NT - 19.12.1984, Síða 19
Miðvikudagur 19. desember 1984 19
Söguheiti
fyrir börn
■ Myndabókaútgáfan hefur
gefið út nokkur söguhefti fyrir
börn. Fjögur þeirra eru um
Dodda. sögupersónuna sem
Enid Blyton skapaði, fjögur eru
unt Sinbad sæfara og auk þeirra
eru frægar sögur. s.s. Robinson
Krúsó. Ferðir Gullivers. og Al-
adin og undralampinn. Bækurn-
ar cru allar í litlu broti og
ríkulega myndskreyttar.
LANDID ÞITT
ISLANÍ)
Landið þitt ísland
5.og
næstsíðasta
bindi komið út
■ Út er kornið hjá Erni og
Örlygi fimmta bindi bóka-
flokksins Landið þitt ísland eftir
þá Þorstein Jósepsson og
Steindór Steindórsson. í þessu
bindi eru sérkaflar unt Vest-
mannaeyjar og Þingvelli. Guð-
jón Ármann Eyjólfsson skóla-
stjóri ritar um Vestmannaeyjar
en Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur um Þingvelli. Bókin
er 272 blaðsíður. Litmyndir,
teikningar og ntálverk eru 300.
Vestmannaeyjakaflinn er 35
blaðsíður nteð 52 myndum og
teikningum, gömlum og nýjum,
þ.m.t. loftmyndir sem sýna allar
eyjarnar, dranga og sker. Aðrar
myndir sýna atvinnuhætti Eyja-
búa og byggð fyrr á tímum allt
frarn til okkar daga, eldgosið og
afleiðingar þess og margt fleira.
Þingvallakaflinn er 50 blað-
síður með 5.3 myndum, göntlum
og nýjum, sérteiknaðri hring-
mynd með útsýni af barmi Al-
mannagjár og innsettum ör-
nefnum og loftmynd með inn-
settum búða- og staðanöfnum,
auk fjölda sögulegra rnynda frá
ýmsum tímum.
Þótt með þessu bindi Ijúki
upptalningu tslenskra staða og
bæja í stafrófsröð þá er samt
eftir að koma eitt bindi í þessum
bókaflokki, lykilbindi sem mun
auðvelda fólki notkun ritverks-
ins og margfalda gildi þess. í því
verða aðgrcindar nafnaskrár og
má t.d. geta þess að staðanafna-
skráin cin mun telja allt að 30
þúsund nöfn.
Það eru margir sem koma við
sögu við gjörð bókarinnar
Landið þitt ísland. Undirbúning
handrits til prentunar önnuðust
þeir Helgi Magnússon og Ög-
mundur Helgason. Hönnun
bókarinnar sáu þeir um Kristinn
Sigurjónsson og Örlygur Hálf-
dánarson. Tæknilega umsjón
hafði Kristinn Sigurjónsson.
Kápuntynd tók Snorri Snorra-
son. Setning var unnin í Prent-
stofu G. Benediktssonar. Lit-
greiningar voru unnar hjá
Prentsmiðjunni Odda hf. og
Prentmyndastofunni hf. Filmu-
vinna var framkvæmd í Korpus
hf. en prentun og band var
unnið hjá Odda hf.
■ Einar Gíslason
Lífsgleði safn-
aðarleiðtoga
■ Einar J. Gíslason forstööu-
ntaöur Fíladelfíusafnaðarins
hefur ritað minningarbrot úr
bernsku sinni og kallar þau
„Hannasögur".
Sögusviðið er sjávarþorpið og
sveitin. fjaran og fjöllin á árun-
um ntilli stríða. Margt ber við
og lesandinn er leiddur inn í
skemmtilega veröld fjörmikils
stráks, sem sífellt er að lenda í
ævintýrum.
Þrátt fvrir græskulaust gaman
og kátínu, sent cr yfirbragð
margra sagnanna, er alvara lífs-
ins aldrei langt undan. Lífsbar-
áttan er hörð og blandast við
leik.i barna og unglinga.
Sigmund Jóhannsson teiknari
og uppfinningantaður hefur
myndskreytt bókina og bregst
honum ekki teiknikúnstin frent-
ur en cndranær. Teikningar Sig-
niunds tjá listavcl kímnina og
iífsgleöina, sem gengur eins og
rauður þráður gcgnuni sögurn-
ar.
„Hannasögur" eru tuttugu og
fjórar talsins, bókin er 56 bls. í
stóru broti. Hún er prcntuð í
Prentstofu G. Benediktssonar
og bundin í Arnarbergi.
Útgefandi er Fíladelfía-
Forlag, Hátúni 2, 105 Reykja-
vík.
Það sem felst
í draumum
■ Út er komin hjá Prentveri
bókin Draumspeki sern cr að
mestu um draumaráðningar, en
einnig er að finna í henni leið-
beiningar unt lófalestur, með
skýringamyndum. Það er
óhagganleg staðreynd að hægt
er að lesa úr lófa ýmislegt um líf
fólks. alveg eins og t.d. lögregla
tekur fingraför, sem óyggjandi
sönnunargagn.
Drauntaráðningar hafa löng-
unt vakið áhuga. Þar er nóg til
að nefna sögur um berdreymi á
íslandi, svo sem draum Guðrún-
ar Ósvífursdóttur. og ótal aðra
úr Islendingasögum. Einnigeru
margar frásagnir í Biblíunni af
ráðningu drauma. Bókin er 154
bls. og kostar kr. 494,00.
jT ^ ______________________________________
B ns M w mim, Wiiui***
Gull 24 karata húöun eöa silfur.
Ódýrustu kertalugtirnar frá kr. 349.-.
Glæsilegar umbúöir, allt í litprentuöum styro
polyforme gjafakössum.
Gler ávallt fyrirliggjandi. Leturgröftur fáanlegur.
Kertin í stærri geröunum færast sjálfkrafa upp um
leiö og þau brenna.
BIÐJIÐ UM c .... . . +
KERTALUGTIRN AR Fæst 1 ollum helstu
___ ; 5» qjafavöruverslunum
FRA FÖHL og blóma-
í EKTA GULLI EÐA SILFRI búðum.
PÖHL