NT - 19.12.1984, Síða 10
Miðvikudagur 19. desember 1984 10
■ Valdimar Jóhannsson eigandi Iðunnar ásamt dóttur sinni Önnu
Valdimarsdóttur.
Bókaforlagið Iðunn:
Óbreytt stef na
Agatha Christie
...og ekkert
nema
sannleikann
ut
■ Bókaforlagið Iðunn hélt ný-
verið hlaðamannafund til að
kynna útgáfustarfsemi fyrir-
tækisins og voru sjö rithöfundar
mættir á fundinn. Þeir voru Gils
Guðntundsson, Hannes Péturs-
son, Jakob E. Ásgeirsson, Sig-
fús Briem, Sigrún Eldjárn,
Þorgeir Þorgeirsson og Þor-
steinn frá Hamri. Þar vareinnig
mætt ekkja Jóns Helgasonar
ritstjóra, Margrét Pétursdóttir,
en Iðunn ætlar að gefa út aftur
íslenskt mannlíf I-IV, sem kom
fyrst út á árunum I958-62 og
seldist algjörlega upp. Endur-
minningar og ýmiss konar þjóð-
legur fróðleikur ber hátt í bók-
um Iðunnar í ár. Þar má nefna
annað bindi heimildaþátta
Hannesar Péturssonar Misskipt
er manna láni en það er annað
bindi af mannlífs-ogörlagaþátt-
um úr Skagafirðinum. Gils
Guðntundsson, sem hefur átt
samstarf við Iðunni síðan 1947
á bókina Gestur, sem er fyrsta
bindi safnrits, sem flytur þjóð-
legan fróðleik gamlan og nýjan.
Þorgeir Þorgeirsson skráir
endurminningar Péturs Karls-
sonar Kidson, sem ber nafnið
„Ja, þessi heimur". Pétur er
breskur að uppruna en er nú
íslenskur ríkisborgari. Hann var
leyniþjónustumaður og var
sendur hingað til lands á örlaga-
tímum. í fyrra sinnið á vegum
breska setuliðsins og í annað
sinn þegar fyrra þorskastríðið
stóð sem hæst.
Ungur höfundur Jakob F.
Ásgeirsson skráir persónulegar
endurminningar Alfreðs
Elíassonar og greinir frá tilurð
Loftleiða, hvernig fyrirtækið óx
úr nánast engu upp í að verða
stórveldi á íslenskan mæli-
kvarða.
Ljóðasafn Þorsteins t'rá
Hamri er eina ljóðabókin, sent
kemur frá Iðunni í ár, en í
safninu er að finna allar ljóða
bækur Þorsteins, átta að tölu.
Bókina myndskreytti Guðrún
Svava Svavarsdóttir. Ein tslensk
skáldsaga kemur frá Iðunni í ár.
Er það bókin Lykkjufall eftir
Agnesjónu Maitslund
Þetta er fyrsta bók
höfundar og er raunsæ nútíma-
saga um unga sjómannskonu
sem fellir sig illa við hversdags-
lífið og fellur í ýmsar freistingar
í fjarveru mannssín. Agnesjóna
er búsett í Danmörku og er gift
Róbert Maitsland sem var á-
standsbarn og er höfundur
bókarinnar Höggormur í Para-
dís sem Iðunn gaf út.
Fjórar frumsamdar íslenskar
barnabækur koma út í ár, Lang-
afi Prakkari eftir Sigrúnu
Eldjárn, Haftur og Fattur eftir
Ólaf Hauk Símonarson og
myndskreytt af Sigrúnu
Eldjárn, Elías í Kanada eftir
Auði Haralds og Dagur úr lífi
drengs eftir Jóhönnu Álfheiöi
Steingrímsdóttur Nesi í Aðal-
dal.
Að lokum ber svo að nefna
kennslubókina Gagnavinnsla og
tölvukynni eftir Stefán Briern
menntaskólakennara. Er þetta
fyrsta kennslubókin á íslensku
sem fjallar um tölvuna sjálfa, en
ekki bara um tölvumál.
Vegna prentaraverkfalls og
samdráttar á bókamarkaðnum
koma færri bækur frá Iðunni í ár
en vcnja er. Forráðamenn Ið-
unnar trúa því þó að bókin eigi
eftir að lifa og lögðu þeir einnig
áherslu á að þó breytingar hefðu
orðið á yfirstjórn fyrirtækisins
væri stefna Iðunnar óbreytt.
■ Bókhlaðan hefur gefið
bókina ....og ekkert ncnia
sannleikann “ eftir Agöthu
Christie, en bókin heitir á fruni-
málinu „The Murder of Roger
Acroyd." Þetta er ein fyrsta bók
Agöthu og sú sem fyrst aflaði
henni verulegra vinsælda og
viöurkenningar sem leynilög-
reglusöguhöfundar.
I bókinni leysir Hercule Poir-
ot dularfulla morðgátu með að-
stoð sögumanns bókarinnar.
Eins og í öðrum morðsögum
höfundarins fá lesendur í raun
nægar upplýsingar til að leysa
gátuna á rökréttan hátt en fæst-
unt tekst það og verða því að
bíða söguloka þegar Poirot lcys-
ir loks frá skjóðunni.
Eyfirskar ættir
komnar út
■ Sögusteinn-bókaforlag hef-
ur gefið út Eyfirskar ættir, 7
binda ritsafn Hólmgeirs Þor-
steinssonar, fyrrum bónda á
Hrafnagili í Eyjafirði. Ritsafnið
er gefið út í tilefni 100 ára
fæðingarafmælis Hólmgeirs,
sem var 3. des. sl. og er verkið
aðeins gefið út í 250 tölusettum
eintökum. Verkið er Ijósprent-
að eftir handritum Hólmgeirs,
sem var mikill listaskrifari, og
er verkiö tæpar 2100 bls. í
góöum bókbandsfrágangi.
I ritsafninu eru eftirtaldar
bækur:
Hvassafellsætt
Randversætt. Hólsætt og
Göngustaðaætt
Svarfdælskar ættir
Eyfirðingaþættir I.
Eyfirðingaþættir II.
Molar og mylsna.
Ættartölur.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
■ Útvarpserindi Bjargar Einarsdóttur eru komin út í bók og var formanni Kvenfélagasambands
íslands afhent fyrsta eintakið. Frá K.I. barst eindregin áskorun um útgáfu erindanna.
Myndin er tekin við Hallveigarstaði á Túngötu 14 þar sem afhending fór fram. Talið frá hægri eru
María Pétursdóttir formaður K.I., Sólveig Alda Pétursdóttir ritari, Stefanía María Pétursdóttir
varaformaður og Björg Einarsdóttir höfundur bókarinnar.
Úr ævi og starf i íslenskra kvenna
■ Hjá forlaginu Bókrún í
Reykjavík er komið út ritverkið
„Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna" eftir Björgu Einars-
dóttur. Er það fyrsti hluti er-
indaflokks sem höfundur hefur
flutt í Ríkisútvarpið frá haust-
inu 1983.
Bókin er yfir 400 síður og
prýdd rúmlega 200 myndum,
sumum sjaldséðum og töluvert
af myndum var sérstaklega tek-
ið vegna þessarar útgáfu. í bók-
inni, sem er hin vandaðasta að
allri gerð, er sagt frá 21 konu
sem uppi voru á tímabilinu frá
1770 til 1982 og margar braut-
ryðjendur á sínu sviði í þjóðfé-
laginu.
Setning og umbrot er unnið í
Leturval. filmun og prentun í
Grafik og Bókfell annaðist
band. Elísabet Cochran liann-
aði útlit bókarinnar og Jóhannes
Long tók ljósmyndir. V’egna
verkfalla síðastliðið haust varð
nokkur seinkun á vinnu við
bókina en hún er nú komin í
bókaverslanir og hefur verið
send út um land.
WH.LIAM
GOI.DING
ERFINGJARNIR
William Golding
Erfingjarnir
■ Bókhlaðan - Ægisútgáfan
hefur gefið út bókina Erfingj-
arnir eftir nóbelsskáldið William
Goiding í íslenskri þýðingu
Garðars Baldvinssonar. Bók
þessi heitir á frummálinu „The
Inheritors.
Erfingjarnir kom út fyrir rúm-
urn 20 árum og er hún önnur
skáldsaga höfundarins og jafn-
framt önnur bók hans sem kem-
ur út á íslensku. Bókin fjallar
um Neanderdalsmenn og fékk
mikið lof þegar hún kom út.
■ Gunnar Dal.
Ljóð sem eiga
erindi við
samtímann
■ Nýútkomin ljóðabók eftir
Gunnar Dal ber heitið „Orð
millivina”. í kverinueraðfinna
45 Ijóð, flest stutt og hnitmiðuð,
en íengsta Ijóðið er um móður
Teresu.
Ljóðin í þessari bók fjalia
flest um atburði sem standa
okkur nærri í tíðinni og þær
hugmyndir og hugsjónir sem
ntenn keppast við að berjast
ýmist fyrir eða á rnóti. En
skáldið tekur afstöðu. Gunnar
Dal er ómyrkur í máli og tekst
oft í örfáum Ijóðlínum að koma
því til skila sem öðrum tekst
ekki í hcilum doðröntum eða
löngum ræðum og blaðagrein-
um. Ljóðin eru ekki torráðin,
en eru samt ekki öll þar sem þau
eru séð og búa yfir innsæi sem
aðeins skáldum er gefið.
Amensty Inter-
national:
Fangar
mánaðar-
ins, des-
ember1984
■ Mannréttindasamtök-
in AMNEESTY Internat-
ional vilja vekja athygli
almennings á ntálum eftir-
talinna Samviskufanga nú
í desember. Jafnframt
vonast samtökin til þess
að fólk sjái sér fært að
skrifa bréf til hjálpar þess-
umföngum, og sýna þann-
ig í verki andstöðu við að
slík mannréttindabrot eru
framin.
Rúmenía. Radu FILIP-
ESCU er 28 ára raffeinda-
verkfræðingur frá Búka-
rest. Hann afplánar nú 10
ára fangelsisvist sakaður
um að hafa prcntað og
dreift áróðursbæklingum.
Lögreglan handtók hann í
maí 1983 er hann var að
dreifa þessum bæklingum
í hús í borginnni. í bækl-
ingi þessum fór hann þess
á leit við íbúa Búkarest að
þeir söfnuðust saman ák-
veðinn dag á „Palace Squ-
ire“ og krefjast þess að
Nicolae Ceausescu fái aft-
ur völdin sem forseti Rúm-
eníu og leiðtogi Kommún-
istaflokks Rúmeníu. Eftir
því sern Amnesty
samtökin komast næst þá
var ekkert það í þessum
bæklingum sem hvatti til
átaka eða ofbeldis. Sam-
tökin telja að Radu FILIP-
ESCU hafi verið handtek-
inn og dæmdur fyrir það
eitt að láta í ljós skoðanir
sínar.
SÓMALÍA. Mohamed
Aden SHEIKH er einn af
sjö meðlimum þingsins og
miðstjórnar eina stjórn-
málaflokks landsins - The
Somali Revolutionary
Socialist Party - sem voru
handteknir 9. júní 1982.
Ástæðan fyrir handtök-
unni var sögð sú að þeir
höfðu látið í Ijósi gagnrýni
á Mohamed Siyad Barre,
forseta landsins og sýnt
því andstööu að hann yrði
endurkjörinn. Mohamed
Aden hefur verið í haldi
síðan hann var handtek-
inn, án þess að mál hans
hafi komið fyrir rétt. Síð-
ari hluta árs í983 gaf ríkis-
saksóknari Sómalíu út þá
yfirlýsingu að rannsókn á
máli þessara manna væri
lokið, og mál þeirra kæmi
fljótleua fyrir rétt.
PARAGUAY.Hér er
um að ræða fjóra fanga.
Þeir heita Roque RUIZ
Díaz.rúmlega sextugur
verkamaður; Antonio
GONZALEZ Arce, 33
ára sölumaður trygginga;
Maria Margarita BAEZ,
36 ára snyrtisérfræðingur
og Emilio Asterio LUGO
Valenzuela,29 ára smá-
bóndi. Þau hafa verið í
haldi síðan í byrjun árs
1982, sökuð um að hafa
látið í ljósi skoðanir sínar.
Sagt er að þau hafi verið
pyntuð í varðhaldinu. Þau
eru úr hópi 36 rnanns seni
voru handtekin í janúar
og febrúar 1982 er lögregl-
na gerði skyndi-
aðför að íbúum Asunción.
Ekki var greint opinber-
lega frá handtökunum fyrr
en um miðjan mars 1982.
Þeir sem vilja leggja
málum þessum lið eru
beðnir vinsamlegast að
hafa samband við skrif-
stofu íslandsdeildar
AMNESTY. Hafnarstræti
15, Reykjavík, sími
16940.