NT - 20.12.1984, Blaðsíða 12

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 12
Jólablad II Fimmtudagur 20. desember 1984 12 Var það þá ekki karirembusvínunum að kenna, eftir allt? ■ Þaö mun hafa veriö 1981 að kona aö nafni Colette Dowling, settist viö og skrifaöi bókina um Öskubuskuáráttuna: (eöa ef tii vill öllu heldur Öskubuskusálarflækjuna) og olli meö því umtals- veröu fjaðrafoki, meöal kynsystra sinna. Ekki mun það síst hafa átt viö um þær er framarlega stóöu í kvenfrelsisbaráttunni, því þó Colette geri sér fylli- lega grein fyrir aldalangri kúgun kvenna, á fjölmörg- um sviðum, vísar hún því til föðurhúsanna (í tvennum skilningi) að konur hafi þar engu um getað ráöiö. - Viö þurfum víst ekki að eyöa miklum tíma í að rifja upp ævintýrið um Öskubusku, sem var kúguð og afskipt, en fann loks frelsun sína í líki prinsins, sern kunni að meta fegurð hennar og góðleika. Og þaö er einmitt hluti af boöskap þessarar bókar, aö konur séu margar haldnar þeirri þráhyggju aö þeirra „björgun", hvort heldur áhrær- ir efnalega, félagslega eða andlega velferö, komi utanfrá, þ.e.a.s. ekki fyrst og fremst frá þeim sjálfum. Og hver á svo aö veröa bjargvætturinn? Jú, eiginmaður eöa sambýlismaöur, sem tekur aö sér að bera hina endanlegu ábyrgð á okkur, gagnvart hinum stóra heimi. Colette segir ótal dæmisögur, máli sínu til stuðnings og vitnar í vísindalegar rannsóknir, sem geröar hafa verið. - Eitt meö öðru, sem er mjög sláandi viö lestur bókarinnar, er hve berlega kemur fram innbyrgð hræösla kvenna við aö takast á hendur ábyrgð í starfi í sama mæli og karlar; ábyrgð þar, sem þær sjálfar standa einar sem málssvarar eigin athafna og ráðstafana. Segir höfundur þetta standa þráfald- lega í vegi fyrir frama kvenna, þó mörgum sé konum, sýnna um aö kenna t.d. samstarfs-„karl- rembusvínum" um hægan starfsframa sinn. Colette er hvergi bangin við að segja dæmi af sjálfri sér til stuðnings máli sínu. Segir hún m.a. frá því hvernig hún var búin aö koma sér upp qlgerlega skot- og gagnrýnisheldri forhliö; forhlið konu, sem stýröi sjálf lífi sínu og sá fyrir börnum og heimili, án karlmanns. Þaö tók hana hins vegar ekki nema örfáa mánuöi í sambúö (eftir talsverðan tíma einstæð) að leggja ómeövitað, að mestu leyti alla ábyrgð á heröar sambýlismannsins, glata frum- kvæði í starfi og viljanum til aö vera sjálfstæður einstaklingur. Og dæmin um slíkt eru mörg í Öskubuskuáráttunni. - Hún lætur ekki viö þaö sitja, aö setja fram fullyrðingar, heldur reynir hún aö rekja þetta ástand til uppeldislegra- og annarra umhverfislegra aöstæðna og verður í því sambandi sérlega tíörætt um samband kvenna við feður sína. Mér þótti athyglisvert, aö sjá að þessa Öskubusku- áráttu viröist helst vera aö finna meðal kvenna, sem aldar eru upp viö aöstæður þar sem faðirinn er sá er aflar aöaltekna heimilisins og nýtur meiri virðing- ar í samfélaginu, en aörir fjölskyldumeölimir. Einnig aö áráttan herjar ekki svo mjög á aðrar konur en þær, sem eru vel greindar. Það kann að virðast nokkur þversögn í þessu, en hún skýrist allvel viö lesturinn. - í bókinni er aö finna margvíslegar upplýsingar um mannlegt (eöa öllu heldur kvenlegt) eöli og ekki mun það síst valda ólgu í hugum kvenna, hve hispurslaust Colette drequr fram ýmis einkenni í fari okkar, sem beinlínis eru ætluö til aö forða sér frá ábyrgö og um leið skörpum rökræöum. Um „kvenleikann", sem slíkan, verður henni einnig nokkuö tíörætt og segir kynsystrum sínum hikstalaust hve hræddar þær séu innst inni við að verka „ókvenlegar" (samkvæmt vestrænni ímynd), og hve miklu þær séu í raun og veru tilbúnar til að fórna fyrir viðhald ímyndarinnar. - Hjónaböndin fara auðvitað ekki varhluta af vangaveltum Colette og athugunum, og kennir þar margra fróðlegra grasa, ekki síst þess að hún fullyrðir, að þörf kvenna (kvenna með Öskubuskuáráttu) fyrir „vernd“, sé svo sterk aö þær haldi oftlega dauöa- haldi í kolómögulegan eiginmann, til að viðhalda ímyndinni um hiö góöa parasamband - og um leið eigin blekkingu. Enda segir höfundurinn sjálfur. „Ég komst aö raun um aö það, sem ég raunverulega vildi, var aö séö væri fyrir mér. Það var ekki aðeins um aö ræöa, að einhver annar greiddi reikninga, heldur vildi ég fullkomna tilfinningalega vernd; skjöld milli mín og umheimsins11. - Einhverjum kann sjálfsagt að blöskra þessi tegund af málflutn- ingi á tímum jafnréttis, en hins vegar er ekki fyrir það aö synja, aö fáar munu þær konur vera, sem ekki finna sannleikskorn, sem þær þekkja úr eigin hugarfylgsnum í þessari bók. Þettaertvímælalaust bók, sem hvetur til umhugsunar og endurmats á eigin viöhorfum og tilfinningum - og þaö er ekki áreynslulaust aö lesa hana, af þessum sökum. Þaö kæmi mér ekki á óvart, að ýmsar konur yrðu hvumsa viö aö ekki sé meira sagt, en þaö er hins vegar bráðhollt; sérstaklega ef þaö leiðir af sér raunhæfa sjálfsskoðun og jákvæöar breytingar. En einmitt þetta býöur bókin upp á að ýmsu leyti. - Þaö, sem aö henni má finna, er svo aftur hve langorð Colette gerist oft um alkunnar staðreyndir (a.m.k. hér á Noröur-Evrópusvæðinu) og eins skilur bókin eftir spurningar um veigarnikil atriöi, sem varla er gerö tilraun til að svara, s.s. varðandi umönnun barna, kjósi konur aö feta framabraut atvinnulífsins til jafns við karla. En allt um allt, án þess aö geta hugsanlega verið konum einhver Biblía, er Öskubuskuáráttan holl og miskunnariaus lesning hverri hugsandi konu, sem sækir í þroskaátt. Jónína Leósdóttir þýddi bókina og sýnist hafa farið það hnökralítið úr hendi. Því ber lipur textinn víöast hvar vitni. Helga Ágústsdóttir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.