NT - 19.12.1984, Side 7
Vettvangur
Þar getur orðið við ramman
reip að draga. Sennilega hefur
enginn Bandaríkjaforseti um
langt skeið verið eins háður
ráðunautum sínum og Reagan
og því veltur mikið á, að hann
velji sér rétta samstarfsmenn.
Innan flokks hans stendur hörð
deila um afstöðuna til afvopn-
unarmála. Þar eru sterk öfl.
sem vilja enga tilslökun og
aukinn vígbúnað. Shultz utan-
ríkisráðherra virðist hins vegar
annarrar skoðunar, þótt hann
vilji sýna varfærni. í þingflokki
repúblikana í öldungadeildinni
virðist þctta sjónarmið vera að
styrkjast. Því er veruleg von á
því. að þessi öfl muni mega sín
betur, þótt ekki sé hægt að
fullyrða það á þessu stigi.
Én þótt viðræður hefjist að
nýju milli risaveldanna um af-
vopnun, má segja í því sam-
bandi, að ekki er sopið kálið,
þótt í ausuna sé komið. Hér er
um að ræða flóknar og við-
kvæmar viðræður. Banda-
ríkjamenn virðast margir
leggja megin-áherslu á, að
fyrst verði rætt um, hvernig
hátta skuli eftirliti með þeirri
afvopnun eða samdrætti víg-
búnaðar, sem samið verður
um. Þar koma mörg flókin
tæknileg atriði til umfjöllunar,
sem m.a. gætu náð til einkafyr-
irtækja og rannsókna þeirra,
en allt slíkt eftirlit er eitur í
beinum Bandaríkjamanna.
Sovdtmenn eru líka lítið hrifnir
af slíku eftirliti. í Sove'tríkjun-
■ Reagan forseti og Shultz utanríkisráðherra.
um er ekki síður að finna Viðræður um eftirlitið geta
harðlínumcnn en í Bandaríkj- því tekiö langan tíma. Hættan
unum. er sú, að á meðan haldi vígbún-
„Gæfuleysið
féll að síðum“
Jón Óskar
Sölvi Helgason
Listaniaður á hrakningi
Heimildasaga.
Isafoldarprentsmiðja.
■ ÞettaervarnarritfyrirSölva
Helgason. Jón Óskar gerir sér
rnjög far um að rétta hlut Itans.
Um það skal ekki sakast en
viðurkennt að hann hefur lagt
mikla vinnu í það að kanna
heimildir um feril Sölva og mál
hans.
Jón Óskar mælir ekki gegn
því að Sölvi hafi verið veill
andlega. Hann sýnir fram á að
sök Sölva var einkum flakkið.
Og honum finnst það ekki mikil
synd þó að maðurinn leyfði sér
að ferðast um land sitt og skoða
það.
Það voru lög í landi að hver
maður skyldi eiga sér heinrili og
vera vistráðinn. Húsbændur
höfðu vissar skyldur við hjú sín
en þessi ákvæði voru líka hlið-
holl húsbændum enda voru það
þeir sem lögin settu. Samt er
rétt að gæta þess að flakkarar
gátu verið plága og það fólk sem
ekki undi í vistum var þjóðfélag-
■ Jón Óskar
inu oft lítill styrkur. Auðvitaö
bar vinnufólk lítið úr býtum og
hafði litla ntöguleika til að
efnast. En vel megum við hug-
leiða orð sr. Björns í Sauð-
lauksdal að góð húsmóðir sýni
ekki umrenningum örlæti svo
að heimafólk hennar skorti.
Neyðin var nærri.
Jón Óskar færir rök að því að
þjóðsögur um óknytti Sölva séu
að mestu tilhæfulausar. Þó af-
sannar hann ekki að Sölvi hafi
gefið smábarni brennivín. svo
sem eitt spónblað. Barnið ældi
og svaf óvært um nóttina. Það
virðist óhætt að treysta fram-
buröi konunnar sem barnsins
gætti. Hún taldi að Sölvi hefði
verið að glettast en ekki gengið
illkvittni til. En drukkið fólk
glettist stundum svo að vafa-
samt er að megi kalla mein-
laust.
Samt er það svo að óknyttir
Sölva voru engir þannig að hann
yrði dæmdur fyrir þó að Eggert
Briem teldi rétt að þeir skerptu
dóminn. Jón Óskar segir að
Sölva hafi verið freistað með
því að veita honum aðgang að
bókum í ólæstu herbergi. Þaðer
náttúrlega lítil vörn en bækur
hafa freistað Sölva og víst verð-
ur hann að teljast sannur að því
að vera djarftækur til þeirra. En
að dæma mann til áralangrar
þrælkunar fyrir flakk og að hafa
hnuplað einni bók finnst okkur
harður dómur. Ekki batnar við
■ Sjálfsmynd af Sölva Helgasyni
Miðvikudagur 19. desember 1984 7
aðarkapphlaupið áfram með
sama hætti ogáður. Þessvegna
virðist eðlilegt og nauðsynlegt.
að einhver frysting vígbúnaðar
eigi sér stað meðan verið er að
sernja, einkum þó á sviði
kjarnavopna og eiturefna.
í SAMBANDI við hinn
mikla kosningasigur Reagans,
hafa sumir blaðantenn rifjað
upp, að bandarískum forsetum
hafi reynst það misjafnlega að
ná endurkosningu með glæsi-
brag. Roosevelt sigraði glæsi-
lega í forsetakosningunum
1936. en lenti rétt á eftir í
deilum við þingið varðandi
hæstarétt og beið eftirminni-
legan ósigur. Johnson sigraði
með yfirburðunt í kosningun-
um 1964, en lauk ferli sínum
Malsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjörð Sigurðsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Nýrmaður, nývon
sem brotinn maður vegna Ví-
etnamsstyrjaldarinnar. Sigur
Nixons í forsetakosningunum
1972 var ekki síður glæsilegur,
en ferli hans lauk með Water-
gate hneykslinu.
Mestur varð þó ósigur
Wilsons, sent náði endurkjöri
1916, en varð að þola það að
þingið hafnaði þátttöku
Bandaríkjanna í Þjóðabandá-
laginu, en við það hafði Wilson
bundið vonir sínar um varan-
legan frið á jörðu.
Nú er það von tnanna, að
Reagan rcynist lánsamari en
þessir fyrirrennarar hans og
rnegi Ijúka ferli sínum sem
friðarhöfðingi, þótt óneitan-
lega séu mörg ljón á veginum.
það að taka ekki áfrýjun til
greina en senda manninn í
þrælkun samkvæmt undirréttar-
dómi einungis. En vissulega
finnst okkur sitthvað skrítið viö
réttarfar 19. aldar.
Jón Óskar gerir mikið úr því
að dæmdur maður og hýddur
hafi mætt almennri fyrirlitningu
þaðan í frá. Víst var þaðsvívirð-
ing en eins og Jón Óskar segir
sjálfur var líka lögö óvirðing á
böðulsstarfið. Ég held að finna
megi dæmi þess að hýddir menn
hafi risið undir dómi sínum og
haldið nokkurri virðingu í sveit
sinni. En kannske var nokkuð
annað að vera hýddur fyrir
kvennafar en að vera hýddur
þjófur.
Ekki var vistin góð í fanga-
húsum Kaupmannahafnar.
hvort sem var á Brimarhólmi
eða þeim sem við tóku. Þó er það
staðreynd að til var það að
menn kæmu heim aftur eftir að
hafa afplánað dóm sinn. Þaö
voru fleiri en Hafliði Kolbeins-
son Kambsránsmaður. Og t.d
virðist hann hafa verið vel mct-
inn eftir heimkomuna.
Það er sleggjudómur þegar
Jón Óskar sér málaferlin gegn
Sölva Helgasyni sem algilt dæmi
um viðhorf valdamanna til snill-
inga. Slík ummæli eru heldur til
lýta á bókinni. En hún er á
margan hátt vel unnin og vel
skrifuð.
H.Kr.
■ Ronald Reagan hefur talað um það, stundum í
flimtingum, að í raun sé engin furða að lítið hafi gengið
saman með stórveldunum í forsetatíð hans, hann hafi í
raun aldrei haft neinn eiginlegan mótherja í austri til
að eiga við. Því miöur er það svo að forsetinn hefur
nokkuð til síns máls. Á fjögurra ára veldistíma Reagans
hafa setið þrír leiðtogar æðstir í veldi þeirra Kreml-
verja, allir háaldraðir, heilsulitlir og veikir leíðtogar.
Reagan segir þetta eina helstu ástæðuna fyrir því að
hann hefur aldrei hitt starfsbróður sinn austan tjalds.
Það er að vísu aðeins hálfur sannleikur, en óvéfengjan-
legt samt.
Sovétríkin eru einræðisríki, stjórnað af fámennum
hópi, klíku mætti jafnvel segja. Völd æðsta leiðtoga
þeirra eru nær ótakmörkuð og reynsla síðustu ára hefur
sýnt að til þess að eitthvað þoki á milli austur- og
vesturblokkanna þarf hann að hafa full tök á starfi sínu.
Sú hefur ekki verið raunin allt frá því að Brésneff lifði
sinn blómatíma og átti fagnaðarfundi við Richard
Nixon og slökunarstefnan svokallaða var í hámæli.
Óvissuástand í Moskvu, sem stafar af elli æðstu
ráðamanna og valdatogstreitu, er því afvopnunarvið-
ræðum lítt til framdráttar.
Þegar Yuri Andropoff tók við af Brésneff látnum var
ekki laust viö að margir leyfðu sér dálitla vongleði.
Þarna virtist kominn boðberi breytinga, tiltölulega
frjálslyndur umbótamaður á sovéskan mælikvarða. Ög
ekki síst, þá virtist hann horfa vesturyfir nokkuð
raunsæjum augum. En Andropoff var undir sömu sök
seldur og svo margir ráðamenn í Sovétríkjunum, hann
var orðinn gamall og farinn að heilsu þegar hann loks
komst á toppinn. Hann fékk aldrei tækifæri til aðstanda
við fyrirheitin.
Enn hélt kynslóðin sem fædd var fyrir byltingu áfram
að klifra. Það fannst engum ástæða til að vera með
óþarfa bjartsýni þegar Konstantín Chernenko tók við
embætti æðsta manns. Hann er talinn fulltrúi gamalla
og staðnaðra viðhorfa og í ofanálag hefur ekki linnt
vangaveltum vestrænna fjölmiðla og stjórnmálamanna
um elli lians og heilsufar. Enda er það viðtekin skoðun
að ekki líði á löngu þar til nýr húsbóndi taki við í Kreml.
í þessari viku er allt í einu líkt og sá maður birtist
fullskapaður á sjónarsviðinu - Mikhail Gorbachev,
aðeins 53 ára gamall, unglingur á mælikvarða þeirra
Kremlverja. Hann var skjólstæðingur Andropoffs og
talið er að hugmyndir þeirra séu ekki ósvipaðar -
innanlands vilji hann berjast gegn spillingu og losa
efnahaginn úr fjötrum ofskipulagningar og framtaks-
leysis og utanlands vilji hann kosta miklu til að ná
árangri í afvopnunarviðræðum. Hann erþví maðursem
vekur von. Hún hefur ekki minnkað við heimsókn hans
til Bretlands, þar sern hann hefur strax unnið sér álit
fyrir hlýlegt viðmót, gamansemi, góða þekkingu og
rökfestu.
í viðræðum sínum við breska ráðamenn leggur
Gorbachev ofuráherslu á svpkallaðar „stjörnustríðs-
hugmyndir" Bandaríkjanna. Ástæðan er í raun einföld
- vígbúnaðarkapphlaupið er að færast út í himingeim-
inn og Sovétríkin vita að þau geta ekki fylgt því
efnahags- og tæknistórveldi sem Bandaríkin eru þangað
út. Stjörnustríðið getur þannig í raun raskað hinu
viðkvæma ógnarjafnvægi. Það segja virtir vísindamenn
og telja að tal Reagans um að vígvæðing geimsins geti
gert kjarnorkuárás óhugsandi sé draumórar. Það
verður að teljast líklegt að Sovétmenn setji bann við
geimvígvélum á oddinn í afvopnunarviðræðunum, sem
hefjast á nýjan lcik í Genf í janúar. í raun er það krafa
sem allur hinn siðmenntaði heimur ætti að geta tekið
undir.
Margt er að gerast í þessari viku. Gorbachev mælir
fyrir nýju tímabili sáttfýsi í Bretlandi, Thatcher á
langan fund með Gorbachev og fer síðan til að þinga
við samherja sinn Reagan í Hvíta húsinu, Reagan
tilkynnir að hann ætli að skera niður fjárframlög til
hernaðarmála.
Allt þetta vekur von, hversu veik sem hún er, um að
ekki verði til einskis sest að samningaborðinu í Genf í
vetur.