NT - 19.12.1984, Síða 13
Miðvikudagur 19. desember 1984 13
■ Spilverk þjóðanna, anno 1974, róttækt og byltingarsinnað ungt fólk. F.v. Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Valgeir Guðjónsson. Nú hafa Steinar hf. gefið út Nokkur Ivkilatriði, sem spannar feril þessa merka
tónlistarhóps.
Plötuútgáfan hjá Steinum og Spori:
BÓKSALAR ATHUGIÐ
Afmælisrit helgað Ólafi Jóhannessyni sjötugum
17
verður innkölluð og tekin endanlega úr sölu 31.
desember 1984.
Vinsamlega endursendið þá þau eintök sem
óseld kunna að vera.
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
ÞINGHOLTSSTRÆTI 5
Halda sínu striki
■ Þótt nokkur samdráttur liafi orðið í
plotuútgálu fyrir þessi jól, rniðað við
jólin í fyrra halda Steinar hf. sínu striki
og hafa sent frá sér 9 plötur fyrir jólin,
6 íslenskar undir merki Steina hf. og 3
safnplötur undir merki Spor hf.
Fyrst skal fræga telja IVlezzoforte sem
senda t'rá sér sína áttundu plötu,
„Rising“ og hefur hún fengið frábæra
gagnrýni heima sem erlendis og talin
með því besta, ef ekki það besta. sem
þeir hafa gert hingað til. „Rising" ber
meö sér nýja strauma í tónlist Mezzo-
forte og þeir leika á öll hljóðfærin, nema
ástralski saxafónleikarinn Dale Barlow
kemur við sögu í tveim laganna og
Frank Riccotti annast ýmiskonar áslátt.
Það er Geoff Calver sem sér um upp-
tökustjórn ásamt strákunum í Mezzo-
forte.
Með merkari útgáfum frá Steinum hf.
er án efa KK sextettinn „Gullárin", en
það eru flestir íslendingar sern eru
komnir til vits og ára sem kannast við
þessa sveit sem setti mjög svip sinn á
tónlistarlífið þann rúma áratug sem hún
var starfrækt. Hljþðfæraleikarar og
söngvarar með KK sextettnum voru
ekki af verri endanum og meðal þeirra
sem þar kontu við sögu voru Ragnar
Bjarnason, Ellý Vilhjálms, Óðinn
Valdimarsson og Haraldur H. Haralds,
svo einhverjir séu nefndir. Gullárin er
tvöfalt albúm og gefur gott yfirlit yfir
feril KK sextettsins.
„Nokkur lykilatriði" heitir safnplata
með Spilverki þjóðanna sem einu sinni
var. Lykiliinn að ferli spilverksins eru 16
lög raðað í aldursröð og gefa þau góða
hugmynd um þróun þessa sérstæða
söngflokks.
Pax Vobis er ein af nýju hljómsveit-
unum í bransanum og hafa þeir fengið
góða dóma fyrir fyrstu plötu sína sem
ber einfaldlega nafn sveitarinnar. Sömu-
leiðis hefur hljómsveitin Kikk, með
söngkonuna Sigríði Beinteinsdóttur
innan stokks, sent frá sér sína fyrstu
plötu og hefur lagið „Try for your best
friend” notið mikilla vinsælda undanfar-
ið. HLH flokkurinn er í jólaskapi á
plötunni „Jól í góðu lagi“ og hefur fengið
ýmsa gesti til að taka mcð sér lagiö. Þar
á meðal er æringinn Skrámur sem sendir
jólasveininum bréf til að þakka fyrir
jólagjafirnar, sem urðu ekki alveg sá
gleðivaki sem þeim var ætlað.
Spor hf. gefur út þrjár safnplötur fyrir
þessi jól og er þar fremst í flokki platan
„Endurfundir" sem hefur verið í efsta
sæti íslenska vinsældarlistans undanfar-
ið. 14 þekktar dægurperlur í liugljúfum
dúr sem allar fjalla um hið sígilda
yrkisefni, ástina. „Dínainít" er samsafn
smella sem njóta vinsælda um þessar
mundir heima sem erlendis og safnplat-
an „Á rás“ er blanda af íslenskum og
erlendunt lögum. Þar á meðal má nefna
lagið „Mundu ntig ég man þig" með
Sómamönnum en þaö lag cr í væntan-
legri kvikmynd Ágústar Guðmundsson-
ar, Gullsandi. Shady Owens sem gerði
garðinn frægan í eina tíð með Óðmönn-
um, Hljómum og Trúbroti á einnig lag
á rás og ætti það að gleðja aðdáendur
Itennar á íslandi.
■ Hljómsveitin Dá á dágóðri stund.
Safarí í kvöld:
Hljómsveitin Dá og
Dæmdirdans draumar
■ Hljómsveitin Dá heldur tónlcika í Steinunn Hjálmtýsdóttirsöngur, Eyjólf-
Safarí í kvöld þar sem frumflutt verður ur Jóhannsson gítar, Hlynur Höskulds-
verkið „Allt sem andardrátt hefir." son bassi, Helgi Pétursson hljómborð
Verkið er unnió í samvinnu við dans- og Kristmundur Jónasson sem leikur á
hópinn „Dæmdir dans drauntar." trommur.
Hljómsveitina Dá skipa Jóhanna
Sanyo HiFi system 234
er meö á nótunum
O Stórglæsileg hljómtækjasamstæða í
vönduðum skáp með reyklituðum gler-
hurðum.
O 2x40 watta magnari með innbyggðum
5 banda tónjafnara.
O Þriggja bylgju stereo útvarp með 5 FM
stöðva minni.
O Segulbandstæki fyrir allar snældugerð-
ir, með „soft touch" rofum og Dolby
suðeyði.
O Hálfsjálfvirkur tveggja hraða reimdrif-
inn plötuspilari.
Allt þetta fyrir aðeins
kr. 31.760.- stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200
ALTERNATORAR
OGSTARTARAR
i Ford Bronco, Farimouth Econoline, Chevr. Nova, Blaser, Dodge Dart,
Playmouth, Ramcharger, Wagoneer, Cherokee, Hornet, AMC, Jeep,
Land Rover, Arrow, Mazda, Colt o.fl. o.fl.
Einnig startarar og varahlutir í startara i ameriskar vinnuvélar t.d.
Caterpillar jaröýtur o.fl.
Einnig splunkunýir startarar og varahlutir í startara á mjög góðu verði
í vörubila: Volvo, Scania, M. Benz, Man, Bedford, Trader, GMS o.fl.
Hagstætt verð. Varahluta og viðgerðaþjónusta
Póstsendum
H a n nprb afa erðlun í n
Crla
Snorrabraut 44 — pósthólf 5249
Sími 14290.
I
Frönsku, livítu, ofnu rúmteppin komin.
Haastœtt verö, nnn nrn, ,
u 220x250 kr. 1478.-
190x210 kr. 1179,- 240x270 kr. 2079.-
210 x 240 kr. 1692,- og 1479.- Púðar 65 x 65 kr. 779,-
J