NT - 19.12.1984, Qupperneq 18
ffF Miðvikudagur 19. desember 1984 18
LlL Bækur o g rit
Palli var einn
í heiminum
og Bangsi og
Stubbur
■ Bókaútgáfan Björk hcl'ur ný-
lega sent frá sér barnabókina:
Palli var einn í heiminum, cftir
danska rithöfundinn — Jcn> Sigs-
gaard - mcö teikningum eftir
Arne Ungermann. Vilbergur
Júlíusson skólastjóri þýddi bók-
ina á íslensku.
Palli var einn í heiminum
kom fyrst út hjá Gyldendal í
Kaupmannahöfn 1942,enhefur
síðan vcriö gefin út á 37 tungu-
málum í milljónum eintaka.
Hún kont fyrst út á íslcnsku
1948 og síðan er ekkcrt lát á
vinsældum bókarinnar. Þetta er
4. útgáfa hennar á íslensku og
hefur livcr útgáfa sclst upp á
skömmum tíma.
Bnkaútgálan Björk hefur í
áratugi gcfiö út bókaflokkinn:
Skemmtilegu smábarnabæk-
urnar, sem cru valdar með tilliti
til barna, sent eru að byrja
lestrarnámið. Hafa komið út 14
bækur í þessum bókaflokki, sem
allar eru þýddar eða endursagð-
ar af þjóðkunnum skólamönn-
um. Bækurnar eru allar prent-
aðar í litum. I mörgum skólum
hafa bækur þcssar vcrið notaðar
við lestrarkennslu og fengið lof-
samleg umnræli kennara víðs-
vegar um landið.
Bækur þessar hafa veriö
prentaðar aftur og aftur og orð-
iö sígildar smábarnabækur með
þjóðinni. Hver nýr aldurshópur
hefur tileinkað scr þær. I haust
konru tvær þeirra út á ný: Stubb-
ur og Bangsi litli.Þær cru báðar
þýddar af Vilbcrgi Júlíussyni
skólastjóra, en prentaðar í
Prentverki Akraness.
■ Árni Larsson
Ljóð eftir
Árna Larsson
■ Ljóðasmiðjan s/f hefur sent
frá sér tvær Ijóðabækur eftir
Árna Larsson. „Orö elta fugla"
og „Góðvonarhöfuö". Pær hafa
að gcyma um 101) ljóð, og cr
önnur bókanna myndskrcytt.
Áður hafa koniiö út cftir
Árna Larsson bækurnar „Upp-
reisnin í grasinu" og Ijóðabókin
„Leikfang vindanna".
Bækurnar fást hjá Braga í
Lækjargötu. hjá Isafold, bóka-
vcrslun Máls og menningar,
bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar og Bóksölu stúdenta.
Fjörug og
ævintýraleg
frásögn
■ Almcnna bókaféjagið hefur
sent frá sér bókina Úr dagbók-
um Einars Magg, mikla bók og
glæsilcga. Bókin er kynnt þann-
ig á kápu:
„Dagbækur Einars Magnús-
sonar, fyrrverandi rektors
Menntaskólans í Reykjavík,
hefjast á fermingardaginn hans
1914. Viö fylgjum honum síðan
gegnuni Menntaskólann og á
tveggja ára harla ævintýralegri
ferö urn Evrópu 1920-1922.
Frásögnin einkennist af fjöri
og óvenjulegri einlægni og svo
er efniö sjálft bæði sérstætt og
ævintýralegt.
Einar lýsir fádæma vel lífi og
kjörum fólks í Reykjavík á þcss-
um tíma, barnslega fagurri trú
sinni og jafnframt mannlcgum
breyskleika. Líf hanssem nem-
anda í Menntaskólanum var oft
nokkuð fjörugt, og munu nem-
endur Itans við þessa stofnun
hafa gaman af lestrinum og sjá
lærimeistara sinn í ööru og enn
skemmtilegra Ijósi en áður. Og
reynsla Einars á ferðalaginu er
lyginni líkust. Fasistar á Ítalíu
ætla að ganga af honunt dauð-
(^UÐBERAVÁMR
LAUGAVEGUR
ÞVERVEGUR
BAUGANES
EINARSNES
FÁFNISNES
SKILDINGANES
SKELJANES
ÆGISÍÐA
KVISTHAGA
FORNHAGA
HOFSVALLAGATA
HJARÐARHAGA
KÚRLAND
KVISTLAND
KJALARLAND
KELDULAND
LOGALAND
LÁGLAND
MARKLAND
EFSTALEITI
MIÐLEITI
NEÐSTALEITI
HVASSALEITI
TJARNARGATA
SUÐURGATA
RÁNARGATA
NÝLENDUGATA
STÝRIMANNASTÍGUR
VESTURGATA
EINNIG VANTAR
BLAÐBERA Á BIÐLISTA
í ÖLL HVERFI.
Síðumúlil 5. Sími 686300
um. Harin er á „bísanum" í
Napolí, Konstantínopel og
Aþenu mánuðum saman, og
hann dvelst meðal Hafnarstúd-
enta, deilir með þeim kjörum
og býsna skrautlegu líferni. Öllu
er lýst eins og það kemur hraust-
um íslenskumstúdentfyrirsjón-
ir um leið og það gerist. Slíkt er
eðli dagbóka."
Eiríkur Hrcinn Finnbogason
hefur búið bókina til prentunar
og ritar formálsorð um höfund
hennar.
Bókin er 411 bls. að stærð og
eru þá taldar með skrár um
mannanöfn og staðanöfn. Hún
er sett í Prentsmiöjunni Odda,
prentuð í Prentsmiðju Árna
Valdemarssonar og bundin í
Félagsbókbandinu.
Ástarsaga um
mann,konu og
barn
■ Út er komin hjá ísafoldar-
prentsmiðju h.f. bókin Maður,
kona, barn eftir Erich Segal,
höfund „Love Story".
Bókin fjallar um hið full-
komna hjónaband þegar því
skyndilega og óvænt er ógnað af
rödd frá fortíðinni.
Maður, kona, barn er lang-
besta skáldsaga Erich Segals,
og jafnvel ennþá áhrifameiri en
„Love Story".
Bókin er 196 bls. og er að öllu
leyti unnin hjá Isafoldarprent-
sntiðju h.f. Útsöluverð bókar-
innar er kr. 587.00.
■ Halldór Laxness.
Og árin líða
- ný bók eftir
Halldór Laxness
■ Og árin líða er safn greina.
erinda og bréfa Halldórs Lax-
ness frá liðnum árum.
Efni bókarinnarerfjölbreytt,
en flestar greinarnar fjalla um
bókmcnntir. kirkjusögu og
þjóðernismál. Kaþólsk viðhorf,
varnarrit Halldórs fyrir ka-
þólsku kirkjuna, eru lengsta
grein bókarinnar, rituð 1925.
Einnig eru greinar og bréf er
varða skáldið sjálft t.d. svar
hans til ritstjóra Svenska Dag-
bladet varðandi nóbelsverö-
launaféö og Ferðabækling frá
Rúmeníu 1960. Af öðru efni má
nefna langt viðtal Ingólfs Mar-
geirssonar við Halldór um
Ragnar Jónsson bókaútgef-
anda, sem birtist í bókinni
Ragnar í Smára 1982.
Tíu litlar Ijúf-
lingsmeyjar
■ Það var á árunum 1943-44
að skáldkonan Theódóra
Thoroddsen gaf sonardóttur
sinni Katrínu Thoroddsen
undurfallega og glettna þulu
um 10 litlar ljúflingsmevjar og
bað liana að gera myndir við.
Þulan var náskyld litlu negra-
strákunum hans Muggs, sem
var systursonur Theódóru og
kær vinur.
Katrín varö við beiðni
ömmu sinuar en þó dróst að
ljúka verkinu. Það er því fyrst
nú að þulan um litlu ljúflings-
meyjarnar birtist.
Sjón og saga^efur Ijúflings-
mcyjarnar út í samvinnu við
Katrínu Thoroddsen og hefur
lagt metnað sinn i að vanda
gerð bókarinnar svo að hún
hæfi þessu fallega verki.
Þulur Thcódóru Thor-
oddsen falla aldrei úr gildi.
Þær eru ortar á hreinu. kjarn-
góðu máli og glettnin og ævin-
týrið eru nálæg.
Sjón og saga hefur þá trú, að
þessar rammíslensku ljúflings-
meyjar, sern nú birtast íslensk-
um iesendum, séu kærkomið
mótvægi við þá tlóðöldu fjöl-
þjóðlegra lukkupamfíla sem
yfir þá hefur hvolfst.
Tíu litlar ljúflingsmeyjar er
bók fyrir börn á öllum aldri.
Morgan Kane á
bökkum Rauðár
■ Út er komin stór bók um
Morgan Kane og heitir hún „Á
bökkum Rauðár", og er hún
eftir Louis Masterson.
Á bókarkápu segir: Morgan
Kane var 18 ára þegar þessi saga
gerðist. Hann var aðstoðar-
spæjari hjá Mackenzie offursta
í þeim fræga herleiðangri 1874,
er ráðist var á vetrarbúðir Indí-
ána á bökkum Rauðár í Texas.
Dixon yfir-spæjari vargamal-
reyndur vísundaveiðimaður og
harður í horn að taka.
„Svarta Þruman“ Cheyenna-
foringi var hið mesta hörkutól.
Hann var á ferð og flugi með
hóp valinna stríðsmanna, sem
kölluðust „Hundarnir". Illvígir
villimenn í augum hvítra
manna.
Saga Ólafs-
fjarðar komin út
■ Út er komin bókin Hundrað
ár í Horninu eftir Friörik G.
Olgeirsson sagnfræðing. Undir-
titill ritsins er Saga Ólafsfjarðar
1883-1944 þéttbýlismyndun,
fiskveiðar og fiskvinnsla. Útgef-
andi er Ólafsfjarðarkaupstaður.
Bókin er í stóru broti, 340
blaðsíður að lengd nteð um 160
ljósmyndum, kortum og tcikn-
ingum.
Landsvæðið þar sem Ólafs-
fjarðarkaupstaður stendur nú
var áður fyrr kaljáð Ólafsfjarð-
arhorn eða aðeins Horn. Það
var fyrir eitt hundraö árum að
byggð hófst þar fyrst með bygg-
ingu þurrabúðar sem kölluð var
Sandhóll. Árið 1905 varð Ólafs-
fjarðarhorn löggiltur verslunar-
staður en 1. janúar 1945 fékk
bærinn kaupstaðarréttindi.
Bæjarfélagið minnist nú hundr-
að ára afmælis byggðar í Ólafs-
fjarðarhorni meö útgáfu þessar-
ar bókar en þetta bindi nær þó
aðeins til um helmings þess
tíma eins og fram kemur í
undirtitli, til kaupstaðarréttinda
áramótin 1944-1945.
Bókin Hundrað ár í Horninu
skiptist í fjóra hluta sem svo
aftur skiptast í smærri kafla, alls
17. Fyrsti hlutinn ber heitið
Staðhættir og landlýsing. Þar er
lýst landsháttum í Ólafsfirði og
jörðum í sveitinni frá fyrri tíma
og fram á miðja þessa öld.
Annar hluti er Fiskveiðar og
aðdragandi þéttbýlismyndunar
en þar er m.a. sagt frá atvinnu-
háttum á 18. og 19. öld og rætt
um orsakir þorpsmyndunar á
síðari hlutaaldarinnarsem leið.
Frumbýlingar heitir þriðji hluti
bókarinnar. Þar er rakin at-
vinnusaga og byggðarþróun frá
1883-1930 og koma þar við sögu
allar þær fjölskyldur sem
byggðu sér torfbæi eða hús á
þeim tíma. í fjórða og síðasta
hluta bókarinnar, Skipulagstími
og aukinn framfarahugur, er
sagt frá upphafi skipulags bæjar-
ins á fjórða áratugnum, atvinnu-
lífi frá 1931-1944, verslun og
viðskiptum, Vatns- og hitaveitu
Ólafsfjarðar, Rafveitu Ólafs-
fjarðar, samgöngumálum, hafn-
arframkvæmdum, kaupstaðar-
réttindum í janúar 1945 og þeim
ástæðum sem þar lágu að baki,
stjórnun sveitarfélagsins frá
1883 til 1944 o.fl.
Hundrað ár í Horninu var
unnin í Steinholti hf., Viðey
offsett, og Prentþjónustunni hf.
Kápu hannaði Guðrún Þor-
steinsdóttir, prentsmiðjan Rún
prentaði. Bókband annaðist
Bókfell hf.