NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 19.12.1984, Qupperneq 6

NT - 19.12.1984, Qupperneq 6
Lýkur Reagan ferli sín- um sem f riðarhöf ðingi? / ■ ÞESSU var aldrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. Þessar Ijóölínur eftir Þorstein Erlingsson hafa rifjast ósjálfrátt upp, þegar ég hefi heyrt spádóma um, að Ronald Reagan ætti eftir að ljúka stjórnmálaferli sínum sem maðurinn, sem ætti einna mestan þátt í því aö koma á bættri sambúð milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna með það fyrir augum að ná sam- komulagi um samdrátt vígbún- aðar. Því fer þó fjarri, að ég hafni þessum spádómi sem fjar- stæðu, en ég trúi ekki heldur 100% á hann. Vissulega er það sitthvað, sem bendir til þess, að Reagan hafi áhgua á, að ná þessu marki. Sagan hefur sýnt, að það hefur verið markmið flestra eða allra forseta Banda- ríkjanna, sem náð hafa endur- kjöri, að Ijúka forsetaferli sín- um með því að vinna eitthvert eftirminnilegt og lofsvert verk. Reagan er vafalítið engin undantekning að þessu leyti. Fátt myndi halda nafni hans meira á loft en áþreifanlegur áfangi í áttina til afvopnunar. Ymsir telja það standa í veginum, að Reagan sýndi annað en áhuga á afvopnun á fyrra kjörtímabili sínu. Keppi- kefli hans þá var að tryggja yfirburði Bandaríkjanna á hernaðarsviðinu og auka víg- búnaðinn í samræmi við það. Þetta hefur ekki síður reynst Bandaríkjunum dýrt en So- vétríkjunum, þar sem þau glíma nú við gífurlegan og vaxandi halla á ríkisrekstrin- um. Þar er nú um að ræða mesta vandamál bandarískra stjórnvalda, ef óbreyttri víg- búnaðarstefnu verður fylgt. Reagan hefur lofað að leysa þennan vanda án skattahækk- ana, en því trúir enginn, ef vígbúnaði verður haldið áfram með sama hætti og undanfarin ár. Það átti ótvírætt einhvern þátt í kosningasigri Reagans, að hann breytti verulega um tón í þessum málum fyrir kosn- ingabaráttuna og lýsti ein- dregnum vilja sínum til að vinna að samkomulagi um af- vopnun. Eitt áhrifamesta her- bragð hans í kosningabarátt- unni var að bjóða Gromyko utanríkisráðhera Sovétríkj- anna til viðræðna í Hvíta hús- inu. Nú virðist komið í ljós, að þar hafi verið um meira en herbragð að ræða. Þar virðist hafa náðst samkomulag um að hefja viðræður um afvopnun- armál að nýju og hefjast þær með fundi þeirra Gromykos og Shultz í Genf eftir áramót- in. Það kom glöggt í ljós, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eftir kosningaúrslitin í Bandaríkjunum, að áberandi slökun var komin til sögunnar. Ég átti þar sæti um þriggja vikna skeið um ogeftir síðustsu mánaðamót. Ég hefi nokkrum sinum átt þar sæti síðan 1954 og er þetta friðsamasti kaflinn þar í sambúð risaveldanna, sem ég man eftir frá þessum tíma. Bersýnilegt var að vissar tilslakanir áttu sér stað á bak viö tjöldin, þótt engar væri hægt að kalla mikilvægar. Þær báru samt vott um bætt and- rúmsloft. í fyrsta sinn náðist t.d. sam- komulag um hver ættu að vera grundvallaratriði fyrirhugaðs sáttmála um friðsamlega notk- un útgeimsins (Outer Space), en þetta mál hefur verið til meðferðar á flestum eða öllum þingum Sameinuðu þjóðanna síðan 1959. Þótt enn sé vafa- laust langt í land þangað til slíkur samningur verður full- gerður, var hér um athyglisvert spor að ræða í rétta átt. Vafa- samt er, að það hefði náðst. ef andrúmsloftið hefði ekki eitthvað breyst. ÞAÐ ER óefað, að þeir Reagan og Chernenko hafa skilning á, að risaveldin eru komin á þau vegamót, að ann- að hvort er að stöðva sig á bjargbrúninni eða að steypast ofan í hyldýpið. Hitt er hins vegar eftir að sjá, hvort þeirn geti orðið að þeirri von sinni að snúa við til réttrar áttar. Reagan hefur áður sýnt, að hann er ekki strangtrúaður í/ • 1 Þórarinn Þórarinsson skrifar: kreddumaður, heldur getur hann verið tækifærissinni, þeg- ar þess er þörf. Þetta sýndi hann, þegar hann var ríkis- stjóri í Kaliforníu, því að stjórn hans var um margt skárri en ætla mátti af þeim kreddu- kenningum, sem hann hafði boðað. Þess vegna er hægt að vænta þess, að viðhorf hans til afvopnunarmála geti orðið annað á síðara kjörtímabili hans en hinu fyrra. Finnskur læknir afneitar dauðanum Júlíus K. Valdimarsson Opið bréf til ríkis- stjórnarinnar Reykjavík 11.12. 1984 ■ Þrátt fyrir viljayfirlýsingar núverandi stjórnvalda um að lækka erlend lán hefur reyndin verið önnur: Lánabyröin eykst. Þannig hegðið þiðykkur nákvæmlega eins og fyrirrenn- arar ykkar í öðrum ríkisstjórn- um: Þið segið eitt en gerið annað. Þið hljótið að vita að hlutfall erlendra skulda miðað við þjóðartekjur (a.m.k. 62%- 63% fyrir gcngisfellingu) er geigvænlegt. Þið vitið að það má ekki hækka mun meir til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn fari að taka í taumana. Þið þekkið læknismeðal hans vel: Stórfelld gengislækkun, frysting launa, „frjálst" verölag, innreið fjölþjóða- fyrirtækja, afnám verndartolla og útflutningsbóta og niður- skurður opinberrar þjónustu t.d. heilbrigðisþjónustu og menntunar. Afleiðingar þessara aðgerða eru einnig þekktar: Hrun margra fyrirtækja, vegna geng- isfcllingar og aukins innflutn- ings, samdráttur í landbúnaði, flótti frá landsbyggð (meiri en nú er), mikið atvinnuleysi (15%-20% strax) fátækt, eymd og jafnvel aukin sjálfsvíg, eins og það væri nú ekki komið nóg afþeim. Þessarerlendulántök- ur ber að stoppa strax. Annað er hagfræðileg heimska og sið- leysi af versta tagi. Nú duga engar afsakanir. Það þýðir ekki að segja að þið ráðið ekkert við þetta, að hlút- fallið sé svona hátt vegna minnkandi þjóðartekna, því staðreyndin heldur áfram að vera sú að hlutfallið er of hátt hver svo sem ástæðan er. Ef þið getið ekki lækkað það eruð þið óhæfir stjórnendur og ætt- uð að hafa manndóm og heið- arleika til þess að láta aðra taka við af ykkur. Það þýðir ekki að segja að hlutfallið skipti litlu rnáli held- ur greiðslubyrðin. Þið hljótið að vita að auðvitað skipta heildarskuldir ávallt miklu máli hvað þá í einhæfu og sveiflukenndu efnahagskerfi sem er mjög háð innflutningi og útflutningi. í dag eru af- borganir og vextir af erlendum lánum a.m.k. 25% af útflutn- ingstekjum en það hlutfall get- ur hækkað mjög fljótt ef út- flutningstekjur minnka, vextir eða innfluttar vörur hækka, hvað þá ef fleiri erlend lán verða tekin. Það þýðir ekki heldur að segja að ef við tökum ekki fleiri erlend lán, verði sam- dráttur hcrlendis, atvinnuleysi o.þ.h. Á íslandi er til nóg fjármagn. Þetta segjum við án þess að höfða til þeirrar stað- reyndar að árlega er milljörð- um stungið undan í skattsvik- um, óuppgefnum umboðslaun- um (já, af erlendum lántökum líka), tvöföldum nótum o.þ.h. Hér eru einar hæstu þjóðar- tekjur á mann í heimi, spurn- ingin er um dreifingu og stjórn á fjármagni. Ef þið teljið að þið getið ekki stöðvað eriend lán án þess að úr verði mikill samdráttur, segiö þá af ykkur og látið hæfari stjórnendur taka við. Við skrifum ykkur þetta bréf vegna þess að okkur er annt um hag þjóðarinnar í dag og komandi kynslóða. Við segjum því við ykkur: „Þið eruð kjörnir til 4 ára, ekki 40 ára. En afleiðingarnar af fleiri erlendum lánum ná langt, langt út fyrir ykkar kjörtíma- bil. Þið hafið ekki umboð til þess að taka þessi lán nema þið leggið spilin á borðið, skýrið ykkar málstað fyrir þjóðinni og fáið skýrt umboð hjá henni til þess að setja hana endanlega á hausinn." Þið eigið væntanlega öll börn og sunt ykkar barnabörn. Það er siðleysi að færa þeim fleiri erlend lán upp í hendurn- ar og svipta þjóðiná sjálfstæði sínu. Við höfðum til siðferðis- kenndar ykkar en jafnframt tökum við skýrt fram: „Flokk- ur mannsins, þegar hann kemst til valda, mun ekki greiða þau erlendu lán sem eru tekin af ykkur eftir 1. janúar 1985. Öll aukin ián, tekin eftir þann tíma, niunum við telja að verði á ykkar eigin persónulegu ábyrgð og þeirra sem lána ykkur." Viðringafyllst F.h. flokks mannsins Júlíus K. Valdimarsson Formaður Rauni - Leena Luukanen. Dauðinn er ekki til. Björn Thors þýddi. ísafoldarprentsmiðja. ■ Mér skilst að höfundurinn sé kona, Sami og læknir í Norður-Finnlandi. Þetta ræð ég af eftirmála þeim sem bók- inni fylgir og er undirritaður „Tabita Wulff, þýðandi hinnar dönsku útgáfu“. Segja má að bókin sé yfirlit um viðfangsefni dulsálarfræði og þau fyrirbæri sem þar er glímt við. Höfundur fylgir kenningum spíritista og velur bókinni nafn í samræmi við það. Fullur þriðjungur bókarinn- ar er „22 trúarheimsspekilegir textar“, þannig tilkomnir að höfundur skrifaði þá ósjálfrátt og telur að amma sín sálaða hafi verið þar að verki. Þessir textar eru fallegir og greindar- legir en í þeim er ekki neitt sem sækja þarf út fyrir þennan heim. Tabita Wulffgerirmeira úr hve nýstárleg bókin sé en reyndin verður fyrir íslenska lesendur. Þeir þekkja flestir einhverjar bækur um líf að loknu þessu, lífið eftir lífið o.s.frv. Það á því tæpast við Bo Capelan Paradís Sagan af vináttu Marvins og Hanns II Gunnar Stefánsson þýddi Iðunn. ■ Þeir sem lásu Bogann þeg- ar hann kom út fyrir tveimur árum vita nokkuð um höfund og sögupersónur. Þetta er sjálfstæð saga en framhald af Boganum, - saga þeirrar vin- áttu sem stofnað var til í fyrri bók. Jóhann, sem söguna segir, er gagnfræðaskólapiltur, geð- þekkur líkt og venjulegir heil- brigðir unglingar. Marvin aftur á móti er á vissan hátt þroska- heftur. Hann veit sínu viti og getur sitt af hverju ef enginn hræðir hann. Tilfinningar hef- ur hann eins og annað fólk en íslenska lesendur sem Tabita Wulff segir í eftirmála sínum að höfundur „umbylti hefð- bundinni heimsmynd okkar með bók sinni“. Vel má stansa við þessi orð t eftirmálanum: „í hlutastarfi mínu sem meðferðarráðgjafi hefur mig oft langað innilega til að ráðleggja fólki að biðjast fyrir. Þegar menn eru úrkula vonar, læknar geta ekki líknað þeim, og engin töfralyf geta hjálpað, þá tel ég að bænin sjálf gæti verið bætandi. En að segja það upphátt? Nei. ég hef ekki þor til þess“. 1 eftirmálanum segir að bréf- in ósjálfráðu séu „kennslubók sem sýnir okkur nýjar leiðir til að lifa lífinu". Ég sé samt ekki betur en sú leið sé að elska náungann, og það boðorð er ekki alveg nýtt, þó að fram- kvæmdin reynist löngum erfið og misjafnlega gangi að aga hugsanir sínar. Á stöku stað má finna að bókin er þýdd. Á bls. 37 segir t.d.: „Fjarskynjunarfyrirbærin fylla aðeins lítinn hluta alls orkusviðs mannsins, uppgötv- un, sem sovéskir könnuðir báru í Pravda árið 1968 saman það er eins og hann vanti vissa hemlaogsjálfsstjórn. Þvíverð- ur honum meira um en al- mennt virðist. Hann er varnar- lausari en venjulegir ungling- ar. Það varnarleysi verkar mis- jafnt á þá sem umgangast hann. Annars vegar er til- hneigingin að gera sér gaman að hinu afbrigðilega, hinsvegar löngun að verja þann sem veikur er fyrir og varnarlaus. Þetta er öðru fremur saga um unglinga. Þó er vafasamt að kalla hana sérstaklega ung- lingabók. Sagan er engu síður fyrir fullorðna. Að því leyti sem hún lýsir sálarlífi persón- anna á sú frásögn og fræðsla engu síður erindi við fullorðna. Eins og góð lýsing á börnum á erindi við fullorðna hafa góðar unglingasögur almennt við uppgötvun kjarnaorkunn- ar. Að sögn þessara könnuða er þessi innri orka mannsins jafn byltingarkennd". Innri orkan, sem birtist að- eins að litlum hluta í fjarskynj- un. er ekki byltingarkennd, heldur er það, að gera sér grein fyrir henni, finna hana og þekkja. svo mikið nýmæli í vísindum að jafna má við fund kjarnorkunnar. Það hvort um sig nálgast byltingu. Það sem mér virðist nýstár- legast við þessa bók er skoðun höfundar um einskonar geisla- virkni til grundvallar hlut- skyggni og fleiri dulrænna fyrirbæra og svo nokkur dæmi um samband kunnra þjóðar- leiðtoga við miðla og spámenn. Hins vegar fáum við hér engin svör við því hvers vegna eða hvernig sjáendum birtast stundum óorðnir hlutir. Skyldi það vera svo að ís- lensk viðhorf til eilífðarmála, trúin á framhaldslíf, og góð verndaröfl utan hins sýnilega heims okkar flestra, ráði úr- slitum um lífsgleði og þar með vellíðan? H.Kr. menntagildi. Margt færi betur ef fullorðið fólk skildi börn og unglinga alltaf. Fullorðinna fræðsla er í fullu gildi. Hér verða ekki nefndar fleiri persónur sögunnar en höfund- ur kann að draga upp glöggar myndir án margra orða. Á þessum persónum fáum við yfirleitt góðan þokka svo sem algengast er um það fólk sem við þekkjum í daglegu lífi. Það er ómaksins vert að bæta þeim við kunningjahópinn. Mér finnst ástæða til að minnast á náttúrulýsingar þessa höfundar. Hann kann svo næm tök á því að lýsa landslagi og loftslagi og fella að því sem gerist svo að það verður hluti af heildarmynd. Það eitt út af fyrir sig er listrænt athugunarefni. H.Kr. Saga um vináttu

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.