NT - 20.12.1984, Blaðsíða 6

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 6
• • HANGIKJOT ER HÁTÍÐA- MATUR Yandlátir velia ’Cmh hanéiKjötio frá okkur Reyhhú$ $amband$in$ ... ■ ■SteáflflQ?0£nDáifl£m MfTi&rM:rmT— r S'Qurrc °SJÓhannsdóWrh u9læknir: Arnaðarorð ■ Ritdóma hef ég aldrei skrifað, og býst ekki við að gera það, en aðeins hefur það komið fyrir að ég hafi skrifað um bækur. En nú vill svo til, að til mín berast um sama leyti 3-4bækur, allar um sama leyti, og allar borgfirskar með nokkrum hætti.og þessar bækurvilja látamig skrifa um sig. Ég tek fyrst upp, bókina sem barst mér fyrst í hendur: Huglæknirinn og sjáandinn Sigurrós Jóhannsdóttir, sem Þórarinn frá Kjaransstöðum hefur skráð, ýmist eftir frásögn hennar sjálfrar eða öörum gögnum. Orðið huglæknir er nú svo vel rótfest í íslensku samtíðarmáli. að því vcrður naumast þaðan vikið, jafnvel þótt einhver teldi því ofaukið. Með því er átt við mann, karl eða konu.sem hefur öðlast þann dýrmæta hæfílcika „að geta orðið sjúku fólki að liði með því að beina hugsun sinni eða bænagerð til sjúklinganna meðósk um bata. Það byggist á því hvort menn játa eða neita þeim veruleika sem hugsambandsfyrirbærin eru, hvort þeir telja nokkurt mark á slíkum lækningum takandi. Því miður verður varla annað sagt en að þjóðfélögin.þar með talið vort íslenska þjóðfélag, séu „rekin" út frá því grundvallarsjónariði, að þcssi fyrirbæri séu ekki til. En það Itefur verið hin merkilega mótsögn í íslensku menningarlífi, að hér hefur það verið alþýðan, sem tók ráðin af hinum hámenntuðu, sem höfðu lært það erlendis að þetta væri ekki til, og meðal þeirra sent hafa verið drýgstir til áhrifa í þessum efnum hafa einmitt verið huglæknarnir. - Og þeir eru óialdir serit telja sig hafa sótt mikla hjálp til huglækna þegar hina lærðula kna þraut - sern auðvitað kemur stundum fyrir. En hitt mun vera næsta fátítt hér á landi að fólk hafni þvf sem læknavísindin bjóða, þó að þeir leiti til huglæknajslíkt kemur fremur fyrir þar sem sú hugmynd er algeng, að „rétt trú" sé skilyrði fyrir mætti bænarinnar. Einn þessara íslensku huglækna, sem hjálpar með styrk samúðar sinnar og þátttöku í bágindum annarra, er Sigurrós Jóhannsdóttir. Uún er ættuð úr Hraunhreppi á Mýrum, en fluttist til Reykavíkur, um 1930cnbýrnúaðSkúlagötu60. Hefur hún lagt stund á þessi hjálparstörf um áratuga skeið, en þó mest nú síðustu árin, því hún hefur fundið kraft sinn fara vaxandi. Hefur nú Þórarinn frá Kjaransstöðum unnið það þarfa og góða verk að setja saman um hana heila bók. Á bakstðu og forsíðu eru myndir af Sigurrósu, og þarf enginn sem lítur á svipinn sem þær sýna, að vera í vafa um hugarfar þessarar konu. í bókinnierumargarfrásögur af merkilegum atvikum, draumum og draumkenndri reynslu Sigurrósar og af lækningum hennar. Og allsstaðar má þarna kcnna hinn sterka persónuleika hcnnar. Því Sigurrós er heil og sönn í þessu verki sínu, og er enginn veifiskati. Virðing hennar fyrir hinu háa og sanna er slík, að engum mundi haldast uppi að lítilsvirða það, þar sem hún kemur sér við. Málfar hennarerkjarngott.ogjafnvelsum tilfinningaorð, sem léttvæg þykja stundum, verða hjá henni vegleg af þeim persónukrafti sent hún leggur í þau. Vissulega er það rétt sem stendur í fyrirsögn, að Sigurrós cr sjáandi, í hinni sérstöku mcrkingu þess orðs. Munu sýnir hennar sumar hafa verið „hcilaglegar og stórmerkilegar" eins og Snorri Sturluson kemst að orði í Hcimskringlu. En af því sem smærra er leyfi ég mér að nefna atvik sent gerðist eftir fund, þar sem fólk sat saman í hring, á þann hátt sem flestir íslendingar þekkja. „Sérðu ekki geislana, Þorsteinn minn" segir hún við mig eftir fundin, og „nú Ijómar allur salurinn og allur veggurinn þarna af þeim". Og hún gekk eftir því hvort ég sæi þá ekki. Ég varð að játa, að ekkert slíkt var mér þarna sjáanlcgt. og bar ég við ófullkomleika. En hitt fann ég vel. af hvílíkri djúpri hrifningu þarna var talað. Ég leyfði mér nú dálítið bragð, sem var í því fólgið að ég bar vinstri höndina fyrir augu Sigurrósar nokkuð frá henni, og spurði hvort hún sæi þá gcislana enn. Þá sagðist hún sjá blessaða geislana á lófanum. - Fyrir mér var þetta sönnun þess að sýnir hennar væru raunverulegar. Trúnaður er eitt, sönnun er annað. -En þetta „bragð" hafði ég lært í þeim fræðum sem kallast íslensk heimspeki, og má kallast rannsóknatæki ekki síður en ýmis háþróaður útbúnaður er það. Ég óska bók Sigurrósar hins besta árnaðar, bæði meðal lærðra og leikra, og þó einkum þess að rnargir megi njota góðs af lestri hennar Enda vona ég að um hana megi einnig gilda það sem segir í kvæði Gríms Thomsens um skógarmanninn Allan a Daie (Allan á Dali): ...hjá Allan þóttust fínna fleira er félli bæði að hjarta og eyra alþýðu sálir einfaldar. Um Allan a Dale segir Grímur ennfremur: aumkan menn við aunia fyllti ávallt bætti, hvergi spillti öðlingurinn Allan a Dale Þau orð mættu líka vel standa um Sigurrósu. En ekki ntá láta þess ógetið, sem ég hygg að henni þyki miklu skipta, að með þessari bók hefur hún tekið vel í strenginn með Helga Pjeturss, með því að segja einarðlega frá sambandsreynslu sinni varðandi hann. Og hefur Þórarinn á Kjaransstöðum átt góðan hlut að því máli einnig, með því að draga ekki fjöður yfir þá rcynslu Sigurrósar, heldur einmitt hið gagnstæða. Þorsteinn Guðjónsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.