NT - 19.12.1984, Qupperneq 25
ísrael:
Þjóðstjórn-
in riðar
Jenísalem-Reuter
■ Yitzhak Shamir, utanríkis-
ráöherra ísraels, hótaði í gær að
Samdráttur í
evrópskum
bílaiðnaði
Brussel-Reuter
■ Árið 1984 hefur
verið fremur lélegt fyrir
evrópskan bílaiðnað.
Skrásetningum nýrra
bíla í Evrópu hefur
fækkað og framleiðsla
bílaverksmiðja hefur
minnkað þrátt fyrir
aukinn útflutning.
Margir bílafram-
leiðendur standa nú
fjárhagslega betur en í
upphafi ársins en fram-
leiðsla á fólksbílum í
ríkjumEBEhefursamt
dregist saman um fimm
prósent á árinu og fram-
leiðsla flutningabíla og
annarra farartækja,
sem eru notuð í iðnaði
og verslun hefur minnk-
að um átta til níu
prósent.
splundra hinni þriggja mánaða
gömlu þjóðstjórn í landinu ef
Shimon Peres forsætisráðherra
tækist ekki að leysa ágreining
tveggja smáflokka sem aðild
eiga að ríkisstjórninni fyrir
fimmtudag.
Smáflokkarnir tveir, sem
báðir byggja á grunni gyðinga-
trúarinnar, eru komnir í hár
saman um skiptingu ráðherra-
embætta.
ísraelska stjórnin hélt
skyndifund um málið í gær og
síðan ræddust þeir Peres og
Shamir við. Eftir fundinn virtist
Shamir reiður og sagði: „Hann
veit hvað við viljum og hvað við
hyggjumst gera.“ Og bætti svo
við: „Stjórnin er í hættu."
Ráðherrar Likudbandalags-
ins, flokks Shamirs, koma sam-
an til fundar á fimmtudaginn.
búist er við því að allir ráðherrar
flokksins sitji fundinn, líka Ari-
el Sharon iðnaðarráðherra sem
nú stendur í málaferlum í New
York.
Þjóðstjórnin í ísrael erskipuð
mörgum ólíkum flokkum.
Þeirra stærstir eru Verka-
mannaflokkur Peresar og
Likudbandalag Shamirs, en í
stjórnarsáttmálanum ergert ráð
fyrir að þeir skiptist á um að
gegna forsætisráðherraembætt-
inu.
21 njósnari
■ Víetnamskur dómstóll hefur dæmt fimm menn til dauöa fyrir landráö og njósnir fyrir Kínvcrja og
Tahilendinga. Alls var 21 maöur dreginn fyrir dóm af þessu tilefni, en hinir fengu fangelsisdóma.
Réttarhöldin, sem fóru fram í Ho Chi Minh-borg (áður Saigon), stóðu í fímm daga og eru pau viöamestu
síðan kommúnistar náðu völdum í öllu Víetnam áriö 1975. Frakkar lýstu í gær áhyggjum sínum af því
að verið gæti að tveir af þeim fímm sem fengu dauöadóma væru franskir ríkisborgarar. Sagt er að
sakborningarnir hafí allir játað á sig landráö.
19. desember 1984
25
Grísk laun
verðtryggð
Aþena-Reuter
■ Efnahagsráðherra Grikkja,
Gerassimos Arsenis, segir að
gríska stjórnin muni ekki fylgja
fordæmi sumra ríkja í Evrópu þar
sem raunlaun hafa verið lækkuð.
I Grikklandi eru laun ríkis-
starfsmanna vísitölubundin þann-
ig að þau hækka í samræmi við
verðlagshækkatiir. Ríkisstjórn
grískra sósíalista leggur samt
mikla áherslu á að laun hækki ekki
umfram verðbólguhækkanir. Þess
í stað reynir stjórnin að bæta
lífskjör með skattalækkunum sem
hún segir að muni leiða til tveggja
prósenta rneiri rauntekna fyrir Tág-
tekjufólk á næsta ári.
Stjórnvöld segja að með skatta-
breytingunum sé mögulegt að
bæta lífskjörin án þess að slíkt
verði til þess að auka framleiðslu-
kostnað fyrirtækjánna.
Regan minnkar fjár-
útlát til hernaðar
- en Stockman finnst ekki nóg að gert
Washington-Reuter:
■ Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti hefur ákveðið að
skera niður útgjöld til varnar-
mála um 28 milljarða dala næstu
þrjú árin. Þetta er tæpur helm-
ingur þess niðurskurðar sem
efnahagsráðgjafar hans mæltu
með og því talinn sigur fyrir
Caspar Weinberger varnarmála-
ráðherra, en að sama skapi
niðurlæging fyrir David Stock-
man efnhagsráðunaut forset-
ans.
Niðurskurðurinn segir þó
ekki alla söguna, því þrátt fyrir
hann halda fjárframlög til her-
máia áfram að aukast næstu
þrjú árin. Hins vegar verðiu
aukningin rninni en ráögert var.
í ár verja Bandaríkjamenn í
fjárlögum 258 milljörðum dala
til varnarmála, en sú upphæð á
að vera komin upp í 348 mill-
jarða dala árið 1988.
Skoðun Weinbergers er sú að
ekki sé raunhæft að skera niður
fjárframlög til varnarmala tyrr
en Ijóst er hvað kemur út úr
næstu lotu afvopnunarviðræðna
stórveldanna, sem hefst í Genf
í janúar.
Fjárlagahalli Bandaríkjanna
er nú um 201) milljarðar dala, en
stefna Reagans er að hann verði
kominn niður í 100 milljarða
dala áriö 1988.
Peronistaflokkurinn
að klofna endanlega?
Bucnos Aires-Reuter
■ Djúpstæður klofning-
ur kom upp á yfirborðið í
flokki Peronista í Argen-
tínu á þingi flokksins, sem
haldiðvarum helgina. Um
helmingur þingfulltrúa
gekk út af þinginu og að
sögn þeirra sem til þekkja
gætu endalok Peronista-
flokksins verið nærri.
Peronistaflokkurinn
hefur verið æði sundurleit-
ur síðan Juan Peron,
stofnandi hans og leiðtogi
í fjölda ára lést árið 1974.
Úrslitin í kosningunum í
Argentínu í fyrra voru
einnig mikið áfall fyrir
flokkinn, en þá vann
flokkur Alfonsins núver-
andi forseta óvæntan
sigur.
Um 350 af 670 þingfull-
trúum munu hafa gengið
út af þinginu. Þeir munu
flestir vera úr dreifbýlis-
armi flokksins og eru ó-
ánægðir með átroðslu og
valdníðslu flokksleiðtoga
sem koma úr verkalýðs-
hreyfingunni og frá stærri
iðnaðarsvæðum. Til átaka
kom fyrir utan þingsalinn
þegar þeir gengu út.
Þeir þingfulltrúar, sem
eftir sátu, endurkusu
Mariu Estellu de Peron,
ekkju Juans Peron, for-
mann flokksins. Hún kýs
að búa í útlegð á Spáni og
því er Jose Maria Vernet
varaformaður hinn eigin-
legi leiðtogi Peronista-
flokksins.
Peronistaflokkurinn
hefur frá upphafi fylkt
saman mjög ólíkum
öflum, sem lengst af sam-
einuðust um persónu Ju-
ans Peron, og kannski
ekki síður hinna frægu
konu hans, Evitu. Síðasta
veldisskeiði Peronista
lauk árið 1976 þegar her-
foringjar steyptu Mariu
Estellu de Peron af stóli.
Búlgarskt
platviskí
I.ondon-Reuter
■ Samband breskra atvinnu-
rekenda ásaka Búlgari um að
framleiða platviskí undir nafn-
inu Johnnie Walker.
Nýlega gerðu ítölsk tollyfir-
völd upptæka 22.500 kassa af
áfengi sem kom frá Búlgaríu og
voru ranglega merktir sem Jo-
hnnie Walker af rauðmiða og
svartmiðagerð, en rauðmiða Jo-
hnnie Walker er mestselda
viskítegund Skota.
Breskir atvinnurekendur hafa
beðið búlgörsk yfirvöld um að
gera afganginn af birgðum við-
komandi fyrirtækis upptækan
og rannsaka málið, en Búlgarir
hafa enn sem komið er ekkert
aðhafst. Bretar segjast hafa
skjalfestar heimildir fyrir því að
búlgarskt ríkisfyritæki hafi átt
þátt í framleiðslu eða dreifingu
platvlskísins.
Danmörk:
Krónubankinn
í erfiðleikum
Kaupmannahöfn-Reuler
■ Bankaeftirlit ríkisins í Danmörku segir
að nú sé unnið að því að bjarga danska
Krónubankanum (Kronebank) frá gjald-
þroti.
í yfirlýsingu frá bankaeftirlitinu segir að
fjáreign bankans hafi minnkað mikið vegna
þess að hann hafi tapað á vafasömum
skuldbindingum. í yfirlýsingunni var ekki
sagt hve mikið þetta tap væri en fjórir
danskir bankar, þ.á.m. danski Seðlabank-
inn hafa lofað 500 milljón dönskum krónum
í tryggingarfé til að aðstoða bankann við að
fleyta sér yfir skuldafenið. Seðlabankinn
hefur líka lofað að ábyrgjast fjárhagslegar
skuldbindingar Krónubankans.
Krónubankinn var stofnaður í fyrra eftir
samruna Friðriksbergsbankans og Sjálands-
bankans. í árslok 1983 hafði bankinn um
11,7 milljarða danskra króna. Þrátt fyrir
tapið verður rekstri bankans ekki hætt
heldur mun hann halda áfram starfsemi
sinni undir nýrri stjórn.
BÓNDIER BÚSTÓLPI
GUÐMUNDUR JÓNSSON
BÚST0LPI
SAGT FRÁ NOKKRUM
GÓÐBÆNDUM
Guðmundur Jónsson,
fyrrverandi skólastjóri á
Hvanneyri, gjörþekkir
sögu íslensks landbúnaðar,
og sér nú um útgáfu
fimmtu bókarinnar í
bókaflokknum Bóndi
er bústólpi.
í þessari bók eru frásagnir
af tíu bændum, skráðar af
jafnmörgum höfundum.
Allir voru þeir „bústólpar"
meðan þeir lifðu, mörkuðu
spor í sögu íslensks
landbúnaðar eða voru
þekktir af félagsstörfum.
Þessir menn eru:
Björn Hallsson á Rangá,
Einar Eiríksson á Hvalnesi,
Gísli Helgason í Skógar-
gerði, Jónas Magnússon í
Stardal, Júlíus Björnsson í
Garpsdal, Ketill Indriðason
á Ytra-Fjalli, Oddur
Oddsson á Heiði, Ólafur
Finnsson á Fellsenda, Skúli
Gunnlaugsson í Bræðra-
tungu og Þorleifur Eiríksson
Bókhlaðan