NT - 19.12.1984, Page 23

NT - 19.12.1984, Page 23
Jól í steininum ■ Knattspyynuhetjan fræga. George Best, hefur löngum þótt lifa Ijúfu lífi og kannski pínuiítið lastafullu. Hann hefur lengi átt í glímu við fjandann Bakkus og nýskeð hafði vínguðinn hann undir, því þá var Best tekinn ölvaður undir stýri. Fyrr í vikunni var hann svo dæmdur í tóíf vikna fangelsi fyrir vikið og í steininum fær hann að dúsa yfir jólahátíðina. Hér mætir Best fyrir dómstól í Lundúnum á mánudag. Símamynd - POLFOTO. Kosninga- ruglingur í Pakistan Islamahad-Rcuter: ■ í dag(og í gær.ganga kjós- endur í Pakistan að kjörborðinu til að láta í ljós skoðanir sínar á hugmyndum Zia ul-Haq forseta um múhameðsk lög og almennar kosningar í mars á næsta ári. Stjórnarandstæðingar hafa hvatt fólk til að sitja heima og strax í gær komu upp efasemdir um framkvæmd kosninganna og skráningu kjósenda. Daginn fyrir kosningarnar sagði forntaður aðalkjörnefnd- ar, S.A. Nusrat, að kjósendur yrðu að sýna persónuskilríki til þess að korna í veg fyrir kosn- ingasvindl. En í gær tilkynnti ríkisstjórnin að það væri ónauð- synlegt. Um 20% af 34 milljón kjósendum í Pakistan hafa ekki persónuskilríki. Formaður kjörnefndarinnar sagði að þessi ákvörðun hefði komið sér mjög á óvart en útskýrði hana með því að margar konur vildu ekki íáta taka af sér myndir sem yrðu að vera í persónuskilríkjunum. Opinberir starfsmenn í mörg- um borgum segja að þeir hafi verið neyddir til að kjósa í skrifstofum sínum eða þeir hafi verið skráðir á sérstakan skrif- stofulista til að tryggja að þeir kysu ásamt öðrum fullorðnum meðlimum fjölskyldna þeirra. Zia ul-Haq, sem tók völdin í byltingu hersins 1977, segir að kosningarnar séu ekki kosningar um hann sjálfan heldur sé þeim ætlað að sýna stuðning við mú- hameðska trú. Samt hefur hann áður lýst því yfir, að ef meiri hluti kjósenda lýsi yfir stuðningi við hin múhameðsku lög og kosningar í mars, telji hann slíkt merki um að hann eigi að sitja í fimm ár í viðbót sem forseti. Miðvikudagur 19. desember 1984 23 LEYNDARMALIÐ. . . . á bak við velklædda konu er hin fullkomna, alhlíða og einfalda saumavél sem iaðar fram sköpunargleðí þess sem saumar. Þótt hin nýja Singer saumavél sé tæknilega fullkomín, þá er hún eínföld í meðförum - og svo sparar hún þér stórfé. SINGER spori Jramar. » S § § nHíuJS &SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMI 681910 Áskriftasími: Lifandi blað

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.