NT - 22.12.1984, Blaðsíða 6

NT - 22.12.1984, Blaðsíða 6
Vettvangur Laugardagur 22. desember 1984 6 Pétur Sigurgeirsson biskup: Veröldin er stödugt í sömu þörf fyrir friðarbænina ■ Senn kemur „Nóttin hljóða, helgust allra nótta". Freystcinn Gunnarsson, guð- fræðingurinn og skáldið hiður í Ijóði sínu: „Jólabarn í jötu reifum vafið Jesúbarn til æðstu dýrðar hafið send oss friðinn, jólafrið á jörð.“ I þessari bæn sameinumst við á jólum scm endranær. - Jörðin hrópar, og börn jarðar- innar biðja Guö bænarinnar: Send oss friðinn. Aðventuljós- in hafa lýst okkur að þeim staö og stund, er við tendrum sjálft jólaljósið. Þá eru helgustu og hljóðustu augnablikin ársins. Kirkjan okkar hefir á um- liönum árum átt þátt í Ijósa- tendrun jólanna samtímis meö þcim hætti, að kl. 9 á aðfanga- dagskvöld er kveikt á jóla- kerti og það síðan borið út í glugga, dyr, út á svalir eða hvar sem Ijósið nær að lýsa út til nágranna í næsta húsi eða húsum með óskina um gleðileg jól. Með þessu móti tengjast nágrannar sérstökum vináttu- og kærleiksböndum á hátíð- Samvinnustefna í starfi og baráttu Hjörtur lljartar A líðandi stund. Nokkur rök samvinnumanna 1977-1982. Samltand íslenskra samvinnulelaga. ■ l’essl bók er endurprentaö- ar blaðagreinar um samvinnu- mál. Þær birtust í Tímanum árið 1977-1982. Blaðagreinar eru misjafnar að gæðum oggerð. Blööin eru vettvangur þjóðmálaumræðu og þar birtast því öðru Itvoru mcrkar greinar. Þar eru stefn- ur túlkaðar, nýir tímar boðaðir og gcfin ráð og bendingar um viðbrögö í scrhverjum vanda. Samvinnuhreyfingin er um- deild. Ekki cinungis einstakar framkvæmdir og aðgerðir á liennar vegum, - heldur hreyf- ingin sjálf, - allt það sem við köllum samvinnustcfnu. í Bandalagi jafnaðarmanna eru samvinnufclögin kölluð krabbamein í þjóðfélaginu. Hér er komin bók sem geymir á síðum sínum rök- semdir samvinnustcfnunnar. Hér er fjallað um fjölmarga þætti samvinnustarfsins. Því er þetta ágæt lesbók fyrir þá sem vilja kynnast samvinnustefnu og starfi á íslandi. Hvort sem unt er að ræða samvinnumenn eða þá sem álengdar standa er óhætt aö mæla með bókinni við þá. Þeir scm þekkja samvinnu- hreyfinguna ekki en heyra deilt á hana vilja eflaust margir átta sig á málum og vita hvað rétt er í þessum efnum. Þeir ættu að lesa þessa bók. Finnist þeim röksemdir hennar léttvægar eiga þeir ekki samleið með samvinnumönnum. Samvinnumenn sem mæta rógi og ádeilum á félagsskap sinn og framkvæmdir hans hafa líka gott af að kynna sér þessar greinar. Þangað má sækja mörg svör sem að gagni koma í umræðunni. Ég held að þarna finnist svör við Uestu því sem notað er til ádcilu á samvinnu- félögin. Höfundurinn var lítt af barnsaldri erhann hófaðvinna við afgreiðslu í kaupfélagsbúð. IJann stundaði nám í Sam- vinnuskólanum, tók við stjórn á litlu kaupfélagi og vann alltaf upp frá því fyrir samvinnu- hreyfinguna. Hann vcit því af eigin reynd hvað um er að ræða. Hann hafði góðan úndir- búning til þátttöku í þessari umræðu á efri árum. 011 ævi hans var þar hagnýtur undir- búningur. Það er ástæða til að gleðjast yfir útkomu þessarar bókar. Hér er bók sem benda má á og vísa til hvort scm í hlut eiga samvinnumenn eða andstæð- ingar þeirra. Þeir sem vilja vara við samvinnufélögum þyrftu að þekkja til mála svo að þeir geti hnekkt röksemd- um þeirra. Lesið þessa bók og komið svo með ádeilur ykkar. Tímar líða og viðhorf breyt- ast. Eftir nokkra áratugi eru komnar aðrar ástæður. Þá cr annar vandi við að bregðast. Þá verða sumar þessara greina orðnar úreltar sem þáttur í brennandi umræðu líðandi ■ Hjörtur Hjartar stundar. En þær halda gildi sem söguleg heimild um tog- streitu og baráttu liðins tíma, - heimild um átök við þróun íslenskrar sögu á sinni tíð. Þannig mun þctta greinasafn halda gildi sínu þó að tíma liði. Það er heimild um skoðanirog viðleitni íslenskra samvinnum- anna eftir miðja tuttugustu öld og hvernig þeir mótuðu og vildu mótá þjóðlífið. „Lítið sjáum aftur en ckki fram“, segir skáldið. Hér þarf engu að spá um framhald. Bókin hefur sitt gildi til glöggv- unar í átökum dagsins í dag og hún heldur gildi sem sögu- leg heimild hvort sem sam- vinnumenn verða fleiri eða færri eftir hundrað ár. Þakklátur lesandi sem fyrr- um naut þess þó í litlu væri að vinna með Hirti Hjartar undir merki samvinnunnar sam- glcðst honum vegna þessarar bókar og væntir þess að hún stuðli að nýjum sigrum í þjóð- lífi okkar þar sem þörfin er mest. H.Kr. Ævintýri um endurlausn C.S. Lewis Ljönið, nornin og skápurinn. Myndirnur geröi Pauline Bayn- es. Kristín R. Thorlacius íslensk- aði. Alnienna bókal'élagið ■ Fremst í þessari bók er svo- felld tileinkun: „Til Lúsíu Barfield. Kæra Lúsía. Ég skrifaði þessa bók handa þér, en þcgar ég byrjaöi á henni var mér ljóst að stúlkur vaxa hraðar en bækur verða til. Nú ert þú orðin of gömul til að liafa gaman af ævintýrum og þegar bókin kemst á prent verður þú enn eldri. En einhvern daginn verður þú nógu gömul til að fara aftur að lesa ævintýri. Þá tekur þú bókina aftur úr hillu, blæst af henni rykið og segir mér hvað þér finnst um hana. Sennilega verð ég orðinn heyrnarlaus og of kalkaður til að skilja orð af því sem þú segir, en ég mun ávallt verða þinn elskandi guðfaðir C.S. Lewis.” Síðan segir að þessi ævintýra- bók sé sagan af því sem gerðist þegar Lúsía og stystkini hennar þrjú voru send burt úr Lundún- um á styrjaldarárunum vegna loftárásahættu og komið fyrir hjá gömlum prófessor á af- skekktum stað. Þetta verður spennandi ævintýri en kjarni þess er hin forna trú um frelsarann sem gefur líf sitt af frjálsum og fúsum vilja öðrum til lausnar en rís síðan upp aftur samkvæmt eiífu lögmáli og leysir fólk úr álögum. Þessi frelsari er nefnd- ur Aslan í sögunni og er í ljónsgerfi. Hér er sem sé komin gömul saga, grundvölluð á fornri trú og von hrjáöra manna í spenn- andi búningi ævintýris. Frásögnin er létt og lipur og þcss verður ekki vart að um þýðingu sé að ræða. Að vísu kann ég ekki við að talað sé um að braki í snjó undir mannsfæti, -- við köllum það að marra, og svo er líka gert í þessu ævintýri þó að hinu bregði fyrir á bls. 15. Svo lít ég alltaf á „fúlustu al- vöru“ sem slæma dönskuslettu sem er rökvilla þar sem alvara og fýla eiga alls ekki samleið. Ég er sennilega orðinn svo gamall að ég sé aftur farinn að lesa ævintýri. - cn raunar man ég ekki betur en ég hafi alltaf haft.vndi af þeim. Ég held að megi treysta því að þetta reynist skemmtileg unglingabók. Úr klæðaskápnum var fljótfarin leið í veröld hinna mestu ævin- týra. H.Kr. Nokkrar barnabækur ■ Enginn má halda að þær bækur sem hér verða nefndar séu valdar úr öllu því sem út hefur komið í haust og þyki þar fremstar í flokki. Bæði er það að einstakra bóka hefur áður verið getið hér í blaðinu og að vera má næsta tilviljanakennt hverjar borist hafa til uinsagn- ar. Þeirra sem hér eru komntir og ekki er áður getið verður nú minnst með fáeinum orðum: Astrid Lindgren og llon Wikland Sjúdu Madditt, þai) snjóar Þuríður Baxter þýddi Mál og nienning ■ Tvær bækur hafa komið á íslensku um systurnar Madditt og Betu og þeirra fólk. Þessi smásaga cr skrautútgáfa, - svo glæsilega er hún myndskreytt. Sagan sjalf stendur fyrir sínu, ferðasaga Betu litlu í fyrsta snjónum, undarlega efnismikil svo stutt og einföld sem hún er. Góðar smástúlkur eru ekki alltaf fyrirhyggjusamar og ýmsir koma við sögu. Elsku litlif’rís Texti: Ulf Nilsson Myndir: F.va Eriksson Þýöing: Þórarinn Eldjárn Mál og inenning ■ Þetta er ævintýri sem segir frá litlum grís sem þótti ofauk- ið í búinu þar sem liann fæddist og gerðist borgarbarn því að feðgin í borginni fengu að hirða hann og tóku í fóstur. Það varð til mikillar gleði þar á heimili en fóstursonurinn stækkaði og óx fólki sínu á viss- an hátt yfir höfuð enda virtist honum áðurcn lauk viðsjált að búa við mannfólkiö. Það hefur líka sína kosti að liía frjáls og óháður. Þóranna Gröndal Músikalska inúsin Margrét Magnúsdóttir myndskreytti Helgafell ■ Þetta er á engan hátt mikil saga. En það getur haft trutJ- andi áhrif og valdið röskun á reglusömu heimili ef köttur- inn ber lifandi mús í bæinn og hún velur sér athvarf í píanó- inu. Þá er eins víst að húsmóð- urinni líki ekki það sambýli. Svo fór hér og því er nú sagan, spaugileg og á sinn hátt spenn- andi meðan óvíst er hvern enda ævintýri mýslunnar fær. Myndirnar í kverinu eru klippimyndir. Ólafur Haukur Símonarson Hattur og Fattur komnir á kreik Iðunn ■ Hér á ferðinni stórkostlegt ævintýri og myndir við söguna hefur Sigrún Eldjárn gert. Sýn- ist mér að þær þeki helming blaðsíðnanna og séu vel sam- boönar sögunni og vísar með að auka og magna ánægju ungra lesenda eða heyrenda, því að kannske er ævintýrið best fyrir þá sem þurfa að láta lesa fyrir sig. Hér er svigrúm fyrir ímynd- unaraflið. Fattur segir stór- kostlegar Ivgasögur og matar- veisla ljónaklúbbsins í Höfn í Hornafirði er í samræmi við það. Krakkar inínir, komitl þið sæl. Barnaljóð eftir Þorstein Ö. Stephensen 4. útgáfa Helgafell ■ Þetta er gamalkunnugt kver en ljóðin flest eða öll mun höfundur hafa sungið í útvarpi á sinni tíð fyrir niunn jóla- sveinsins. Nokkuð er misjafnt hvað þau hafa náð útbreiðslu og hafa eflaust mest átt gengi sitt undir vinsældum höfundar. Þetta eru útvarpsbókmennt- ir eða a.m.k. trúum við því að Þorsteinn hafi saniið þetta og sungið fyrir útvarpið eins og góðum þegni sæmdi. Það skal þakkað hér að ekki er kverinu gefið nafn sam- kvæmt tískulatmælinu komiði. Svei þeirn rithætti. Jóhanna Álfheiður Stein- grímsdóttir Dagur í lífi drengs Hringur Jóhanncsson teiknaði myndirnar Iðunn ■ Bókin er kynnt sem ævin- týri handa börnum. Svo má til sanns vegar færa en þó er það á takmörkunum að hér sé um ævintýri að ræða. Þetta er allt svo nærri veruleikanum en að vísu er sá veruleiki blandinn draumum í vöku og svefni en draumar manns eru raunveru- leiki á sinn hátt. Sagan er sögð af næmum skilningi á barnshuganum og því er hún hollur lestur fyrir hvern sem er og mætti vera vekjandi fyrir ýmsa sem vaxnir eru. Stefán Júlíusson Kári litli í skólanuin Barnasaga Æskan ■ Þetta er sjötta útgáfa sög- unnar og segir það til um vin- sældir hennar. Stefán Júl- íusson skrifaði Kárabækurnar í byrjun rithöfundarferils síns og vann sér nteð þeint öruggt sæti á skáldabekk enda þótt þá og enn um sinn vefðist fyrir sumurn að nieta sögur um börn jaínt og aðrar bókmenntir. einkum ef þær voru við barna- hæfi. Þjóðin þekkir Kára svo að kynning er óþörf. Brúðubíllinn Afmælisdagurinn hans Lilla Brúður, leiktjöld og texti eftir Helgu Steffensen Forlagið ' ■ Þessi bók er sérstök að því leyti að fyrst eru brúður búnar til og síðan myndaðar því að hér eru ljósmyndir sem Rut Hallgrímsdóttir hefur tekið. Allt þetta fólk ferðast í bíl sem Gústi frændi ekur en Lilli er sögumaður og segir frá afmæl- isdegi sínum, viðhöfn og fagn- aði í tilefni dagsins. Leikbrúðusmíði hefur náð góðum þroska hérá landi. Þar hafa listamenn sýnt bæði hag- leik og hugkvæmni. Vart er að efa að ungum börnum muni þykja margt góðra mynda í þessari bók. Og textinn tengir myndirnar sam- an og gefur þeim líf enda þótt hann sé ekki sérlega efnismik- ill. Jólasveinafjölskyldan á Grýluhæ Saga eftir Guðrúnu Sveins- dóttur Myndir eftir Elínu Jóhanns- dóttur Isafoldarprentsmiðja ■ Hér eru þau Grýla og Leppalúði orðin sæmdarfólk með siði og hætti sveitafólks í byrjun þessarar aldar og fyrri öldum. Barnabörnin seni konta í heimsókn taka band- hnykil hjá ömmu og draga um gólfið til að láta köttinn leika sér við. Við hátíðleg tækifæri heimsækja grannar og góðvinir hverjir aðra og gera sér daga- mun. Sagt er að Grýla sé ófríð en mér finnst hún ekki vera það á myndunum. Að vísu verður hún ekki kölluð smáfríð en alls ekki Ijót. Þetta er myndar- kona. Höfundur sögunnar er aust- ur á Fljótdalshéraði á Ormars- stöðum í Fellum. Sennilega hefur þessi saga fyrst verið notuð í munnlegri frásögn til að hafa af fyrir börnum. Nú er hún komin á bók, eflaust í sama tilgangi. Hún mun vekja ýmsar spurn- ingar um hætti liðinna tíma hjá lesendum sínum. H.Kr

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.