars staðar í Trölla-
byggð.
Margar myndir prýða bókina og
gerir það hana enn skemmtilegri fyrir
yngstu lesendurna.
ÍSAFOLD
Ul'
Miðvikudagur 19. desember 1984
Dómur Félagsdóms í máli BSRB gegn Reykjavíkurborg:
Greiðsla fyrirfram-
launa er ekki skylda
■ Félagsdómur hefur úrskurðað að
Reykjavíkurborg hafi verið í fullum
rétli þegar borgarstarfsmönnum voru
aðeins greidd út fyrirfram 3 daga
laun þann 1. október þar sem verkfall
hafði verið boðað 4. október, en
Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar
hafði krafíst þess að sú ákvörðun
borgarinnar yrði dæmd ólögmæt.
Forsendur dómkröfu BSRB voru
þær að samkvæmt samkomulagi sem
gert var milli Reykjavíkurborgar og
borgarstarfsmanna í vor hafi Reykja-
víkurborg borið skylda til að greiða
föstum starfsmönnum föst laun fyrir
allan októbermánuð á gjalddaganum
1. október 1984. Þessi sérkjarasamn-
ingur gekk í gildi 1. september og þar
stendur m.a. „Starfsmaður sem starf-
að hefur í a.m.k. eitt ár samfellt hjá
Reykjavíkurborg á rétt á að fá föst
mánaðarlaun greidd fyrirfram fyrsta
virkan dag hvers mánaðar...“
BSRB hélt því fram að þar sem
vinnusamningur launþega og vinnu-
veitenda sé gagnkvæmur leiði af því
að skylda annars aðilans til að efna
sinn hluta samningsins sé háð því að
gagnaðilinn efni sinn hluta skyldunn-
ar. Af því leiði að það sé enginn
ágreiningur milli aðila að launþegi
sem er í verkfalli, eigi ekki rétt til
launa fyrir þann tíma sem verkfallið
stendur. Spurningin í þessu máli snú-
ist um það hvort greiðsluskylda borg-
arinnar á fyrirfram greiddum launum
hafi verið fyrir hendi 1. október, þar
sem þá hafi legið fyrir verkfallsboðun
miðað við 4. október.
Engin vissa um verkfall
Af hálfu BSRB var því haldið fram
að þar sem verkfall sé fullkomlega
lögleg aðgerð og feli ekki í sér slit á
ráðningarsamningi aðila sé Ijóst að
þann 1. okt. hafi ráðningarsamningur
borgarstarfsmanna og borgarinnar
verið í fullu gildi, og þann dag hafi
engin vissa legið fyrir um að til
verkfalls kæmi.
Að áliti BSRB er meginregla vinnu-
réttarins sú að launþegi þurfi fyrst að
inna af hendi vinnu áður en hann
öðlast rétt á launum. Samningsá-
kvæði aðila um fyrirframgreiðslu snúa
þessari meginreglu við, þ.e. launa-
greiðandinn taki á sig áhættuna af því
að á því tímabili sem launagreiðslan
nær til geti komið upp tilvik sem
valda því að réttur launþegans til
launa falli niður, og þá öðlist launa-
greiðandinn endurkröfurétt á hendur
launþeganum á þeim hluta launa-
greiðslunnar sem vinnuframlag kom
ekki á móti.
Líta beri til þess að á útborgunar-
degi falli öll föst mánaðarlaun í
gjalddaga og ómögulegt hafi verið að
fullyrða þann 1. október 1984 að
verkfall yrði þann 4. og jafn ómögu-
legt að fullyrða hve lengi það kynni
að standa, skylli það á. Af því leiði að
jafnvel þó vinnuveitandinn vildi beita
frádrætti vegna „fyrirsjáanlegs“
verkfalls, eins og það er orðað, geti
hann á engan hátt ákvarðað hversu
mikill frádrátturinn ætti að vera.
Áhættusamir samningar
BSRB byggði einnig kröfu sína á
því að með því að taka aftur upp
fastráðningar hjá Reykjavíkurborg
og um leið fyrirframgreiðslur Iauna,
hafi borgaryfirvöld vitandi vits tekið
á sig áhættuna af því að starfsmenn
kynnu að fá fyrirfram laun fyrir þann
tíma sem þeir yrðu í verkfalíi. Ef það
var ætlun borgaryfirvalda að greiða
ekki laun út fyrirfram í tilvikum sem
hér um ræðir hefðu þau þurft að gera
sérstakan fyrirvara um það.
Af hálfu Reykjavíkurborgar var
því haldið fram að kjarasamningi
Reykjavíkurborgar sé ætlað að kveða
á um gjalddaga fastra mánaðarlauna
til tiltekinna starfsmanna borgarinnar
á þann veg að launin skuli greiða
fyrirfram og sé þá að sjálfsögðu
gengið út frá því, án þess að taka
þurfi það fram, að vinnuframlag komi
á móti.
Ef fyrir liggur á gjalddaga launanna
að starfsmenn muni ekki ætla að efna
sínar skyldur, t.d. hluta þess tíma
sem launin eru greiðsla fyrir sé alveg
augljóst að ekki sé skylt að greiða
starfsmanninum launin að því marki.
Þá taldi Reykjavíkurborg að starfs-
maður hafi lýst þvi' yfir, þegar verkfall
skal hefjast, að hann muni ekki vinna
eftir ákveðinn dag nema uppfyllt séu
skilyrði sem varða aðra hluti en þá
sem hinn gagnkvæmi ráðningarsamn-
ingur fjallar um og sem vinnuveitenda
sé óskylt að lögum að uppfylla. Vafa-
laust sé að vinnuveitanda sé óskylt að
greiða launþega laun nema fyrir það
tímabil sem starfsmaðurinn hefur lýst
yfir að hann muni vinna og það sé
grundvallarregla í gagnkvæmum
samningum, þar sem báðir aðilar eiga
að inna greiðslur af höndum, að
annar aðilinn megi gæta hagsmuna
sinna með því að stöðva sína greiðslu
ef hann hafi nægilega ástæðu til að
ætla að hann muni ekki fá gagn-
greiðsluna. Fráleitt sé að ákvæði
kjarasamninga um gjalddaga fastra
launa feli í sér aðra skipan.
Áhættutilflutningur fráleitur
Af hálfu Reykjavíkurborgar var
m.a. bent á að í greinargerð sinni telji
BSRB að ákvörðun um fyrirfram-
greiðslu launa sé undantekning frá
þeirri meginreglu um vinnurétt að
greiða laun eftirá, sem sé rétt. Og af
því verði sú ályktun dregin aðóheim-
ilt sé að leggja víðtækari merkingu í
undantekninguna heldur en hún
beinlínis felur í sér, þ.e. launin greið-
ist fyrirfram þegar allt sé með felldu í
vinnusambandinu. Fráleitt megi túlka
undantekninguna svo að í henni felist
einhver tilflutningur á áhættu milli
aðila.
Loks er tekið fram af hálfu borgar-
innar að í greinargerð BSRB sé byggt
á því að með sérkjarasamningum
1984 hafi borgaryfirvöld verið að taka
á sig áhættu á að starfsmenn fengju
borgað fyrirfram laun fyrir þann tíma
sem þeir kynnu að vera í verkfalli. í
því sambandi er talið Ijóst að á því sé
nokkur hætta þar sem stysti frestur til
verkfallsboðunar sé 15 dagar, en
hinsvegar sé óheimilt að telja að í
þessu hafi falist áhætta af því tagi sem
BSRB hafi viljað vera láta.
Fyrirframgreiðsla engin
trygging launagreiðslna
í verkfalli
f dómi Félagsdóms segir að þegar
kjarasamningur var undirritaður 3.
maí 1984 um að tilteknir starfsmenn
fengju föst laun sín greidd mánaðar-
lega fyrsta virkan dag hvers mánaðar,
virðist engar umræður hafa farið fram
um hvernig bregðast skyldi við með
fyrirframgreiðslu launa ef til verkfalls
starfsmanna Reykjavíkurborgar
kæmi, og enginn fyrirvari er skráður
um þetta í sjálfum samningnum og
því verði ekki fallist á það með
stefnanda að úrslit málsins eigi að
ráðast af því að stefndi samþykki
samninginn án sérstaks fyrirvara um
þetta atriði.
Þá þykir mega fallast á það með
stefnda að samningsákvæðið um fyrir-
framgreiðslu eigi ekki að skýra svo
bókstaflega að það hafi átt að tryggja
félagsmönnum BSRB launagreiðslur
fyrir tímabil sem þeir fyrirsjáanlega
yrðu í verkfalli.
Á gjalddaga launanna 1. október
1984 hafði sáttatillaga sáttanefndar
verið felld og boðað verkfall 4. sama
mánaðar hafði ekki verið afturkallað.
Að svo vöxnu máli var stefnda rétt að
greiða einungis laun fyrir þá þrjá
daga mánaðarins sem fyrirsj áanlegt
var að unnið yrði. Er ekki fallist á það
með stefnanda að slík óvissa hafi
verið hinn 1. okt. að stefnda væri
skylt að greiða föst laun fyrir október
fyrirfram.
Samkvæmt þessu er kröfum BSRB
hafnað og sýknukrafa borgarinnar
tekin til greina en málskostnaður var
látinn falla niður.
1 Félagsdómi sátu Bjarni Kr.
Bjarnason, Björn Helgason, Gunn-
laugur Briem, Ragnar Halldór Hall
og Sigurfinnur Sigurðsson. Sigurfinn-
ur skilaði sératkvæði þar sem hann
tók kröfu BSRB til greina á þeim
forsendum m.a. að við ráðningar-
samninga taki sá aðili sem fyrr greiðir
sinn hluta jafnan nokkra áhættu, og
með tilliti til langs uppsagnarfrests
þeirra starfsmanna Reykjavíkurborg-
ar sem málið varðar verði ekki fallist
á að fjárhagsleg áhætta af fyrirfram-
greiðslu fastra launa, að boðuðu verk-
falli, hafi verið slík að hún réttlæti
riftum samkomulags um fyrirfram-
greiðslur launa.
Reykjavík:
Eitt vinnu-
slysogmarg-
ir árekstrar
■ Mikið var um árekstra í
Reykjavíkinni í gær en engin
slys urðu á fólki. Frá hádegi og
fram til klukkan 5 urðu þannig
14 árekstrar í umferöinni enda
erill með mesta móti nú fyrir
kaupmannajól.
Eitt vinnuslys varð í Sunda-
höfn þar sem maður varð undir
timburhlaða en meiðsl hans
voru ekki talin alvarlegs eðlis.
Leiðrétting vegna
Orðabókarfréttar
■ Þau leiðu mistök urðu í blað-
inu í gær er sagt var frá Ensk-ís-
lenskri nrðabók, sem nýkomin er
á markað frá Erni og Orlygi, að
ranglega var farið með nafn þess
manns, sem tók við ritstjórn
bókarinnar af Jóhanni heitnum
Hannessyni. Rétt nafn hans er
Jóhannes Þorsteinsson, en ekki
Jóhannes Halldórsson, eins og
sagt var í blaðinu. Við biðjumst
afsökunar á þessum mistökum.
■ Oddur Benediktsson og Hákon Oddson, höfundar kynningarþáttarins fyrir notendur
einkatölva sem menn geta fengið á myndbandi. NT-mynd Svcrrir
■ Fyrirtækið Tölvuþekking hefur sent frá
sér hálftíma kynningarþátt á myndbandi,
Tölvukynni IBM PC, og er hann fyrir byrjend-
ur í tölvunotkun. A myndbandinu er sýnd
meöferð algengs vél- og hugbúnaöar og er
efninu skipt í stutta kafla. Höfundar eru dr.
Oddur Benediktsson stærðfræðingur og Há-
kon Oddsson kvikmyndagerðarmaður.
Meðal þess sem kynnt er á myndbandinu má
nefna vélbúnað, jaðartæki, ritvinnsluforrit,
Multiplan töflureikni , forritunarmálið
BASIC, PC-DOS stýrikerfið og dBASE II
skráavinnslukerfið.
Sýnikennslu þessari er ni.a. ætlað að bæta
upp það, sem oft skortir á í prentuðum
leiðbeiningum með einkatölvum og sýna með-
ferð þeirra á einfaldan og myndrænan hátt. Á
þátturinn að veita vissa yfirsýn yfir algengan
undirstöðuhugbúnað og vélbúnað tölva á borð
við IBM PC.
Söluverð myndbandins er fjögur þúsund
krónur án söluskatts.
Vestri
með
metafla
Frá Sigurði Viggóssyni fréltaritara NT, Pat-
rcksfiröi.
■ Línubáturinn Vestri BA 63
frá Patreksfírði aflaði frábær-
lega vel í nóvember eða 224.085
kg af slægðum físki í 24 róðrum,
sem er yfír 260 lestir miðað við
óslægðan físk. Einmunatíð hef-
ur verið í mánuðinum og því
róið alla leyfílega daga.
Yfir 90% af aflanum var góð-
þorskur og fór nær allur í 1.
gæðaflokk. Skiptaverðmæti kr.
2.699.507.
Skipstjóri á Vestra er Ársæll
Egilsson auk þess sem Jón
Magnússon útgerðarmaður
leysti af nokkra róðra í mánuð-
inum.
■ Yfir 90% af afla Vestra frá
Patreksfirði var góðþorskur
semfórí l.flokk.
NT-mynd: Sig. Viggóss